Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR  25-50% afsláttur Finnurðu ekki stærðina þína? Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970 Saumum buxur eftir pöntun Tilbúnar stærðir 38-50 eða sérpöntun Opið: mán.-fös. kl. 14-18. buxur.is FASTEIGNAKAUP ERLENDIS - HAGNAÐUR EÐA TAP? ÁNÆGJA EÐA VONBRIGÐI? Námskeið um fasteignakaup erlendis verður haldið þriðjudaginn 22. ágúst kl. 16-19 á Hótel Sögu. Verð kr. 18.000. • Vissir þú að verð á fasteignum í Evrópu hefur hækkað um 125% sl. 5 ár? • Vissir þú að kostnaður við kaup á fasteign á Spáni og Frakklandi er frá 10-20%? • Vissir þú að það má ekki bera leigjanda út í Frakklandi að vetrarlagi, jafnvel þótt hann hafi aldrei borgað húsaleigu og hafi skemmt íbúðina þína? • Farið verður yfir hagnýt atriði, sem gagnast öllum sem huga að fasteignakaupum erlendis. Námskeiðið fjallar um eftirtalin atriði Hvaða atriðum þarf að huga að þegar keypt er fasteign á erlendum mörkuðum. 1. Markmið með kaupunum, fjárfesting eða heimili. 2. Bein fasteignakaup - kostir og ókostir. 3. Framgangsmátinn við að kaupa. 4. Nýtt húsnæði eða notað, að hverju þarf að huga. 5. Skattaleg atriði sem hafa þarf í huga. 6. Nokkur algeng mistök sem kaupendur gera. 7. Spár um hækkanir á næstu árum. 8. Fasteign sem hluti af eignasafni. Erlendir markaðir sem farið er yfir: Frakkland, Spánn, Ítalía, Austur-Evrópa, Marokkó og nokkrir framandi markaðir. Fyrirlesarar: Brynhildur Sverrisdóttir, MBA og löggiltur verðbréfamiðlari, sem hefur mikla reynslu af fjárfestingum í verðbréfum og fasteignum erlendis. Aðalheiður Karlsdóttir, B.ed. og löggiltur fasteignasali. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: ak@simnet.is eða brynhildur@btinternet.com KARL Tómasson, oddviti Vinstri- grænna og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, vísar því á bug að Vinstri grænir séu ekki umhverfis- sinnaðir, en í grein Önnu Sigríðar Guðnadóttur, varaformanns Sam- fylkingarinnar í Mosfellsbæ, á vef Samfylkingarinnar, segir að instri grænir hafi tvívegis haft tækifæri til þess að standa við yfirlýsta stefnu sína í umhverfismálum og taka af- stöðu með umhverfinu en í bæði skiptin ákveðið að beygja sig að fullu undir stefnu samstarfsmanna sinna í meirihluta, þ.e. sjálfstæðismanna, og greitt atkvæði gegn tillögum Sam- fylkingarinnar varðandi tengibrautir við og yfir Varmána. Karl segist furða sig á þessum fullyrðingum þeirra. „Lagning þess- arar tengibrautar í Álafosskvos var samþykkt löngu fyrir tíð Vinstri- grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæj- ar,“ og bætti því við að Samfylkingin hefði getað komið í veg fyrir lagn- ingu hennar á síðasta kjörtímabili. „Oddviti Samfylkingarinnar hefur greitt atkvæði sitt með lagningu þessarar brautar alveg fram á dag- inn í dag. Ekki gerði hann athuga- semdir við lagningu þessarar braut- ar á síðasta kjörtímabili,“ og bætti Karl því við að brautin væri í aðal- skipulagi sem í gildi væri til 2024 en hugmynd hennar væri frá stjórnar- tíð Framsóknarflokksins og G-lista vinstri manna sem voru við völd á ní- unda áratugnum. Pirringur yfir samstarfi Karl sagðist í samtali við blaða- mann jafnframt furða sig á pirringi Samfylkingarinnar í garð Vinstri- grænna eftir að meirihlutaviðræður þeirra fóru út um þúfur eftir síðustu kosningar: „Ég furða mig á því hvað Samfylkingin ætlar að verða þolin- móð við að vera í fýlu yfir því að hafa ekki náð að komast í meirihluta í Mosfellsbæ, Vinstri grænir stóðu ekki í vegi fyrir því. Þau hafa verið afskaplega ötul við að skrifa í bæj- arblaðið um þetta samstarf sem virð- ist fara mjög fyrir brjóstið á þeim og þau virðast seint þreytast á því velta sér upp úr því. Það er eins og það verði allt vitlaust þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð fer í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en það virðist vera í góðu lagi þegar aðrir flokkar gera það. Hver er hug- myndafræðin á bak við það?“ Varaformaður Samfylkingar í Mosfellsbæ sakar VG um að víkja frá umhverfisstefnu Oddviti VG vísar gagnrýni á bug Morgunblaðið/Kristinn LANDSSAMTÖK sauðfjárbænda hafa gefið út viðmiðunarverð sem gildir til 1. júlí en nú er sum- arslátrun í algleymingi og sauð- fjárbændur forvitnir um hversu hátt verð fæst fyrir afurðirnar. Samkvæmt vefsíðu Bændasam- takanna hækkar verðskráin um 10% frá því í fyrra og gildir það um alla flokka nema kjöt af full- orðnu sem hækkar um 17%. Rétt er að taka það fram að verðskráin birtir lágmarksverð. Þá er gengið út frá því að út- flutningsverð nái 220 krónum á kg en landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að útflutningsskylda haustið 2006 verði 4% til og með 9. september, muni þá hækka í 10% en lækka niður í 4% 12. nóv- ember. Viðmiðunar- verð sauðfjár- afurða hækk- ar um 10% Fréttir á SMS Samfylkingin óskar eftir fundi í allsherjarnefnd Vilja ræða fangelsismál „NÚ ER svo komið að fangelsi þjóðarinnar eru yfirfull og fram hefur komið í fréttum að í fyrsta skipti í 20 ár hafi þurft að vísa frá beiðnum um gæsluvarðhald. Við þessu þarf að bregðast og því vilja fulltrúar Samfylkingar ræða það alvarlega ástand sem skapast hef- ur m.a. vegna aðgerðarleysis dómsmálaráðherra,“ segir í til- kynningu Samfylkingarinnar en fulltrúar hennar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi hið fyrsta til að ræða það ófremdarástand sem upp er komið í fangelsismálum þjóðarinnar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.