Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 25 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Nýir lífrænir safar Yggdrasill hef- ur bætt við úr- valið af hreinum lífrænum ávaxta- og grænmet- issöfum. Um er að ræða bland- aðan grænmet- issafa, rauðrófusafa, sítrónusafa, ananas-mangósafa, eplaedik og freyðandi kveðudrykk. Kveðu- drykkurinn er léttkolsýrður og úr hreinum kveðusafa ásamt vínberja- þykkni og agaveþykkni. Í frétta- tilkynningu Yggdrasil segir að kveðudrykkurinn sé tilvalinn sem óáfengt freyðivín eða sem sum- ardrykkur. Kveðan er ávöxtur sem ekki margir þekkja til en hann vex í Suður-Evrópu. Kveðuávöxturinn er upprunalegt epli og er því mjög skyldur eplinu en hefur samt dálít- ið annað bragð. En hann er ekki síður hollur en eplið sjálft. Kveðu- drykkurinn er gerður úr lífrænt ræktuðum afurðum. Þessir safar eru allir unnir úr fyrsta flokks lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti og eru pressaðir úr nýuppteknum afurðum og ekki gerðir úr þykkni. Textar á umbúðum eru á íslensku.  NÝTT Ég fór fyrst til Seychelleseyja fyrirtveimur árum með konunni minni ogvið féllum fyrir staðnum. Í nóv-ember í fyrra fórum við svo aftur með dóttur okkar sem er 13 ára. Vegna þess að hún fékk frí í skólanum þurfti hún að gera eitt- hvað í staðinn svo hún fór í tvo daga í skóla á eyjunni og var m.a. með kynningu á Íslandi. Þegar ég var að bíða eftir henni seinni daginn bað ég um að fá að skoða tölvuverið í skólanum, því ég er búinn að vinna við tölvur í áratugi og langaði að sjá það. Þetta var 800 manna skóli og í tölvuverinu voru sex gamlar tölvur og aðeins ein virkaði. Eyjan er öll ríkisrekin og gjaldeyr- isskorturinn mikill svo að skipta um tölvur í skólum var ekkert á dagskrá,“ segir Guð- mundur sem vinnur í tölvudeild Íslenskra að- alverktaka. „Út frá því fékk ég þá hugmynd að senda notaðar tölvur frá Íslandi til eyjanna, enda tölvum skipt ört út hér á landi. Ég átti fund með fulltrúa menntamálaráðherra Seyc- helleseyja og honum leist ljómandi vel á þetta en bað um að formlegu sambandi milli ráðu- neyta yrði komið á og utanríkisráðuneytið hér heima kom mér svo til aðstoðar. Þegar ég kom heim spurði ég Opin kerfi hvort það væru ekki einhverjir að skipta út tölvum og þá vildi svo vel til að Hafnafjarðarbær var að endurnýja allar tölvur í skólum og á skrifstofum og fengum við frá þeim um 350 tölvur og af þeim voru um 200 mjög góðar og nothæfar. Hugmyndin er sú að börnin í Hafnarfirði gefi börnunum á Seychel- leseyjum tölvurnar sínar, við erum bara millilið- ir,“ segir Guðmundur brosandi. 80 þúsund íbúar Seychelleseyjar er eyjaklasi í Afríku, um 1.600 km austur af Kenýa, fyrir norðan Mada- gasgar í Indlandshafi. „Þetta eru 115 eyjar sem ná yfir gríðarlega stórt svæði. Stærsta eyjan heitir Mahé, en hún er eins og tvisvar sinnum Þingvallavatn að stærð. Þar er höfuðborgin Vic- toría með um 25 þúsund íbúa, en í heildina eru íbúarnir um 80 þúsund á eyjunum. 70% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar koma frá ferðamönn- um, annars flytja þeir út túnfisk, kanilbörk, van- illu og kókosolíu. Hitinn þarna fer aldrei niður fyrir 24°C og sjórinn er alltaf 28°C heitur. Þeir fengu sjálfstæði sitt frá Bretum árið 1976 en á miðri 19. öld byggðust eyjarnar upp af þrælum sem fengu frelsi.“ Um miðjan mars síðastliðinn fóru svo tveir gámar af tölvum af stað frá Íslandi til Seychel- leseyja. Gámarnir voru tvo mánuði á leiðinni og í lok maí fór sex manna hópur til eyjanna til að setja tölvurnar upp. „Við vorum úti í hálfan mánuð, fyrri vikuna settum við upp um 80 net- tengdar tölvur í fimm skólum ásamt netþjónum og prenturum. Seinni vikan fór í að þjálfa inn- lenda tæknimenn í tölvuviðhaldi og að sjá um áframhaldandi uppsetningu í skólunum.“ Guðmundur vann ekki einn að verkefninu en alls 17 aðilar komu að þessu með honum m.a. Hafnarfjarðarbær, KB banki, Opin kerfi, Ís- lenskir aðalverktakar, Skýrr, Eimskip, Micro- soft á Íslandi, Námsgagnastofnun, Unesco, Og Svo ehf., Glitnir og Ískraft. Ekki vanþróað ríki heldur fátækt Ekki er nóg að setja upp tölvur því eitthvað þarf að vera í þeim fyrir börnin. „Það þýðir ekk- ert að setja krakka undir tíu ára aldri, sem voru jafnvel að sjá tölvumús í fyrsta skipti, beint á Netið eða í ritvinnslu. Hildigunnur Halldórs- dóttir hjá Námsgagnastofnun aðstoðaði okkur með kennsluforrit sem UNESCO styrkti Námsgagnastofnun í að þýða fyrir verkefni í Afríku og fengum við að koma inn í það. Þetta er kennsluforrit sem er bæði til fræðslu og skemmtunar fyrir börn. Á Seychelleseyjum er kennt á ensku en þeirra tungumál er kreól.“ Guðmundur segir Seychelleseyjar ekki eins vanþróað ríki og fólk heldur. „Þarna er ekki fá- tækt í þeim skilningi sem maður heldur í Afríku, það hafa allir húsaskjól, mat, vatn og menntun til 16 ára aldurs, bæði drengir og stúlkur. Fá- tæktin liggur í gjaldeyrisskorti og aðstoð Ís- lands við þessa litlu afrísku eyju mun skipta sköpum fyrir alla framþróun í landinu til lengri tíma litið. Við afhendingu á tölvunum komumst við að því hvað þetta skipti eyjaskeggja miklu máli. Það var haldin hátíðleg athöfn þegar fyrsta tölvuverið var opnað, menntamálaráð- herrann mætti og börnin fluttu ljóð fyrir okk- ur.“ Í framhaldi af þessari tölvugjöf undirrituðu Guðmundur og menntamálaráðherrann vilja- yfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við tölvuvæðingu grunnskóla eyjanna og stofnuð hafa verið samtök til að sinna þessu verkefni áfram og kallast þau Þróunarsamvinnufélag Ís- lands og Seychelles. Góð gjöf frá lítilli eyju í norðri Verkefnið sjálft heitir „Small Islands-Great Nations“, og vísar í raun til þess að margur sé knár þótt hann sé smár. „Það eru 23 grunn- skólar á eyjunum og við erum komnir með tölv- ur í tólf þeirra svo það eru ellefu eftir. Við erum nú þegar byrjaðir að safna tölvum í næstu send- ingu sem fer vonandi af stað frá Íslandi til eyjanna um næstu áramót. Stefnan er að fylgja þessum tölvugjöfum vel eftir, koma upp góðum tölvuverum í öllum skólum og uppfæra tölv- urnar reglulega.“ Í ferðinni til Seychelleseyja í maí settu þeir ekki aðeins upp tölvur fyrir börnin heldur líka í hverja kennarastofu. „Nú í haust fer Hildigunn- ur út með fjóra kennara með sér til þess að þjálfa kennarana á eyjunum í að nota tölvur við undirbúning og í kennslu.“ „Þessi aðstoð okkar við þessa litlu þjóð er þeim mjög mikilvæg. Ekki bara það að fá þennan búnað fyrir börnin, sem ekki stóð til að fengju tölvur í sína skóla á næstu árum, heldur líka vegna þess að þessi sending kemur frá lítilli eyju í norðri sem þeir varla vissu að væri til.“  MENNTUN | Notaðar tölvur frá Íslandi geta mótað framtíð lítillar eyju í Afríku Íslendingar gefa notaðar tölvur í skólastarf á Seychelleseyjum Hópurinn af tæknimönnum sem fóru út ásamt fleirum, f.v.: Erik Ágústsson og Guðmundur Hólmsteinsson frá Íslenskum aðalverktökum, Margeir Reynisson frá Hafnarfjarðarbæ, Danny Faure, menntamálaráðherra Seychelles, Christian Cafrine frá menntamálaráðuneyti Seychelles, Valgeir Ólafsson frá Og Svo, Halldór Guðmundsson frá Skýrr, Robin Zarine frá menntamálaráðuneyti Seychelles og Örn Svavarsson frá Opnum kerfum. Náttúrufegurðin á Seychelleseyjum er mikil. Það er alltaf lofsvert þegar fólk tekur sig til og aðstoðar náung- ann. Guðmundur Hólmsteinsson er einn þeirra en hann tók sig til seinasta vetur og safnaði 230 notuðum tölvum hér á landi og sendi til grunnskóla á Seychelleseyjum. Ingveldur Geirsdóttir hitti Guðmund til að ræða þetta framtak. Börnin á Seychelleseyjum voru ánægð með tölvugjöfina frá Íslandi. www.seychelles.com ingveldur@mbl.is í fögru umhverfi við Elliðavatn Álfkonuhvarf 53-55 www.bygg.is Íbúðir af ýmsum gerðum til sölu. Upplýsingar gefa sölumenn. Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir 4ra hæða fjölbýlishús með lyftum við Álfkonuhvarf við Elliðavatn. Í húsinu eru 3ja - 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi á svalagangi. Íbúðirnar verða búnar vönduðum innréttingum úr eik. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Í bílageymsluna er innangengt úr húsinu. Fallegur sameiginlegur suðurgarður. Húsið er með varanlegum utanhússfrágangi. E N N E M M / S IA / N M 19 9 7 9 Sölusýning í dag kl. 16-18 www.fjarfest.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.