Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 23

Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 23 MENNING Sjálfvirk hnakka- púðastilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaks- stuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur full- komins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Ármúla 44 108 Reykjavík Sími 553 2035 www.lifoglist.is THE INNOVATORS OF COMFORT ™ Réttu sætin fyrir heimabíóið Í TILEFNI Kópavogsdaga, sem hófust í gær, hefur verið sett upp sýning i Gerðarsafni á athygl- isverðum verkum í eigu safnins. Þar má sjá 20 steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem bjargað var úr kirkju í Düsseldorf, Mel- anchton-kapellunni, sem var rifin fyrr á þessu ári. Þessir gluggar þykja mikið meistaraverk og þekja marga veggi safnsins. Elín Pálmadóttir blaðakona var vinkona Gerðar og bjó með henni í París á árunum 1950-53. Hún er höfundur bókar um listakonuna sem heitir Gerð- ur, ævisaga myndhöggvara. Elín skrifaði um glugga- tímabilið svonefnda hjá Gerði, en steindir gluggar eftir Gerði prýða nokkrar kirkjur hér á landi, m.a. Skálholtsdómkirkju og Kópavogs- kirkju og sex kirkjur í Þýska- landi. „Eftir stríð var búið að eyði- leggja svo mikið í Ruhr-dalnum, kirkjur til dæmis og þar af leið- andi kirkjuglugga, og þá fóru menn að reyna að fá nýja glugga í kirkjurnar,“ segir Elín. Þá hafi Gerður verið komin í samband við Oidtmann-bræður, sem voru fremstir í Þýskalandi í gerð steindra glugga. Vann allar samkeppnir „Það var alltaf haldin sam- keppni um gerð kirkjuglugga og Gerður sigraði í öllum sam- keppnum í Þýskalandi sem hún tók þátt í.“ Gerður vann sam- keppni um gerð glugganna í Skál- holtskirkju og vann þá svo í sam- starfi við Oidtmann-bræður. Gerður lærði gerð steindra glugga í Frakklandi. Hún keypti bóndabæ í Frakklandi og innrétt- aði þar hlöður til að vinna í, enda þurfti hún sjö metra háa veggi til gera á vinnuteikningar í raun- stærð af gluggunum. Gerður valdi lit í hvert einasta gler, fylgdist með því að sá rétti væri settur í og fylgdi gluggunum svo eftir á verkstæði Oidtmann í Linnich allt að lokastigi. Í bók Elínar um Gerði segir að gluggar Melancthon-kirkjunnar hafi myndað band eftir fjórum veggjum ofarlega. Tillaga Gerðar að þeim var samþykkt í febrúar 1966. Horst Dilke arkitekt teikn- aði kirkjuna og vann mikið með Gerði eftir gluggaverkefnið í Mel- anchton. Afkastamikill listamaður Elín segir Gerði hafa notað gamlar, sígildar aðferðir og lítil gler. „Þetta er sett saman fyrst með tágum á milli og blýi, síðan er farið að steypa blýið. Með því að vinna gluggana með smásam- setningum þá taka þeir sveigju, þeir brotna ekki í óveðrum. Núna eru menn farnir að stytta sér leið og setja gler utan við gluggana til að hlífa þeim, en það gerði Gerður ekki, hún vann þá á gamla mát- ann.“ Gerður var 46 ára þegar hún lést, árið 1975 og listamannsferill hennar því stuttur. „Það er alveg með ólíkindum hvað hún kom miklu í verk,“ segir Elín. Verk eftir Gerði Helgadóttur sem ekki hafa verið sýnd áður á Íslandi Einstök verk einstakrar konu  Nokkrir hinn steindu glugga í Gerðarsafni og mynd af Gerði ungri.  Á myndinni vinstra megin sést Gerður með Oidtmann-bræðrum, Lu- dovikus og Fritz. Morgunblaðið/Brynjar Gauti TKTK tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs frá 2000 virðist einnig beinast að yngri nemendum og aðstandendum ef marka má hvernig spilarar kynntu efnisskrána. Hefði því vel mátt drepa á „afa fiðlufjölskyld- unnar“, því kontrabassinn var í forgrunni flestra verka, ólíkt því sem oftast gerist í kammertónlist. Fyrst var bráðskemmtileg díverterandi Toccata Olivers, frumsamin fyrir strengja- sveit 2005 en hér endurútsett og -bætt fyrir óbó, kl., fiðlu, víólu og kb. Ósamhverfir Balk- anrytmar báru uppi fjörmikinn leik í hæfi- legri andstöðu við íhugula innskotskafla og kveiktu spurningu um hvort dansskólar okk- ar ættu ekki að kenna þjóðdansa frá sömu slóðum. Afstrakt en líka tjáningarríkt tónmál ein- kenndi Dúó hins bandaríska Will Sydemans (f. 1928) fyrir klarínett/bassakl. og kb. Síðan kom yndislega síðrómantískt Dúó f. fiðlu og kb. eftir hinn kænugerzka Gliere (1875-1956). Hvorttveggja skartaði furðuliprum og fág- uðum flutningi jafnvel þótt bassinn þyrfti oft að príla lengst upp undir súð í Gliere. Loks var Kvintett Prokofjevs frá 1924 fyr- ir allan hópinn. Gríðarsnúið 6-þætt ball- ettverkið, að hluta í „prímítívískum“ anda Skýþasvítunnar, bar þrátt fyrir góða viðleitni með sér að þurfa meiri samæfingu, og kost- aði það eina stjörnu. Afinn furðulipri TÓNLIST Salurinn Verk eftir Oliver Kentish, Sydeman, Gliere og Prokofjev. Þórir Jóhannsson kontrabassi, Eydís Franzdóttir óbó, Rúnar Óskarsson klarínett, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Guðrún Þórarins víóla. Laugardaginn 14. apríl kl. 13. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.