Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 25
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 25 Sumarið er loks gengið ígarð eftir langan vetur,skólarnir eru búnir í bili og skemmtilegir tímar bíða ungs fólks. Þessu skeiði á milli skóla- ára fylgja gjarnan spennandi breytingar og áskoranir. Til dæmis má nefna sumarvinnu, nýja vini, ferðalög og vangaveltur um framtíðina, en því miður geta einnig rótleysi og tilhneiging til áhættuhegðunar stundum fylgt þessum tíma. Það hefur verndandi áhrif á ungt fólk að hafa eitthvað já- kvætt og uppbyggilegt fyrir stafni á sumr- in. Erlendar rannsóknir á hegðun ungs fólks sýna fram á að ungt fólk sem hefur skipulögð tæki- færi til að virkja áhugamál sín á sumrin er ólíklegra til að taka þátt í áhættuhegðun eða komast í kast við lögin. Virkja áhugamálin Eitt af hlutverkum foreldra og samfélagsins er að veita unga fólkinu tækifæri (og jafnframt að- hald) til að geta sinnt áhugamál- unum og þörfum sínum á ábyrgan og öruggan hátt. Best er að virkja áhugamálin sem fyrir eru, en annars má benda á íþrótta- iðkun, sjálfboðavinnu, útilegur, æskulýðsstörf og námskeið sem dæmi um mögulegar leiðir til af- þreyingar og uppbyggingar. Í hollráðunum þessa vikuna viljum við vekja athygli á nokkr- um styðjandi þáttum sem for- eldrar og samfélagið geta nýtt sér til að byggja upp sjálfsörugga og ábyrga unga einstaklinga:  Ræktum fjölskyldulífið og við- höldum góðum tengslum.  Bjóðum upp á heilbrigð og eft- irsóknarverð tækifæri til af- þreyingar.  Munum að tíminn okkar er besta gjöfin – ekki fjárhagsleg útgjöld.  Komum í kring skemmtilegum tækifærum til að gera eitthvað saman.  Skipuleggjum áform í samein- ingu til að kveikja áhuga hjá öllum í fjölskyldunni.  Verum góðar fyrirmyndir, bæði í orði og verki.  Kynnumst vinum og félögum barna okkar.  Setjum mörk og verum sam- kvæm sjálfum okkur. Það er gjöfult að skipuleggja í sameiningu hluti sem fjölskyldan getur gert saman. Einnig er já- kvætt að aðstoða fjölskyldu- meðlimi við að láta sín eigin áform rætast, jafnvel ef þau eru með öðrum utan fjölskyldunnar. Mikilvægast er að unga fólkið eigi sér uppbyggileg áhugamál og hafi eitthvað jákvætt fyrir stafni. Njótum þess að stuðla að ljúfum æskuminningum unga fólksins. Besta gjöfin frá foreldrum er tími Morgunblaðið/RAX Héðinn Svarfdal Björnsson og Rafn M. Jónsson, verkefnisstjórar á Lýðheilsustöð. Verum góðar fyrirmyndir, bæði í orði og verki flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Hugvísindadeild er bakhjarl náms í rússnesku við Háskóla Íslands Rússneska ÍS LE N SK A/ SI A. IS /H SK 3 79 51 0 6/ 07 Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir viðskiptaleg, menningarleg og pólitísk samskipti við Rússland og Austur-Evrópu. Atvinnumöguleikar fyrir fólk með menntun í rússnesku eru margvíslegir, t.d. störf tengd viðskiptum, störf í ferðaþjónustu, þýðingar, blaðamennska, störf í menningargeiranum og önnur fjölmiðlastörf. Rússneska er kennd til Ba-gráðu sem aðalgrein til 60 eininga (2 ár) og aukagrein til 30 eininga (1 ár) við Hugvísindadeild Hí. Möguleikar eru á námsdvöl í Rússlandi sem hluti af náminu. Rússneskunámið miðar að því að nemendur nái hratt og örugglega valdi á rússnesku máli. Þeir fá innsýn í rússneska málfræði og bókmenntir, sögu, menningu og listir. umsóknafrestur er til 15. júní Nánari upplýsingar á www.hug.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.