Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 5. 1. 2007 bílar mbl.isbílar ÖNNUR KYNSLÓÐ BMW X5 REYNSLUEKIÐ Í AÞENU » 4 UM ÁRAMÓT ER TILVALIÐ AÐ LÍTA YFIR FARINN VEG OG BERA SAMAN NÝJA METHAFA OG GAMLA. STUTTU eftir að nýi borgarjepp- inn Quashquai kemur á markað í Evrópu í vor kynnir Nissan enn einn borgarjeppann. Sá kallast Rogue og er blendingur af fólksbíl og jeppa. Nafnið er dálítið sérstakt því á ensku stendur það fyrir þrjót eða þorpara. Rogue er mun nær því að geta talist vera litli bróðir sportjeppans Murano en X-Trail og meiri blendingur af borgarbíl og jeppa. Bílar af þessu tagi hafa verið á markaði um nokkurra ára skeið og líklega voru það Subaru- menn sem fyrstir riðu á vaðið með Forester. Blendingar borgarbíls og jeppa eiga vaxandi vinsældum að fagna, ekki síst í Bandaríkj- unum, og þá einkum stærri gerðir eins og Nissan Murano, Subaru Tribeca og Mazda CX-7. Hyundai mun einnig kynna sinn blending á bílasýningunni í Detroit í janúar sem kallast Veracruz. Rogue er minni bíll en þeir sem nefndir hafa verið í samanburði. Hann er 4,58 cm á lengd og Nissan vísar því á bug að hann eigi með tíð og tíma að leysa X-Trail af hólmi. Enda minna mjúkar línur bílsins meira á nýlega bíla eins og Hyundai Santa Fe en X-Trail. Rogue verður boðinn í tveimur gerðum, þ.e. Rogue S og Rogue SL, og verða þær báðar með fjög- urra strokka bensínvél, 2,5 lítra. Þær skila 170 hestöflum og há- markstog er 238 Nm. Hann verður framleiddur framdrifinn og fjór- hjóladrifinn og fáanlegur með þreplausri CVT-reimskiptingu. Bíllinn á að höfða til yngri kaup- endahóps sem setur lífsstíl og ein- staklingshyggju í fyrirrúm. Rogue kemur í sölu í Bandaríkjunum í september en óvíst er með öllu hvort hann kemur á Evrópumark- að. Þá verða Evrópubúar að láta sér nægja Quashquai, sem sam- kvæmt ljósmyndum virðist ekki lakur kostur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Ingvari Helgasyni hf. hefur ekki verið ákveðið hvenær sala hefst á Quashquai hérlendis. „Það er þó hugsanlegt að við setj- um hann á markað 4x4 með 140 hestafla bensínvél og CVT- skiptingu í mars. Ennfremur kem- ur til greina að við kynnum hann í júlí og þá 4x4 með 150 hestafla 2,0 lítra díselvél með sex þrepa sjálf- skiptingu. Nýi X-Trailinn kæmi þar strax á eftir með sömu vél,“ segir Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri Nissan hjá Ingvari Helgasyni. Quashquai og Rogue Rogue Ekkert þorparalegt við þennan laglega borgarjeppa. Quashquai Íslendingar fá að kynnast honum strax í vor. ENN eitt sölumet féll hjá Toyota á Íslandi á árinu þegar samtals seldust yfir 10.000 nýir og not- aðir bílar á árinu. Vart þarf að taka það fram að þetta er metár í sögu fyrirtækisins. Á árinu voru afhentir 5.444 nýir bílar, 5.285 frá Toyota og 159 frá Lexus. Sala Toyota – Betri notaðra bíla var rúmlega 4.600 og því fer heild- arsalan fyrir árið yfir 10.000 bíla. Þetta er það mesta sem fyr- irtækið hefur nokkru sinni selt og er jafnframt einsdæmi hér á landi. Toyota seldi yfir 10.000 nýja og notaða bíla föstudagur 5. 1. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Eiður Smári og Arnór eru á feðgalistanum >> 4 ÓKEYPIS RÚTUFERÐ EGGERT MAGNÚSSON BIÐUR STUÐNINGSMENN WEST HAM AFSÖKUNAR Á 6:0 TAPINU FYRIR READING >> 2 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Nú sér fyrir endann á þessum meiðslum og á mánudaginn heldur hann í æfingaferð með Hannover- liðinu til Mallorca og ef allt gengur að óskum verður hann hugsanlega klár í slaginn í fyrsta leik liðsins eftir vetrarhléið en hinn 27. þessa mánaðar sækir Hannover topplið Werder Bremen heim. Meiðsli á nára og hné Gunnar Heiðar gekkst undir að- gerð í nára í október og þegar hann var rétt kominn af stað um miðjan nóvember eftir aðgerðina meiddist hann á hné og hefur verið á sjúkralistanum síðan. Illa gekk að fá greiningu á meiðslunum en það var ekki fyrr en hann kom í jólafrí til Íslands að úr því fékkst skorið hvað var að angra hann í hnénu. ,,Þetta er búið að taka mikið á mig en ég er farinn að brosa á nýj- an leik,“ sagði Gunnar Heiðar við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði að læknarnir í Þýskalandi hefðu talið að beinmar og bein- flís undir hné- skelinni væri vandamálið og var hann með- höndlaður eftir því en í ljós kom síðar að hann fékk ekki rétta greiningu á meiðslunum og var því ekki með- höndlaður á réttan hátt. Allur að koma til ,,Ég fann ekki fyrir neinum bata eftir þá meðhöndlun sem stóð yfir í nokkrar vikur og þar sem fyr- irséð var ég myndi ekki spila leik- ina fyrir vetrarhléið tjáði ég for- ráðamönnum liðsins að ég ætlaði að leita til læknis á Íslandi. Ég fór til Sveinbjörns Brandssonar og hann var fljótur að átta sig á hvað var að angra mig. Brjósk í hnénu hafði skaddast og Sveinbjörn fyr- irskipaði mér að hvíla mig og fá síðan meðferð. Ég er núna allur að koma til og ég mun hefja æfingar að nýju í næstu viku þegar við höldum til Mallorca,“ sagði Gunn- ar og segist svekktur yfir því að hafa ekki leitað til Sveinbjörns fyrr. Gunnar Heiðar hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum Hannover á leiktíðinni en eftir 17 umferðir er liðið í 11. sæti af 18 liðum. Sér fyrir end- ann á meiðslum Gunnars GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður þýska 1. deildar liðsins Hannover, sér fram á bjartari tíma nú á nýju ári en frá því hann gekk í raðir Hannover frá sænska liðinu Halmstad síðastliðið sumar hefur hann verið meira og minna frá keppni vegna meiðsla. Gunnar Heiðar Þorvaldsson TVEIMUR íslenskum knatt- spyrnumönnum hefur verið boðið til sænska úrvalsdeild- arliðsins GAIS í Gautaborg til reynslu. Þetta eru þeir Eyjólfur Héðinsson, leik- maður úrvalsdeildarliðs Fylkis, og Bjarni Hólm Að- alsteinsson úr ÍBV. Eyjólf- ur, sem er miðvallarleikmað- ur, er 22 ára gamall og lék fjóra leiki með 21 árs lands- liðinu. Hann er samnings- bundinn Árbæjarliðinu út tímabilið 2008 en Eyjólfur hefur verið í herbúðum Fylkis frá árinu 2003 og hef- ur leikið 53 leiki í efstu deild og skorað tvö mörk. Bjarni Hólm, sem er upp- alinn hjá Hugin á Seyðisfirði en hefur einnig leikið með leikið með öllum yngri landslið- unum. Með GAIS, sem varð í 10. sæti af 14 liðum í sænskuEyjólfur Héðinsson Eyjólfur og Bjarni Hólm til GAIS í Svíþjóð FORSVARSMENN NBA- deildarinnar í körfuknattleik hafa lagt af stað með metn- aðarfulla áætlun þess efnis að auka vinsældir íþróttarinnar á Indlandi. Markmið NBA eru skýr, körfuknattleikur á að verða næstvinsælasta íþróttagrein Indlands eftir 10 ár. Krikket er vinsælasta þjóðaknattspyrnusambandið, hefur einnig hug á því að ná betri fótfestu á Indlandi og á dögunum gerði FIFA sam- komulag við indverska knatt- spyrnusambandið þess efnis að efla innra starf þess og auka útbreiðslu íþróttarinnar í landinu. NBA-deildin mun skipu- leggja marga stóra viðburði á verða æfingabúðir fyrir unga leikmenn settar á laggirnar víðsvegar um landið. Á undanförnum þremur ár- um hafa markaðssérfræðing- ar á vegum NBA gert margar kannanir á Indlandi og telja þeir að gríðarlegir mögu- leikar séu fyrir íþróttina í landinu sem er næstfjölmenn- asta þjóð í heimi. NBA og FIFA herja á markaðinn í Indlandi Morgunblaðið/ÞÖK Grannaslagur Friðrik Hreinsson leikmaður Hamars/Selfoss fagnaði sigri gegn Þór frá Þorlákshöfn í Iceland- Express deild karla í gær. Fjórir leikir fóru fram í gær þar sem KR lagði Snæfell á útivelli. B/2-3 Yf ir l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                   Í dag Sigmund 8 Daglegt líf 24/29 Staksteinar 8 Forystugrein 30 Veður 8 Umræðan 32/33 Úr verinu 14 Minningar 34/45 Viðskipti 16/17 Leikhús 50 Erlent 18/19 Myndasögur 52 Menning 20/21, 48/52 Dagbók 53/57 Höfuðborgin 22 Staður og stund 54 Akureyri 22 Bíó 54/57 Suðurnes 23 Víkverji 56 Austurland 23 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Samkvæmt rekstraráætlun Landspítala – háskólasjúkrahúss var á síðasta ári gert ráð fyrir að kostnaður við S-merkt lyf yrði um 1,7 milljarðar króna á verðlagi árs- ins 2007. Samkvæmt áætluðum rekstrarniðurstöðum ársins mun kostnaður við lyfin hins vegar nema rúmum 1,9 milljörðum króna. » Miðopna  Ökumenn sem vitni urðu að bíl- veltu sl. miðvikudag við golfvöllinn í Borgarnesi stoppuðu ekki til að at- huga með líðan þeirra sem í bifreið- inni voru, þrátt fyrir að slíkt sé skylt samkvæmt umferðarlögum. Bifreið- in fór tvær veltur utan vegar eftir að ökumaður missti stjórn á henni í hálku. » Baksíða  Rannsókn á tilraun til smygls á um tveimur kílóum af kókaíni sl. sumar leiddi lögreglu á spor íslensks manns sem flúði land til að komast hjá því afplána fangelsisdóm sem hann hlaut vegna nauðgunarmáls ár- ið 2004. Talið er að maðurinn sé höf- uðpaurinn í fíkniefnamálinu og er hann eftirlýstur af Interpol. » Forsíða Erlent  Að minnsta kosti fjórir menn biðu bana og yfir 20 særðust þegar ísraelskt herlið réðst inn í borgina Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Ísraelsk sjónvarpsstöð hermdi í gær að Ehud Olmert forsætisráðherra hefði ákveðið að víkja Amir Peretz úr embætti varnarmálaráðherra. Talsmenn Olmerts vísuðu þessu hins vegar á bug. » 18  Louise Arbour, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, skor- aði í gær á stjórnvöld í Írak að taka ekki tvo gamla samstarfsmenn Saddams Husseins af lífi. » 18  John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkj- anna, mun segja sig frá því starfi til að verða næstráðandi í utanrík- isráðuneytinu. » 19  Demókratinn Nancy Pelosi varð í gær ein valdamesta kona sögunnar þegar hún varð fyrst kvenna forseti fulltrúadeildarinnar á Bandaríkja- þingi, eftir að 233 þingmenn af 435 staðfestu kjör hennar í embættið. » Forsíða Viðskipti  Citygroup, stærsti banki heims, mælir með kaupum á bréfum Kaup- þings í nýju verðmati sínu. Verðmat- ið er það fyrsta sem Citygroup gerir á íslenskum banka og telja sérfræð- ingar bankans virði Kaupþings verða á bilinu 1.000 til 1.036 krónur á hlut. » 16 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ fáum í kringum fjórar millj- ónir viðskiptavina í viku hverri og jafnvel þó að aðeins nokkur þúsund hætti að koma til okkar vegna and- stöðu við hvalveiðar þá mun það kosta sitt,“ segir Malcolm Walker, forstjóri bresku verslunarkeðjunnar Iceland sem er í eigu Baugs Group og fleiri íslenskra fjárfesta. Walker hrósar Baugi fyrir að gefa út yf- irlýsingu þess efnis að fyrirtækið lýsi yfir andstöðu við hvalveiðar Ís- lendinga og segir það eiga eftir að koma fyrirtækjum þess í Bretlandi til góða. Walker minnist þess að þegar umhverfissamtök og þrýstihópar hófu herferð gegn hvalveiðum Ís- lendinga í vísindaskyni hafi Iceland átt undir högg að sækja. „Við feng- um mikinn fjölda mótmælabréfa, mörg hver ansi harðorð, frá fólki sem hélt að fyrirtækið væri ein- hvern veginn tengt landinu. Ég skrifaði öllum til baka og útskýrði að nafn fyrirtækisins tengdist ekki hvalveiðiþjóðinni á neinn hátt, auk þess sem Iceland væri sjálft á móti hvalveiðum,“ segir Walker og bætir við að þau rök gangi vart í þetta skiptið. Umhverfismál ofarlega á baugi Aðspurður hvort hvalveiðar Ís- lendinga hafi haft áhrif á sölu hjá Iceland segir Walker engin slík áhrif merkjanleg enn sem komið sé. Hann er hins vegar viss um að nei- kvæðra áhrifa muni gæta, ekki síst þar sem umhverfismál séu ofarlega á baugi hjá Bretum um þessar mundir. „Á síðustu árum hefur orð- ið mikil vitundarvakning hjá al- menningi vegna umhverfismála, hvort sem það er útblástur gróð- urhúsaloftegunda eða hvað annað sem viðkemur náttúrunni.“ Walker telur ekki að málið muni fjara út með tímanum og segir breskan al- menning ekki hlusta á rök íslenskra stjórnvalda um sjálfbærar hvalveið- ar. Baugur Group sendi í miðri viku frá sér yfirlýsingu þar sem fyrir- tækið lýsir andstöðu sinni við hval- veiðar Íslendinga. Er það m.a. gert vegna hótana þrýstihópa um að hætta að versla við fyrirtæki í ís- lenskri eigu. Walker segir Baug munu öðlast mikla viðskiptavild hjá Bretum með yfirlýsingunni en óvíst sé hvort hún dugi ein og sér. Bréf til forsætisráðherra Hundruð bréfa hafa borist Ice- land á undanförnum mánuðum og þar segjast margir viðskiptavinir ekki ætla að versla við keðjuna aft- ur. Sjálfur segist Walker ætla að rita bréf til Geirs H. Haarde for- sætisráðherra þar sem hann muni skýra stöðu fyrirtækisins. Hlusta ekki á rök stjórnvalda Forstjóri Iceland fær hundruð mót- mælabréfa vegna hvalveiða Íslendinga Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Hvalveiðar Malcolm Walker varar við afleiðingum hvalveiða. HAPPDRÆTTI Háskóla Íslands telur að deila um staðsetningu og rekstur spilasalar í Mjódd sé komin í réttan farveg eftir fund borgarstjóra og fyrirsvarsmanna happdrættisins í gær. Á fundinum kom fram að fyr- irhugað væri að ræða við Háspennu ehf., sem rekur spilasali, og kanna hvort finna mætti lausn á málinu en að öðrum kosti hefðu borgaryfirvöld til athugunar að breyta gildandi skipulagi fyrir Mjódd. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá HHÍ. Í tilkynningunni er bent á að borgaryfirvöld hafi það í hendi sér hvar starfsemi eins og rekstur spilasala fari fram, eins og komi fram í yfirlýsingu borgarstjóra frá því fyrr í vikunni. Löglegur rekstur „Það er því vert að benda á að samkvæmt gildandi skipulagi borg- aryfirvalda um Mjódd er leyfilegt að reka spilasal þar. Sá fyrirhugaði rekstur spilasalar sem fyrirtækið Háspenna ehf. hefur í hyggju að reka þar er því löglegur og í sam- ræmi við gildandi skipulagsákvarð- anir borgaryfirvalda og hefur hlotið öll tilskilin leyfi frá borgaryfirvöld- um til rekstrarins. Í þessu ljósi kem- ur á óvart að borgaryfirvöld séu óánægð með staðsetningu þessa fyr- irhugaða reksturs. Þá vekur það undrun að borgaryfirvöld hafa beint spjótum sínum í fjölmiðlum að Happdrætti Háskóla Íslands sem í einu og öllu hefur farið að lögum og hefur gætt þess að happdrættisvél- arnar séu ekki á öðrum stöðum en samrýmist löglegum skipulags- ákvörðunum borgaryfirvalda á hverjum tíma,“ segir síðan í tilkynn- ingunni frá HHÍ. Þá segir að á fundinum með borg- arstjóra hafi komið fram að ræða eigi við forsvarsmenn Háspennu og athuga hvort finna megi lausn. „Að öðrum kosti hefðu borgaryfirvöld það til athugunar að breyta gildandi skipulagi fyrir Mjódd. Að þessu at- huguðu telur Happdrætti Háskóla Íslands að málið sé komið í réttan farveg og vonast til að á því finnist lausn sem sátt verður um.“ Deilan um spilasal í Mjódd komin í réttan farveg Í HNOTSKURN » Borgarstjóri og forsvars-menn Happdrættis Há- skóla Íslands hafa deilt um rekstur spilasalar í Mjódd þar sem áður var áfengisútsala. » Ágóði af rekstri happ-drættisins og spilasala rennur til starfsemi Háskóla Íslands. LÖGREGLUSTJÓRINN á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, fékk í gær í hendur merktan lögreglubíl sem hann mun aka á þegar hann er í embættiserindum. Bíll- inn er af gerðinni Subaru Legacy, en þetta er liður í að auka sýnilega löggæslu. Á næstunni verður merktum bílum lögreglunnar fjölgað, í samræmi við stefnu um að auka sýnileika lögreglunnar. Um er að ræða minni fólksbíla sem verða með lágmarksbúnaði. Lögreglu- menn sem eru að sinna löggæsluerindum verða fram- vegis meira á merktum bílum en ómerktum. Morgunblaðið/Júlíus Merktur bíll fyrir lögreglustjórann VEGAGERÐIN íhugar nú hvort ekki eigi að setja rækilegri merking- ar við Kjalveg þar sem varað er við því að vegurinn sé ófær. Tilefnið er ferðalag erlendra ferðamanna á smájeppa sem ætluðu einbíla yfir Kjöl á miðvikudagsmorgun. Festu þeir bílinn norðan Bláfellsháls en gátu látið lögreglu vita. Vegagerðin segir að ekki eigi að fara framhjá vegfarendum skilti við þjónustumiðstöðina við Gullfoss þar sem sagt sé á ensku og íslensku að Kjalvegur sé ófær. Vandinn snúist e.t.v. um það að fyrsti spottinn inn að Sandá sé orðinn það góður að fólki þyki ótrúlegt að slíkur vegur sé í framhaldinu ófær þegar það aki framhjá skiltinu. Fólk aki áfram í góðri trú um að aðstæður muni ekki versna eins og raunin sé. Það sé því umhugsunarefni hvort merkja eigi Kjalveg innar. Meiri merk- ingar við Kjalveg?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.