Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR  25-50% afsláttur Finnurðu ekki stærðina þína? Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970 Saumum buxur eftir pöntun Tilbúnar stærðir 38-50 eða sérpöntun Opið: mán.-fös. kl. 14-18. buxur.is FASTEIGNAKAUP ERLENDIS - HAGNAÐUR EÐA TAP? ÁNÆGJA EÐA VONBRIGÐI? Námskeið um fasteignakaup erlendis verður haldið þriðjudaginn 22. ágúst kl. 16-19 á Hótel Sögu. Verð kr. 18.000. • Vissir þú að verð á fasteignum í Evrópu hefur hækkað um 125% sl. 5 ár? • Vissir þú að kostnaður við kaup á fasteign á Spáni og Frakklandi er frá 10-20%? • Vissir þú að það má ekki bera leigjanda út í Frakklandi að vetrarlagi, jafnvel þótt hann hafi aldrei borgað húsaleigu og hafi skemmt íbúðina þína? • Farið verður yfir hagnýt atriði, sem gagnast öllum sem huga að fasteignakaupum erlendis. Námskeiðið fjallar um eftirtalin atriði Hvaða atriðum þarf að huga að þegar keypt er fasteign á erlendum mörkuðum. 1. Markmið með kaupunum, fjárfesting eða heimili. 2. Bein fasteignakaup - kostir og ókostir. 3. Framgangsmátinn við að kaupa. 4. Nýtt húsnæði eða notað, að hverju þarf að huga. 5. Skattaleg atriði sem hafa þarf í huga. 6. Nokkur algeng mistök sem kaupendur gera. 7. Spár um hækkanir á næstu árum. 8. Fasteign sem hluti af eignasafni. Erlendir markaðir sem farið er yfir: Frakkland, Spánn, Ítalía, Austur-Evrópa, Marokkó og nokkrir framandi markaðir. Fyrirlesarar: Brynhildur Sverrisdóttir, MBA og löggiltur verðbréfamiðlari, sem hefur mikla reynslu af fjárfestingum í verðbréfum og fasteignum erlendis. Aðalheiður Karlsdóttir, B.ed. og löggiltur fasteignasali. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: ak@simnet.is eða brynhildur@btinternet.com KARL Tómasson, oddviti Vinstri- grænna og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, vísar því á bug að Vinstri grænir séu ekki umhverfis- sinnaðir, en í grein Önnu Sigríðar Guðnadóttur, varaformanns Sam- fylkingarinnar í Mosfellsbæ, á vef Samfylkingarinnar, segir að instri grænir hafi tvívegis haft tækifæri til þess að standa við yfirlýsta stefnu sína í umhverfismálum og taka af- stöðu með umhverfinu en í bæði skiptin ákveðið að beygja sig að fullu undir stefnu samstarfsmanna sinna í meirihluta, þ.e. sjálfstæðismanna, og greitt atkvæði gegn tillögum Sam- fylkingarinnar varðandi tengibrautir við og yfir Varmána. Karl segist furða sig á þessum fullyrðingum þeirra. „Lagning þess- arar tengibrautar í Álafosskvos var samþykkt löngu fyrir tíð Vinstri- grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæj- ar,“ og bætti því við að Samfylkingin hefði getað komið í veg fyrir lagn- ingu hennar á síðasta kjörtímabili. „Oddviti Samfylkingarinnar hefur greitt atkvæði sitt með lagningu þessarar brautar alveg fram á dag- inn í dag. Ekki gerði hann athuga- semdir við lagningu þessarar braut- ar á síðasta kjörtímabili,“ og bætti Karl því við að brautin væri í aðal- skipulagi sem í gildi væri til 2024 en hugmynd hennar væri frá stjórnar- tíð Framsóknarflokksins og G-lista vinstri manna sem voru við völd á ní- unda áratugnum. Pirringur yfir samstarfi Karl sagðist í samtali við blaða- mann jafnframt furða sig á pirringi Samfylkingarinnar í garð Vinstri- grænna eftir að meirihlutaviðræður þeirra fóru út um þúfur eftir síðustu kosningar: „Ég furða mig á því hvað Samfylkingin ætlar að verða þolin- móð við að vera í fýlu yfir því að hafa ekki náð að komast í meirihluta í Mosfellsbæ, Vinstri grænir stóðu ekki í vegi fyrir því. Þau hafa verið afskaplega ötul við að skrifa í bæj- arblaðið um þetta samstarf sem virð- ist fara mjög fyrir brjóstið á þeim og þau virðast seint þreytast á því velta sér upp úr því. Það er eins og það verði allt vitlaust þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð fer í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en það virðist vera í góðu lagi þegar aðrir flokkar gera það. Hver er hug- myndafræðin á bak við það?“ Varaformaður Samfylkingar í Mosfellsbæ sakar VG um að víkja frá umhverfisstefnu Oddviti VG vísar gagnrýni á bug Morgunblaðið/Kristinn LANDSSAMTÖK sauðfjárbænda hafa gefið út viðmiðunarverð sem gildir til 1. júlí en nú er sum- arslátrun í algleymingi og sauð- fjárbændur forvitnir um hversu hátt verð fæst fyrir afurðirnar. Samkvæmt vefsíðu Bændasam- takanna hækkar verðskráin um 10% frá því í fyrra og gildir það um alla flokka nema kjöt af full- orðnu sem hækkar um 17%. Rétt er að taka það fram að verðskráin birtir lágmarksverð. Þá er gengið út frá því að út- flutningsverð nái 220 krónum á kg en landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að útflutningsskylda haustið 2006 verði 4% til og með 9. september, muni þá hækka í 10% en lækka niður í 4% 12. nóv- ember. Viðmiðunar- verð sauðfjár- afurða hækk- ar um 10% Fréttir á SMS Samfylkingin óskar eftir fundi í allsherjarnefnd Vilja ræða fangelsismál „NÚ ER svo komið að fangelsi þjóðarinnar eru yfirfull og fram hefur komið í fréttum að í fyrsta skipti í 20 ár hafi þurft að vísa frá beiðnum um gæsluvarðhald. Við þessu þarf að bregðast og því vilja fulltrúar Samfylkingar ræða það alvarlega ástand sem skapast hef- ur m.a. vegna aðgerðarleysis dómsmálaráðherra,“ segir í til- kynningu Samfylkingarinnar en fulltrúar hennar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi hið fyrsta til að ræða það ófremdarástand sem upp er komið í fangelsismálum þjóðarinnar. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.