Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 31 að fá erlendan sérfræðing til að stýra þessari endurskoðun en einnig munu starfsmenn LSH koma að henni. Mun þetta að mati framkvæmdastjóranna verða nyt- samt hjálpartæki við að jafna álag og mönnun milli einstakra starfs- eininga. Þá verður sérstök áhersla lögð á aukna dreifstýringu á spítalan- um í ár, þ.e. að dreifa rekstrar- legri ábyrgð meira á einstakar deildir og sérgreinar innan spít- alans. Er þetta m.a. gert til að flétta betur saman faglega og rekstrarlega ábyrgð yfirlækna og hjúkrunardeildarstjóra. Grund- völlur fyrir þessu er skilgreining sérgreina en slík vinna hefur verið í gangi í nokkurn tíma að frum- kvæði læknaráðs LSH. Þá þarf að mennta stjórnendur til verksins og auðvelda aðgengi að öllum nauðsynlegum upplýsingum, s.s. starfsemi- og fjárhagsupplýsing- um. Í það sem kallað er „vöruhús gagna“ verður því safnað gögnum úr ýmsum upplýsingakerfum og þær gerðar stjórnendum að- gengilegar til margvíslegrar greiningar og úrvinnslu. Að sögn Jóhannesar á dreifstýring- in að vera komin vel á veg í lok ársins en þetta hafi verið mark- mið spítalans allt frá samein- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 og krafa fagfólks sem þar starfar. Milljarður til að rétta rekstrarhallann Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH, segir ýmsar skýringar á því að sjúkrahúsið fór fram úr fjárlög- um á síðasta ári en samkvæmt áætlaðri rekstrarniðurstöðu ársins er rekstrarhallinn um 250 milljónir eða 0,8%. „Aðalskýr- ingin er almenn þensla í þjóð- félaginu sem hefur ekkert síður komið við okkur en aðra og einn- ig gengi íslensku krónunnar sem hefur verið í ójafnvægi og leitt til mikilla hækkana á rekstrarvörum og ýmsu öðru,“ segir Anna Lilja. „Síðasta ár kemur út með litlum rekstrar- halla því tekið var tillit til okkar skýringa á hallanum í fjárauka- lögum,“ segir Anna Lilja en sjúkrahúsið fékk rúman milljarð á fjáraukalögum til að rétta sinn hlut. Þenslan hefur m.a. haft þau áhrif að mjög erfitt hefur reynst að ráða fólk í ákveðnar stöður á sjúkrahúsinu, t.d. vant- ar enn hjúkrunarfræðinga í um 100 stöðugildi, að sögn Önnu Stefánsdóttur. Þá vantar ófag- lært starfsfólk, s.s. aðstoðarfólk á deildum til að létta álagi af hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum. „Síðasta ár er það versta sem ég man eftir,“ segir Anna Stefánsdóttir um skort á hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum. „Það er mjög mikil samkeppni um þetta fagfólk og ófaglært fólk er nær ómögulegt að fá í þessu þensluástandi.“ Hefur spítalinn þurft að kaupa vinnu hjá starfsmanna- leigum sem hafa hjúkrunar- fræðinga á sínum snærum og er kostnaður við slíka aðkeypta vinnu rúmar 100 milljónir á síð- asta ári. Fjárheimildir LSH á síðasta ári námu um 31,2 milljörðum króna á verðlagi ársins 2007. Sjúkrahúsið hefur fjárheimildir upp á 31,1 milljarð á þessu ári. endurskoðunar g- og göngudeilda framhaldið  Unnið að aukinni dreifstýringu innan spítalans Morgunblaðið/ÞÖK Umbætur Skoða á alla verkferla við innlagningu og útskrift sjúklinga á LSH – og allt sem gerist þar á milli. nustu iðj- kstr- kstr- ir á fram ár- tn- að ir elm- s r eru r á á . omur kra mit- árs miðað an. r tíma- % sa- og voru í- ra- 05 4 og þjón- SH m enn vitj- íma- er Morgunblaðið/ÞÖK Örtröð Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH fjölgar með hverju árinu. SAMKVÆMT rekstraráætlun verða á þessu ári lagðar 280 millj- ónir króna aukalega í svokölluð S-merkt lyf á Landspítalanum en það eru sjúkrahúslyf sem eru gefin í tengslum við sjúkrahús. Á síðasta ári gerði rekstraráætlun spítalans ráð fyrir að kostnaður við S-merkt lyf yrði 1,7 milljarðar króna á verð- lagi ársins 2007 en samkvæmt áætl- uðum rekstrarniðurstöðum ársins mun kostnaður við lyfin nema rúm- um 1,9 milljörðum króna. Á þessu ári er áætlað að kostnaður vegna þessara lyfja verði tæpir tveir millj- arðar, eða 16,5% meiri en sem nem- ur verðlagsuppfærslu fjárlaga sem er 3,0%. Framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga LSH, Anna Lilja Gunn- arsdóttir, segist hins vegar eiga von á að kostnaðaraukningin verði enn meiri. Tekist hafi að halda nokkuð aftur af kostnaðaraukningunni, en hún sé hins vegar langt umfram verð- lagsþróun. Mikill þrýstingur er úr ýmsum áttum á að taka ný lyf inn á lyfjaskrá spítalans. „Skýringin er sú að þarna koma nýjungar í lyfjum inn á mark- aðinn,“ segir Jóhannes M. Gunn- arsson lækningaforstjóri um kostn- aðarþróunina. „Það er hins vegar stökkbreyting núna. Við áttum von á þessari holskeflu. Núna er hún orðin að veruleika.“ Skýrist það af miklum fjölda nýrra tegunda lyfja sem eru að ryðja sér til rúms á markaðnum, t.d. öflugra krabbameinslyfja og lyfja við ýmsum ónæmissjúkdóm- um. „Lyfin eru hrikalega dýr,“ seg- ir Jóhannes en bendir á að mörg þeirra auki verulega lífsgæði sjúk- linga og sum geti jafnvel læknað al- varlega sjúkdóma. „Það bíða núna lyf til afgreiðslu sem munu valda 350 milljón króna kostnaðarauka til viðbótar við okkar áætlanir,“ segir Jóhannes. Kostnaður við þessi lyf gæti því auðveldlega aukist vel yfir 600 milljónir króna milli ára yrðu þessi lyf tekin á lyfjaskrá. Á LSH er farið eftir ákveðnum reglum varðandi samþykkt nýrra lyfja enda margar spurningar sem vakna, m.a. siðferðilegar. „Það er reynt að finna jafnvægi milli fag- legra og fjárhagslegra sjón- armiða,“ segir Jóhannes. Lyf sem LSH samþykkir eru lyf sem reynsla er komin á í nágrannalöndunum. Á meðan ákveðin fyrirtæki hafa einkaleyfi á framleiðslu nýrra lyfja, mega önnur fyrirtæki ekki fram- leiða samheitalyf sem geta lækkað lyfjakostnaðinn verulega. Holskefla nýrra og dýrra lyfja Morgunblaðið/Sverrir STARF fulltrúa sjúklinga verður endurvakið á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi (LSH) á þessu ári. Gegndi Ingibjörg Pálmadótt- ir, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, slíku starfi fyrir nokkr- um misserum en staðan var aðeins tímabundin. Starfið gafst mjög vel en var lagt niður þegar sjúkrahúsið gekk í gegnum nið- urskurð í rekstri árið 2004. Fulltrúi sjúklinga verður hluta- starf og væntanlega auglýst til umsóknar. Hlutverk hans verður m.a. að koma á framfæri sjón- armiðum sjúklinga við stjórn- endur og aðra starfsmenn spít- alans. Fulltrúi sjúk- linga á LSH nnar og ess horf- ð nýrna- gríð- um festa yf- essu öllu. agi og ég a degi ög vel. u eftir jö vikum g sem kjur gera Mér fannst það nánast eins og happ- drættisvinningur að fara í gegnum þetta. Það vakti mig. Ég reyni að horfa á lífið jákvæðum augum og taka því sem að höndum ber á já- kvæðan hátt. Maður getur dregið af þessu góðan lærdóm. Eftir að ég tók þá afstöðu að líta þetta jákvæð- um augum gjörbreyttist lífið. Hvort sem þetta verður langt eða stutt tek ég þessu með ró og ætla mér að njóta þess.“ Góður árangur Á LSH eru eingöngu gerðar ígræðslur á nýrum frá lifandi gjöf- um en nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum fara fram á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn. Ígræðslurnar á LSH eru sam- starfsverkefni nýrnalækninga og þvagfæraskurðlækninga. Forysta þess er í höndum Eiríks Jónssonar. yfirlæknis þvagfæraskurðlækn- inga, Runólfs Pálssonar, yfirlæknis nýrnalækninga, og Jóhanns Jóns- sonar ígræðsluskurðlæknis sem starfar við Fairfax-sjúkrahúsið í Virginia í Bandaríkjunum. Árangur ígræðslnanna hefur verið góður. Eitt nýra varð óstarf- hæft skömmu eftir ígræðslu en aðr- ir nýrnagræðlingar hafa fram til þessa starfað vel. Nýrnagjöfunum hefur undantekningarlaust farnast vel og engir alvarlegir fylgikvillar komið upp. Á þessu ári hafa verið gerðar sex nýrnaígræðslur á Íslendingum á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og ein á Ríkisspítalanum í Ósló. Ár- ið 2005 voru alls 14 ígræðslur gerð- ar á Íslendingum og fimmtán á síð- asta ári. Síðustu árin áður en nýrnaígræðslur hófust á LSH voru að meðaltali gerðar fimm ígræðslur á ári. Alls hafa nú verið grædd 165 nýru í 149 íslenska sjúklinga. Í grein sem læknarnir Runólfur og Eiríkur skrifa í nýjasta hefti Starfsemisupplýsinga LSH kemur fram að óhætt sé að segja að það hafi reynst heillaspor að hefja nýrnaígræðslur á spítalanum. Mestur ávinningur af starfinu sé fyrir einstaklinga með nýrnabilun á lokastigi því með ígræðslu megi ná meiri lífsgæðum en með skil- unarmeðferð. Þá sé hún einnig fjár- hagslega hagkvæmari. Á vef Félags nýrnasjúkra, nyra- .is, má finna margskonar upplýs- ingar um nýrnasjúkdóma og bar- áttumál félagsins. um til ýra Morgunblaðið/Ómar Nýtt líf Hildur Pétursdóttir fór í sína aðra nýrnaígræðslu á Landspítal- anum í fyrra. Hún segir mikilvægt að framkvæma aðgerðir hér heima. pítalanum frá árinu 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.