Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 28

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 28
athafnalíf 28 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Pétur Blöndal og Ragnhildi Sverrisdóttur pebl@mbl.is, rsv@mbl.is Gestir geta ekki komist inn ásvæði Fjarðaáls nemameð sérstöku leyfi. Í varð-hliði er tekið á móti þeim og þeim gert að klæða sig í skó með stáltá, skrýðast endurskinsvesti, setja upp öryggisgleraugu og skýrt er tekið fram að derið þurfi að snúa fram á hjálminum. Svo verða þeir að horfa á stutt myndband, þar sem hamrað er á nauðsyn þess að fara varlega á þessu risastóra iðnaðar- svæði. Inni á svæðinu er hámarkshraði ökutækja 40 kílómetrar á klukku- stund, en víðast hvar má ekki fara yfir 25 kílómetrana. En þótt umferð- in sé hæg er starfsemin á fullu. Ker- skálarnir eru að vísu ekki full- byggðir, en menn er farið að klæja í lófana að koma fyrstu kerjum í gagnið og gera það nú um helgina. „Þetta er eins og að koma til Tex- as, hérna er allt stórt,“ segir ein- hver. Það eru orð að sönnu. Allt er risavaxið. Hvor kerskáli er 1100 metrar að lengd. „Ef við erum í end- anum fjær og ákveðum að rölta í kaffi í mötuneytinu, þá er sá gangur hátt í 3 kílómetrar fram og til baka,“ segir einn starfsmaðurinn. Mötu- neytið er að vísu ekki tilbúið, svo núna röltir hann eftir kaffinu sínu í nálægan gám. Splunkunýir bílar mjakast um at- hafnasvæðið. Þeir eru margir og bílaumboð sjá sér hag í að opna bækistöðvar á Reyðarfirði. Þar eru líka Húsasmiðjan og BYKO. Guð má vita hvað þessi fyrirtæki hafa selt mikið af byggingarvörum í tengslum við álverið. Ekki bara vegna álvers- byggingarinnar sjálfrar, heldur allra íbúðarhúsanna sem spretta upp á Reyðarfirði. Þar er líka gamalt veit- ingahús að umbreytast í nýtískulegt kaffihús og litlar olíustöðvar rísa alls staðar. Olís er að klæða nýju bygg- inguna sína að utan. Með áli. Örar breytingar Reyðfirðingar eru ánægðir með uppganginn. „Það er samt ofboðs- legur hraði á öllu,“ segir einn og þótt hann lýsi ánægju sinni þá er ekki annað að skilja en að hraðinn sé full- mikill fyrir þann sem búið hefur í smábæ alla ævi. Smábærinn breytist hratt. Ný fjölbýlishús blasa við, raðhús og ein- býlishús eru í byggingu upp um alla hlíð. Reyðfirðingar eiga risastórt íþróttahús, fjölnotahús með gervi- grasvelli í fullri stærð. Líklega getur húsið gleypt alla Reyðfirðinga og samt haft nóg pláss fyrir aðra íbúa Fjarðabyggðar. Það er með íþróttahúsið eins og hraðann: Það er æskilegt og gott, en stundum full mikið af því góða. „Mér finnst það bara svo ljótt, það er svo stórt og áberandi hérna inni í bæn- um,“ segir annar. Samt er það bara eins og smáskúr ef miðað er við ál- verið sjálft utar í firðinum. „Já,“ samsinnir hinn, „en álverið sést ekki frá bænum.“ Innviðir bæjarins efldir Fjarðaál lagði 80 milljónir til byggingar íþróttahússins. Og ætlar að halda áfram að styðja við upp- byggingu alls konar starfsemi í bænum. Reyðarfjörður á ekki að vera eins konar verbúð eða starfs- mannabúðir fyrir álverið, heldur bær þar sem fólkið er ánægt með að búa. Ekki bara starfsmennirnir Þetta hefur verið mikið Rútuferðir Starfsmenn Bechtel bíða eftir áætlunarferð í álverið við vaktaskipti. Það eru einnig rútuferðir á allar vaktir Fjarðaáls frá Stöðvarfirði í gegnum Fáskrúðsfjörð, frá Egilsstöðum og frá Norðfirði í gegnum Eskifjörð. Almenn ánægja ríkir á Reyðarfirði með nýtt álver og mikil uppbygging á sér stað í bænum. Það er hugur í íbúunum, sem gefa lítið fyrir nýafstaðna atkvæða- greiðslu í Hafnarfirði; þeir eru komnir með sitt álver. 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.