Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Menningarnótt er fram-undan, og eins og síðustuár er dagskráin svo um- fangsmikil að liggur við að vænleg- ast væri að láta vera að kynna sér hvað er á boðstólum, og ramba þess í stað um miðborgina og njóta þess sem tilviljunin færir manni. Það eru enda engar ýkjur að segja að eitthvað sé að gerast í hverju sundi og skoti í miðbænum á laug- ardag.    En ég er ekki þekktur fyrir aðláta kylfu ráða kasti, og gat því ekki staðist að setja saman lít- inn lista yfir það sem ég vil síst missa af á dagskrá menning- arnætur. Ég sé Menningarnótt nefnilega sem kjörið tilefni til að heimsækja menningarstofnanir og staði sem ég hef vanrækt alltof lengi. Ég er örugglega ekki einn um að vera latari en ég myndi vilja vera að njóta þeirrar menningar sem boðið er upp á í borginni hvunndags. Ég sé því Menningarnótt sumpart sem tækifæri til menningarsyndaafláts.    Ég er alltof latur til að vilja takaþátt í Reykjavíkurmaraþon- inu sem borgarstjóri setur kl. 11. Það á betur við mig að lúra í hengi- rúmunum sem sett verða upp í trjá- lundi á Miklatúni. Og fyrst ég væri á Miklatúni á annað borð myndi ég að sjálfsögðu líta við á Kjarvals- stöðum þar sem boðið verður upp á leiðsagnir um safnið. Eða kannski það væri best að byrja Menningarnótt á heimsókn út í Viðey sem ég hef ekki heimsótt í háa herrans tíð? Hvort heldur yrði fyrir valinu myndi leið mín á endanum liggja um Skólavörðustíg þar sem ég gæti ekki staðist að líta stuttlega við í Ostabúðinni til að stelast í smakk. Í Nakta Apanum þykist ég nokkuð viss um að komast í feitt: ungir myndlistarmenn halda sýningu og tónlist og gleði verður allan dag- inn. Á leiðinni niður í bæ myndi ég líta við í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg þar sem dregið verður á 30 mínútna fresti í ókeypis lista- verkahappdrætti. Ef ég hefði ekki lukkuna með mér þar gæti ég vel hugsað mér að bjóða í einhverja af ljósmyndunum sem hafa verið til sýnis á Lækjartorgi, Austurvelli og Fógetagarðinum í sumar, og boðn- ar verða upp kl. 16, 17 og 18. Ljós- myndasafn Reykjavíkur og Morg- unblaðið standa einnig fyrir getraun og ratleik þar sem leita þarf vísbendinga á úti-ljós- myndasýningunni til að svara spurningum sem birtast á baksíðu Lesbókar á laugardaginn.    Mig hefur lengi langað að skoðaMyntsafn Seðlabankans, sem opið verður almenningi til kl. 17, og ég á líka enn eftir að líta á land- námsskálann sem verður til sýnis allan daginn. Sjóminjasafnið hef ég sömuleiðis vanrækt alltof lengi, og ef ég heimsæki safnið á réttum tíma verður Raggi Bjarna á staðn- um, syngjandi af stakri snilld. Á leiðinni út á Sjóminjasafn myndi ég að sjálfsögðu staldra við hjá Guerilla Store þar sem verður hátíðarstemmning og útimarkaður. Og fyrst ég væri kominn á þessar slóðir kemur ekki annað til greina en að skoða nýjar vinnustofur SÍM við Seljaveg 32, sem örugglega verða iðandi af lífi. Til að auka á leti mína tæki ég síðan menningarstrætó frá Sjó- minjasafninu alla leið austur að Ó. Johnson & Kaaber húsinu en þar verður heljarinnar sviðslistahátíð allan daginn. Þaðan er ekki langur gangur að Laugavegi 77 þar sem „Hitt svið“ Landsbankans verður með ungum og spennandi hljóm- sveitum allan daginn.    Þá á ég enn eftir að skoða gaml-ar skipulagstillögur hjá Borg- arskjalasafninu í Tryggvagötu, upplifa alvöru Bollywoodstemmn- ingu í Múltí, Ingólfsstræti 8, klappa húsdýrunum sem verða á vappi í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 og fylgjast með Tilfinningatorgi við Víkurkirkjugarð. Ef ég er heppinn rekst ég kannski á víkinga í fullum her- klæðum eða fæ að sjá karatekemp- ur og skylmingakappa sýna listir sínar á Austurvelli. Svo verð ég hreinlega að líta við í verslun Bláa Lónsins á Laugavegi 15 og fá handanudd og heilsute. Norræna félagið í samstarfi við Sænska félagið og Siggi Hall bjóða til vatnakrabbaveislu við Óðinstorg sem hljómar mjög freistandi.    Í Iðnó verða framhaldsskólanem-ar með fjölbreytta dagskrá, og vil ég síst missa af ræðukeppninni kl. 16.30 þar sem Gísli Marteinn, Helgi Hjörvar og Oddný Sturlu- dóttir etja kappi við úrvalslið menntaskólanema. Steinsnar frá Iðnó, í Tjarnarbíói, verða frum- sýndar þrjár evrópskar verðlauna- dansmyndir kl. 14 til 16.30, og end- ursýndar í 12 Tónum á Skólavörðustíg kl. 18 til 22. Örugg- lega ekki amalegt að hvíla lúnar lappir þar þegar líða tekur á dag- inn. Eða kannski ég setjist niður með Hugleik Dagssyni og læri að teikna á örnámskeiðunum sem hann verður með kl. 17 og 18 í Hafnarhúsinu.    Það fer svo alfarið eftir skapihvað ég myndi vilja gera um kvöldið: Kannski ég myndi dansa salsa í Alþjóðahúsinu eða fara á tónleika á Sirkús þar sem meðal annars troða upp Mínus og Lang- iseli og Skuggarnir. Mezzoforte verða á aðalsviði Landsbankans í Austurstræti kl. 21.30 og lofa gömlu góðu smellunum í uppruna- legum útsetningum. En ef ég verð ekki í stuði fyrir ærsl og læti er óvitlaust að fara á tónleika Páls Óskars og Móníku í Listasafni Einars Jónssonar eða upplifa óperuveisluna sem verður á Klambratúni kl. 20 til 21.30. Kannski að ég gæti, úrvinda eftir menningarmaraþon dagsins, komið mér notalega fyrir í hengirúm- unum, kominn aftur á byrjunarreit, og látið stjörnulið íslenskra óp- erusöngvara syngja mig í svefn. Rumska svo við flugeldasýninguna kl. 22.31, og hraða mér heim á und- an öllum öðrum, svo ég losni við umferðarteppuna. Og heima myndi ég svo kúra undir hlýrri sæng, sof- andi værum svefni hinna menning- arsyndlausu. Menningarnótt eftir mínu höfði ’Ég er örugglega ekkieinn um að vera latari en ég myndi vilja vera að njóta þeirrar menningar sem boðið er upp á í borginni hvunndags. Ég sé því Menningarnótt sumpart sem tækifæri til menningarsyndaafláts.‘ Morgunblaðið/Þorkell Raggi Bjarna mun syngja nokkur lög í Sjóminjasafninu. asgeiri@mbl.is AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson Morgunblaðið/Ásdís Hugleikur kennir fólki að teikna í Hafnarhúsinu. Morgunblaðið/Golli Hljómsveitin Mínus spilar á tónleikum á Sirkus á Menningarnótt. www.menningarnott.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eeee P.B.B. DVCOLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár... þangað til núna! Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ Miami Vice kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 og 6 Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára Over the Hedge m. ensku.tali kl. 4 og 8 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 4 og 6 Stick It kl. 8 og 10.20 Miami Vice kl. 8 og 10.40 B.i. 16.ára. The Sentinel kl. 8 og 10 B.i. 14.ára. Ástríkur og Víkingarnir kl. 6. Stormbreaker kl. 6 eee “Látið ykkur líða vel, fylgist með Douglas, njótið gæða framleiðslunnar og vel upp byggðar og linnulausrar spennunnar” S.V - MBL eee „Með þeim betri glæpamyndum sem sést hafa í ágætan tíma“ Tommi - kvikmyndir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.