Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FIMM eru ákærðir fyrir þátt sinn í smygltilrauninni, þó ekki sá eða þeir sem útveguðu fíkniefnin, þar sem ekki náðist til þeirra. Við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær neituðu kona og karlmaður, sem vita um hverja er að ræða, að greina frá nöfnum þeirra og sögðust óttast hefndaraðgerðir. Kvaðst konan óttast um líf sitt. Styrkur kókaínsins sem lagt var hald á í málinu var gríðarlegur, um 93% af hreinu kókaínklóríði. Sú sem er ákærð fyrir þyngstu sakirnar, 33 ára gömul kona, sagði í gær að vegna skuldar sem fyrrver- andi sambýlismaður hennar hefði stofnað til við fíkniefnasala hefði hún verið beitt alvarlegum hótunum um að henni og börnum hennar tveimur, 2 og 8 ára, yrði unninn skaði, ef hún ekki útvegaði burðardýr til að sækja fíkniefni til Spánar. Hún kvaðst einn- ig ítrekað hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu þessara aðila, í hana hefði verið sparkað, hún lamin og henni hent til og frá. Hún hefði neitað að gerast sjálf burðardýr en ekki séð annan kost en að fallast á að útvega annan í sinn stað. Eftir að hún hefði verið handtekin og sett í gæsluvarðhald, sem varir enn, hefði verið brotist inn í íbúð hennar á 2. hæð í fjölbýlishúsi og íbúðinni „rústað“. Þetta hefðu verið skilaboð um að hún væri hvergi óhult. Fram kom hjá konunni að hún hóf fíkniefnaneyslu 25 ára gömul í kjölfar þess að hún hóf sambúð með manni sem var fíkill og höndlaði með fíkni- efni. Fram að því hafði líf hennar ver- ið á réttri leið og hafði hún m.a. lokið tveimur árum í viðskiptafræði. Eftir að sambýlismaður hennar svipti sig lífi fyrir rúmlega 1½ ári, meðan hann sat í fangelsi á Litla-Hrauni, sagðist hún hafa verið edrú um tíma en síðan fallið á nýjan leik. Sagði lögreglu ekki frá ofbeldi Ríkissaksóknari telur þátt kon- unnar í afbrotinu alvarlegastan og taldi Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari að hæfileg refsing væri 4–5 ára fangelsisvist. Sigríður Elsa benti m.a. á það í ræðu sinni að konan hefði ekki greint frá því að hafa verið beitt ofbeldi þegar hún var yfirheyrð af lögreglu og að ekki lægi fyrir að sú hefði verið raunin. Hún hefði tekið þátt í að leggja á ráðin um smyglið, átt marga fundi þar sem skipulagið var rætt og útvegað hluta farareyris. Hæfileg refsing annarra í málinu væri 3–4 ár. Allir sakborningar sæta ákæru fyr- ir stórfellt fíkniefnabrot, framið í ágóðaskyni. Vinur konunnar, og einn ákærðra, greindi frá því að hann hefði rætt við kunningja sinn um að útvega burð- ardýr, en honum hafði hann kynnst þegar þeir unnu við dyravörslu á skemmtistaðnum Dillon. Sá hafði samband við 18 ára stúlku, fíkniefna- neytanda, sem féllst á að taka að sér að flytja inn fíkniefnin að hans beiðni og gegn því að fá greiddar 500.000 krónur. Úr varð að þau fóru saman til Benidorm á Spáni og þar hittu þau fimmta manninn sem ákærður er í málinu. Afhenti hann þeim tösku sem innihélt fíkniefnin en þeim hafði verið komið fyrir í fóðri töskunnar. Það gekk raunar brösuglega að koma þessum fundi á og var sá sem fór utan með burðardýrinu í sambandi við konuna, sem sökuð er um alvarleg- ustu brotin, með SMS-skeytum og í gegnum MSN-spjallrásina, til að fá leiðbeiningar en konan kvaðst hafa fengið þær hjá aðila sem hún nafn- greindi ekki. Fram kom að maðurinn sem af- henti töskuna á Benidorm hafði farið til Spánar í júní í sama tilgangi en sú tilraun misheppnaðist þar sem hann fór á mis við þann sem átti að taka við töskunni með fíkniefnunum. Fyrir dómi kvaðst hann hafa tekið verkið að sér vegna ótta við fíkniefnasala sem hann skuldaði 70.000 krónur. Sömu aðilar hefðu áður tekið hann fyrir vegna skuldar, barið hann, pyntað og brennt. Því hefði honum verið nauð- ugur einn kostur að fara utan og sagðist hann reyndar hafa þurft að greiða fyrir báðar utanferðirnar sjálf- ur, um 300.000–400.000 krónur. Fíkniefnin fundust síðan við tollleit á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst og að sögn tollvarðar var það rifinn saumur í fóðri töskunnar sem vakti grun- semdir um að eitthvað væri at- hugavert. Jón Egilsson hdl., verjandi kon- unnar, sagði að hún væri klárlega að- eins milliliður, hennar eina verk hefði verið að hafa milligöngu um að út- vega burðardýr og hún hefði í þokka- bót verið þvinguð til þátttöku í mál- inu. Þeir sem það hefðu gert vissu að hún, forfallinn fíkniefnaneytandi, myndi aldrei leita á náðir lögreglu. Hann benti m.a. á að konan hefði hvergi komið nærri málinu fyrr en í júlí en sýnt hefði verið fram á að fíkniefnin hefðu verið keypt og komin í töskuna í byrjun júní, þegar fyrri smygltilraunin var gerð. Hún væri ekki efst í valdapýramídanum, heldur neðst, „fíkill sem skipti engu máli“, og eina umbun hennar væri að hætt yrði að beita hana ofbeldi. Krafðist hann sýknu eða vægustu refsingar sem lög leyfa. Rifinn saumur í tösku kom upp um smygl á 2 kílóum af rótsterku kókaíni Rifinn saumur í tösku sem 18 ára gömul stúlka kom með til landsins frá Spáni varð til þess að upp komst um tilraun til smygls á 2 kg af kókaíni. Morgunblaðið/Þorkell Ákærð Fimm manns sæta ákæru fyrir þátt sinn í innflutningi á tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Við aðal- meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram að styrkleiki er óvenjumikill eða um 93%. ÚR VERINU FJARÐANET hefur hannað nýtt botntroll sem er um margt bylting- arkennt og er að stofni til allt öðruvísi en þau botntroll sem hafa verið á markaðnum fram að þessu. Unnið hefur verið að þróun trollsins á annað ár þar sem gerðar hafa verið tilraunir með trollið í tilraunatanki, eins hefur það verið skoðað með neðansjávar- myndavél við raunverulegar aðstæð- ur á hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Trollið kom mjög vel út í prófunum og hefur verið í notkun af íslenskum skipum síðan í vor. Í notkun í tveimur skipum Að sögn Hermanns Guðmundsson- ar markaðsstjóra Fjarðanets vildu menn fara rólega af stað og hefur trollið verið í notkun á tveimur skip- um fram að þessu. Það er skemmst frá því að segja að reynslan hefur ver- ið góð og skipstjórnendur hafa gefið því mjög góða einkunn. Hermann segir það mat manna að þeir fiski meira í þetta nýja troll en hefðbundið troll af svipaðari stærð, einnig er það léttara í drætti, sem er mikilvægt þegar olíuverð er jafnhátt og það er í dag. Trollið hefur vakið áhuga út- gerða og skipstjórnarmanna og í dag liggja fyrir fleiri pantanir sem af- greiddar verða á næstunni. „Það sem er spennandi í þessu ferli og í raun einstakt er notkun neðan- sjávarmyndavélar Hafrannsókna- stofnunar. Trollið var hannað, prófað í tilraunatanki og síðan myndað í fullri stærð við raunverulegar að- stæður og skipstjórar sem kaupa trollið fá með því afhentan disk með vídeómynd af trollinu við raunveru- legar aðstæður í sjónum. Þetta sýnir hvað nýja neðansjávarmyndavélin hjá Hafrannsóknarstofnun er mikil- væg fyrir þróun og hönnun á veið- arfærum. Fjarðanet telur mikilvægt að unnið sé að nýjungum og leggur áherslu á þróun nýrra og betri veið- arfæra í samvinnu við Hampiðjuna og Hafrannsóknastofnun,“ segir Her- mann. Hermann segir að hugmyndin að trollinu hafi orðið til þegar hann var að vinna við hönnun á kolmunna- skilju. Hann hafi verið nota svokallað þvernet og þurft að sníða það á annan máta en gert hefur verið fram að þessu og í ljós hafi komið við prófanir í tanki að þetta kom mjög vel út, mun betur en hann hefði ímyndað sér. „Það kemur í ljós að með því að hafa T 90 net þversum þarf mun minna net í trollið og um leið verður gegnum- streymið mun meira og að sama skapi minni mótstaða. Það má segja að hér sé ný hugsun á ferðinni, þetta hefur ekki verið gert áður mér vitanlega, hvorki hér á landi né erlendis að nota þvernet í allt trollið,“ segir Hermann og bætir við: „Við fórum fyrst í til- raunatankinn í Hirthals í Danmörku og gerðum prufur þar, þær prufur komu svo vel út að við ákváðum að setja upp troll í fullri stærð og fara með trollið í rannsóknartúr á haf- rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni út af Vestfjörðum. Þar var virkni þess mynduð í bak og fyrir með nýrri neð- ansjávarmyndavél Hafró. Þar voru staðfestir allir þeir jákvæðu eiginleik- ar sem ég taldi að trollið hefði, ekki síst hin einstaka netáferð.“ Hemmer T 90 skal það heita En hvað skyldi nú hið nýja troll Fjarðanets heita? Guðmundur Gunn- arsson í Hampiðjunni datt niður á nafnið eftir að hann átti leið um Smáralind og sá þar sýningu á Hum- mer-jeppanum. Þar með var nafnið komið; Hemmer T 90, sem má segja að hafi tvöfalda skírskotun. Annars vegar vísar nafnið til guðföðurins, Hermanns Hrafns, og hins vegar til þess krafts og byltingarkenndu eig- inleika sem trollið býr yfir. Hægt er að fá frekari upplýsingar um starf- semi Fjarðanets á heimasíðunni www.fjardanet.is. Nýtt troll frá Fjarðaneti Veiðarfæri Minna net þarf í trollið og um leið verður mótstaða minni. JÓN Kjartansson SU er með mestar heimildir til kolmunnaveiða ís- lenzkra skipa á þessu ári. Alls er hann með 36.700 tonn. Fjögur skip eru með meira en 30.000 tonn og eru það Ingunn AK með 32.200 tonn, Bjartur NK með 31.900 tonn og Beit- ir NK með 31.100 tonn. Kvótinn í ár er 299.710 tonn. Á síð- asta ári mátti veiða 353.000 tonn, en 315.000 tonn veiddust. Heimilað hef- ur verið að flytja hluta þess magns yfir á þetta ár, eða 30.000 tonn sam- tals. Í veiðiheimildum skipanna fimm er tilfærslan komin inn. Þrír með 65% kvótans Samkvæmt úthlutun Fiskistofu og tilfærslunni er Síldarvinnslan með mestar heimildir, en þrjú skipa fé- lagsins eru samtals með 80.700, það eru Beitir, Bjartur og Guðmundir Ólafur. Þrjú skipa HB Granda eru með 70.100 tonn, en það eru Faxi, Ingunn og Sunnuberg. Loks eru tvö skip Eskju með 64.400 tonn, en það eru Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson. Samtals eru þessi þrjú fyrirtæki því með 215.200 tonn af leyfilegum heildarafla, sem á þessu ári verður samtals 330.000 tonn. eða 65% heildarinnar. SVN með mest af kolmunna Í HNOTSKURN » Fimm eru ákærðir fyrirsmygl á 1.980 grömmum af kókaíni sem fannst í far- angri burðardýrs á Keflavík- urflugvelli 9. ágúst sl. » Burðardýrið er 18 árastúlka og er hún sú yngsta sem sætir ákæru. » Elsti sakborningurinn er33 ára, tveggja barna móð- ir og er þáttur hennar alvar- legastur, að mati ríkis- saksóknara. » Einn hinna ákærðu í mál-inu fór tvívegis til Spánar en fyrri smygltilraunin mis- tókst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.