Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágúst TheódórBlöndal Björns- son fæddist í Nes- kaupstað 28. apríl 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Nes- kaupstað sunnudag- inn 2. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Ágústsdóttir Blön- dal símstöðvar- stjóri, f. 8. júní 1898, d. 27. desember 1974 og Björn Björnsson ljósmyndari og kaup- maður, f. 8. maí 1889, d. 24. des- ember 1977. Systir hans, sam- mæðra, er Inga Lára Ingadóttir, f. 20. janúar 1927. Systkini Ágúst- ar samfeðra eru: 1) Steingerður, f. 24. febrúar 1912, d. 3. janúar 1927, 2) Björn f. 25. desember 1912, d. 5. september 1994, 3) Þorsteinn E., f. 17. mars 1915, d. 16. desember 1983, 4) Ari, f. 16. maí 1916, d. 31. ágúst 1986, 5) Jó- hanna f. 2. mars 1923 og 6) Stein- arr, f. 17. september 1926, d. 6. júlí 1967. Hinn 31. desember 1962 kvænt- ist Ágúst Elínu Sigurbjörgu Magnúsdóttur frá Friðheimi í Mjóafirði, f. 12. ágúst 1943. For- eldrar hennar voru Magnús Tóm- asson, f. 7. nóvem- ber 1902, d. 6. september 1999 og Karen Björg Óla- dóttir, f. 18. ágúst 1906, d. 24. júní 1997. Ágúst og Elín eiga þrjú börn, þau eru: 1) Birgir, f. 30. júlí 1962, kona hans er Hrafnhildur Úlf- arsdóttir, f. 7. ágúst 1963. Dætur þeirra eru Elín Ágústa, f. 29. ágúst 1990 og Kristrún, f. 24. febr- úar 2003. 2) Sverrir, f. 1. maí 1970, kvæntur Evu Ósk Ármanns- dóttur, f. 26. apríl 1976. Synir þeirra eru Ottó Ingi, f. 9. júní 1995 og Hrafn, f. 1. desember 2005. 3) Kristín, f. 24. janúar 1973, gift Marinó Stefánssyni, f. 20. febrúar 1971. Börn þeirra eru Anna Karen, f. 9. júní 2001 og Börkur, f. 30. maí 2002. Ágúst var lengi til sjós og síðar vélstjóri hjá Rarik í Neskaupstað. Um skeið vann hann hjá Síldar- vinnslunni en undanfarin ár starf- aði hann hjá Olís. Hann var um árabil fréttaritari Morgunblaðs- ins í Neskaupstað. Ágúst verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinsta kveðja frá eiginkonu. Hér við lífsins leiðarenda leitar klökkur hugurinn Hjartans þakkir því skal senda þér, og kveðjur vinur minn Meðan ég er moldum yfir man ég okkar kynni vel Þín í anda áfram lifir alúð, tryggð og vinarþel (Kristbjörg Inga Magnúsdóttir.) Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Pabbi er skyndilega farinn, dáinn, langt fyrir aldur fram. Söknuður, eftirsjá og óbærilegur sársauki eru sterkar tilfinningar þessa dagana. En þegar grannt er skoðað líka þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við pabbi höfum átt saman í gegnum tíðina. Samband okkar pabba var einstakt. Það var gott að vera í návist hans, enda var hann ætíð hreinn og beinn, kátur og stríðinn með afbrigðum. Traustur sem klettur og alltaf boðinn og búinn að hjálpa til. Saman sinntum við starfi fréttaritara Morgunblaðsins hin seinni ár og er ég þakklát fyrir allar þær stundir sem við deildum í tengslum við það. Það er erfitt að hugsa sér lífið án pabba. Þó ekki væru nema nokkrir metrar á milli húsanna okkar og við hittumst daglega, þá hringdi hann í mig á næstum hverjum morgni. Stundum til að segja mér hvaða far- fuglar væru komnir, hvaða flækings- fugla hann hefði séð á daglegu morg- unrölti sínu inni á Sandi eða að kríuungarnir væru skriðnir úr eggi. Stundum til að segja mér frá flottri mynd í Mogganum. Svo þurfti hann auðvitað að fá skýrslu um hvernig hefði gengið að koma ormunum mín- um á leikskólann. Það voru tómlegar helgarnar sem pabbi var í vinnu og komst ekki til að heilsa upp á okkur snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum. Það eru sannarlega tómlegar stundir framundan. Ég er þakklát fyrir allar þær frá- bæru stundir sem við Marinó og börnin höfum átt með pabba frá því við fluttum aftur austur fyrir sjö ár- um og óendanlega þakklát fyrir að hafa búið með honum og mömmu í heilt ár á meðan húsið okkar var í smíðum. Á þeim tíma myndaðist ein- stakt samband barnanna minna við ömmu og afa sem þau munu búa að alla tíð. Ekki eitt andartak hikuðu þau pabbi og mamma við að bjóða okkur að búa hjá sér með fjögurra manna fjölskyldu og hund í húsinu sínu notalega á Breiðabliki. Þó þröng væri á þingi gekk sambúðin afskap- lega vel og var það oft hlutskipti pabba að sinna börnunum eld- snemma á morgnana, enda var hann mikill morgunhani. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og kunni best við sig þegar öll börnin hans og barnabörn voru samankom- in á Breiðabliki. Jólin eru minnis- stæð, einkum fyrir hversu skemmti- lega fastheldinn hann var á gamla siði og venjur þegar kom að jóla- haldi. Líka fyrir skemmtilegar uppá- komur. Minnisstætt er þegar pabbi, líklegast sá eini á Íslandi, fékk Leeds United kaffikönnu í jólagjöf frá Al- þjóðaknattspyrnusambandinu. Upp komst um kauða þegar leið á að- fangadagskvöld og í ljós kom að hann hafði sjálfur dundað sér við að útbúa pakkann góða. Elsku pabbi, hjartans þakkir fyrir samveruna. Fyrir löngu var ég búin að lofa mér því að dekra við þig í ell- inni eins og þið mamma hafið dekrað við mig í gegnum tíðina. Ég kveð þig með trega og útskrifa þig sem besta pabba í heimi. Hvíl í friði. Þín Kristín. Elsku afi, við erum svakalega leið af því þú ert dáinn. Það var leiðinlegt að þú gast ekki farið með Berki að sigla á flotta bátnum. Það var skemmtilegt, afi, að vera með þér inní sjoppu í smástund þeg- ar amma var að sækja okkur í leik- skólann. Afi, okkur fannst skemmti- legt að vera í heimsókn hjá þér og horfa á Latabæ og það var líka skemmtilegt að knúsa þig og kyssa. Afi, það var skemmtilegt að skoða kríuungana með þér og ömmu – mjög gaman. Það var gaman að gera allt með þér. Við verðum dugleg að hugsa um ömmu fyrir þig. Bless, elsku afi engill. Stelpan þín, Anna Karen. Við Gústi vorum vinir. En þegar ég hugsa til baka vorum við eins og skip. Skip sem koma og fara og mætast svo bara einhvern tíma síðar – kannski, stundum. Við ólumst upp í þessu sjávar- þorpi, Neskaupstað, og þar bund- umst við ungir vináttuböndum. Ég bjó úti á Nesi en hann var í mið- bænum. Ég man ekki eftir teljandi samgangi fyrr en undir fermingu. Kannski vegna þess að ég var æv- inlega í sveit á sumrin. En um ferm- ingu fóru hlutirnir að gerast. Prakk- arastrik, músík o.m.fl. Á heimili Gústa á símstöðinni var grammó- fónn. Við hlustuðum mest á Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald og síð- ast en ekki síst Glenn Miller. Svo átti Gústi líka páfagauk og mamma hafði með afgreiðslu sjóflugvélanna að gera. Gústi fékk oft að tala við flug- mennina og þekkti meira að segja suma þeirra. Já það var ekki ónýtt á þeim árum að vera vinur Gústa. Sextán ára gamlir fórum við til sjós á sama bátnum, Glófaxa NK. Fyrst á vertíð í Vestmannaeyjum og síðar á sumarsíldveiðar. Segir nú ekki frekar af því enda flest allt gleymt eða bannað innan 16 ára. En svo mikið er víst að sjómennska höfðaði til beggja. En nú skildu leiðir. Hann fór fljót- lega á mótornámskeið fyrir austan en ég fór á SV-hornið. Ég má nú ekki gleyma því að minnast á sundafrek Gústa. Hann var margfaldur verð- launasundmaður hér austanlands sem unglingur en hætti allt of snemma. Hann um það. Hann fór ávallt sínar eigin leiðir. Ég held að það hafi nú frekar verið mér að kenna en honum að samfundir og tengsl strjáluðust. En svo mikið er víst að um það leyti sem þau Lína og Gústi stofnuðu sitt heimili og byggðu sér bú í Neskaupstað var ég að afla mér frama á gömlum gufutogara í Reykjavík eftir stýrimannaskóla- nám. Til að gera langa sögu stutta flutti ég austur með konunni 1966. Þá efldust aftur og treystust böndin. Nú var um að ræða Ágúst og frú og Magna og frú. Jú, jú, það var sam- band. Stundum mikið, stundum lítið. Eftir miðjan aldur vorum við Gústi ekki svo á varðbergi um hag hvors annars. Lífsgæðakapphlaupið tók sinn toll. En 1998 tók ég við rekstri Olísstöðvarinnar í Neskaup- stað. Það þurfti að ráða fólk í nokkr- ar stöður í Olís. Ég ætla ekki að gera að umtalsefni allar stúlkurnar sem unnu hjá okkur. En sá sem tók að sér að sjá um olíuþáttinn var minn góði vinur Ágúst. Eins og ég hef sagt áð- ur var vinátta okkar tveggja byggð á trausti og gömlum merg. Þetta ráðs- lag byggð ekki á einu né neinu nema því að við treystum hvor öðrum. Á síðari árum tók Ágúst hægfara breytingum. Þessi regla og skipulag, að ég tali nú ekki um fótaferðatím- ann, varð að ákveðnum lífstakti. Áður en hann fór að huga að bún- aði á þvottaplani Olís klukkan 07.45 var hann oftast búin að verja góðri stund til náttúruskoðunar. Hann vissi hvort vorið var seint eða snemma á ferðinni og gat nefnt ým- islegt til marks um það. Hann vissi hvenær krían kom – og líka hvenær hún fór. Hann vissi hvort einhver var að landa og þá hve miklu. Hann hafði púls bæjarlífsins á hreinu enda sótt- ust menn eftir því að koma við í Olís á morgnana. Segja Gústa frá og þiggja góð ráð – eða skammir. Allt var þetta á jákvæðum nótum þó hnútur flygi stundum. Hann kunni ekki að nýta sér fals til framdráttar né hræsni til upphefðar sér og sínum málstað. Hreinn og beinn. Hann var allra manna minnugastur og orð- heppin svo af bar. Menn gengu mis- glaðir af fundi hans og mér segir svo hugur að andstæðingar Leeds Unit- ed hafi stundum þurft að lúta í gras eftir orðræður við Leedsarann í Olís. Hann nærðist andlega á samfélagi við trillukarla sem hópuðust ásamt fleirum undir gafl við Olís á morgn- ana. Ekki til að þiggja eitt eða neitt nema samfélag hvor við annan og við Gústa. Menn fundu þar einhvern samhljóm, kannski var það þessi staðfesta, þetta traust og þetta inn- gróna norðfirska – ég veit ekki hvað. Eitthvað sem laðaði að. Þetta var bara svona. Ágúst var í fjöldamörg ár frétta- ritari Morgunblaðsins í Neskaup- stað. Þar stóð hann sig einstaklega vel. Sumir héldu að Gústi væri alltof pólitískur í þetta starf. En þvert á móti komu glögglega í ljós eiginleik- ar góðs fréttamanns. Hann var yf- irvegaður, naskur á hvað var frétt og hvað ekki og lét menn alltaf njóta sannmælis. Upphlaup og getgátur voru ekki hans stíll. Gústi lagði vissulega sitt að mörk- um til að viðhalda og efla orðstír Morgunblaðsins sem fréttamiðils. Og ekki var verra að hann vann sí- fellt á sem ljósmyndari. Föðurarf- leifðin hefur ekki skemmt þar fyrir. Ágúst fylgdi allan sinn aldur Sjálf- stæðisflokknum að málum. Hann var dyggur bakhjarl í kosningum og öðru starfi innan flokksins, en sóttist ekki eftir vegtyllum. Bæði sam- flokksmenn og pólitískir andstæð- ingar sóttust eftir rökræðum um pólitík. Hann var svo frjór, minnug- ur og ég vil segja víðsýnn að allir gátu haft gagn og ánægju af skoð- anaskiptum við hann. Sumir munu eflaust segja að hann hafi verið þver- haus en það er rangt. Hann gat verið fastur á sínu, fylginn sér og stefnu flokksins. En málið var að hann vildi aldrei hopa. Undir fjögur augu kom oft fyrir að málstaður andstæðings- ins var fegraður en það fór oft ekki lengra. Allir vissu að hann átti góða vini í öllum flokkum, jafnt háa sem lága. Það kvistast úr hópnum sem fermdist hjá séra Inga Jónssyni vor- ið 1956 í Norðfjarðarkirkju. Maður spyr sig af hverju hann, frekar en ég eða einhver annar eða önnur úr hópnum núna. En það ræður enginn sínum næturstað. Það veit enginn hver verður næstur. Ég sé hann Ágúst fyrir mér í faðmi vaxandi fjöl- skyldu þar sem honum leið svo vel. Ég lygni augunum og sé hann draga fánann að húni, já og stundum aftur niður í hálfa á Olísstöðinni. Ég sé hann fyrir mér með lipra flugustöng við hyl í Norðfjarðará og hann var alltaf á undan mér að setja í fisk. Mér birtast ótal myndir úr djúpi minninganna. En sú mynd sem leitar sterkast á núna er af Gústa vini mín- um nýbúnum að slá blettinn við hús- ið. Hann lauk við að gera upp snúruna – og féll niður örendur. Það var nú ósköp líkt honum að hverfa ekki frá hálfnuðu verki. Elsku Lína, Kristín, Sverrir, Birg- ir, makar og afkomendur. Við vott- um ykkur innilega samúð í sorginni og vonum að ylur minninganna megi verma. Þrátt fyrir allt mun sólin koma í ljós á ný þó hann sé nú í hug- um okkar í dökkum skýjum. Blessuð sé minning merks drengs. Magni Kristjánsson. Það var engin niðurtalning hjá Ágústi Blöndal. Hann hvarf svo snöggt frá okkur að ekki hefur gefist tóm til að átta sig á þeim hræðilegu fréttum sem bárust í byrjun viku. Enginn vill trúa því að maður í fullu fjöri og á besta aldri verði bráð- kvaddur. Kveðjustundin er ekki val- in og enginn veit hvenær maður er að kveðja vin í síðasta sinn. Alltaf reiknar maður með að mega heilsa aftur. Ágúst var traustur sjálfstæðis- maður. Honum voru falin mörg trún- aðarstörf af félögum sínum í Sjálf- stæðisflokknum. Það sagði þó engan veginn alla söguna um hversu mik- ilvægur hann var í flokksstarfinu. Til hans var leitað sjálfsagt meira en góðu hófi gegndi. Hann var ávallt bóngóður og óhemju duglegur. Hann gaf góð ráð og bjargaði ýmsum mál- um þegar kom til kosninga. Í Neskaupstað kom maður ekki án þess að koma við hjá Gústa. Núna seinni árin í Olís. Það var eins og hann væri alltaf þar. Ósjaldan var það svo að þegar Magni vinur hans og bæjarfulltrúi og ég vorum að bera saman bækur okkar að annaðhvort okkar sagði „Eigum við ekki að renna við hjá Gústa?“ Þar var alltaf hægt að fá ómengaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Aldrei var það þó svo að það sem hann sagði um menn gæti hann ekki sagt beint við þá sjálfa. Skoðanir hans á málefnum voru líka alltaf skýrar. Hann var gagnrýninn á okkur stjórnmála- mennina, en alltaf á málefnalegum nótum. Því mat maður alltaf mikils þá gagnrýni og skoðanir sem maður heyrði hjá Gústa. Hann var Norðfirðingur í húð og hár. Hafði anda bæjarins og bæjar- braginn í æðunum. Hann las því samfélagið allt af ótrúlegri næmi. Þekkti hvern bæjarbúa, enda var oft mannmargt hjá honum í Olís þar sem var spjallað og spekúlerað. Allt- af var hann þó með vakandi auga yfir starfseminni og þjónustan var af- burða góð. Við hittumst síðast í kosningabar- áttunni núna fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. Kristín dóttir hans hefur tekið upp merki föður síns og hellti sér af fullum krafti í pólitískt starf. Hún var í framboði, en tók jafnframt að sér kosningarstjóra- starfið. Þar fer ótrúleg hamhleypa til allra verka eins og hún á kyn til. Ég nefndi það við Ágúst að hún væri al- veg mögnuð hún Kristín. Hann jánk- aði því að vísu og ég fann að hann var mjög stoltur af dótturinni, en leiddi svo talið strax að öðru. Hann var þannig gerður að hann var ekkert að flíka sér eða sínum. Taldi betra að verkin töluðu. Ég er afar þakklát fyrir að hafa notið stuðnings og velvilja Ágústar Blöndal. Sjálfstæðisflokkurinn á honum mikið að þakka fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu flokksins. Við hjónin vottum Elínu, börnum og fjölskyldunni allri innilega samúð. Megi góður guð styrkja þau í sorg sinni. Arnbjörg Sveinsdóttir. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum Gústa. Á yf- irborðinu gat hann verið hrjúfur sem stuðaði sjálfsagt einhverja en Gústi var hreinn öðlingur. Þegar ég flutti í Breiðablikið árið 1991 þá voru þar fyrir í götunni Gústi og Lína. Ég hafði kynnst Gústa fyrr í gegnum pólitíkina í Neskaupstað og síðan var Gústi mikill fótboltaáhugamaður og stuðningsmaður Þróttar Nes. Það var ósjaldan sem Gústi kom röltandi eftir Breiðablikinu til að ræða póli- tíkina, fótboltann eða annað sem áhugavert var. Við tókum margar senur en alltaf var stutt í grínið og stríðnina hjá honum og honum fannst ekkert leiðinlegt þegar hann náði að æsa mig aðeins upp um mál- efnin. Þá glotti hann og hló að öllu saman. Í kosningabaráttu fyrir sveitar- stjórnarkosningar var Gústi öflugur liðsmaður. Hann vissi upp á hár hvar menn stóðu í pólitíkinni, við hverja þýddi að tala og hverja ekki. Hann vildi ekki sjálfur vera í fararbroddi á listum en það var enginn eins dug- legur í bakvarðarsveitinni eins og Gústi. ÁGÚST THEÓDÓR BLÖNDAL BJÖRNSSON Elsku afi, það er leiðinlegt að þú getur ekki komið með mér að sigla á Skrúði. Það var gaman að veiða brjál- aðan fisk með þér á Herdísi, bátnum okkar sem við erum núna búin að selja. Bless, elsku afi Gústi, orm- urinn þinn, Börkur. HINSTA KVEÐJA Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.