Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar KristjánHaraldsson fæddist á Akureyri 16. maí 1931. Hann lést á Landakots- spítala 20. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Dagmar Sig- urjónsdóttir, f. 14.9. 1902, d. 4.4. 1953, og Haraldur Guðna- son, f. 19.7. 1894, d. 2.6. 1961. Bræður hans eru Ragnar V. Haraldsson, f. 19.1. 1929, og Kristinn E. Haraldsson, f. 7.5. 1942. Eiginkona Gunnars er Val- gerður Nikólína Sveinsdóttir, f. 1.6. 1935. Foreldrar hennar voru Sveinn Nikódemusson, f. 30.9. 1908, d. 4.9. 1990, og Pálmey H. Haraldsdóttir, f. 14.10. 1909, d. 21.12. 1994. Börn Gunnars og Val- gerðar eru: 1) Dagmar J. Gunn- arsdóttir, f. 7.9. 1954. Börn henn- ar eru: A) Valgerður Dagmars, f. 1973, í sambúð með Hróðmari Inga, f. 1970, sonur þeirra er Markús Ingi Hróðmarsson, f. 2003. B) Raggý Dagmars, f. 1984. 2) Haraldur S. Gunnarsson, f. 14.4. 1959, kvæntur Lilju E. Garð- arsdóttur, f. 11.8. 1958. Börn þeirra eru Gunnar Kristján Har- aldsson, f. 1981, í sambúð með var húsvörður, en rétt fyrir 1950 festu foreldrar hans kaup á Hafn- arstræti 18. Þar bjó Gunnar næstu tvo áratugina, með stuttu hléi meðan á endurbyggingu hússins stóð eftir bruna. 1970 fluttist Gunnar með fjölskyldu sinni í Möðruvallastræti 2 og bjó þar uns hann fluttist á höfuðborg- arsvæðið árið 1987. Þar bjó hann á nokkrum stöðum en var til heimilis í Rauðagerði 51 er hann lést. Gunnar byrjaði ungur að vinna og vann margs konar verkamanna- og vertíðarstörf fyrstu árin. Á sjötta áratugnum hóf hann smábátaútgerð, lét smíða fyrir sig bátinn Harald og í kjölfarið fylgdu fleiri, s.s. Brúni EA71, sem getið er í bókinni Ís- lensk skip og bátar. Aflann seldi hann í fiskbúð, sem hann rak með öðrum, og á söluferðum um nær- liggjandi sveitir. Gunnar starfaði jafnframt um nokkurra ára skeið sem sótari og hlaut af því við- urnefni sem fylgdi honum til ævi- loka og líklega þekkja hann flest- ir sem Gunna sót. Eftir að Gunnar hætti útgerð um miðjan sjöunda áratuginn sneri hann sér að við- skiptum, var einn af fyrstu bíla- sölum Akureyrar, stundaði bíla- innflutning frá útlöndum og setti ásamt öðrum á stofn billjarðstofu sem þeir ráku til fjölda ára. Eftir að Gunnar fluttist suður vann hann ýmis störf og lagði jafn- framt stund á viðskipti fram á síð- asta dag. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ragnheiði B. Magn- úsdóttur, f. 1985, og Íris D. Haraldsdóttir, f. 1991. 3) Ragnar Kr. Gunnarsson, f. 11.4. 1963, í sambúð með Guðbjörgu H. Jakobsdóttur, f. 2.1. 1965. Börn þeirra eru: A) Elva B. Ragn- arsdóttir, f. 1980, í sambúð með Guð- mundi F. Jóhanns- syni, f. 1979. Börn þeirra eru Tristan E. Elvuson, f. 2000, og Lúkas E. Elvuson, f. 2005. B) Jón- ína Rún Ragnarsdóttir, f. 1991. C) Finnur Mar Ragnarsson, f. 1994. 4) Hildigerður M. Gunnarsdóttir, f. 29.3. 1969, í sambúð með Jónu Ólafsdóttur, f. 15.9. 1956. Börn þeirra eru Aðalsteinn A. Sig- urpálsson, f. 1992, Signý J. Tryggvadóttir, f. 1987, Erla Tryggvadóttir, f. 1979, og Ólafur Tryggvason, f. 1973. 5) Gunnar B. Gunnarsson, f. 2.10. 1976, í sam- búð með Ingu V. Heimisdóttur, f. 23.8. 1981. Börn þeirra eru Heim- ir Ö. Johnson, f. 1999, og óskírð Gunnarsdóttir, f. 2006. Gunnar ólst upp í Innbænum á Akureyri og bjó m.a. í Samkomu- húsinu, þar sem foreldrar hans voru umsjónarmenn, og Gamla barnaskólanum, þar sem afi hans Elsku pabbi minn, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þín verður sárt saknað og eftir er stórt skarð í hjarta mínu. Þú barðist kröftuglega við krabbameinið og allt til síðasta dags reyndir þú að hafa betur. Þegar ég hugsa til baka verður mér hugsað til allra góðu stundanna á æskuheimili mínu á Möðruvallastræti á Akureyri. Þú varst hrókur alls fagnaðar og mikið var rætt um viðskipti á heim- ilinu sem og mikill gestagangur þeim tengdur. Ég á margar góðar minningar um þig, elsku pabbi. Þú varst góður, traustur, lást ekki á þínu og stóðst með þínum. Skemmtilegast var á mínum yngri árum að fá að fara með þér og mömmu í viðskiptaferðir til Reykjavíkur og þá sérstaklega að fara í Sædýrasafnið, sem var eins- konar verðlaun fyrir langa og stranga vinnudaga í höfuðborginni. Ég smitaðist snemma af bílaáhuga þínum og það þótti nú saga til næsta bæjar þegar þú gafst mér bíl, ári áð- ur en ég fékk bílpróf. Þú varst karl í krapinu og stóðst vel undir nafninu Sót. Þú kenndir mér snemma að vinnan göfgar manninn og vinnu- semi er dyggð. Frá því ég eignaðist Steina minn voruð þið mamma ómet- anlegur stuðningur. Þið voruð ávallt innan handar og hafið reynst bæði mér og Steina vel. Hvað sem upp kom þá voruð þið mamma sem klett- ar mér við hlið. Á seinni árum er minnisstæð Spánarferð sem við Jóna fórum með ykkur mömmu fyrir tveimur árum. Þú varst harðákveð- inn í að þessi ferð ætti að vera sem best í alla staði og þetta reyndist síð- an síðasta ferðin sem fórum í saman, pabbi minn. Til marks um dugnað og seiglu þína er bústaðurinn í Gríms- nesi. Harðákveðinn varstu að bú- staðurinn yrði byggður áður en þú yfirgæfir þennan heim. Þar varstu fremstur í flokki með hamarinn og naglann. Þrátt fyrir veikindin í sum- ar eyddir þú öllum stundum í bú- staðnum til þess að klára verkið. Með seiglu og elju tókst þér að klára ætlunarverkið. Bústaðurinn var ætl- aður fjölskyldunni þinni til þess að hún gæti átt þar góðir stundir næstu árin og þín verður minnst hverja stund í bústaðnum. Ég dáðist að þér og mömmu í veik- indunum. Þið stóðuð þétt hvort við annað og sýnduð mikinn styrk. Þú ætlaðir þó að hafa betur. Ég reyndi hvað ég gat að vera þér styrkur, heimsótti þig á hverjum degi og hve- nær sem ég gat, til þess að geta átt aðeins fleiri stundir með þér. Ég get huggað mig við hversu sáttur þú varst rétt áður en yfir lauk. Þú fórst sáttur eftir langt og erfitt stríð við krabbameinið. Ég á eftir að sakna þín sárt, pabbi minn. Við elskum þig. Hildigerður og Jóna. Elsku pabbi minn. Minningarnar hafa hlaðist upp frá mínum yngri ár- um, þetta eru allt ljúfar og góðar minningar. Efst eru mér í huga allar veiðiferðirnar sem við fórum í saman, þú kenndir mér ýmsar veiðiaðferðir sem ég gleymi ekki. Þær voru ekki allar hefðbundnar en hvað um það við komum aldrei fisklausir heim. Ofar- lega er mér í huga Grímsnesið þar sem við áttum svo margar góðar stundir saman, bæði í gamla bústaðn- um og svo þeim nýja sem þú byggðir í veikindunum á síðustu níu mánuðun- um af dugnaði, hörku og með hjálp vina. Eg veit að þú verður ekki langt undan þegar við dveljum þar næsta sumar. Þú varst sótari Akureyrarbæjar frá 1947 og sinntir því starfi af fag- mennsku til fjölda ára, þar festist við þig sótaranafnið sem fjölskyldan hef- ur svo borið með stolti síðan. Þú varst bílasali af hjartans lyst og einn fyrsti bílasali Akureyrar með notaða bíla. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér og eru til ótal skemmtilegar sögur af þér í þessu starfi sem þú gegndir í tugi ára og allt fram á síðasta dag. Ég man svo vel eftir því þegar við kom- um við á bílasölum og þú spurðir sölumennina sposkur á svip hvort þetta væri bílasala fyrir byrjendur. Það var stór stund þrettánda des- ember þegar við Inga komum með sex daga gamla stelpuna okkar á sjúkrahúsið þar sem þú lást. Ég veit að þú varst búinn að bíða lengi eftir þessari stund með litlu stelpunni. Við eigum eftir að segja henni margar sögur af afa sínum, honum Gunna sót. Það er svo margt sem hefur rifj- ast upp fyrir mér þegar ég skrifa þessa grein, þú varst svo mikill félagi minn, ég hafði svo mikinn félagsskap af þér. Ég hefði viljað hafa árin fleiri. Elsku pabbi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég minnist þín ætíð og bið Guð að blessa þig. Hvíl þú í Guðs friði. Kveðja frá Ingu Valdísi, Heimi Erni og óskírðri Gunnarsdótt- ur. Gunnar Björn Gunnarsson. Elsku afi sót. Þú barðist við krabbamein en það hafði betur. Þú vildir klára svo margt og þér tókst það vel. Enginn vissi hvaðan þessi gífurlegi kraftur kom og viljastyrkur. Fjölskyldan stóð við bakið á þér alla þessa leið. Í gegnum lífið lést þú ekki neinn vaða yfir þig og gerðir allt sjálfur, því þú hafðir styrkinn. Ég veit þér þótti vænt um alla fjölskylduna og barst hlýjan hug til allra. Þú varst karl í krapinu, sjómaður og sótari. Sterkur og góður. Nú ertu farinn og margt er und- arlegra en áður fyrr. Ég vildi óska mér fleiri stunda með þér en þetta er eitt sem enginn fær breytt. Ég veit þú elskaðir ömmu af öllu hjarta og þú varst henni góður. Þú varst mitt uppáhald, sérstak- lega í æsku. Þú ólst mig upp að miklu leyti og þú beiðst lengi eftir að ég yrði sautján, fengi bílpróf og bíl. Þú kenndir mér margt og fræddir mig um mikið, sérstaklega bíla. Ég elska þig. Þinn Aðalsteinn (Gussi). Hvað er að frétta af stóru stelp- unni? spurði Gunni mömmu og Hildu gjarnan. Þótt ég þyki frekar há í loft- inu átti hann þó ekki við hæðina held- ur var hann að aðgreina okkur syst- urnar. Er ekki allt gott að frétta af litlu stelpunni spurði hann sposkur þegar hann átti við yngri systurina. Það var einmitt gott skopskyn sem einkenndi Gunna og allt fram til síð- asta dags var stutt í hláturinn. Þótt kynni okkar systranna af Gunna hafi ekki verið löng þá eru þau eftirminnileg. Hann tók strax vel á móti okkur í fjölskyldunni og fylgdist vel með námi og starfi okkar systra sem okkur þótti mjög vænt um. Við eigum eftir að sakna Gunna og við vottum Valgerði okkar dýpstu samúð. Einnig sendum við Harrý, Ragga, Dagmari, Hildu, Gunna, mök- um og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Erla og Signý Jóna. Elsku afi og langafi, nú ert þú far- inn frá okkur og þín verður sárt sakn- að um ókomin ár. Eftir standa ótelj- andi góðar minningar sem við eigum um þig. Þú varst sterkur maður og athafnagleðin skein af þér allt fram á síðustu stundu. Þú hafðir sterkar skoðanir, mikinn persónuleika og kímnigáfa þín gleymist aldrei. Ég hef aldrei getað verið í mikilli fjarlægð frá þér og ömmu því þar fann ég þann styrk og hlýju sem ég gat ekki verið án. Margar af mínum bestu minning- um sem barn eru frá Möðruvalla- stræti á Akureyri þar sem ég vildi helst vera öllum stundum hjá þér og ömmu. Eftir að þið fluttuð til Reykja- víkur kom ég til ykkar á sumrin og að endingu flutti ég til ykkar í Garða- bæinn árið 1993. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég hef átt með þér og þann tíma sem Markús Ingi sonur minn átti með þér síðustu þrjú ár frá því hann fæddist. Þar mættust tvær ákveðnar persón- ur þú og Markús Ingi, honum fannst alltaf gott að koma til afa því þar beið alltaf eitthvað óvænt, nýjar vísur og eitthvert góðgæti sem afi átti sér- staklega handa honum. Aldrei var Gunnar Kristján Haraldsson ✝ Júníus Guðna-son fæddist í Árnessýslu 13. júní 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 28. des- ember síðastliðinn. Júnus bjó á Selfossi fyrstu tólf árin en flutti þaðan að Busthúsum í Mið- neshreppi ásamt foreldrum sínum og systkinum. For- eldrar Júníusar voru þau Guðni Ágúst Guð- jónsson, f. í Bakkakoti á Rang- árvöllum 19. ágúst 1915, d. 19. júlí 1992, og Sesselja Júníusdóttir, f. á Rútsstöðum í Gaulverjabæj- arhreppi í Árnessýslu 29. apríl 1917, d. 14. maí 1978. Systkini Geir, f. 9. júlí 1963, kvæntur And- reu Karlsdóttur, f. 4. febrúar 1964, dætur þeirra eru Agnes Ósk, f. 25. maí 1983, og Regína, f. 24. september 1987. 2) Sigurjón, f. 23. september 1964, d. 1. janúar 1997, sonur hans er Stefán Henn- ing, f. 23. febrúar 1989. 3) Tryggvi Rúnar, f. 5. október 1969, kona hans er Sigrún Lína Ingólfsdóttir, f. 3. janúar 1973, dætur þeirra eru Sandra Dögg, f. 29. júní 1993, og Sigríður Eva, f. 1. mars 1999. 4) Anna María, f. 22. desember 1974, gift Ronald W. Raymer, f. 30. september 1981, sonur hennar er Einar Maríus Möller, f. 11. september 1992. Júníus vann lengst af hjá Sand- gerðisbæ eða í 43 ár. Einnig gegndi hann störfum hjá slökkvi- liði Sandgerðisbæjar. Útför Júníusar verður gerð frá safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Júníusar eru 12, 1) Hallfríður, f. 1936, d. 1995, 2) Guðbjörn Páll, f. 1938, d. 1940, 3) Guðbjörg Svala, f. 1940, 4) Gísli, f. 1942, 5) Hafdís, f. 1944, 6) Bragi, f. 1946, d. 2002, 7) Birgir, f. 1947, 8) Bára, f. 1947, 9) Sig- urjóna, f. 1949, d. 1964, 10) Gerður, f. 1951, 11) Guð- mundur Ingi, f. 1953 og 12) Jóhann, f. 1956. Árið 1961 kynntist Júníus eft- irlifandi eiginkonu sinni Regínu Ragnarsdóttur, f. 24. maí 1945, og gengu þau í hjónaband 10. ágúst 1963. Júníus og Regína eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Ragnar Ég var á brautinni þegar Tryggvi hringdi í mig og spurði hvort langt væri í mig, sagðist svo tala við mig þegar ég kæmi heim. Ég skynjaði að eitthvað væri að. Hinar hræðilegu fréttir voru þær að Baddi tengda- pabbi væri dáinn. Nú eru aðeins 10 ár liðin síðan Siggi mágur dó á svo svipuðum tíma að allt rifjast upp fyrir okkur, hve áramótin voru erfið hjá okkur í lang- an tíma. Baddi var alveg einstakur maður og held ég að allir sem hann þekktu geti tekið undir það hve hjálpsamur og góður maður hann var, eða eins og Erling sagði við mig (öllum líkaði við hann, ef einhverjum líkaði ekki við hann, þá þekktu þau hann ekki). Alltaf var stutt í brosið, eins voru sögurnar fastir liðir og hló hann oft svo mikið sjálfur á meðan hann sagði frá að allir aðrir smituð- ust af hlátri hans. Fjölskyldan skipaði stóran sess í lífi hans og vildi hann allt fyrir alla gera, enda var hann maður sem virt- ist geta allt, svo handlaginn var hann. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Elsku Baddi, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar á liðnum árum, betri tengdapabba og afa fyrir dætur mínar hefði ég ekki getað átt. Þín tengdadóttir Sigrún Lína. Það kom mér mjög á óvart er ég fékk fregnir af andláti Júníusar Guðnasonar. Góður vinur og félagi til margra ára er fallinn frá svo óvænt. Þegar ég hitti hann og Regínu konu hans á Þorláksmessu var hann léttur í bragði og ákveðinn í að ná sér vel eftir erfiða aðgerð sem hann gekkst nýlega undir. Nú sem fyrr sannast það að enginn ræður örlögum sínum. Við kynntumst fyrir rúmum fjörutíu árum og áttum á lífsleiðinni gott og náið samstarf, m.a. í slökkviliðinu í Sandgerði um langa hríð. Samstarf okkar þar hófst árið 1970 og ég minnist góðra stunda á þessum vett- vangi þegar við, ásamt öllum hinum strákunum í slökkviliðinu ákváðum að byggja upp öflugar brunavarnir í Sandgerði. Með samstilltu átaki, mikilli sjálfboðavinnu og góðum skilningi sveitarstjórnarinnar náð- um við verulegum árangri. Þar var Júníus fremstur meðal jafningja og aldrei vafðist fyrir honum og strák- unum að leysa hin margvíslegu vandamál sem upp komu. Árið 1976 sáum við árangurinn af þessu starfi, en þá vorum við komnir með tvo nýja slökkvibíla, nýja slökkvistöð og nýtt útkallskerfi. Þá ríkti ánægja og gleði og hafa góðar brunavarnir í Sand- gerði æ síðan byggt á þessu sam- stillta átaki. En lífið er ekki bara ánægja og gleði, sorgin knýr dyra þegar minnst varir. Fyrir réttum tíu árum misstu þau Júníus og Regína son sinn Sigurjón, sem svo óvænt féll frá. Ótímabært fráfall hans hefur sett mark sitt á þau hjónin og alla Júníus Guðnason Elsku afi, ég sakna þín. Mér líð- ur illa af því þú ert dáinn. Afi, þú varst besti afi í heimi, þú varst alltaf góður við mig. Við sátum oft og horfðum á skrípó saman. Ég elska þig afi minn, þín Sigríður Eva. Elsku afi, nú ertu farinn af þessari jörð og kominn á góðan stað, þar sem þú færð að hvíl- ast. Þín á eftir að verða sárt saknað. Við eigum minningar um þig, elsku afi, minningar sem eru góðar og munum við varðveita þær á góðum stað og halda minninguni um þig lif- andi til komandi kynslóðar. Við elskum þig Júníus afi, þínar að eilífu. Agnes og Regína. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.