Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S LY F 33 20 4 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási FLESTUM íslenskum börnum í 5.–7.bekk grunnskólans líður að öllu jöfnu vel. Þetta er ein niðurstaða rannsóknar á líðan nemenda í þessum aldurshópi sem Rannsóknir & grein- ing við kennslufræði- og lýðheilsu- deild Háskólans í Reykjavík gerði á síðasta ári. Í ljós kom að það að verða fórnarlamb stríðni eða eineltis er sá þáttur sem mest áhrif hefur á líðan barna. Verulega virðist halla á drengi en þeim leiðist frekar í skólanum en stúlkum og þeir hafa frekar neikvæð viðhorf til náms og skóla. Kannað var hvernig líðan barna á Íslandi tengist þáttum eins og líkam- legri hreyfingu, sambandi barna við foreldra og vini, hjúskaparstöðu for- eldra, sambandi barna við kennara, stríðni, einelti og tómstunda- og frí- stundastarfi. Spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur 5., 6. og 7. bekkjar og fengust gild svör frá um 88% allra barna á landinu á þessu ald- ursbili. Strákum líður að verr en stelpum Við mælingu á líðan barnanna var spurt hvort þau vildu hætta í skól- anum, hvort þeim liði illa í kennslu- stundum, frímínútum eða heima. Svör við þessum spurningum benda til þess að langflestum börnum á fyrr- greindum aldri á Íslandi líði alla jafna vel. Strákum líður þó verr en stelpum. Marktækur kynjamunur er einnig á svörum við öðrum spurningum sem bendir til þess að strákar eigi í síðra sambandi við foreldra sína og eigi ögn minna samband við vini sína en stelp- ur við sína vini. Einnig séu þeir oftar gerendur og þolendur stríðni eða ein- eltis og líki síður vel við kennara sína og finnist heldur oftar að námið sé of erfitt. Tæplega þriðjungur drengja svöruðu að þeim fyndist aldrei eða næstum aldrei að námið væri skemmtilegt. Úrlausnum þátttakenda var skipt í tvo hópa eftir svörum þeirra við spurningum um líðan. Þegar svör þessara tveggja hópa voru skoðuð kom í ljós að þeim sem leið verr höfðu síðri samskipti við foreldra sína og tóku fremur þátt í eða voru fórnar- lömb stríðni eða eineltis. Enn fremur þótti þeim námið erfiðara en þeim sem leið betur. Hins vegar var ekki mikill munur varðandi tómstundaiðk- un eða hjúskaparstöðu foreldra. „Verðum að skilja þennan kynjamun betur“ Með því að beita fjölbreytugrein- ingu og halda öðrum breytum en þeim sem skoðaðar voru stöðugum mátti sjá hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif. Í ljós kom að það að verða fyrir stríðni eða einelti hafði sterkust tengsl við líðan barna og voru áhrif þess veruleg og helmingi sterkari en næstu þættir á eftir sem reyndust vera að nám væri of erfitt og samband barns við kennara. Lík- amleg hreyfing, hjúskaparstaða for- eldra og tómstundastarf hafði lítil sem engin tengsl við líðan barna. Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, og Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við sömu deild, er unnu rannsóknina ásamt fleirum, segja að niðurstöðurnar staðfesti það sem áður hafi verið vitað um eldri skólastig. „Við höfum gert rannsóknir undanfarin ár á 8., 9. og 10. bekk og þar hefur komið fram að strákar eru umtalsvert verr settir en stelpur í skólanum,“ segir Inga Dóra. Strákum gangi líka almennt verr í skóla en stelpum en það sjáist bæði á einkunnum og í Pisa-rannsókninni þar sem Ísland var eina landið þar sem fram kom að drengir stóðu sig verr í stærðfræði en stúlkur. Þau benda þó á að stelpur komi ekki jafn vel út þegar almenn líðan er skoðuð, t.d. hvað varðar þunglyndi, sjálfsmat og kvíða, en hvað varðar líðan og ár- angur í skóla komi strákarnir verr út. „Við verðum að skilja þennan kynja- mun betur. Við lifum í þekkingar- þjóðfélagi þar sem spurt er hvernig manni gengur í skólanum. Það skiptir ekki máli á hvorn veginn munurinn er, það er óásættanlegt að annað kyn- ið komi verr út en hitt,“ segir Inga Dóra. Rannsóknir & greining birta niðurstöður um líðan barna Stríðni og einelti hafa mest áhrif á líðan barna Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is                                        ! " #!   " $#   %                                   Sigurðar var gerður, og því ekki hægt að gera ráð fyrir þeim í samningnum. „Megininntak launahugtaksins eins og það hefur verið skilgreint í vinnurétti er að um sé að ræða endur- gjald fyrir vinnu í hvaða formi sem er. Samkvæmt orðanna hljóðan felur réttur til þess að kaupa hlutafé ekki í sér annað en rétt sem rétthafinn ræð- ur hvort hann nýtir sér. Verður rétti sem þessum á engan hátt jafnað við endurgjald fyrir vinnuframlag og því verður hann á engan hátt talinn felast í útreiknuðum launum samkvæmt eftirlaunasamningi aðila. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda í máli þessu,“ segir í dómi hér- aðsdóms. Dóm héraðsdóms kvað upp Greta Baldursdóttir héraðsdómari. Grímur Sigurðsson hdl. flutti málið fyrir hönd Sigurðar, en Arnar Þór Jónsson hdl. var verjandi FL Group. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær FL Group af öllum kröfum Sigurðar Helgasonar, sem var um langt árabil forstjóri og síðar stjórnarformaður Flugleiða, sem síð- ar urðu að FL Group. Allur máls- kostnaður var felldur niður. Sigurður krafðist þess að viður- kennt yrði að kaupréttarsamningur stjórnenda fyrirtækisins teldist hluti af útreiknuðum launum þeirra, en það hefði áhrif á eftirlaunasamning Sigurðar sem gerður var í janúar 1977. FL Group hafnaði þessum kröf- um alfarið. Í dómi héraðsdóms kemur fram að í eftirlaunasamningi Sigurðar sé ljóst að eftirlaun hans eigi að nema 77,04% hærri fjárhæð en meðaltal útreikn- aðra launa átta tekjuhæstu starfs- manna FL Group. Þar segir einnig að kaupréttarsamningar hafi ekki þekkst þegar eftirlaunasamningur FL Group sýknað af öllum kröfum FJÖLÞJÓÐLEGUR hópur aðstoðaði Ingimar Ísleifs- son, bónda á Sólvöllum á Rangárvöllum, við að reka fé sitt á afrétt, en hann var ekki langt frá Keldum þegar ljósmyndari hitti á hópinn. Sá siður að reka fé á afrétt er nú að leggjast af og flestir aka nú sauðfénu í afrétt- inn. Ingimar naut aðstoðar margra vina og kunningja við reksturinn í gær. „Við eru ein 16 við þetta núna, þetta er eiginlega alþjóðlegur rekstur,“ segir Ingimar og brosir breitt. „Það er með okkur fólk frá Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Það er enginn hörgull á að- stoðarfólki.“ Hópurinn rak um 300 ær, en allnokkuð var skilið eft- ir heima. Um tvo og hálfan dag tekur að reka, en ekki er lengur rekið á næturnar eins og áður tíðkaðist. „Við rekum inn á Krók sem kallaður er, förum yfir Mark- arfljót á brú sem er sett upp á vorin en tekin af á haust- in,“ segir Ingimar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Fjölþjóðlegur fjárrekstrarhópur TVEIR Litháar hafa verið úrskurð- aðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að tólf kíló af amfetamíni fund- ust falin í bensíntanki bifreiðar þeirra við komuna til landsins með Norrænu á fimmtudagsmorgun. Málið er það stærsta sem upp hefur komið við tollskoðun í ferjunni. Mikill viðbúnaður var fyrir komu Norrænu, enda ferðin sú stærsta sem farin hefur verið í sumar, og naut sýslumaður aðstoðar ríkislög- reglustjóra, lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli, tollstjórans í Reykja- vík og sýslumannsins á Eskifirði. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann gat ekki gefið upp hvort mennirnir hefðu áður komið til landsins, hvort þeir tengdust öðrum Litháum sem handteknir hafa verið á síðustu miss- erum fyrir smygl né hvort fleiri lægju undir grun. Ljóst er að menn- irnir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um innflutning á fíkniefnum. Styrkleiki amfetamínsins hefur ekki verið rannsakaður en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að það sé mjög hreint. Sé gengið út frá því að hægt sé að þynna efnið með íblöndunarefnum áður en það fer til neytenda má reikna með að söluandvirðið nemi allt að 400 milljónum. Gangverðið á einu grammi af amfetamíni er á milli fjög- ur og fimm þúsund krónur. Samskonar mál fyrir ári Nokkuð hefur borið á því undan- farin ár að fíkniefnum sé smyglað til landsins með Norrænu en fyrir rétt rúmu ári voru tveir Litháar hand- teknir eftir að fjögur kíló af met- amfetamíni fundust í bifreið þeirra við komuna til landsins. Efnunum hafði verið komið fyrir í leynihólfi. Í nóvember voru mennirnir dæmdir í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi Austurlands. Í júní sl. var pólskur karlmaður dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að reyna smygla þremur kílóum af hassi og um fimmtíu grömmum af kókaíni en efnin faldi hann m.a. í slökkvitækjum í bíl sínum. Í febrúar sl. var Lithái á fertugs- aldri handtekinn í Leifsstöð eftir að í farangri hans fundust tvær áfengis- flöskur sem reyndust innihalda am- fetamínvökva. Talið er að hægt hefði verið að ná rúmlega 13 kílóum af am- fetamíni úr vökvanum. Hann situr enn í gæsluvarðhaldi. Tveir Litháar í gæsluvarðhaldi 12 kíló af amfeta- míni í bensíntanki Eftir Andra Karl andri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.