Morgunblaðið - 06.06.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 06.06.2007, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Lagning 145 kV jarðstrengs (Nesjavalla- lína 2) frá Nesjavöllum að Geithálsi. Vegslóð vegna borunar kjarnaholu á Þeistareykjum, Aðaldælahreppi. Borun rannsóknarhola ÞG-4 og ÞG-5 á Þeistareykjum í Aðaldælahreppi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 9. júlí 2007. Skipulagsstofnun. BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um ný deiliskipulög og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breyting- um á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Kjalarnes, Sætún 1 Tillaga að deiliskipulagi fyrir landspilduna Sætún 1 á Kjalarnesi þar sem gert verður ráð fyrir að spildan skiptist í fjögur svæði. Tillagan gerir ráð fyrir að næst þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi, verði þrjátíu metra breið spilda, merkt A, sem myndi þjóna sem aðkoma að ein- stökum landspildum. Svæði merkt B og C gerir ráð fyrir tveimur lóðum eingöngu fyrir atvinnuhús- næði, svæði D og E gerir ráð fyrir tveimur lóðum fyrir íbúðarhús og útihús og á svæði F, sem nær frá íbúðarlóðum og niður að fjöru, er gert ráð fyrir að verði notað sem bithagi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hlíðarendi Tillagan felst í því að skipulagsreiturinn stækkar vegna breyttrar legu Hlíðarfótar og byggingarmagn á atvinnu- og íbúðarlóðum er aukið úr 50.000m² í 85.000m². Þar af eru 25.000m² á lóð LSH og 60.000m² á lóðum sem merktar eru A til F. Gert er ráð fyrir að á lóðum A til F skiptist byggingarmagnið nokkuð jafn milli atvinnuhúsnæðis (A, B og C) og íbúðarhúsnæðis (D, E og F). Atvinnuhúsnæði hefur verið raðað meðfram umferðargötum þannig að hljóðvist í íbúðarhúsnæði batnar. Gera skal ráð fyrir að tveir þriðju hlutar bílastæða séu í bílakjöllurum. Þá er gert ráð fyrir aðkomu að svæðinu frá Hlíðarfæti auk Flugvallarvegar eins og gert er ráð fyrir í gild- andi deiliskipulagi. Að öðru leyti gildir deiliskipulag lóðar Knattspyrnufélagsins Vals óbreytt að und- anskildu því að gert er ráð fyrir áhorfendastúku við norðausturhlið knatthúss. (Samhljóða augl. sem birtist vegna mistaka 2. maí sl. fellur úr gildi með birtingu þessari). Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Spöngin, við Fróðengi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina vegna byggingu þjónustuhúss og þjónustuíbúða. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á svæðinu verði ein lóð með tvíþættri uppbyggingu. Annars vegar þjón- ustuhús með aðkomu frá Spönginni, tvær hæðir og kjallari og hins vegar allt að hundrað og tólf þjónustuíbúðir fyrir aldraða, allt að fjórum hæðum, með aðkomu frá Fróðengi. Þjónustuhús er fyrir margvíslega almenna þjónustu sem og menning- artengda þjónustu fyrir íbúa í hverfinu. Reiknað er með að hluti af starfsemi í þjónustuhúsi verði í þágu íbúa þjónustuíbúða. Sérskilmálar eru útskýrðir á uppdrætti. (Samhljóða augl. sem birtist vegna mistaka 9. maí sl. fellur úr gildi með birtingu þessari). Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Fossháls 17-25/Dragháls 18-26 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hálsahverfi vegna lóðanna að Fosshálsi 17 – 25 og Dragháls 18 – 26. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að þak verði fjar- lægt af núverandi húsi og ofan á þakplötu verði reist tveggja hæða bygging með flötu þaki. Aftan við núverandi byggingu verði reist lagerbygging (skilgreind sem neðanjarðarbygging) sem nær að lóðamörkum við Dragháls og að aðliggjandi lóðum til austurs og vesturs. Ofan á þakflötum neðan- jarðarbyggingar og nýrri tveggja hæða byggingu verður komið fyrir bílastæðum með aðkomu frá Draghálsi og um rampa upp á efsta þak. Leyfðar verða útbyggingar, út fyrir byggingarreit, fyrir lyftu og stigahús á norðurhlið. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 6. júní 2007 til og með 18. júlí 2007. Einnig má sjá tillög- urnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga- semdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 18. júlí 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn- sendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. júní 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tilögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Hlíðarendi, Vatnsmýri Samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er óskað eftir að byggingarmagn á svæðinu sé aukið all nokkuð frá fyrri tillögum. Aukning íbúðarhús- næðis á svæðinu kallar á breytingu aðalskipulag- inu. Gert er ráð fyrir að mögulegt verði að byggja um 300 íbúðir á svæðinu í stað 170 íbúða áður. Allar íbúðirnar verða sem fyrr í fjölbýlishúsum. Endurskoðuð tillaga felur einnig í sér að íbúðarhús- næði er ekki lengur staðsett næst Hlíðarfæti, heldur innar á svæðinu sem skapar betri hljóðvist í vænt- anlegri íbúðarbyggð. Gerð er tillaga að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nær til 5. myndar í Greinargerð I: Fjöldi íbúða á þétting- arreit nr. 10a Vatnsmýri-Hlíðarendi er aukinn úr 170 íbúðum í 300 íbúðir. Spöngin við Fróðengi Gerð er tillaga að eftirfarandi breytingum á aðal- skipulagi Reykjavíkur. Miðsvæði í austurhluta Spangarinnar stækkar til suðurs að Borgarvegi, inná svæði sem áður var opið svæði til sérstakra nota. Mörk íbúðarsvæðis, við Fróðengi og Gullengi, og stofnanasvæðis Borgarholtsskóla, breytast til sam- ræmis við raunveruleg lóðamörk í dag. Tengistígur á mörkum íbúðarsvæðisins og stofnanasvæðisins færist til suðurs að lóðamörkunum, til samræmis við raunverulega legu stígsins í dag. Nýr þéttingar- reitur er skilgreindur í austurhluta Spangarinnar, þar sem gert er ráð fyrir allt að 150 nýjum íbúðum fyrir eldri borgara. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 6. júní 2007 til og með 18. júlí 2007. Einnig má sjá tillög- urnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga- semdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 18. júlí 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn- sendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. júní 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Innritun lýkur 11. júní www.fg.is Skoðið heimasíðuna! Félagsfræðabraut. Náttúrufræðibraut. Málabraut. Viðskipta- og hagfræðibraut. Fata- og textílhönnun. Myndlist. Tískubraut. Viðskiptabraut. Íþróttabraut. Almenn námsbraut. Starfsbraut 2. HG-hópur: Hópur – hraði – gæði. Hægt er að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Nemendur í HG-hóp eru undanþegnir skólagjöldum fyrsta skólaárið. Afreksíþróttasvið: Góð leið fyrir þá sem vilja leggja mikið á sig í námi og íþróttaþjálfun. Fjarnám: Ódýr og góð þjónusta. Góð aðstaða til náms! Fullkominn kennslubúnaður, s.s. öflugar tölvur, góð lesaðstaða, netkaffi o.fl. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8–15. Aðstoð við innritun. www.fg.is Skólameistari. Fundir/Mannfagnaðir GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Gigtarfélagsins. Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður í kvöld kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Ragnar Gunnar Þórhallsson kynna niðurstöður nefndar forsætis- ráðuneytisins um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendur- hæfingar sem nú eru mjög í umræðu. Ragnar Gunnar var fulltrúi Öryrkja- bandalagsins í nefndinni. Allir velkomnir. Gigtarfélag Íslands. Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.