Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 86

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 86
TRYGGVIEMILSSON: Baráttan og afköstin Hvort munið þér harðindin, kreppurnar, kaupmennsku okrið, krefjandi ásókn í lamb þess sem lægst kraup við hokrið, valdsmanna hrokann með arðránsins útþöndu klær og óttann við skortinn, sem manninn í duftið slær ? Þá munið þér og að vér öreigar brutum oss braut til bjartara mannlífs, til landsins sem skóp oss í þraut. Þér feður og mæður, ei varð yðar bjargfestu bolað, þeim burðarás þjóðlífs sem flest hefir áföllin þolað, trú vorri á landið, þess lífsmátt, þess orku og auö, þó of marga stritendur skorti hið daglega brauð. Því reistum vér merkið hið rósfagra, rautt sem vort blóð, að reisn vorra feðra var trúin á land vort og þjóð. Þess réttar vér kröfðumst að verk fylgi vinnandi höndum, að vinnan sé aflið og mátturinn leystur úr böndum. Og svo varð oss ágengt gegn valdsmanna tregðu og töf að trú vor er sígild, svo auðugt er land vort og höf. Og hugsjónin mikla um byltingu, bræðralag, frið, fékk byr undir vængi, hið lífsglaða atorku svið. En torfær var gangan er brautin var þverhlaðin björgum sem burt varð að ryðja við aðkast frá glefsandi vörgum og því voru samtök til sóknar og baráttu efld og séð út til Ijóssins sem roðaði loftin hvelfd. Og því er sjálf baráttan aflvaki, athvarf og hlíf, það allt sem vér þörfnumst að tryggja vort eigið líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.