Morgunblaðið - 06.06.2007, Page 4

Morgunblaðið - 06.06.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað fjóra pilta af ákæru fyrir kynferð- isbrot gegn 14 ára stúlku en piltarnir voru sakaðir um að hafa sameiginlega þröngvað stúlkunni, sumpart með ofbeldi, sumpart með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar- og vímuefnaneyslu, til kynferðismaka við þá alla, ýmist einn eða tvo í einu. Málið var kært í nóvember 2005. Fyrir dómi sögðust þrír piltanna hafa viðhaft einhvers konar kynferðislegar athafnir gagnvart stúlkunni eða hún gagnvart þeim, en þær athafnir hafi verið með henn- ar vilja. Í dómi segir að í málinu njóti ekki við annars en framburðar piltanna og stúlk- unnar um kynlífsathafnir en við skoðun á neyðarmóttöku hafi ekki verið að finna neina áverka á stúlkunni. Piltarnir sögðu stúlkuna ekki hafa andmælt kynlífsathöfn- um og haft frumkvæði að sumu. Í dómi segir að atburðirnir hafi haft mikil áhrif á stúlkuna og valdið henni gríð- arlegri vanlíðan. Dómurinn taldi framburð hennar reikulan en hins vegar voru pilt- arnir taldir stöðugir í framburði sínum um að þeir hefðu ekki þröngvað stúlkunni til samræðis eða notfært sér hana. Að mati dómsins jók á trúverðugleika framburðar þeirra, að sumir þeirra viðurkenndu fleiri kynlífsathafnir en stúlkan gerði grein fyr- ir. Dómgreind allra ungmennanna var tal- in stórlega skert og var talið að neysla þeirra hefði slævt siðferðisvitund þeirra og ýtt undir það hömluleysi sem virðist hafa ríkt í samkvæminu. að mati dómsins. Málið dæmdu héraðsdómararnir Ingv- eldur Einarsdóttir, Allan V. Magnússon og Sigríður Ingvarsdóttir. Sýknaðir af kæru um hópnauðgun Talið að víma hafi slævt siðferðisvitund allra LÖGREGLAN á Selfsossi hefur lokið rann- sókn á andláti karlmanns á sextugsaldri í Hveragerði í apríl sl. Niðurstaðan er sú að dauða mannsins megi rekja til innvortis blæðingar vegna mikillar áfengisneyslu og inntöku blóðþynningarlyfs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um miklar innvortis blæðingu að ræða og virðist áfengið og lyfið hafa stuðlað að henni, með tilheyrandi súrefnisskorti til hjartans. Þar að auki voru áverkar á nefi mannsins en ekki er hægt að fullyrða um hvernig þeir komu til. Ekki er talið að um átök hafi verið að ræða – fremur að mað- urinn hafi dottið á andlitið. Orsökin neysla áfengis og lyf ♦♦♦ MARGIR tugir háhyrninga ásamt nokkrum höfrungum settust að stóru síldarveisluborði í vikunni í nágrenni Surtseyjar og sýndu þar sína einstöku veiðihæfni með því að smala saman um þúsund tonna síldartorfu. Myndir af veiðiskapnum náðust úr flugvél í rannsóknarflugi yfir Vestmannaeyjar þar sem Arnþór Garðarsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, var í sjófuglakönnunarferð. Arnþór Garðarsson Háhyrningar smala síld og gjöra góða veislu GETNAÐARVARNARPILLUR eru lyf og líkt og öll önnur lyf fylgja þeim aukaverkanir. Ein þeirra er auknar líkur á blóðtappa. Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur alla þá sem taka lyf til að lesa vel fylgiseðla. Í viðtali við Fréttavef Morgun- blaðsins í gær sagði Sonja Björg Fransdóttir, 24 ára, að hún hefði fengið blóðtappa og drep í lungu eftir að hún hafði tekið getnaðar- varnarpilluna Yasmin í um eitt og hálft ár. Þetta gerðist í febrúar sl. og finnur hún enn fyrir afleiðing- um blóðtappans. Að sögn Sonju voru erfðafræðilegir þættir útilok- aðir og ljóst hafi þótt að pillan hefði valdið blóðtappanum. Tilvikið hefði greinilega ekki verið tilkynnt inn- an kerfisins með fullnægjandi hætti og hyggst hún því hafa sam- band við landlækni. Að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, er blóðtappi þekkt aukaverkun af inntöku getnaðarvarnarpillu. Það sé afar mikilvægt að fólk lesi fylgi- seðla með lyfjum, sérstaklega ef þau eru tekin inn mánuðum eða ár- um saman eins og oft á við um getnaðarvarnarpillur. Hefði átt að tilkynna Rannveig sagði einnig að hefði Yasmin valdið blóðtappa, eins og Sonja Björg segir, hefði læknir að sjálfsögðu átt að tilkynna Lyfja- stofnun um tilvikið. Engin slík til- kynning hefði borist. Aðspurð sagði Rannveig að sam- kvæmt upplýsingum í aukaverka- gagnagrunnum á Evrópska efna- hagssvæðinu benti ekkert til þess að tíðni aukaverkana vegna Yasm- in væri meiri en vegna annarra sambærilegra getnaðarvarnar- pillna. Á fylgiseðlinum með Yasmin kemur m.a. fram að notkun lyfsins, eins og annarra samsettra getnað- arvarnarpillna, auki hættu á blóð- tappa. Meðal sérstakra þátta sem auka enn áhættuna eru reykingar, yfirþyngd og saga um blóðtappa í fjölskyldunni. Í lyfjatexta Yasmin segir að far- aldursfræðilegar rannsóknir hafi leitt í ljós að tíðni blóðtappa hjá konum sem taka slíkar pillur er 20- 40 tilfelli á hvert 100.000 lífár (kvenár). Hjá þeim sem ekki nota pilluna er tíðnin 5-10. Jafnframt er lagt að læknum að skrá sjúkrasögu áður en pillunni er ávísað og vara við hugsanlegum aukaverkunum. Aukaverkanir af pillunni eins og öllum öðrum lyfjum Aukin hætta á blóðtappa er þekkt aukaverkun af getnaðarvarnarpillu Í HNOTSKURN » Í Morgunblaðinu í gær varsagt frá því, að tveir danskir læknar teldu að Yasm- in-pillur hefðu valdið blóð- tappa í tveimur stúlkum og dregið þær til dauða. » Engin tilkynning hefurborist Lyfjastofnun vegna aukaverkana hér á landi af völdum Yasmin og ekki eru upplýsingar um aukna tíðni aukaverkana erlendis. „MARKMIÐIÐ með greininni er að vekja lækna og aðrar heilbrigð- isstéttir til umhugsunar um það að þær eru ekki hlutlausar þegar kem- ur að eyðingu stúlkubarna á grund- velli kynjagreiningar snemma á fóst- urskeiði með aðstoð háþróaðrar tækni,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðs- son, prófessor í heimilislæknisfræði. Vísar hann þar til greinar sem hann ritaði í samvinnu við Linn Getz, trúnaðarlækni og dósent, og Önnu Luise Kirkengen, prófessor, og birt var í Læknablaðinu í gær. Að sögn Jóhanns geta vís- indamenn og lykilpersónur af ýms- um stéttum ekki borið því við að þeir séu bara hlutlaust fagfólk og beri þar með enga ábyrgð á því hvernig þekking þeirra er notuð eða misnot- uð. Bendir hann á að fækkun stúlku- barna miðað við sveinbörn í Austur- og Suður-Asíu, þá sérstaklega í Ind- landi og Kína, sé vaxandi vandamál, en talið er að fjöldi „horfinna“ stúlkubarna sé í síðasttöldu lönd- unum tveimur um 80 milljónir. „Við vitum að mikill áhugi og eft- irspurn er frá Indlandi og Kína eftir fullkomnum tækjabúnaði til kynja- greiningar,“ segir Jóhann og bendir á að sökum þessa séu miklir pen- ingar í spilinu. Segir hann vestræna lækna hafa farið til þessara landa til að kenna heimamönnum á búnaðinn. „Við viljum bara benda á að læknar verða að vera sér meðvitaðir um að tækni þeirra er misnotuð og notuð í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað.“ Ekki bara hlutlaust fagfólk Vilja að heilbrigðisstéttir séu sér meðvitaðar um siðferð- islega ábyrgð sína þegar kemur að eyðingu stúlkubarna Í HNOTSKURN »Áætlað er að alls hafi 80milljónum stúlkubarna verið eytt í móðurkviði í Ind- landi og Kína á síðustu árum. »Árið 1991 var hlutfalldrengja 114 á móti hverj- um 100 stúlkum á aldrinum 0-6 ára í Punjab-héraði í Ind- landi. Tíu árum síðar var hlut- fallið orðið 126:100. »Á næstu árum verða víða12-15% fleiri karlar en konur á giftingaraldri. Morgunblaðið/Jim Smart JÓN Anton Skúlason, fyrrv. póst- og síma- málastjóri, andaðist á Borgarspítalanum 4. júní sl. níræður að aldri. Jón fæddist 22. ágúst 1916 í Keflavík. Hann var sonur hjónanna Skúla Högnasonar og Guð- rúnar Jónsdóttur. Jón lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1937, prófi í rafmagns- verkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1943. Á árunum 1943-45 starfaði hann sem verkfræð- ingur í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. Árið 1945 hóf hann störf hjá Landssíma Íslands og starfaði þar þangað til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1986. Hann var verk- fræðingur hjá Landssímanum 1945- 56, yfirverkfræðingur 1956-63, for- stjóri símatæknideildar 1963-71 og póst- og símamálastjóri 1971- 86. Samhliða störfum sínum hjá Landsíma- num kenndi Jón við Loftskeytaskólann 1945-46 og 1947-48 og Menntaskólann í Reykjavík 1954-55. Jón sat í stjórn VFÍ 1952-54 og var formað- ur RVFÍ árið 1956. Hann var formaður stjórnar námssjóðs J.C. Möller 1974-89. Hann var virkur félagi í Frímúrarareglunni í áratugi. Jón var heiðursfélagi RVFÍ og margheiðrað- ur fyrir störf sín bæði hér- og erlend- is. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Inga Gröndal, fædd 28. ágúst 1925. Þau eignuðust þrjú börn og eru tvö þeirra enn á lífi. Jón átti fjögur barnabörn og tvö barnabarnabörn þegar hann lést. Andlát Jón Anton Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.