Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Bónus Gildir 17. ágúst – 20. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Ali svínabjúgu, 4 stk............................. 377 539 377 kr. kg Ali hunangskótilettur ............................ 1.518 1.951 1.518 kr. kg San marco örbylgjupizza, 285 g ............ 199 259 698 kr. kg Kf villikryddaðar framhryggjasneiðar ...... 1.199 1.798 1.199 kr. kg KF folaldakjöt kofareykt ........................ 362 593 362 kr. kg Euroshopper hrísgrjón, 2 kg .................. 159 169 80 kr. kg Euroshopper spaghetti ......................... 69 79 69 kr. kg Euroshopper örtrefjaklútur .................... 89 0 89 kr. stk. Ali svínakótilettur kryddaðar .................. 1.189 1.528 1.189 kr. kg Ali svínahnakki úrb. .............................. 1.189 1.528 1.189 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 17. ágúst – 19. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir.......................................... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Svínakótilettur ..................................... 998 1.198 998 kr. kg Fjallalambs bl. lærisneiðar.................... 1394 1.992 1.394 kr. kg Fjallalambs grillsneiðar......................... 967 1.384 967 kr. kg FK grill ofnsteik .................................... 1.189 1.699 1.189 kr. kg Baguette hvítlauksbrauð, 2x175 g......... 99 127 50 kr. stk. Kjörís hlunkar, 6 pk. ............................. 298 398 298 kr. pk. Vatnsmelónur ...................................... 109 179 109 kr. kg DDV ís, 650 ml.................................... 499 579 770 kr. kg Fyrirtaks frostnar pizzur, 350 g .............. 298 448 850 kr. kg Hagkaup Gildir 17. ágúst – 20. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Nautalundir úr kjötborði ........................ 2 998 3 998 2 998 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ........................ 1 912 2 549 1 912 kr. kg Lambalundir úr kjötborði ...................... 2812 3 749 2 812 kr. kg Daloon kínarúllur, 720 g....................... 399 518 554 kr. kg Hatting Filonno Durum brauð, 420 g...... 299 349 712 kr. kg Hatting Panino Rustico, 420 g .............. 299 349 712 kr. kg Freschetta Roma pizzur, 400g............... 299 439 748 kr. kg Myllu tómatbrauð ................................ 249 339 249 kr. stk. Baguette hvítlauksostabrauð ................ 299 359 299 kr. stk. Krónan Gildir 17. ágúst – 20. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Krónu krydduð lambasteik .................... 997 1.598 997 kr. kg Krónu skinka, 279 g............................. 160 229 573 kr. kg Krónu hangiálegg, 179 g ...................... 279 398 1 559 kr. kg Goða grísakótilettur.............................. 1 186 1 694 1 186 kr. kg Gourmet grísakótilettur léttreyktar ......... 1 207 1 724 1 207 kr. kg Oetker pizza, pepperoni/margarí/skinka 149 199 149 kr. pk. Flash hreinsiklútar lemon/antibact. ....... 299 449 299 kr. pk. HD100% safi appels/epla/multivit, 2 ltr 259 299 130 kr. ltr Coke/Coke light ................................... 99 140 99 kr. ltr Corny Ch. banana, 6 í pk. ..................... 199 245 199 kr. pk. Nóatún Gildir 17. ágúst – 20. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1.498 1.698 1.498 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu ....................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Lamba Ribeye hvítlauks/rósmarín ......... 2.398 3.298 2.398 kr. kg Grísalundir m. sælkerafyllingu ............... 2.398 2.798 2.398 kr. kg Nautafille í rauðvíns/piparmarineringu... 2.638 3.298 2.638 kr. kg Lamba súpukjöt af nýslátruðu, 1.fl......... 498 599 498 kr. kg Lúðusteik m. laukhjúp .......................... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Laxasteik m. bernaise-hjúp................... 1.498 1.798 1.498 kr. kg Sælkerabaka m. plokkfiski, 250 g ......... 299 399 299 kr. stk. Sælkerabaka m. brokkólífiski, 250 g ..... 299 399 299 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 17. ágúst – 20. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Lambahryggur úr kjötborði .................... 1.119 1598 1.119 kr. kg Goði, reykt folaldakjöt m. beini.............. 475 679 475 kr. kg Þurrkryddaðar lambalærissneiðar BK..... 1.538 2.198 1.538 kr. kg Grísahnakki úrb. Mediterranean ............ 1.087 1.575 1.087 kr. kg Frissi fríski, 2 ltr ................................... 149 227 75 kr. ltr Sprite og Sprite Zero ............................ 149 213 75 kr. ltr Ostapylsur BK...................................... 769 1.099 769 kr. kg Rauð epli ............................................ 99 178 99 kr. kg Hnúðkál .............................................. 189 289 189 kr. kg Þín verslun Gildir 17. ágúst – 23. ágúst verð nú verð áður mælie. verð BK lambagrillkóilettur þurrkr.................. 1.739 2.173 1.739 kr. kg BK helgarlamb m. sérv. kryddi ............... 1.349 1.799 1.349 kr. kg BK hrossakjöt saltað, úrb...................... 504 630 504 kr. kg Freschetta Roma pizza, 400 g............... 439 549 1.098 kr. kg Chicago town choc. fudge cake, 295 g .. 349 479 1.183 kr. kg Chicago town toffee cake, 295 g ........... 349 479 1.183 kr. kg BKI café latte, 216 g ............................ 269 349 1.245 kr. kg Sacla Bruschettin, 190 g...................... 199 287 1.047 kr. kg Sacla Classic ostasósa, 280 g .............. 229 319 818 kr. kg Sacla Orginal Napolitana, 420 g ........... 249 364 593 kr. kg Súpukjöt og svínalundir  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Við erum sex manna fjöl-skylda, ég og konan mín,Guðbjörg Halla Magna-dóttir, eigum fjóra stráka á aldrinum 5 til 14 ára svo það þarf að elda mikið á mínu heimili,“ segir Þröstur Jóhann- esson íbúi á Ísafirði aðspurður út í matarhefðir á heimilinu. „Við kaupum næstum því inn á hverj- um degi, maður kaupir stórt inn þriðja hvern dag en minna aðra daga. Það eru tvær kjörbúðir hér á Ísafirði, við förum oftast í Bónus en svo í Samkaup eftir betra grænmeti og öðru pjatti.“ Eins og gefur að skilja er mikið borðað á heimili Þrastar og segir hann þau alltaf elda veglegan kvöldmat og að matartíminn skipti miklu máli. „Í þjóðfélagi, þar sem allir hafa mikið að gera, er gott að hittast við matarborðið. Við erum föst á því að allir eigi að mæta í kvöldmat, á sumrin þegar strák- arnir eru út um hvippinn og hvappinn þá eiga þeir samt að mæta inn í mat því þá hittumst við og tölum saman um það sem á daginn hefur drifið hjá hverjum og einum.“ Tónlist og matur fara vel saman Þröstur segir að hann og eig- inkonan skipti með sér verkum í eldhúsinu eftir því hvað er í mat- inn. „Konan mín er t.d ofsalega góð í öllum bakstri og sér því um þá deild en ég er meira fyrir að gera sósur og súpur. Annars lend- ir það kannski oftar á henni að elda og kaupa inn. Við erum í matarklúbbi ásamt þrennum öðr- um hjónum og það eru stundum gerðar tilraunir þar, maður flagg- ar ýmsu á klúbbakvöldi og eitt og annað sem ég hef prófað þá.“ Þröstur er Keflvíkingur og bjó fjölskyldan þar þangað til fyrir sex árum þegar þau fluttu til Ísa- fjarðar en Guðbjörg er Ísfirð- ingur. „Mér líkar rosalega vel hérna og er ekkert að fara neitt. Ég kenni á gítar í tónlistarskól- anum, vinn hjá gúmmíbátaþjón- ustu og er í slökkviliðinu,“ segir Þröstur sem er tónlistarmaður og gaf ekki fyrir löngu út diskinn Aðrir sálmar þar sem hann flytur sitt eigið efni. Það skipti hann miklu máli hvernig tónlist ómar undir borðhaldinu í matarboði. „Tónlist og matur er góð blanda. Uppáhalds „dinner“ diskurinn minn núna er nýi diskurinn með Flís. Aðalmálið með dinnertónlist er að diskurinn verður að vera jafn, það má ekki allt í einu koma lag sem er miklu fjörugra en hin. Ég er svolítið ráðríkur á tónlistina í matarboðum,“ segir Þröstur glaður í bragði. Grillaðar kótelettur bestar Spurður út í uppáhaldsmatinn segist Þröstur vera mikill kjöt- maður. „Ég slæ hendinni ekki á móti grilluðum kótelettum, þær finnst mér ofsalega góðar. Und- anfarið hefur saltfiskur svo komið sterkur inn. Ég er alinn upp við saltfisk og fékk hann alltaf soðinn en nú er ég farinn að nota hann í ýmsa rétti. Þurrkryddað kjöt á grillið er síðan það nýjasta hjá mér, í staðinn fyrir að kaupa kjöt sem er búið að liggja lengi í ein- hverjum legi þá krydda ég það sjálfur.“ Þresti verður heitt í hamsi þegar umræðan kemur að fiski. „Mér finnst fiskur vera að hverfa algjörlega því hann er svo dýr, Íslendingar eiga að hafa greiðan aðgang að fiski því hann er lostæti. Ég sjálfur er meira fyr- ir ýsu en þorsk og hef einhvern- tímann sagt að það eigi að skrifa á legsteininn minn: ýsa er betri en þorskur,“ segir hann og blaðamað- ur getur ekki annað en hlegið að þessari sniðugu hugmynd. Þröstur er nokkuð hagsýnn í matreiðslunni og lætur ekki neitt fara til spillis. „Ef ég elda t.d lambalæri er það tveggja daga matur á mínu heimili, hvert læri dugar í tvær máltíðir og er ekkert svo dýrt m.v. það. Við reynum svo að elda góða súpu einu sinni í viku í matinn og þá eldum við yfirleitt nóg til að borða hana áfram dag- inn eftir.“ Þröstur er með snjáða bók með sér þegar hann hittir blaðamann, í henni má finna hinar ýmsu upp- skriftir sem þau hjónin hafa punktað niður í gegnum tíðina. „Ef ég borða eitthvað gott þá fæ ég uppskriftina og skrifa hana nið- ur í þessa bók. Til dæmis er upp- skriftin að Edinborgarkjúklingn- um, sem ég gef hér, fengin í matarklúbbi,“ segir tónlistarmað- urinn og matgæðingurinn Þröstur Jóhannesson að lokum.  HVAÐ ER Í MATINN? | Næstum daglega farið í matvörubúð til að versla til heimilis Þrastar Jóhannessonar Allir eiga að mæta í kvöldmat Morgunblaðið/Þorkell Þresti finnst ýsa betri en þorskur. Morgunblaðið/Ingveldur Þröstur Jóhannesson kaupir oft grænmeti í Samkaupum á Ísafirði. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Edinborgarkjúklingur fyrir 6 5–6 kjúklingabringur skornar endilangt 1 1⁄2 bolli hvítvín ½ bolli balsamic edik 1 bolli ólífuolía 4 hvítlauksrif ½ bolli ferskt oregano 3 msk púðursykur 1 bolli sveskjur ½ bolli grænar ólífur 2 msk kapers Allt, fyrir utan kjúklinginn, sett í skál og hrært vel saman, síðan hellt yfir kjúklinginn í eld- föstu móti. Bakað í 20 til 25 mínútur við 220°c. Borið fram með hrís- grjónum og fersku salati. Þurrkryddað kjöt á grillið Niðursagaður lambahryggur eða læri, látið þiðna vel. Þurrka allan vökva af kjötinu með tusku eða pappír. Krydda hvert stykki með: Salti, seasonall, myntu og lambakryddblöndu frá Potta- galdri. Láta standa í nokkra klukkutíma og grilla svo. Með þessu er gott að hafa sal- at og gleymdar kartöflur, en það eru kartöflur, skornar í tvennt og síðan er skorin rauf í sárið á þeim og sett salt þar, skella þeim svo í ofninn og gleyma þeim þar í u.þ.b. klukkutíma. Gott er að hafa með þessu hvítlaukssósu sem er samblanda af kotasælu, sýrðum rjóma og maukuðum hvítlauk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.