Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 51 ÞRÍR íslenskir skákmenn sitja þessa dagana að tafli á Fyrsta laugardagsmóti í Búdapest í Ung- verjalandi. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.491) hefur einu sinni náð áfanga að stór- meistaratitli á móti af þessu tagi og tekur nú þátt í stórmeistara- flokki þar sem meðalstig kepp- enda eru 2.435 stig en til að ná áfanganum eftirsótta þarf hann að fá 8 vinninga af ellefu mögulegum. Dagur Arngrímsson (2.327) hefur náð áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli á móti sem þessu en hann og Guðmundur Kjartansson tefla í AM-flokki þar sem meðalstig keppenda eru 2.284 stig. Til að ná áfanga í flokknum þurfa þeir fé- lagar að fá 7½ vinning af ellefu mögulegum. Þess má geta að hægt er að tryggja sér áfanga að loknum níu eða tíu umferðum en fyrir margt löngu gerði FIDE það mögulegt að áfangi væri kominn í hús þó að móti væri ekki lokið. Að loknum sex umferðum blæs ekki alltof byrlega fyrir þremenn- ingana til að ná settu marki. Stef- án tapaði fyrir stigalágum and- stæðingi í fyrstu umferð og gerði svo þrjú jafntefli í röð. Hann reif sig upp úr öldudalnum með tveim sigrum og er með 3½ vinning af sex mögulegum og er í 3.–5. sæti af 12 keppendum en Liem Quang Le (2.488) frá Víetnam leiðir mót- ið með 5 vinninga. Dagur hóf keppni af miklum þrótti og hafði þrjá vinninga af fjórum mögu- legum en rétt eins og félagi hans Guðmundur hefur hann tapað tveim skákum í röð. Dagur er því með þrjá vinninga af sex mögu- legum og er í 5.–7. sæti af tólf keppendum en Guðmundur hefur tvo vinninga og er í 10.–11. sæti. Nái Stefán sér á strik í seinni helmingi mótsins er ekki útilokað að hann nái áfanga að stórmeist- aratitli en til að svo megi verða þarf allt að ganga upp. Sigurskák Stefáns í 5. umferð var ágætlega tefld. Hvítt: Andras Horvath (2.322) Svart: Stefán Kristjánsson (2.491) 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Kh1 Bb4 9. Rxc6 bxc6 10. Dd4 c5 11. Dd3 Bb7 12. Bf3 De5 13. Bd2 Stefán hefur iðulega teflt franska vörn en hin síðari misseri hefur hann einnig beitt Sikileyj- arvörn. Staða svarts er um margt ágæt en finna þarf hugvitsamlega leið til að þróa hana. Stefán er vandanum vaxinn þegar hann blæs til sóknar á kóngsvæng. Sjá stöðumynd 1 13. … h5! 14. Had1 g5 Þegar búið er að segja A verður að segja B. 15. g3 h4 16. Kg1 c4! 17. De3 Hvítur hefði lent í miklum vanda hefði hann þegið peðið: 17. Dxc4 hxg3 18. hxg3 Bc5 19. Kg2 (hin leiðin til að verja g3-peðin hefði ekki heldur lofað góðu: 19. Re2 g4 20. Bg2 Dh5 og svartur nær óstöðvandi sókn) 19. … g4 og svartur fær unnið tafl þar sem e4- peð hvíts fellur. 17. … hxg3 18. hxg3 g4 19. Bg2 Bc5 20. Df4 Bd4 21. Dxe5 Bxe5 22. Hfe1 d6 23. Be3 Ke7 24. Bd4 Rd7 25. Bf1? Hvítur hefur haldið í horfinu en nú fer að halla undan fæti eftir þessi mistök þar sem svartur vinnur nú tíma og getur byggt upp sókn sína hægt og rólega. Sjá stöðumynd 2 25. … Bxd4! 26. Hxd4 Re5 27. Bg2 Hh6! 28. He3 Hah8 29. Kf1 f5 30. Hd1 Taflmennska hvíts hefur verið ráðleysisleg. Svartur hefði mátað eftir 30. exf5 Bxg2+ 31. Kxg2 Hh1. 30. … Hh2 31. Hd4 H8h6 32. Re2 Bxe4 33. Bxe4 fxe4 34. Hdxe4 Svartur hefur nú gjörunnið tafl og tryggir sér nú sigurinn með því að þvinga fram skiptamunsvinn- ing. Sjá stöðumynd 3 34. … Rf3 35. Hxf3 gxf3 36. Rg1 Hh1 37. Hf4 Hf6 38. Hxc4 Hf5 39. Hc3 og hvítur gafst upp um leið. Hægt er að fylgjast með gangi mála í Búdapest á www.skak.is sem og á heimasíðu mótshaldara, www.firstsaturday.hu/. Stigalisti FIDE Alþjóðasamtök skákmanna, FIDE, birti fyrir skömmu 1. júlí stigalistann. Nokkrar breytingar urðu á stigum stigahæstu skák- manna Íslands þó að röð þeirra breyttist ekki neitt: 1. Jóhann Hjartarson (2.596), tapaði 23 stigum, tefldi 10 skákir. 2. Hannes H. Stefánsson (2.569), tapaði 10 stigum, tefldi 30 skákir. 3. Helgi Ólafsson (2.525), græddi 4 stig, tefldi 8 skákir. 4. Henrik Danielsen (2.517), tap- aði 3 stigum, tefldi 17 skákir. 5. Jón L. Árnason (2.507), tefldi enga skák. 6. Stefán Kristjánsson (2.491), græddi 11 stig, tefldi 29 skák- ir. 7. Helgi Áss Grétarsson (2.466), tefldi enga skák. 8. Þröstur Þórhallsson (2.461), græddi 13 stig, tefldi 17 skák- ir. 9. Héðinn Steingrímsson (2.449), græddi 2 stig, tefldi 25 skákir. 10. Arnar E. Gunnarsson (2.432), tefldi enga skák. Þetta er í fyrsta skipti í um ára- tug sem Jóhann Hjartarson hefur lægri en 2.600 stig en á Ólympíu- skákmótinu í Tórínó tapaði hann 23 stigum. Hannes Hlífar tapaði einnig stigum á tímabilinu en Helgi Ólafsson, Stefán Kristjáns- son og Þröstur Þórhallsson styrktu stöðu sína. Heimsmeistari FIDE, Veselin Topalov, trónir á toppi stigalistans með 2.813 stig en það er betri stigatala en hinn óvirki Garry Kasparov hefur. Anand hinn ind- verski féll niður fyrir 2.800 stiga múrinn en er samt í öðru sæti með 2.779 stig. Armeninn sterki, Levon Aronjan, heldur áfram að bæta sig og er í þriðja sæti með 2.761 stig en öflug endurkoma Vladimirs Kramniks á Ólympíu- skákmótinu í Tórínó fleytir honum í fjórða sætið með 2.743 stig á meðan landi hans Peter Svidler gerir sér fimmta sætið að góðu með 2.742 stig. Nánari upplýsingar um stiga- listann er að finna á heimasíðu FIDE, www.fide.com en einnig er að finna athyglisverða umfjöllun um listann á vefslóðinni http:// www.sjonar.hornid.com/. Prýðilegt gengi Lenku í Færeyjum Hjónin Lenka Ptácníková (2.183) og Omar Salama (2.214) tóku þátt í lokuðu alþjóðlegu móti í Suðureyjum í Færeyjum sem lauk fyrir skömmu. Lenka fékk meira en helming vinninga þó að hún væri næststigalægsti kepp- andinn en frammistaða hennar samsvaraði 2.336 stigum. Omari gekk mun verr og samsvaraði frammistaða hans 2.070 stigum. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1. John Arni Nilssen (2.356) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2. John Rodgaard (2.344) 6 v. 3.–5. Helgi Dam Ziska (2.306), Bjorn Brinck-Claussen (2.359), Simon Bekker-Jensen (2.393) 5½ v. 6. Lenka Ptácníková (2.183) 5 v. 7. Hans Kristian Simonsen (2.295) 4½ v. 8. Per Andreasen (2.303) 3 v. 9. Omar Salama (2.214) 2 v. 10. Sjurdur Thorsteinsson (2.067) 1½ v. Íslendingar að tafli í Búdapest SKÁK Búdapest í Ungverjalandi FYRSTA LAUGARDAGSMÓT Stefán Kristjánsson reynir að ná SM-áfanga í Búdapest. Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 1.–11. júlí 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is FRÉTTIR Toyota Corolla XLi til sölu v/ lutninga Árgerð '96, 1300 vél, ekinn 124 þús. km. Ný tímareim, smurbók, skoðaður '07, reyklaus, álfelgur, mp3 spilari, ný sumar- dekk. Verð: 260 þús. Uppl í síma 868 5549 Jóh Smáauglýsingar 5691100 Alvöru Chevrolet Impala LS árg ´02 Með þeim flottari og með öllu. Sími 892 1397. VW POLO árgerð 1997 Ek. 104.000 þús. sjálfsskiptur. 3ja dyra. Verð 260 þús. Upplýsingar í síma 690 1433. Einnig til sölu Subaru Legacy, árg. '96. Ek. 230 þús. Nýskoðaður. 5 dyra. Lítur mjög vel út. Uppl. í Porsche 911 Carrera 3.0 200 hestöfl. Ekinn aðeins 60 þús. km. Litur: Brons. Ljós leðurinn- étting. Glæsilegur klassískur sportbíll. Verð 2.490 þús. Uppl. í síma 863 8333 og www.porsche.is/notadir. TRAUSTUR FJÖLDSKYLDUBÍLL á 160 þús. '96 árg. VW GOLF Stat- ion. ek 125 þús km. 5 manna. sumar- vetradekk. Í góðu ástandi. Sími 663 3377. BIRGIR Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, og Ingibjörg Karlsdótt- ir, formaður ADHD-samtakanna sem styðja börn og fullorðna sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni, hafa undirritað samkomulag um að flugfélagið muni á næstu tólf mánuðum styðja fræðsluátak um einkenni og afleiðingar ADHD. Markmið verkefnisins er að vinna að fræðslu fyrir kennara um kennslu nem- enda með ADHD, sem er taugaröskun sem í daglegu tali er kölluð ofvirkni. Rannsóknir sýna að nálægt 5 af hundraði barna og unglinga glíma við þessa röskun sem lýsir sér einkum í óró- leika, hvatvísi og athyglisbresti og hefur því oft alvarleg áhrif á daglegt líf, nám og samskipti við önnur börn eða full- orðna. Góðu fréttirnar eru þær að til eru vel þekktar leiðir til að draga úr ein- kennum ADHD og þar með auka lífs- gæði barnanna. Þar fara í raun saman hagsmunir allra barna og unglinga, hvort sem þau eru með ADHD og skyld- ar raskanir eða ekki, því ljóst er að allt sem fram fer í skólastofunni hefur áhrif á öll börnin í bekknum. Iceland Express mun leggja ADHD- samtökunum lið með margvíslegum hætti, til dæmis með því að standa fyrir skipulegri klink-söfnum meðal farþega. Verður stuðningur farþega Iceland Ex- press nýttur til að útbúa greinargott fræðsluefni fyrir kennara um nám barna sem glíma við ADHD en samkvæmt könnunum eru ofvirk börn stærsti streituvaldurinn í starfi grunnskólakenn- ara. Einnig er stefnt að því að halda sér- stök námskeið fyrir kennara um þetta efni. Þá mun Iceland Express einnig veita ferðastyrki sem munu auðvelda samtökunum að taka þátt í alþjóðlegri samvinnu. Ingibjörg Karlsdóttir, formaður AHDH-samtakanna, segir að stuðningur Iceland Express gefi fræðsluátaki sam- takanna byr undir báða vængi. Hlutirnir séu komnir á hreyfingu. Iceland Express vinnur með samtökum ADHD NORRÆNA félagið á Íslandi hefur fengið styrk frá Nordplus Voksen- áætlun Norrænu ráðherranefndar- innar. Nordplus Voksen styrkir nor- rænt samstarf á sviði fullorðins- fræðslu og símenntunar og er framlagi til Norræna félagsins ætlað að styrkja fimmtíu einstaklinga til náms í lýðháskólum á öllum Norð- urlöndunum skólaárið 2006–2007. Á Norðurlöndum nema Íslandi eru lýðháskólar. Í boði er fjölbreytt nám og þroskandi námsumhverfi. Lýðháskólanám er fyrir alla. Um- sóknarfrestur um styrk frá Norræna félaginu vegna haustmisseris 2006 og heilsársnámskeiða 2006–2007 er til 15. júlí nk. Eyðublöð fást hjá Nor- ræna félaginu, Norrænu upplýsinga- skrifstofunni á Akureyri og á vefnum á slóðinni www.norden.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norræna félagsins í síma 5510165, netfang hallo@norden.is. Veita styrk til náms í lýðháskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.