Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 34
 Ísfirsku skjald- bökufangararnir: Sveinbjörn Krist- jánsson, Lúther Ólason og Örn Torfason. Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 32 54 6 05 /2 00 6 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Daglegtlíf júlí Þær heita Íslandssól, Sólliljaog Tobba trunta enda erHalldór Laxnes í sérstökuuppáhaldi hjá flotaforingj- anum Önundi Jóhannssyni, sem nú hyggur á skútuútgerð frá tyrknesku skútuhöfninni í Göcek á miðjarð- arhafsströnd Tyrklands. Skútunum þremur, sem eru 45 feta af gerðinni Jeanneau Sun Oddyssey, var hleypt glænýjum af stokkunum í Port Napoleon í Frakklandi í júníbyrjun og þeim síðan siglt í halarófu 1.300 sjómílna leið frá Suður-Frakklandi til Suður-Tyrklands þar sem lagst var við festar að morgni kvennafrí- dagsins 19. júní eftir rúmlega átta sólarhringa siglingu í gegnum Mið- jarðarhafið og tvö olíustopp á leið- inni, annars vegar í Bonifacio á suð- urenda Korsíku og hins vegar í Reggio di Calabria á suðurenda Ítal- íu. Athafnamaðurinn Önni, eins og hann er gjarnan kallaður af vinum og vandamönnum, fékk íslenska „skipstjóra“ til liðs við sig við að ferja skúturnar alla þessa leið. Að jafnaði var siglt á um sjö hnút- um í sól, hita og logni og því þurfti oftar en ekki að grípa til vélarinnar samhliða seglanotkuninni. Vestfirðingur veiðir skjaldböku Íslensku áhafnirnar skiptust á þriggja tíma vöktum við stýrið að nóttu sem degi. Á frívaktinni var svo ýmist dormað í sólinni uppi á dekki eða í koju undir þiljum auk þess sem þeir sprækustu sáu um að töfra fram ítalska pastarétti með ýmsum lit- brigðum til að seðja mannskapinn. Að öðrum ólöstuðum má segja að áhöfnin á Sóllilju, ungir sveinar að vestan, hafi verið hvað hugmynda- ríkastir í matargerðinni enda til- heyra þeir bæði sérstökum veiði- klúbbi og matarklúbbi. En þegar sæskjaldbaka ein átti sér einskis ills von þegar hún ákvað að kæta piltana ungu með því að synda fram hjá hin- um vestfirsku „villimönnum“, brá svo við að einn þeirra tók á sig rögg, henti sér niður í lítinn slöngubát og barasta náði í skjaldbökuna með berum höndum. „Við erum á skjaldbökuveiðum. Það verður skjaldbökusúpa í kvöld- matinn, ef einhver hefur áhuga. Við erum nefnilega sterkir strák- ar að vestan og köllum ekki allt ömmu okkar,“ heyrðist í talstöð- inni stuttu síðar. Svo fór þó að litla skjaldbakan lifði hremmingarnar af og var sleppt út í frelsið á ný áð- ur en dagur var að kvöldi kominn þar sem enginn kunni skjaldböku- verkun þegar til átti að taka. Fráhrindandi íslenskt skrifræði Þótt skúturnar komi til með að hafa bækistöðvar í Tyrklandi tek- ur Önni ekki annað í mál en að skrá þær á Íslandi og sigla undir íslenska fánanum. „Ég er nefni- lega mikill þjóðernissinni auk þess sem mér finnst íslenski fán- inn vera afskaplega fallegur. Fyr- ir þessa sérvisku mína þarf ég hins vegar að borga mun meira en ella auk þess sem íslenska skrif- ræðið í kringum þetta stúss virkar mjög fráhrindandi, svo ekki sé meira sagt. Komi til þess að ég stækki flotann síðar meir er ég ekki viss um að treysta mér á ný í gegnum reglugerðarfrumskóg hinnar alíslensku Siglingamálastofn- unar.“ Óhætt er að segja að íslensku skúturnar hans Önna og Sigurveigar Guðmundsdóttur, konu hans, séu glæsifley, útbúnar öllum helstu þæg- indum og fullkomnustu siglinga- tækjum, sem völ er á enda lætur nærri að hver skúta leggi sig á um 20 milljónir króna. Að auki festu Önni og Sibba kaup á 49 feta skútu, sömu tegundar, sem þau eiga í félagi við nokkra aðra Íslendinga. Sú heitir Salka Valka 2 og var henni siglt sömu leið í apríl síðastliðnum. Hún er einnig til útleigu með skipstjóra ef eigendurnir eru ekki að nota hana sjálfir. Pláss fyrir allt að tíu manns Nú er búið að gera íslensku skút- urnar í Göcek klárar fyrir útleigu, en auk þess að vera búnar meira en 100 fermetrum af seglum er 75 hestafla Yanmar-vél í þeim öllum. Auðvelt er að sigla á svæðinu. Að mestu er siglt eftir auganu, en æskilegt er að leigu- takar hafi kunnáttu í siglingafræði og notkun sjókorta sem og í með- höndlun báts í höfn og á akkerislægi. Skúturnar leigjast frá apríl og fram í nóvember. Hægt er að fá skúturnar leigðar með skipstjóra, en án hans nemur skútuleiga í viku frá 2.100 evrum og upp í 3.300 evrur. Pláss er fyrir allt að tíu manns um borð í hverri skútu og innifalið í verðinu er akstur til og frá flugvelli og allt er við kemur bát og búnaði um borð að undanskilinni dísilolíunni. Bærinn Göcek stendur við Fet- hiye-flóa þar sem er að finna ótelj- andi fagrar víkur og flóa til að varpa akkeri eða binda við bryggju. Þar er svo hægt að synda, sóla sig, snorkla, fara í könnunarferðir og gott er að enda daginn á litlum fjölskyldurekn- um veitingastöðum í flæðarmálinu. Á síðustu tíu árum hefur Göcek verið að breytast úr pínulitlu fiski- þorpi í skútubæ með lúxusaðstöðu. Skútuhöfnin er nú orðin ein af þeim vinsælustu við suðurströnd Tyrk- lands. Íbúar eru um átta þúsund talsins og býður bærinn upp á fjöl- breytta þjónustu í göngufæri við höfnina auk þess sem verðlag í Tyrk- landi er hagstætt. Kaupmenn taka bæði við evrum og tyrkneskum lír- um, en geta má þess að Tyrkir skáru heil sex núll aftan af gjaldmiðli sín- um um síðustu áramót. Sneri sér alfarið að áhugamálinu Önni og Sibba hafa lengi búið í Frankfurt í Þýskalandi, en bæði hafa þau verið starfandi hjá Lufthansa, hann sem flugstjóri undanfarin sautján ár og hún sem flugfreyja. En Önni er nú orðinn sextugur og búinn að gera starfslokasamning við fyrr- um vinnuveitanda, en áður hafði hann m.a. rekið flugskóla og var einn af stofnendum Arnarflugs. Í staðinn fyrir að setjast í „helgan stein“, sem kallað er, afréð hann að taka flugið í áhugamálinu af krafti þótt segja megi að röð tilviljana hafi fremur ráðið för í öllu ferlinu en rökræn og meðvituð við- skiptamannapólitík. „Ég hef sjálfur verið forfallinn skútuáhugamaður í þrjá- tíu ár og siglt um öll heimsins höf. Það er hins vegar hvergi betra að sigla en við Tyrklandsstrendur. Þetta svæði toppar allt annað og ég vil að fleiri njóti. Það má þó segja að lífið hafi tekið 90° beygju á London Boat Show í jan- úar sl., en þar var ég ein- göngu að þreifa fyrir mér með það fyrir augum að skipta gömlu Sölku Völku, sem við nokkrir Íslend- ingar áttum saman í fé- lagi, út fyrir nýja. Ég sá Jeanneau-skúturnar og varð bara ástfanginn. Svo einfalt er það. Það varð ekkert aftur snúið. Þegar upp var staðið var ég bú- inn að kaupa fjórar skútur í stað einnar. Nú vona ég bara að þetta framtak mitt falli íslenskum ferðamönnum í geð því nú með vikulegu beinu leiguflugi Úrvals-Útsýnar til Dalaman- flugvallar, sem er 22 km frá okkur, hefur skapast auðvelt aðgengi að ís- lensku skútunum. Þetta er nefnilega geysilega skemmtilegur ferðamáti enda er ávallt bullandi byr í Tyrk- landi.“  SIGLINGAR | Á lúxusskútu undir íslenskum fána yfir endilangt Miðjarðarhafið Bullandi byr í Tyrklandi Morgunblaðið/Jóhanna IngvarsdóttirSkútubærinn Göcek situr í fallegu umhverfi á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Önundur Jóhannsson siglir skútunum sínum í tyrkneskum sjó undir íslenska fánanum.  Áhöfn Íslands- sólar: Önundur Jó- hannsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jason Plews og Jó- hanna Ingvarsdóttir.Morgunblaðið/JI Glænýjum lúxusskútum með íslenskum fánum var hleypt af stokkunum í Port Napoleon í Frakklandi í júní- byrjun. Skúturnar eru í eigu íslenskra hjóna, sem ætla að leigja þær út í fögru umhverfi við Tyrklandsstrend- ur. Jóhanna Ingvarsdóttir var í hópi áhafnarmeðlima, sem skiptust á þriggja tíma vöktum við að ferja skút- urnar 1.300 sjómílna leið yfir endilangt Miðjarðarhafið, allt frá Frakklandi til Tyrklands. TENGLAR ..................................................... www.seaways-sailing.com join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.