Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 43 MINNINGAR Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Það er einmitt þetta sem okkur dettur í hug þegar við setjumst nið- ur til þess að skrifa minningu um ömmu Boggu, minningar um dásam- lega manneskju sem sýndi okkur alla þá væntumþykju og virðingu sem barn getur óskað sér. Það væri margt hægt að tína til frá okkar yngri árum þegar við vorum á Hólmavík í heimsókn hjá þeim ömmu og afa, bæði ferði og atburði sem alltaf munu ylja okkur um hjartaræturnar, og minninguna um það hversu fallega og vel hún tók á móti okkur með sitt hlýja bros og endalausu alúð sem hún var ekkert feimin við að sýna okkur. Þolinmæði hennar gagnvart okkur virtist engin takmörk hafa, ekkert okkar minnist þess að einhvern tíma hafi hún ha- stað á okkur eða skammað okkur, al- veg sama hversu oft á dag við kom- SIGURBJÖRG JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Jón-ína Jónsdóttir fæddist á Fitjum í Hrófbergshreppi 19. ágúst 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. júní síðastliðinn. Útför Sigurbjargar var gerð frá Hólmavík- urkirkju 28. júní. um hundvot heim eftir að hafa verið að prófa hversu djúpt við gæt- um vaðið í sjónum á nýju stígvélunum okk- ar. Guð blessi minning- ar okkar um ömmu Boggu því hún hefur verið okkur mikil fyr- irmynd og mun alltaf vera. Við getum ekk- ert annað en verið þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum með henni og við get- um ekki annað en verið þakklát fyrir allt það fallega og góða sem hún sýndi okkur og gaf. Það var mikil gæfa að fá að vera henni samferða og við óskum þess að við berum þá gæfu til að geta gefið öðrum til baka það sem hún amma sýndi okkur og kenndi. Marinósbörn. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast yndislegri konu, ömmu mannsins míns, þegar ég kom inn í fjölskyld- una hans og aldrei var hún neitt ann- að en „amma Bogga“ í mínum huga, þó ekki væri hún amma mín. Amma Bogga hafði einstaklega góða nærveru. Við kynntumst vel þegar farið var í lundann eitt sum- arið, við amma Bogga vildum ekki út í eyju og eyddum því deginum sam- an. Hún sá um að kynna mig fyrir Hólmavík, sínum heimabæ þar sem hún þekkti hvern krók og kima og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Við tókum okkur bíltúr á Drangsnes þar sem við lentum í æv- intýrum. Þennan dag stóð yfir rallí og þeyttust bílar framhjá okkur, þegar ég hugsa til baka vorum við eflaust í stórhættu, en ekki var gamla konan hrædd og fannst þetta hin besta skemmtun og þar sem hún þekkti leiðina eins og handarbakið á sér var hún sérlegur aðstoðaröku- maður þennan dag. Nú veit ég að hún er komin við hlið Jóa síns og mun halda áfram að vera aðstoðarökumaður á nýjum stað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð: S. Egilsson) Þúsund þakkir fyrir kynnin, amma Bogga. Kveðja, Freyja. ✝ Hörður Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 9. febr- úar 1925. Hann lést mánudaginn 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Valdimar Stefánsson múrari frá Páfastöðum í Skagafirði, f. 1.8. 1896, d. 25.4. 1988, og Guðrún Vil- hjálmsdóttir frá Meiri-Tungu í Holt- um, f. 13.2. 1901, d. 2.9. 1935. Hörður var næstelstur af tíu systkinum. Systkini Harðar eru Þráinn, f. 1923, Vilhjálmur, f. 1926, Stefán, f. 1926, látinn, Ásdís, f. 1928, Erla, f. 1929, Hrafnhildur, f. 1931, Stefán Jóhann, f. 1934, Sverrir, f. 1935, látinn, og Haukur, f. 1935, látinn. Hörður kvæntist hinn 13.2. 1951 Jórunni Erlu Bjarnadóttur, f. í Reykjavík 25.6. 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Gyða Guð- mundsdóttir, f. 30.7. 1907, d. 25.12. 1992, og Bjarni Guðmundsson, f. 7. 9. 1906, d. 25.10. 1999. Börn Harð- ar og Erlu eru: 1) Bjarni Rúnar, f. 14.10. 1950, maki Inga Guðmunds- dóttir, f. 28.7. 1952. Synir Bjarna leystist heimilið upp og fóru systk- inin í fóstur. Hörður fór til Holta- staða í Langadal til hjónanna Jón- atans Líndal og seinni konu hans, Soffíu Líndal, þar sem hann var til fullorðinsára. Hörður fór til bú- fræðináms á Hvanneyri í Borgar- firði og lauk því námi 1944. Árið 1950 hóf Hörður störf í lögregl- unni í Reykjavík og lauk námi frá Lögregluskólanum 1951. Hörður var varðstjóri í slysarannsóknar- deild árið 1971. Hann var kennari við lögregluskólann frá 1968– 1972. Hörður starfaði mikið að um- ferðaröryggismálum og var for- maður klúbbsins Öruggur akstur um tíma. Hann var félagi í Lög- reglukórnum um langt skeið og í stjórn hans. Árið 1972 fluttu þau hjón austur að Akurhóli þar sem Hörður tók við starfi aðstoðarfor- stöðumanns við vistheimilið að Gunnarsholti. Þar starfaði hann til ársins 1995 þegar hann fór á eft- irlaun. Þau hjón fluttust árið 1999 til Hellu þar sem þau hafa búið síð- an. Hörður hefur starfað mikið í Lionshreyfingunni frá því hann fluttist austur, var formaður klúbbsins um tíma, umdæmisstjóri 1981–1982 og fékk heiðursviður- kenningu Melvin Jones árið 1985. Hann starfaði mikið að málefnum aldraðra á Rangárvöllum og var virkur í stjórn þeirra samtaka og varaformaður í þrjú ár. Útför Harðar verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 13. eru Hörður, f. 21.4. 1967, Valur, f. 10.2. 1970, Örvar, f. 4.5. 1973, Þórir 10.4. 1977, og Hlynur, f. 14.3. 1983, d. 5.6. 2002. 2) Guðrún Bryndís, f. 30.10. 1953, maki Sig- urður Héðinn Harðar- son, f. 16.2. 1963. Syn- ir Guðrúnar eru Árni, f. 10.7. 1971, og Hörð- ur, f. 10.9. 1981. 3) Hafdís Erna, f. 25.4. 1955, maki Frederick Alan Jónsson, f. 30.7. 1950. Börn Hafdísar eru Stefán Bjartur, f. 28.7. 1972, Helga Sonja, f. 16.2. 1975, Íris Gyða, f. 7.3. 1978, Guðmundur Sigurjón, f. 25.1. 1982, og Anton Reynir, f. 10.11. 1993. 4) Logi, f. 21.3. 1957, maki Fjóla Lár- usdóttir, f. 30.9. 1957. Börn þeirra eru Auður Erla, f. 27.6. 1974, Lilja, f. 18.3. 1980, og Ari, f. 24.5. 1985. Barnabarnabörnin eru 22. Hörður ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs, þá fluttist hann með for- eldrum sínum að Hornbjargsvita þar sem Valdimar var vitavörður frá 1932 til 1936. Guðrún móðir Harðar og þrír bræður hans létust þar í september 1935. Eftir að Valdimar fór frá Hornbjargsvita Vantar mig bæði vit og orð eftir göfuga menn að mæla mér er óverðug harmagæla minningu þeirra bera á borð. Aðeins ég saknað get með grát líkhringing þegar ljóstar eyra og lætur mig dögum oftar heyra velgjörðarmanna og vina lát. Skyldurækt alla og sóma sinn elskaði hann sem ærumaður ætíð friðgjarn og góðhjartaður var því af öllum vel metinn. Gestrisinn var og greiðafús skemmtinn í ræðum skýrtalaður skynsemdarríkur hugvitsmaður indælt var slíkt að hitta hús. Í hjónabandsstöðu sinni sá ástríkur reyndist ektamaður elskandi konu sameinaður sem nú grætur hans sessi hjá. Far svo blessaður frá oss hér frægur ástvin og félagsbróðir fram á æðra heims gullnar slóðir horfum í anda eftir þér. En lítum til baka á legstað þinn endurminningin út sig gefur að ástvinur vor þar látinn sefur en mannkosta vakir minningin. (Hjálmar Jónsson) Bjarni R. Harðarson og Inga Guðmundsdóttir. Elsku pabbi minn. Það er erfitt fyrir mig að kveðja þig en eftir að hafa séð hvernig veikindin fóru með þig þá veit ég að þú ert hvíldinni feg- inn. Mig langar til að fá að þakka þér fyrir svo margt, sumt náði ég að tala við þig um þessa síðustu daga en samt ekki allt. Mig langar til að þakka þér fyrir þá væntumþykju sem þú sýndir mér og mínum og sérstaklega drengjun- um mínum. Þú varst þeim góður afi og báðir nutu þeir þess að fá að sitja í fanginu á þér og syngja með þér, sérstaklega uppáhaldið þitt, „Stígur hann við stokkinn“, og báðir hlutu þeir heiðurstitilinn að vera „elsku- legur afa síns, besta barn í heimi“. Þú naust þess að vera með barna- börnunum þínum og svo síðar barna- barnabörnunum, Salka Ósk og Jón Einar fengu að njóta þess. Einnig er ég þakklát fyrir hve þið mamma reyndust okkur vel þegar Nonni dó. Þakka þér fyrir allt elsku pabbi minn og ég bið góðan Guð að geyma þig. Elsku mamma, þið pabbi hélduð upp á 55 ára brúðkaupsafmæli ykkar á Borgarspítalanum, það er langur tími sem þið áttuð saman og ég bið Guð að gefa þér styrk í sorg þinni. Pabbi minn, við Siggi, strákarnir mínir og þeirra fjölskyldur kveðjum þig með söknuði. Fyrir hönd fjölskyldunnar langar mig að fá að þakka alla þá umhyggju og alúð sem pabba var sýnd í veik- indum hans á Borgarspítalanum og sérstaklega á Lundi, kærar þakkir. Þín dóttir Guðrún Bryndís. Margar minningar á ég frá því ég var lítil stelpa hjá ömmu og afa uppi á Akurhóli, bæði með Auði Erlu syst- ur minni og spígsporandi með Herði litla frænda í grenndinni við húsið þeirra. Sérstaklega man ég þegar ég gisti hjá þeim í eitt skiptið af mörg- um. Þá var ég að fara í rúmið og afi breiddi yfir mig og bauð mér kók til að hafa á náttborðinu ef ég myndi vakna þyrst. Þótti mér það frábært því það tíðkaðist ekki heima hjá mömmu og pabba sá lúxus að fá kók- sopa yfir nóttina. Eins man ég eftir því að keyra með afa um sveitina og fylgdumst við með fuglunum í kring og kenndi hann afi mér nöfnin á þeim mörgum, man ég þá helst eftir því þegar við sáum fuglinn tjald. Síðan þá hef ég ávallt hugsað til afa míns er ég sé tjald úti í náttúrunni. Oft og mörgum sinnum dáðist ég að myndum af honum í löggubún- ingnum sem prýddu fallega heimilið þeirra og glæsilegu Lions-viður- kenningarnar heilluðu mig og lang- aði mig til að handleika en afi passaði vel upp á þær. Tímunum saman gat ég setið inni í bókasafninu hans, að glugga í alls konar bækur sem hann var búinn að safna á lífsleiðinni. Ósjaldan höfum við systurnar hlegið að því hvað við erum líkar honum Herði afa, því við erum þekktar fyrir það að vera skipulagð- ar og snöggar að útbúa lista yfir alla mögulega hluti sem hann afi var einnig iðinn við. Síðustu ár hefur það verið einkar notalegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna, afi hafði svo gaman af börnum okkar systra, hló og lék við þau. Einnig sóttu þau í að koma á Hellu, í sveitina til að hitta langafa og langömmu. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég átti með afa mínum. Það mun fylgja því ákveðinn sökn- uður að koma á heimaslóðirnar þeg- ar afi er ekki lengur þar en ég veit að hann gætir okkar sem eftir lifum og mun taka á móti okkur þegar að því kemur. Að lokum vil ég senda ömmu og börnum þeirra mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Lilja Logadóttir. Mig langar til að kveðja mág minn og vin Hörð Valdimarsson með fá- einum orðum um lífshlaup okkar. Þau hjónin Erla og Hörður fluttu til Reykjavíkur í kringum 1950 og hófust okkar kynni upp frá því. Þau bjuggu fyrst um sinn hjá foreldrum mínum eða þar til þau fengu leigu- húsnæði. Hörður var nýútskrifaður frá Bændaskólanum á Hvanneyri og hóf hann þá störf hjá Lögreglunni í Reykjavík. Á sínum árum í Reykja- vík bjuggu þau sér heimili í Bogahlíð og var heimilið opið fyrir mér og var ávallt mikil gestrisni þar. Okkur Herði var vel til vina og var ég tíður gestur á þeirra heimili sem var fullt af glettni og gamansemi, þar sem aldur var ekki tilgreindur. Svo kom að það urðu breytingar á þeirra hög- um þegar hann réð sig sem aðstoðar- forstöðumann á vistheimilinu Akur- hóli á Rangárvöllum þar sem hann starfaði allan sinn starfsaldur. Ég starfaði með honum í um það bil tvö ár og bar aldrei skugga á okkar sam- starf. Hörður starfaði af miklum áhuga og dugnaði í Lionshreyfingunni um árabil og var þar á meðal Landsfor- seti ásamt fjölda annarra trúnaðar- starfa. Hörður var mikill heimilis- maður og var mjög annt um konu sína, börn og alla velferð þeirra ásamt fjölskyldum. Seinni árin heim- sótti ég þau oft á Akurhól og síðar á Hellu þar sem við áttum margar ljúf- ar og skemmtilegar stundir. Langar mig að þakka allar góðu samveru- stundirnar í gegnum tíðina. Ég bið góðan Guð að styrkja Erlu systur mína, börn hennar og fjöl- skyldur í sorg sinni. Með bestu kveðju Guðmundur Már. Kær vinur, félagi og nágranni er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna fráfalls hans. Harðar verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Harðar. Að leiðarlokum er okkur hjónum efst í huga þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf. Þegar við hugsum til Harðar kem- ur fyrst í hugann vandaður og góður drengur með óþrjótandi áhuga fyrir öllu því sem betur mátti fara í þjóð- félaginu. Á Gunnarsholtstorfunni hefur löngum verið unnið að ræktun lands og lýðs. Það var hlutskipti Harðar að rækta fólkið, fyrst sem lögreglumaður og síðar við rekstur Vistheimilisins í Akurhóli. Á ævi- kvöldi gat Hörður glaðst yfir því að með lipurð og virðingu fyrir lítil- magnanum tókst honum að koma fjölda fólks, sem undir hafði orðið í lífsbaráttunni, aftur til starfa og verða að nýtum þjóðfélagsþegnum. Hörður ræktaði einnig landið og unni íslenskum gróðurlendum sem kom ríkt fram í starfi hans í Lions, í þágu landsins okkar. Hann gat einn- ig glaðst yfir því að mörg af hans baráttu- og áhugamálum náðu fram að ganga og má þar nefna hans öfl- uga þátt í að tryggja örugga umferð m.a. í kjölfar breyttrar umferðar- stefnu á íslenskum þjóðvegum. Hörður var einstaklega ráðvandur og setti hag stofnunarinnar á Akur- hóli framar eigin hag. Einstök sam- viskusemi og elja einkenndi öll störf Harðar. Hann var samur við háa sem lága og var hafsjór af fróðleik um landshætti. Hörður var sérstakt ljúf- menni og dagfarsprúður og það var okkur heiður að eiga þau hjónin að sem trausta nágranna og vini. Á ævikvöldi sótti að Herði illvígur sjúkdómur, sem hann tókst á við með mikilli stillingu og æðruleysi. Það voru forréttindi að kynnast Herði, hans er nú sárt saknað, en minningin um góðan dreng lifir. Við vottum Erlu, börnum þeirra, ætt- ingjum og vinum, okkar dýpstu sam- úð og biðjum þeim Guðs blessunar. Oddný og Sveinn. Félögum í Lionsklúbbnum Skyggni hefur nú fækkað. Einn af aðalmáttarstólpum klúbbsins gegn- um árin hefur kvatt þennan heim. Hörður Valdimarsson lést á Hellu mánudaginn 3. júlí 2006. Lionsklúbburinn Skyggnir var stofnaður 23. janúar 1973 og gekk Hörður Valdimarsson í klúbbinn 28. okt. 1974 og starfaði óslitið meðan heilsan leyfði Hörður gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Lionshreyf- inguna og Lionsklúbbinn Skyggni, var meðal annars formaður Skyggn- is, svæðisstjóri og varaumdæmis- stjóri. Hörður var kosinn umdæm- isstjóri í umdæmi 109A árið 1981–82. Einnig gegndi hann fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir klúbbinn. Hörður var gerður að Melvin Jon- es félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar, árið 1990. Þá var Hörður gerður að ævifélaga í Skyggni árið 1998. Við félagarnir sem eftir erum munum sárt sakna Harðar og hans hárfína húmors. Þær eru ófáar skopsögurnar og einnig ýmsar frásögur úr hans lífi og starfi, sem hann sagði frá af mikilli list. Nú er komið að sögulokum og góð- ur Lionsfélagi er horfinn úr hópnum. Við þökkum Herði skemmtileg kynni og langa og góða samfylgd, Fjöl- skyldunni sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Félagarnir í Lionsklúbbnum Skyggni. HÖRÐUR VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.