Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞRÍR unglingspiltar á aldrinum 16–17 ára gáfu sig fram við lögregluna á miðvikudags- kvöld vegna hinnar alvarlegu líkamsárásar við Garðastræti á nýársnótt, þar sem tveimur mönnum var misþyrmt, þar af öðrum svo al- varlega að hann höfuðkúpubrotnaði. Eftir- grennslan lögreglu bar árangur þegar hún lýsti eftir árásarmönnunum með því að birta myndir sem náðust af piltunum við vettvang- inn. Myndirnar voru fengnar úr eftirlitskerfi kínverska sendiráðsins í Garðastræti. Þegar þeir gáfu sig fram voru þeir yfirheyrðir og sögðust við yfirheyrslur hafa rekist utan í mennina á gangi og í kjölfarið hefði komið til átaka sem enduðu með fyrrgreindum hætti. Vegna ungs aldurs þeirra verður barnavernd- aryfirvöldum tilkynnt um málið en piltarnir hafa þó ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrarnir þrýstu á piltana Lögreglan segir ljóst að foreldrar piltanna hafi þrýst á að þeir gæfu sig fram við lög- reglu. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur málið nú ver- ið upplýst og játningar liggja fyrir. Málið er rannsakað sem brot á hegningarlögum en það verður í höndum ákæruvalds að taka ákvörð- un um saksókn og þá um leið hvort ákært verði fyrir meiriháttar líkamsárás sem varðar allt að 16 ára fangelsi eða minniháttar líkams- árás skv. 1. mgr. 218. gr. hegningarlaga sem kveður á um allt að 3 ára fangelsi. Að sögn Sigurbjörns Víðis skiptu eftirlits- myndavélar lögreglunnar miklu máli við rann- sóknina og reynslan hafi sýnt að miklu varði fyrir rannsókn málsins að hafa aðgang að myndavélunum og þyrfti að fjölga þeim. Piltunum var sleppt að loknum yfir- heyrslum og taldi lögreglan ekki tilefni til að leggja fram gæsluvarðhaldskröfu þar sem málið er upplýst og játað. Sögðust hafa rekist utan í menn- ina og átök byrjað í kjölfarið Þrír piltar gáfu sig fram við lögreglu eftir alvarlega líkamsárás í Garðastræti VERKAMENN eru um þessar mundir í óðaönn við að leggja lokahönd á nýja sundlaug við Íþróttamiðstöðina í Lækjarhlíð í Mosfellsbæ og ljóst er að margir bíða spenntir eftir opnunardegi enda leiktækin mörg hver glæsileg, s.s. rennibrautir fyrir yngstu kynslóðina. Íþróttamiðstöðin er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið en sl. haust var innilaugin opnuð og geta nemendur í Lágafellsskóla nú gengið í skólasundið. Morgunblaðið/Sverrir Leggja lokahönd á nýja sundlaug í Lækjarhlíð Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is VIÐMIÐUNARTEKJUR vegna lækkunar fasteignaskatts og hol- ræsagjalds elli- og örorkulífeyris- þega í Reykjavík hækka um 20% frá því sem var á síðasta ári. Það þýðir að einstaklingur sem var með tekjur undir tæplega 1,9 milljónum króna á síðasta ári fær fulla niðurfellingu á gjöldunum af eigin íbúðarhúsnæði og sama gildir um hjón sem voru með lægri tekjur en 2,6 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að rúmlega 500 fleiri njóti afsláttarins í ár en áður vegna hækkunar á tekju- viðmiðinu og að alls njóti 4.700 elli- og örorkulífeyrisþegar í Reykjavík einhverrar lækkunar á fasteigna- sköttum og holræsagjaldi á árinu 2007. Venjulega hafi tekjuviðmiðið verið hækkað í samræmi við hækkun á lífeyrisgreiðslum. Gert sé ráð fyrir 6% hækkun þeirra samkvæmt áætl- un Tryggingastofnunar ríkisins en hækkun á tekjuviðmiðinu um 20% geri það að verkum að fleiri njóti af- sláttarins en áður. Samkvæmt ákvörðun borgarráðs fá einstaklingar með tekjur á bilinu 1.870 þúsund til 2.150 þúsund 80% lækkun á sínum gjöldum og sama gildir um hjón með 2.620 þús. til 2.930 þúsund krónur í tekjur. Engin lækkun ef tekjur eru meiri en 2,5 milljónir Einstaklingar með 2.150 þúsund í tekjur og allt að 2,5 milljónum króna fá síðan 50% lækkun á sínum gjöld- um og sama gildir um hjón með 2.930 þúsund í tekjur og að 3.490 þúsund krónum. Þau fá einnig 50% lækkun á sínum gjöldum. Þeir sem eru hins vegar með tekjur umfram ofan- greind mörk fá ekki lækkun á fast- eignagjöldum sínum á árinu 2007. Allt að 500 fleiri njóta afsláttar á fasteignasköttum og holræsagjaldi en áður 20% hækkun viðmiðs vegna fasteignaskattalækkunar                           ! "#" "#"  $" " $" "  $" " %&     ! $"'$" $"'$"  $"()" $"()"  )"*("       KARLMAÐUR á fertugsaldri liggur alvar- lega slasaður á gjörgæsludeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir bílveltu sem varð á Kjósarskarðsvegi rétt fyrir klukkan tvö í gærdag. Maðurinn sem er rússneskur ferðamaður var ásamt fjór- um öðrum á ferð um Hvalfjörð þegar slys- ið varð en hann var farþegi í aftursæti bílaleigubíls þeirra. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í mikilli hálku með þeim afleið- ingum að bílinn hafnaði utan vegar og valt. Slysið átt sér stað rétt norðan við bæ- inn Fellsenda. Enginn hinna fjögurra slas- aðist mikið og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru allir í bílbeltum. Þrjár sjúkrabifreiðar voru sendar á vettvang ásamt tækjabíl Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins en ekki reyndist þörf á að beita klippum til að ná mönnunum út. Að sögn læknis á gjörgæsludeild LSH er maðurinn með innvortis meiðsli en með meðvitund og ekki í öndunarvél. Alvarlega slas- aður eftir bílveltu RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur tekið til rannsóknar flugatvikið sem henti farþegavél Icelandair á leið til Par- ísar 2. janúar. Vélin lenti í mikilli ókyrrð yfir Bretlandi með þeim afleiðingum að lausir hlutir, matarvagnar og fleira þeyttist um farrrýmið og þrír úr áhöfn vélarinnar hlutu minni háttar meiðsli. Atvikið er flokkað sem alvarlegt flug- atvik að mati RNF, þótt ekki sé vitað með vissu hversu alvarlegt atvikið var en frumrannsókn og gagnaöflun er haf- in. RNF setti sig strax í samband við frönsk flugyfirvöld sem tóku þá ákvörð- un að rannsaka ekki málið en vildu færa rannsóknarforræðið til Íslands. Sam- kvæmt alþjóðlegum flugmálasáttmála er gert ráð fyrir því að ef viðkomandi ríki þar sem flugatvik á sér stað ákveður að rannsaka ekki málið, færist rannsókn- arforræðið til þess ríkis þar sem flugvél er skráð, í þessu tilviki Íslands. RNF rannsakar alvarlegt flugatvik yfir Bretlandi KARLMAÐUR sem leitað var að í fyrri- nótt og í gærmorgun kom í leitirnar í gær- morgun heill á húfi. Leit hófst að mann- inum í Hafnarfirði á fimmta tímanum í fyrrinótt. Um 100 björgunarsveitarmenn frá sjö björgunarsveitum tóku þátt í leit- inni auk sérþjálfaðra spor- og leitarhunda. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í leitinni. Að sögn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu (LRH) fannst maðurinn í heimahúsi í Hafnarfirði og amaði ekkert að honum. Tilkynning um að hans væri saknað var á þá leið að hann hefði verið á heimleið frá Hvaleyrarvatni eftir að hann hafði verið að viðra hunda sína en síðan heyrðist ekki meira frá honum. Því var sett af stað umfangsmikil leit en síðar kom í ljós að hann hafði farið í heimsóknina. Var í heimahúsi á meðan leit fór fram FLUG Britsh Airways frá Keflavík til Gat- wick-flugvallar í Englandi tafðist í nokkra klukkutíma vegna vélarbilunar í gær. Flugið var á áætlun 12.20 í gær en ekki var farið í loftið fyrr en 21.20 í gærkveldi. Málavextir eru þeir að þegar vél British Airways kom hingað til lands um hádeg- isbil í gær kom í ljós að hliðarrúða í stjórn- klefa hjá flugstjóra var brotin og reyndist nauðsynlegt að skipta um hana. Var þegar fengin önnur vél frá Glasgow hingað til lands til að sinna áætlunarfluginu héðan og kom hún jafnframt með nýja hlið- arrúðu í vélina sem hér er. Verður skipt um hana í framhaldinu. British Airways flýgur hingað til lands fjórum sinnum í viku á fimmtudögum, föstudögum, sunnudögum og mánudög- um. Boeing 737-400-vélar sinna áætl- unarfluginu og geta þær flutt tæplega 150 farþega. Níu tíma töf á flugi BA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.