Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 27 FRÉTTASKÝRING Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is EFTIR sjö ár í embætti hefur stefna George W. Bush Bandaríkja- forseta í umhverfismálum tekið stakkaskiptum. Forsetinn kynnti í síðustu viku áætlun sem snýr að los- un gróðurhúsalofttegunda. Hann leggur til að þau fimmtán lönd sem mest menga fundi og móti „lang- tímaalheimsstefnu til að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda“ og að hver þjóð af þessum setji „mark- mið þjóðarinnar fyrir mitt samn- ingstímabilið og búi til áætlanir sem endurspegla orkuuppsprettur þjóð- anna og fyrirsjáanlega orkuþörf þeirra“. Forsetinn neitaði árið 2001 að fylgja ákvæðum Kyoto-sáttmálans, sem Bandaríkin eru þó aðili að. Sátt- málinn mun renna úr gildi árið 2012 og það liggur fyrir að iðnaðarríkin átta, G8, munu taka ákvörðun um framhaldið nú í vikunni, á fundi sín- um í Þýskalandi. Í hvers þágu? Tímasetning þessarar stefnu- breytingar Bush í umhverfismálum er því engin tilviljun. Forsetinn lýsti því yfir þegar hann kynnti hina nýju stefnu að Bandaríkjamenn væru nú orðnir leiðandi í umhverfismálum, og að aðrar þjóðir myndu fylgja þeirra fagra fordæmi. Yfirlýsingum Bush hefur þó verið tekið af mismiklum fögnuði, enda þykir sumum að þeim sé helst ætlað það hlutverk að koma í veg fyrir að Bush þurfi að samþykkja umhverf- isáætlanir á G8-ráðstefnunni, eða vinna í samræmi við stefnu Samein- uðu þjóðanna. Stefnan þykir aukin- heldur óljós, þar sem í henni er að engu getið hversu mikið eða hve hratt á að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Nýkjörinn Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy, er meðal gagnrýn- enda stefnunnar. Honum finnst áætlun Bush ekki nógu víðtæk, og að hún einblíni um of á tæknilegar lausnir, en Bush hefur meðal annars stutt stefnubreytingu sína með þeim rökum að nýlegar rannsóknir varpi öðru ljósi á málið og að nútíma- tækniframfarir bjóði upp á ný vopn í baráttunni við hlýnun jarðar. Sar- kozy telur að aðgerða sé þörf, ekki nægi að treysta á að tækniframfarir leysi vandann af sjálfu sér. Blair jákvæður, umhverf- isverndarsamtök tortryggin Stórvinur Bush, Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands var hins vegar kampakátur með yfirlýs- inguna. Hann sagði International Herald Tribune að með þessu við- urkenndu Bandaríkin að loftslags- mál væru raunverulegur vandi. Jafnframt sagði hann að það væri þakkarvert að Bandaríkin tækju þátt í baráttunni gegn gróðurhúsa- áhrifunum, því að án þátttöku Bandaríkjanna og Kína skiptu þær samþykktir sem aðrar þjóðir gerðu um málefnið litlu. Bandaríkin og Kína losa mest allra ríkja af gróð- urhúsalofttegundum. International Herald Tribune hef- ur eftir Toni Juniper, framkvæmda- stjóra umhverfisverndarsamtak- anna Friends of the Earth, að þessi yfirlýsing Bush sé „úthugsuð og vandlega skipulögð tilraun til þess að setja allar mögulegar samkomu- lagsviðræður í Þýskalandi um lofts- lagsmál í næstu viku út af sporinu. Hann er að reyna að koma í veg fyrir að okkur miði nokkuð, með því að kynna sitt eigið hliðstætt verkefni sem hefur mjög óljós markmið. Lík- urnar á því að hann muni komast að nokkurs konar niðurstöðu á næstu 18 mánuðum eru hverfandi. Í sem skemmstu máli, þá ættum við að líta á þetta útspil forsetans sem frest- unarbragð, svo að hann þurfi ekki að taka neina alvöru afstöðu til lofts- lagsmála áður en hann hverfur úr embætti“. Annie Petsonk, sem stýrir um- hverfisverndarsamtökunum Envi- ronmental Defence í Washington, segir Bush „hafna grundvallarmark- miðum rammasamnings Sameinuðu þjóðanna, þ.e. að ná stöðugleika í andrúmsloftinu sem getur komið í veg fyrir hættulegar loftslagsbreyt- ingar“. Hún bætir við: „Hann hefur hafnað þeim tillögum sem [Angela] Merkel og aðrir leiðtogar G8-þjóð- anna hafa lagt fram, tillögum sem eru í fullu samræmi við markmið um að ná stöðugleika í andrúmsloftinu.“ Bush var orðinn nokkuð einangr- aður í afstöðu sinni til umhverfis- mála, bæði meðal þjóðarleiðtoga og ráðamanna í heimalandi hans. All- nokkur ríki Bandaríkjanna hafa sett sér sína eigin umhverfisverndar- stefnu sem er heldur í óþökk Banda- ríkjastjórnar. Næstum allir þeir sem sækjast eftir því að verða forsetaefni í forsetakosningunum 2008 hafa við- urkennt að aðgerða sé þörf í lofts- lagsmálum. Vilji Bush því hverfa úr embætti með „réttar“ skoðanir verð- ur hann að bregðast við nú. Frómar hugsjónir eða undanbrögð? George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnir óvænt nýja um- hverfisstefnu, aðeins fáum dögum fyrir leiðtogafund G8 Í HNOTSKURN »Evrópusambandið hefurheitið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í að- ildarríkjum sínum 27 um 20% árið 2020 frá því sem var 1990. ESB lofaði að hækka þá tölu í 30% tækju Bandaríkin þátt í verkefninu. »Bandaríkjastjórn hefurítrekað hafnað aðild að sambærilegum samþykktum, og sagt að efnahagur lands- ins þoli þær ekki. »Kína kynnti í gær áætlunum minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda. Áætlunin er varkár, en er tekið með fögnuði í alþjóða- samfélaginu. „UMBÆTUR í Rússlandi, sem einu sinni virtust myndu efla vald almennra borgara, hafa farið út af sporinu og afleiðingarnar eru slæmar fyrir lýðræð- isþróunina,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Prag í gær, myndin var tekin við það tækifæri. Samfélög þróuðust mishratt en ákveðin lýðræðisgildi væru algild, sagði forsetinn. Bandaríkjaforseti kom við í Tékklandi á leið sinni á leiðtogafund G8-ríkjanna, átta helstu iðnvelda heims, í Þýskalandi sem hefst í dag. Bush fjallaði á blaðamannafundi um andúð Rússa á eldflaugavarnakerfi sem Bandaríkjamenn ætla að setja upp í Tékklandi og Póllandi. Bush segir að flaugunum verði beint gegn árásum „þrjótaríkja“ svonefndra, þ.e. Norður-Kóreu og Írans, ef þau geri árás en Valdímír Pútín Rússlandsforseti telur þeim beint gegn Rússum. Bush minnti á að kalda stríðinu væri lokið og Rússar væru alls ekki lengur óvinaþjóð Bandaríkjamanna. En vinsamleg samskipti við bæði Rússland og Kína væru flókin, miklu skipti að ræða deilur af hreinskilni. Bent hefur verið á að harðskeytt gagnrýni Pútíns á Vesturveldin að undanförnu hafi ef til vill að markmiði að afsaka hugsanlega stjórnarskrárbreytingu sem muni gera honum kleift að bjóða sig aftur fram til for- seta þegar kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Verði þá borið við að ekki sé rétt að skipta um forseta þegar mikil spenna ríki í samskiptum við Vesturveldin. Bush gagnrýnir Pútín Reuters Mikilvægt að ná verðbólgunni niður Spurður um til hvaða ráðstafana ný ríkisstjórn geti gripið í þeim til- gangi að létta róður Seðlabankans, leggur Davíð áherslu á að menn fari sér aðeins hægar við þær aðstæður sem nú eru uppi og tímasetningar skipti miklu máli, hvort sem um aukin útgjöld, aukna innspýtingu peninga, skattabreytingar eða þess háttar aðgerðir sé að ræða. „Í augnablikinu þurfum við að ná nið- ur þeirri pressu sem er í samfélag- inu og það er ekkert hægt að kom- ast hjá því að ef aðrir gera það ekki, þá verður Seðlabankinn að gera það, þó menn kvarti og kveini,“ seg- ir Davíð og heldur áfram. „Það er nú þannig að stór hluti landsmanna skuldar mjög mikið í verðtryggðum krónum og það er gríðarlegt atriði fyrir þetta fólk að verðbólgan fari ekki úr böndum og við höfum ekk- ert leyfi til þess að gera annað en að berjast gegn því,“ segir Davíð. „Þetta er okkar verkefni og við munum ekkert hvika frá því. Við ætlum ekki að hleypa verðbólgunni hérna af stað.“ Arnór Sighvatsson aðalhagfræð- ingur Seðlabankans tekur undir með Davíð og segir að Seðlabank- inn hafi lengi búið við háa verð- bólgu. Hann kveður það ákveðið vandamál sem áhrif hafi á trúverð- ugleika og það hvernig bankanum gengur að halda verðbólguvænting- um niðri, þar með talið virkni vaxta- tækisins. „Þetta þýðir það einfald- lega að bankinn þarf að kosta meiru til, til að öðlast þennan trúverðu- leika, fyrst og fremst með því að halda fast við sitt markmið. En það er því miður ekki það sem Samtök atvinnulífsins virðast vera á höttun- um eftir, heldur einmitt að við lát- um reka á reiðanum og leyfum verðbólgunni að gusast upp og ég er ansi hræddur um að ef við færum að þeirra óskum myndi bankinn glata trúverðugleika sínum mjög hratt.“ stjórnin er að segja, að vera mögulegt að lækka vexti á ný og komast úr þeirri sjálfheldu sem hann er nú í,“ segir Vilhjálmur og Davíð tekur að nokkru leyti í sama streng. „Þótt það sé fagnaðarefni að afgangur hafi verið af rekstri rík- issjóðs og menn hafi borgað niður erlend lán, sem er mjög gott hvað framtíðina varðar, þá er ekki annað hægt en að viðurkenna það að sá af- gangur hefur frekar myndast vegna gríðarlegra tekna ríkissjóðs, fremur en styrks aðhalds í ríkis- rekstrinum,“ segir Davíð. og Vil- rðir ríkis- erið mjög arleg eft- ðfélaginu r til þess essu sem á fast- g að þetta iðbrögð,“ ilhjálmur nin gefi ynd af því ármálum itarfélag- við halla- f að geta uga mynd ftirspurn, rðum rík- eðlabank- em ríkis- ði leitað til verðbólgunni Morgunblaðið/Ómar kans segir hina háu verðbólgu ákveðið vandamál sem áhrif hafi á trúverðugleika og ðri. Segir hann það þýða að bankinn þurfi einfaldlega að kosta meiru til. ilsson Í HNOTSKURN »Vilhjálmur Egilsson telurað aðgerðir Seðlabankans hafi skaðað atvinnulífið án þess að skila árangri á móti. »Davíð Oddsson bendir á aðhinir háu vextir séu eðli málsins samkvæmt notaðir í því augnamiði að þrýsta verð- bólgu niður á nýjan leik. »Seðlabankastjóri telur of-mælt að bankinn sé fastur í vítahring stýrivaxta, þvert á móti séu vaxtaákvarðanir bankans farnar að hafa áhrif og verðbólgan sé á niðurleið, þótt undirliggjandi verðbólga sé enn veruleg. »Vilhjálmur telur inngripríkisins með Íbúða- lánasjóði hafa verið leiðandi í því að skapa þann verðbólgu- þrýsting sem landinn búi við núna. »Hann kallar eftir því aðhin nýja ríkisstjórn gefi skýr skilaboð um Íbúðalána- sjóð og taki strax á málefnum hans, lækki lánshlutföll og lánsupphæðir. þeirri kert ekki, nn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.