Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásdís Ólafsdótt-ir fæddist á Þórisstöðum í Svínadal 30. júlí 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þuríður Guðnadóttir, hús- móðir, f. 25.12. 1884, d. 3.5. 1959, og Ólafur G. Magn- ússon, bóndi, f. 27.7. 1887, d. 14.6. 1952. Ásdís var þriðja yngst af tíu systkinum. Hin eru: María, f. 1914, d. 1966, Guðfinnur, tvíburi, f. 1915, d. skömmu eftir fæðingu, andvana fæddur drengur, tví- buri, f. 1915, Laufey, f. 1916, Magnús, f. 1918, d. 1996, Guðrún, f. 1919, Ólafía, f. 1921, Jóhanna, f. 1924, d. 2005, og Guðni, f. 1926, d. 2005. Ásdís giftist 22. desember 1951 Sigurði Guðmundssyni verka- manni frá Akurgerði á Akranesi, f. 13. mars 1920, d. 27. maí 1990. Hann var sonur hjónanna Marsi- bilar Gísladóttur, f. 1880, d. 1950, og Guðmundar Hanssonar, f. 1876, d. 1961. Börn Ásdísar og Sigurðar eru: 1) Marsibil, f. 1951, maki Viðar Magn- ússon, nú látinn. Þau eiga þrjú börn, Ásdísi, Helgu og Magnús, og fimm barnabörn. 2) Ólafía, f. 1953, maki Elmar Þórðarson. Þau eiga þrjá syni, Gísla, Snorra og Mána, og fjögur barnabörn. 3) Þór- dís, f. 1956. Hún á tvö börn Sigurð Þórðarson og Vöku Antonsdóttur, og tvö barnabörn. Ásdís ólst upp á Þórisstöðum í Svínadal. Hún stundaði nám einn vetur við húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dalasýslu. Árið 1951 fluttist hún á Akranes og bjó þar til dánardags, lengst af í Akur- gerði 19, en fluttist að Einigrund 4 árið 2000, þá orðin ekkja. Hún starfaði um langt árabil við fisk- verkun hjá Haraldi Böðvarssyni & Co, en vann jafnframt alla tíð við prjónaskap á heimili sínu. Útför Ásdísar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag verður tengdamóðir mín Ásdís Ólafsdóttir lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns í kirkjugarðinum að Görðum á Akra- nesi. Fyrir u.þ.b. 30 árum varð ég svo heppinn að ganga inn í fjölskyldu Ásu eins og hún var kölluð af flest- um. Þar eignaðist ég góðan bak- hjarl og góða tengdafjölskyldu. Frá fyrstu tíð var gott á milli okkar Ásu. Það var gaman að sitja við litla eldhúsborðið á Akurgerðinu, gæða sér á kræsingum sem Ása átti alltaf nóg af, hvort sem það voru kleinur, hveitikökur eða slátur og ræða dægurmál. Hún hafði fast- mótaðar skoðanir á flestu og varð þeim sjaldnast hnikað. Hún fylgdist vel með íslenskri pólitík. Hún var réttsýn, heiðarleg og stálminnug. Nánast alla ævi stundaði hún verkamannavinnu og safnaði ekki veraldlegum auði. Það hlýtur að hafa verið gott að hafa hana í vinnu því duglegri konu hef ég vart kynnst. Hún var ekki vön að ræða mikið um hlutina heldur lét hún verkin tala. Ömmuhlutverki sínu skilaði Ása óaðfinnanlega. Drengirnir okkar Ólafíu hafa meira eða minna notið umönnunar hennar í lengri eða skemmri tíma þegar foreldrar þeirra voru of uppteknir við vinnu eða skólasókn. Fyrir það ber að þakka. Með þessum fátæklegu orðum vil ég heiðra minningu Ásdísar Ólafs- dóttur með þakklæti fyrir allan þann stuðning og væntumþykju sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Elmar Þórðarson. Í dag langar mig að segja nokkur orð um hana ömmu mína. Stórkost- leg kona, mér svo kær og eftir- minnileg. Akurgerði 19 á Akranesi var löngum heimili ömmu og bjó hún þar lengst af með honum afa. Þetta var tignarlegt steinhús klætt ljósri klæðningu og umkringt mosagrænu trégrindverki. Húsinu fylgdi góður andi og var það alla tíð akkeri fjöl- skyldunnar og kærkominn sam- komustaður hennar. Í Akurgerðinu áttum við barnabörnin alltaf gott skjól og fóstrar húsið margar sælar og skemmtilegar minningar æsku- áranna. Ég man svo vel eftir ömmu í Ak- urgerðinu. Eftir því að hafa legið frammi á gangi við litla prjóna- herbergið, hlustað á kurrið í prjónavélinni og horft á ömmu þar sem hún sat einbeitt við að prjóna. Annað slagið leit svo við viðskipta- vinur og nældi sér í sokkapar, nær- bol eða gammósíur. Líklega geta fáir státað af eins mikilli fram- leiðslu og hún amma og enn færri af því að eiga jafn glæsilegt safn af heimaprjónuðum dýrgripum eins og ég. Mér er sérstaklega minnisstæður einn hlutur úr Akurgerðinu. Hægra megin á veggnum við eldhúsglugg- ann hékk alltaf dagatal, gersemi eldhússins. Á hverjum degi reif amma gærdaginn af dagatalinu og hóf þannig nýjan dag. Með þessu móti fylgdist hún vel með hvað tím- anum leið, enda sérfræðingur mikill þegar kom að því að muna afmæl- isdaga. Þegar ég flutti til útlanda fyrir nokkrum árum gaf amma mér dagatal til þess að hafa í fyrsta eld- húsinu mínu, gersemi eldhússins míns. Amma var kjarnakona. Hún var alla tíð heilsuhraust og þrátt fyrir að fæturnir væru farnir að gefa sig gaf hún sig ekki. Enda var hún allt- af miklu betri í dag en í gær. Dugn- að sinn sótti hún örugglega í upp- vöxt sinn í sveitinni, en amma var frá Þórisstöðum í Svínadal. Hún talaði alltaf af mikilli gleði um sveitina sína, hestana, kýrnar, kind- urnar og sveitunga sína. Hún var mjög félagslynd enda úr stórri fjöl- skyldu og var hún alla tíð í sérlega góðu sambandi við systkini sín. Er mér það minnisstætt hvernig glumdi í veggjum Akurgerðisins þegar einhver systra ömmu rak inn nefið. Allar voru þær kraftmiklar konur, snarar í snúningum og var varla komið lengra en upp í miðjan stiga þegar farið var að færa fregn- ir, þá gjarnan úr sveitinni. Var svo sest inn í eldhús spjallað, fengið sér kaffi, einn kandísmola eða tvo og jafnvel tekið í spil. Ég man hvað mínum barnseyrum þótti það spennandi og framandi að fá vera fluga á veggnum þegar þær systur ræddu málin. Þegar amma fluttist úr Akur- gerðinu á Einigrundina öðlaðist nýja heimilið hennar strax sama mikilvæga sess í lífi fjölskyldunnar og Akurgerðið hafði haft, því amma flutti með sér anda og hlýleika gamla hússins. Á seinni árum tókum við amma okkur stundum rúnt niður í miðbæ, keyptum okkur ís og spjölluðum. Samræðurnar voru alltaf á léttu nótunum, við höfðum svo gaman af því að gantast hvor í annarri. Alltaf keyrðum við löturhægt fram hjá gamla Akurgerðinu og virtum fyrir okkur yfirstandandi húsabreytingar sem þar eru að eiga sér stað. Vor- um við á einu máli um að nýbygg- ingarnar við gamla Akurgerðið væru ekkert annað en lýti á annars skemmtilegu svipmóti miðbæjarins. Ég veit að okkur þótti báðum mikið til þessara ferða koma. Amma starfaði lengst af við fisk- verkun hjá HB & Co á Akranesi, auk þess að vera handverkskona mikil. Hún mat eiginleika eins og dugnað og samviskusemi mikils og gladdi það hana alltaf þegar hún heyrði ávæning af því að eitthvert barnabarnanna stæði sig vel í vinnu. Þegar við krakkarnir vorum minni hafði hún gaman af því að segja okkur sögur úr frystihúsinu, hún kallaði þær íshússögur. Nú, þegar ég er orðin fullorðin hafa æv- intýralegar frásagnirnar úr frysti- húsinu fengið sérstakan sess í huga mér. Það er ekki hægt annað en að líta fullur virðingar og aðdáunar til kynslóðar ömmu sem vann svo hörðum höndum alla sína ævi og byggði undirstöður þess þjóðfélags og þeirra lífsskilyrða sem við njót- um og metum svo mikils í dag. Annar eins dugnaður er vandfund- inn. Sannaði það sig í verki hér um daginn þegar amma, á 84 ára af- mælisdegi sínum, bar sig fagmann- lega að við að flaka nýveiddan lax- inn úr Botnsá beint ofan í alla fjölskylduna! Og geri aðrir betur. Elsku besta amma mín, nú þegar leiðir skilja langar mig að þakka þér fyrir allar hlýju, fallegu og skemmtilegu stundirnar sem prýða og sæma minningar mínar. Þín verður sárt saknað. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Þín Vaka. Elsku Ása amma. Það er svo skrítið að sitja hér og skrifa um þig minningargrein. Maður er ekki al- veg búinn að átta sig á því að þú skulir vera búin að kveðja þennan heim því veikindi þín og andlát bar svo skjótt að. Það var alltaf einstaklega nota- legt að vera í kringum þig og í huga okkar sjáum við þig brosandi, hlæjandi og ánægða með lífið. Þó að líkaminn hafi ekki verið upp á sitt besta þá varst þú samt svo dug- leg að bjarga þér og komst allra þinna ferða á hörkunni einni sam- an, enda búin að vinna mikið á lífs- leiðinni og ekki vön að kvarta und- an hlutunum. Það er okkur mjög dýrmætt hvað þú varst dugleg að passa Sölva fyr- ir okkur, því honum fannst svo óskaplega gaman að fara í pössun til Ásu ömmu. Aldrei mótmælti hann þegar það átti að skilja hann eftir hjá þér, en þú varst ein af þeim fáu manneskjum sem hann var sáttur við að vera í pössun hjá. Það brást heldur aldrei að amma var tilbúin með nýbakaðar pönnu- kökur handa litla kútnum þegar hann kom í heimsókn eða pössun og slógu þær rækilega í gegn hjá honum. Sölvi á helling af prjóna- sokkum, -vettlingum, -sokkabuxum og gammosíum sem þú prjónaðir handa honum og hafa haldið á hon- um hita í gegnum tíðina. Þessar flíkur verða vel geymdar og verða síðar meir örugglega notaðar af fleiri börnum en honum. Fyrir nokkrum dögum keyrðum við framhjá blokkinni þinni og þá hrópaði Sölvi voðalega ánægður: „amma!!!“. Hann er auðvitað allt of ungur til að skilja það að hann hitt- ir ömmu sína ekki aftur. Það var voðalega sárt að þurfa að kveðja þig á sjúkrahúsinu, en þér leið greinilega ekki vel og erum við þakklát fyrir að þú þurftir ekki að þjást meira, þó svo að það sé mjög erfitt að þú skulir vera farin. Þú lætur eftir þig þrjár ynd- islegar dætur sem þú getur verið svo stolt af því þær eru allar ein- staklega hjartahlýjar og hjálplegar, alveg eins og þú varst. Við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Hvíl í friði. Snorri, Fanney Svala og Sölvi. Í dag er Ásdís Ólafsdóttir, eða Ása í Akurgerði eins og hún var oft kölluð, borin til hinstu hvílu. Ása var góð, sterk og heilsteypt kona. Hún hafði skýra lífssýn sem hún hafði mótað með sér snemma á æv- inni. Lífssýn sem meðal annars fólst í að láta aldrei sitt eftir liggja, vera bjartsýn og trúa á hið góða í lífinu. Frá Ásu bárust ávallt já- kvæðir straumar og var hún fljót að ná góðu sambandi við samferða- fólk sitt. Áberandi var hve fljótt myndaðist hópur þar sem hún fór og hve þar ríkti mikil samkennd. Ása átti marga vini og voru þeir á ýmsum aldri. Hún fór ekki í mann- greinarálit og umgekkst bæði börn og fullorðna af virðingu. Margar minningar leita á hugann á þessari stundu. Gott var að koma inn á heimili hennar sem barn. Allt- af var Ása á kafi við ýmis störf, svo sem bakstur, þvotta eða prjóna- skap. Afköst Ásu voru mikil, hand- tökin hröð og hún kunni vel til verka. Ef gest bar að garði var þó alltaf tími til að líta upp, þó það væri sjö ára gömul vinkona dóttur hennar. Ása hafði líka góðan skiln- ing á þörf unglingsins fyrir frelsi og um leið fyrir aðhald. Margir leit- uðu því í Akurgerðið, bæði fjöl- skylda og vinir, því þar ríkti skiln- ingur á þörfum einstaklinganna en þar var um leið gefandi umhverfi. Þegar dæturnar voru farnar að heiman safnaði Ása oft fjölskyldu sinni í kringum sig. Ýmsar hefðir sköpuðust í kringum jólaboð, bollu- kaffi og afmælisdaginn hennar. Ása hafði til dæmis gaman af söng og skapaðist því sú hefð í fjölskyldunni að syngja saman. Gaman var líka að fá Ásu í heimsókn því henni fylgdi gleði og samtakamáttur. Þá lumaði hún oft á einhverju góðgæti eða prjónlesi og alltaf var hún tilbúin til að taka að sér verk. Ása hafði gaman að því að spjalla um lífið og tilveruna. Hún hafði frá ýmsu að segja, ekki síst lífinu í sveitinni. Oft höfum við Ása spilað saman og var það alvöruspila- mennska. Hún gaf aldrei eftir og mikill var hraðinn í spilamennsk- unni, hverjir sem spilafélagarnir voru. Ása var mikil prjónakona. Hún prjónaði bæði í vél og í höndum peysur, húfur, gammósíur, ullar- boli, sokka og vettlinga. Hún var alltaf að prófa eitthvað nýtt og tilbúin að takast á við nýja ögrun. Hún var örugg í litavali og hafði næmt auga fyrir hlutföllum. Það lék í höndunum á henni að stækka og minnka uppskriftir og hanna peysur á fólk á öllum aldri. Gaman var að skoða í skápinn hjá henni og sjá allt úrvalið sem þar var að finna. Ása vann lengst af við fiskverk- un. Þar var hún einn af aðalflök- urunum um árabil. Hún hafði gott vald á handbragðinu sem hún sýndi nú síðast þegar hún flakaði lax á af- mælisdaginn sinn fyrir hálfum mánuði. Ása var ein af þeim sem alltaf mættu til vinnu og á réttum tíma eða öllu heldur í góðum tíma til að standa klár í slaginn þegar klukkan kom. Hún bar hag vinnu- staðar síns fyrir brjósti og sýndi samstarfsfólki sínu umhyggju. Hún gaf barnabörnum innsýn í heim frystihússins þegar hún sagði þeim sögur á meðan þau voru klædd eða mötuð. Eftir að Ása hætti að vinna var hún mjög virk í félagslífi. Hún fór í margar ferðir um landið. Henni fannst mjög gaman að aka um sveitir landsins og fylgjast með heyskap og skepnuhaldi. Hún vildi þó aldrei vera lengi að heiman enda hentaði henni vel að gera hluti hratt. Hún hafði engu að síður lag á að njóta þeirra jafnframt. Hún var alltaf tilbúin að skjótast hvort sem var með Massý dóttur sinni suður til Reykjavíkur eða í bíltúr um nærliggjandi sveitir. Skemmtilegast þótti henni þó að koma heim í Svínadal og sjá gömlu sveitina sína. Þá komu margar góðar sögur og sungið var hástöfum Blessuð sértu sveitin mín. Það er margs að minnast nú þeg- ar leiðir skilja en efst er mér þó í huga að Ása var kona sem unni líf- inu, vann ötullega alla ævi og studdi vel við allt sitt fólk, fjöl- skyldu, vini og ættingja. Guðbjörg Pálsdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Elskuleg amma mín og nafna hefur kvatt þennan heim. Þetta gerðist allt svo hratt að það er erfitt að átta sig á því að amma sé farin. Ég hugsa oft til síðustu ferðar minnar og barnanna til Íslands. Mamma og systurnar á ferðalagi og ég kom heim til þess að vera ömmu innan handar á meðan. Þetta var sjálfsagt ein af okkar bestu stundum saman. Hún var eldhress, kom í morg- unkaffi á hverjum degi, borðaði með okkur á kvöldin og bakaði sín- ar heimsins bestu pönnukökur og hveitikökur eftir sundtúrana okkar. Ég er svo þakklát fyrir þennan tíma. Við eigum eftir að sakna ömmu Ásu sárt. Þín Ásdís og fjölskylda. ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, systur, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR HANSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær frábært starfsfólk deildar 7a á Landspítalanum í Fossvogi og starfsfólk St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir umönnun og ljúft viðmót. Rósmundur Sigurðsson, Elísabet Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Richard Henry Echard, Oddný Guðjónsdóttir, Rósmundur Hans Rósmundsson, Guðbjörg Oddsdóttir, systkini, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLI KRISTINSSON fyrrverandi kaupmaður á Húsavík, sem lést í Hveragerði þriðjudaginn 8. ágúst verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 19. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðnir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík eða Hjartavernd. Ingunn Jónasdóttir, Örn Ólason, Einar Ólason, Jódís Hlöðversdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.