Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Lau. 19. ágúst kl. 20 örfá sæti Sun. 20. ágúst kl. 15 uppselt Sun. 20 ágúst kl. 20 uppselt Fös. 25. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 26. ágúst kl. 20 Laus sæti Lau. 2. sept. kl. 20 uppselt Sun. 3. sept. kl. 15 Sun. 3. sept. kl. 20 PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningard. „ÞETTA er árlegur fundur og er nú haldinn í 32. sinn. Það voru sendikennararnir erlendis sem áttu upprunalega frumkvæðið að fund- inum á áttunda áratugnum. Þetta getur verið einmanaleg vinna og kennurunum finnst mikilvægt að geta borið saman bækur sínar,“ segir Úlfar Bragason, for- stöðumaður stofnunar Sigurðar Nordals, um fund íslenskulektora sem starfa við erlenda háskóla, sem haldinn er í dag í Háskóla Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa síðastliðin ár stutt kennslu í nútímaíslensku við fimmtán háskóla í Evrópu auk Manitoba-háskóla og Waseda- háskóla í Tókýó. Stofnun Sigurðar Nordals hefur umsjón með kennslu í íslensku við erlenda háskóla af hálfu íslenskra stjórnvalda og skipuleggur fundinn í samráði við íslenskulektorana sem starfa við háskólana erlendis. „Það verður farið yfir starfið á síðasta ári. Það er gert ráð fyrir því að lektorarnir skili skýrslu um störf sín og við munum fara yfir það sem er nýtt. Svo er nú verið að sameina stofnun Sigurðar Nordals ýmsum öðrum stofnunum og þar með þarf að ræða það hvernig málum verður háttað í framtíðinni. Síðan hefur þetta svið eflst mjög í hugvís- indadeild, sífellt fleiri stúdentar sækja íslenskukennslu hingað til lands. Nemendum í íslensku sem erlendu og öðru máli hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Við munum einnig ræða þá aukn- ingu og hugmyndir um að efla rannsóknir á íslensku sem öðru og erlendu máli og jafnvel að koma á einhvers konar rannsóknarstofu og samstarfi við sendikennarana um það,“ segir Úlfar. Öflugasta menningarkynningin Á annað þúsund stúdenta nemur nú íslensku við erlenda háskóla ár hvert, bæði þar sem íslensk stjórn- völd styðja við kennsluna en einnig annars staðar þar sem boðið er upp á íslenskukennslu, eins og t.d. í Poznan í Póllandi, Vilníus í Lithá- en, Moskvu og Tokai í Japan. „Það er mikill áhugi á íslensku sem er- lendu máli, þ.e. náminu við há- skólana erlendis og einnig á ís- lensku sem öðru máli, þ.e. náminu sem er boðið upp á hér á landi. Þetta eru semsagt ekki bara inn- flytjendur sem leggja stund á ís- lenskunám heldur er mikill og sí- fellt vaxandi áhugi á íslenskunni,“ segir Úlfar og telur að þennan aukna áhuga megi að miklu leyti þakka íslenskri tónlist. „Margir af erlendu stúdentunum hafa mikinn áhuga á íslenskri nútímamúsík. Hér áður var þetta gjarnan fólk sem var að læra miðaldabókmenntir. En það er ekki lengur endilega þannig. Það er einnig margt fólk sem hefur áhuga á Íslandi samtímans. Tón- leikar Sigur Rósar á Klambratúni voru til dæmis haldnir rétt eftir að við vorum með sumarnámskeið og sumir framlengdu dvöl sína til að geta farið á þá.“ Úlfar nefnir að lokum að hann telji að íslensku- kennslan sé öflugasta menning- arkynningin í dag. „Margir sem læra íslensku erlendis gerast í framhaldi þýðendur og þetta er því ákaflega mikilvægt í tengslum við það að koma íslenskum bók- menntum á önnur tungumál. Einn- ig fer fram gríðarlega mikil menn- ingarkynning með sjálfri kennslunni.“ Menntun | Árlegur fundur íslenskulektora erlendis haldinn í dag Íslensk tónlist eykur áhuga á íslenskunámi Morgunblaðið/Eggert „Margir af erlendu stúdentunum hafa mikinn áhuga á íslenskri nútímamúsík,“ segir Úlfar Bragason, for- stöðumaður stofnunar Sigurðar Nordals. Á annað þúsund stúdenta nemur íslensku við erlenda háskóla. Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is SÍÐUSTU tónleikar þessa Al- þjóðlega orgelsumars í Hallgríms- kirkju (áður „Sumarkvölda við org- elið“) fóru fram á sunnudagskvöldið var við allgóða aðsókn. Eins og jafn- an virtist hún að miklu ef ekki mestu leyti útlend- ingum að þakka, enda sækja innfæddir sjaldn- ast tónleika í dæmigerðri útivistarmúnderingu. Við hljóðfærið var org- anisti af yngri kynslóð, Eyþór Ingi Jónsson, er starfar nú sem kórstjóri og orgelleikari við Ak- ureyrarkirkju. Undirrit- aður varð s.l. febrúar þeirrar ánægju aðnjót- andi að heyra bráðefnilegan nýjan kammerkór hans Hymnodíu í Lang- holtskirkju á Myrkum músíkdögum, en hafði aftur á móti ekki áður heyrt Eyþór glíma við konung hljóðfær- anna. Að frátöldum Bach, Vierne og Franck tilheyrðu dagskrárhöfundar 17. öld, og var það í samræmi við tónleikaskrá er kvað Eyþór hafa ein- beitt sér að flutningi tónlistar frá þvísa skeiði, bæði fyrir orgel og kór. Annars spönnuðu viðfangsefnin vítt tímasvið eða rúmar þrjár aldir, því elzta verk var frá miðbarokki og hið yngsta frá nýklassík. Aðeins vantaði dæmi frá vínarklassík og snemm- rómantík til að jafna heildina, en þær hafa að vísu þótt meðal rýrari sköpunarskeiða orgelbókmennta. Umgjörð tónleikanna í byrjun og enda var Prelúdía og fúga Bachs í Es BWV 552, og réttlættist aðskiln- aður fúgunnar frá prelúdíunni af sams konar uppsetningu utan um orgelforleikina í Clavierübung III, þótt játa verði að heldur finnist manni eðlilegra að leika þær saman frekar en hitt. Þetta magnaða verk, er Engilsaxar kenna við „St Anne“, er óskorað höf- uðdjásn meðal orgelsmíða Bachs, og tókst Eyþóri einkum vel upp í 5 radda fúgunni þreföldu. Prelúdí- an hofferðuga hefði hins vegar getað verið skýrari, og lék grunur á að afmarkaðri „secco“ spilamennska hefði þar e.t.v. skipt sköpum, þó vissulega kæmist margt vel til skila. Frönsku verkin eftir Clérambault (1676-1749) og Muffat (1653-1704; að vísu suðurþýzkan, en undir sterkum frönskum áhrifum) sóru sig í ætt margkaflaskiptra verka eftir eldri suðræna höfunda eins og Fresco- baldi og hefðu sömuleiðis grætt á skýrari mótun og ögn stöðugri rytma í hraðþáttum. Hins vegar var hið mestmegnis hómófóníska verk Louis Viernes (1870-1937), Cat- hédrales (úr 6 Pièces de Fantaisie Op. 55 frá 1927) upplifun á að hlýða fyrir ferska og frumlega hljómabeit- ingu sína, er Eyþór setti í heillandi fókus með jafnt innlifaðri túlkun sem litríkri registrun. Raddvalið var að sama skapi töfrandi fjölbreytt í oft hnausþykk- um Choral II úr Trois chorals pour grand orgue eftir César Franck (að mínu viti frekar passacaglía en „cha- conne“), og fór Eyþór þar á miklum kostum á milli ýmist dáleiðandi dul- úðar og dúndrandi dramatíkur. Dulúð og dramatík TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir J. S. Bach, Clérambault, Muf- fat, Vierne og Franck. Eyþór Ingi Jónsson orgel. Sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Alþjóðlegt orgelsumar „Upplifun á að hlýða.“ Eyþór Ingi Jónsson organisti. Ríkarður Ö. Pálsson Í JÚLÍ fór Kynjaritið Kjaftfor að birtast á kaffihúsum bæjarins. Þeim sem freistast hafa til að líta í heftið dylst ekki að þar er á ferð beinskeytt rit um kynjamál. Eva Rún Snorradóttir og Eva Björk Kaaber eiga heiðurinn af útgáfunni: „Ef þú skoðar það sem í boði er á fjölmiðla- markaðinum í dag sést vel hvað allt er steypt í sama mót. Það er þessi ægilega skipting á milli kynjanna, og tímarit og blöð sem stíluð eru á konur og stelpur virð- ast flest ganga út á það að ala á útlitsdýrkun, sýna konum hvernig þær eiga að vera og hvernig þær mega líkj- ast öðrum,“ segir Eva Björk um hvernig útgáfuna bar að: „Okkur langaði að koma með mótsvar við þessum ægilega flaumi af þvingaðri kvennamenningu.“ Eva og Eva hafa báðar lagt stund á nám í kynjafræði við Háskóla Ís lands: „Það má segja að með náminu hafi opnast fjöldinn allur af dyrum sem ekki er hægt að loka aftur. Mað- ur sér alla samtímamenningu í allt öðru ljósi eftir að hafa öðlast kynja- gleraugun,“ segir Eva Rún, en hug- myndin að ritinu kviknaði einmitt í frímínútum uppi í Háskóla, þegar nemendur í kynjafræðikúrsi blöðuðu í gegnum glanstímarit fyrir konur og blöskraði efnistökin: „Kjaftfor er líka ætlað að verða vettvangur fyrir rit- gerðir og pistla sem meðal annars nemendur í kynjafræði eru margir að vinna um mjög áhugaverð viðfangs- efni, sem gaman er að geta komið á framfæri við samfélagið.“ Buddur og frambossar Fyrsta tölublað Kjaftfor hefst á umfjöllun um nafngiftir á kynfærum kvenna, sem myndskreytt er á gam- ansaman hátt: „Það má segja að þema fyrsta ritsins sé bæling á kyn- ferði kvenna. Við fjöllum um hvernig konum er kennt að kalla ekki píkuna sína píku, heldur læra að nota alls kyns dularfull nöfn bæði í barnæsku og á fullorðinsárum, á meðan flestir strákar læra að nota orðið typpi um sín kynfæri,“ segir Eva Rún. Hug- takið „Kyngervi“ er kynnt fyrir lesendum, á heimilislegan máta eins og Eva og Eva lýsa því sjálfar: „Við erum að reyna að láta hrikta í stoðum þeirrar ofboðs- legu eðlishyggju að kynin séu algjört andstæðupar,“ segir Eva Björk: „Það er vin- sæl speki að segja að konur séu frá Venusi og karlar frá Mars, en allt- of sjaldan er litið til þess að þann mun sem við teljum okkur sjá á kynjunum má sennilega útskýra að öllu leyti með félagslegri mótun.“ Kjaftfor-stúlkan Næstaftasta síða ritsins skartar Kjaftfor-stúlkunni: „Með henni erum við að sýna fram á hvað okkur finnst hallærisleg hugmyndin um Séð og heyrt stúlkuna sem allir kannast við: hlutgervingu og útlitsdýrkun á kon- um og jafnframt tvöfeldni í birting- armyndinni,“ útskýrir Eva Rún. „Kjaftfor-stúlkan er í senn „sæt lítil skonsa“ og „flott framakona“, en kon- ur í dag þurfa einhvernveginn að dröslast á milli þessara hlutverka,“ bætir hún við kímin. Meðal greina í blaðinu má nefna „Molly lærir að fróa sér“, umfjöllun um myndirnar Wayward Girls og Wicked Women, hljómsveitina Tracy + The Plastics, sjónvarpsþáttaröðina The L Word og rannsóknir Bjargar Sveinbjörnsdóttur og Völu Pálma- dóttur á konum í tónlist. Kjaftfor lýk- ur síðan á liðnum „Einstakar aðgerð- ir“: „Þar komum við til með að fjalla um einstakar femínískar aðgerðir gegn flaumi samfélagsins. Við tökum fyrir þessi litlu atriði í menningu okk- ar þar sem ójafnréttið er svo falið, oft gróið inn í tungumálið og fé- lagsmótunina,“ segir Eva Rún. Gegn gagnkynhneigðarforræði Auk þess að vera vettvangur fem- ínískra skoðana vilja Eva og Eva gera Kjaftfor að tæki gegn gagnkyn- hneigðarforræði: „Okkur finnst bar- átta samkynhneigðra og femínista mætast á miðri leið, enda ljóst að stofnanabundið óréttlæti í þjóðfélag- inu mismunar bæði konum og sam- kynhneigðum, og öðrum minni- hlutahópum. Heimurinn er algjörlega gagnkynhneigður og þeir sem eru samkynhneigðir eru álitnir frávik og andstaða gagnkynhneigðra, og þurfa að finna sinn eigin hóp til að tilheyra. Við viljum sporna við þessu.“ Eva og Eva undirstrika að mikil þörf sé fyrir rit af þessu tagi hér á landi: „Það er áhyggjuefni þegar jafnvel stórir og virtir fjölmiðlar birta auglýsingar og umfjöllun þar sem samkynhneigð er sjúkdómsvædd. Að slík umræða skuli eiga sér stað í dag, og auglýsingin birt á sjálfan hátíð- ardag Hinsegin daga, er graf- alvarlegt mál,“ segir Eva Björk. Fyrsta tölublað Kjaftfor var prent- að í 600 eintökum og dreift á helstu samkomustaði Reykvíkinga. Næsta tölublað er væntanlegt í lok sept- embermánaðar. Tímarit | Kynjaritið Kjaftfor lítur dagsins ljós Sjálfsprottið fem- ínískt andófsrit Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Eva Björk Kaaber og Eva Rún Snorradóttir ritstjórar tímaritsins: „Kjaftfor-stúlkan er í senn „sæt lítil skonsa“ og „flott framakona“.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.