Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 1
Nýbakað brauð í hvert mál þar sem þú finnur heitustu bakaríin um land allt Bullandi byr í Tyrklandi Glænýjar lúxusskútur í tyrkneskum sjó undir íslenskum fána | 34 Lesbók, Börn, Íþróttir Lesbók | Vinur minn óvinurinn  Trú og vísindi  Síðasta vorið Börn | Gaman að læra að sigla  Verðlaunaleikur vikunnar Íþróttir | Lýkur Zidane keppni með stæl?  Þarf að brjóta ísinn AÐ VENJU lyftist brúnin á góðviðrisþyrstum Íslendingum þegar sólin lét loks sjá sig á suð- vesturhorninu í gær. Ungir sem aldnir flykktust í sundlaugarnar, sumir með virðulegar sund- hettur, aðrir léku sér með glæsilega bolta og enn aðrir sleiktu einfaldlega sólina. Spáin fyrir helgina er áfram hagstæð Sunnlendingum og Vestfirðingum, en rigningu er spáð fyrir norðan og austan.Morgunblaðið/Jim Smart Loksins sýndi sólin sig SPENNAN í deilunni um eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna í vikunni magnaðist enn frekar í gær þegar háttsettur fulltrúi stjórnarinnar í Pyongyang sagði hana mundu líta á refsiaðgerðir af hálfu öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna sem stríðsyfirlýsingu. Þetta kom fram í viðtali Yonhap-fréttastof- verði frekar rædd í dag en Rússar og Kínverj- ar, sem hafa neitunarvald í ráðinu, hafa lýst sig andsnúna refsiaðgerðum gegn N-Kóreu. Skorar á Bandaríkjastjórn Þá sagði Han stjórnvöld í N-Kóreu tilbúin til að mæta aftur til viðræðna um kjarnorku- áætlun landsins gegn því að Bandaríkjastjórn tæki til baka þá ákvörðun sína að frysta inni- stæður stjórnarinnar í erlendum bönkum. unnar við Han Song-Ryol, aðstoðarsendi- herra N-Kóreu hjá SÞ, í gær en hann sagði að Bandaríkjastjórn yrði að sýna hvort hún vildi eiga í friðsömum samskiptum við stjórn kommúnista í Pyongyang. Yfirlýsing Han kom í kjölfar þess að Bandaríkjamenn og Japanar þrýstu í gær á um atkvæðagreiðslu um tillögu í öryggisráði SÞ sem fæli í sér heimild til refsiaðgerða gegn N-Kóreu. Búist er við að þessi tillaga Þrýsta á um refsiaðgerðir Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Öryggisráð SÞ fundar um harðorða tillögu gegn Norður-Kóreu New York. AFP. | Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, tilkynnti í gær að henni hefði tekist að koma upp um fyrirhugaða sjálfsmorðsárás hryðju- verkamanna á lestarkerfi New York. „Þetta var áætlun sem hefði falið í sér sjálfsmorðsárásir, sprengiefni og lestargöng sem tengja New Jersey við neðri hluta Manhattan-svæðis- ins,“ sagði Mark Mershon, yfirmað- ur FBI í New York, í gær. Að sögn Mershons hefur grunaður skipu- leggjandi árásanna, Assem Hammo- ud, sem er 31 árs og frá Líbanon, verið handtekinn í Beirút og ákærð- ur vegna málsins. Þá sagði hann tvo menn til viðbótar hafa verið hand- tekna á ótilgreindum stað vegna áætlunarinnar án þess að kæra hefði verið lögð fram gegn þeim. Komu í veg fyrir árás á New York STRÁKUM í 5.–7. bekk grunnskólans líður verr en stelpum á sama aldri. Þetta er ein nið- urstaða rannsóknar sem Rannsóknir & grein- ing í Háskólanum í Reykjavík unnu í fyrra um líðan barna. Í rannsókninni kemur einnig fram að af þeim áhrifaþáttum sem skoðaðir voru hafði einelti mest tengsl við líðan. Aftur á móti virðast hjúskaparstaða foreldra, tómstunda- og frístundastarf og líkamleg hreyfing hafa lítil áhrif á líðan barna. Þegar þau börn sem leið illa voru skoðuð sérstaklega kom í ljós að þau höfðu frekar ver- ið lögð í einelti en þau sem leið betur. Inga Dóra Sigfúsdóttir, ein þeirra sem sáu um gerð rannsóknarinnar, segir þennan mun á líðan kynjanna hafa greinst hjá eldri krökkum en nú hafi hann einnig greinst hjá þeim yngri. Strákum semji verr við kennara, líði verr í skólanum og gangi ekki jafn vel og stúlkum. Einnig semji þeim verr við foreldra sína en stúlkum. Hún segir nauðsynlegt að rannsaka þennan kynjamun frekar því óviðunandi sé að hann skuli vera til staðar í þekkingarþjóðfélagi. | 6 Strákum líður verr í skólanum en stúlkum Einelti hefur mikil áhrif á líðan en hjúskaparstaða foreldra lítil Morgunblaðið/Árni Sæberg Varsjá. AFP. | Kazimierz Marcinkie- wicz, forsætisráðherra Póllands, til- kynnti í gær að hann myndi segja af sér embætti innan við ári eftir að hann tók við því þann 31. desember sl. Í tilkynningu frá flokknum Lög og réttur (PIS), flokki Marcinkiewicz, í gær sagði að mælt hefði verið með Jaroslaw Kaczynski í embættið. Þar var hins vegar hvergi vikið að ástæðum þess að Marcinkiewicz kaus að stíga úr stóli forsætisráðherra. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Marcinkiewicz kom í opinbera heim- sókn til Íslands, þar sem meðal ann- ars var rætt um leiðir til að auka frelsi í viðskiptum ríkjanna. Marcinkie- wicz lætur af embætti Róm. AFP. | Dómari í Mílanó ákvað í gær að rétta yfir Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, í lok nóvember vegna ákæra á hendur honum um skatt- svik, bókhalds- svik og misnotk- un á sjóðum fjölmiðlarisans Mediaset. Þá ákvað dómarinn, Fabio Paparella, að réttað yrði yfir 13 aðilum til við- bótar í tengslum við samning Mediaset um kaup á höfundarétti kvikmynda í Bandaríkjunum. Þá er Berlusconi sakaður um peningaþvætti með því að nota er- lend fyrirtæki til að kaupa höfunda- réttinn á árunum 1994 til 1999, áður en hann var seldur til Mediaset á uppsprengdu verði. Rannsaka mútugreiðslur Enn fremur er Paparella að íhuga hvort næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að grundvöllur sé fyr- ir upptöku ákæra á hendur Berlus- coni vegna meintrar mútugreiðslu hans til breska lögmannsins Davids Mills árið 1997. Að auki hefur Mills verið ákærð- ur vegna meintra brota í þágu Berlusconis á árunum 1999 til 2000. Ásakanirnar um mútugreiðslur vöktu mikla athygli fyrr á árinu, en Mills var þá kvæntur Tessu Jowell, menningarmálaráðherra Bretlands. Berlusconi fyrir rétt Berlusconi ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 183 . TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.