Morgunblaðið - 06.06.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 06.06.2007, Síða 29
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 29 ÞAÐ er af sem áður var þegar sól- dýrkendur báru á sig olíu til að bak- ast í sólinni og verða brúnir á sem skemmstum tíma. Í dag vita flestir betur enda geta geislar sólarinnar valdið húðkrabbameini, sem drepur þúsundir manna á ári hverju, ef húð- in er ekki varin. Til að setja öryggið á oddinn má segja að það sé eig- inlega aðeins til ein örugg leið til að fá brúnku á kroppinn og það er sól- arlaus brúnka, sem fá má til dæmis með brúnkukremum, geli eða froðu eða með brúnkumeðferð á snyrti- stofu. Það getur verið vandasamt að fá brúnkuna til að líta sem náttúru- legast út, en hér eru leiðbeiningar af vefmiðli NBC sem vert er að hafa í huga þegar hafist er handa við að gera kroppinn brúnan og sællegan.  Hreinsaðu dauðar húðflögur af öllum líkamanum með sturtugeli og grófum hanska svo að brúnku- kremið vinni á ferskri, nýrri húð. Þá verður brúnkan jafnari og endist betur.  Berðu brúnkukremið létt og laust á olnboga, hné, ökkla og hnúa. Að öðrum kosti verða þessi svæði dekkri en aðrir líkamspartar.  Þvoðu þér um hendurnar strax eftir að hafa borið brúnkukremið á líkamann ef þú hefur ekki notað latex-hanska því það er ekkert náttúrulegt við bronslitaða lófa og fingur. Til að láta brúnkuna líta eins raunverulega út og hægt er skaltu sleppa líkamspörtum sem ekki myndu verða brúnir í sólinni, svo sem innanverðum handleggjum.  Bíddu eins lengi og þú getur með að klæða þig eða fara í rúmið, jafnvel lengur en mælt er með á umbúðum kremsins, til að minnka hættuna á að brúnku- kremið nuddist af. Forðastu líka að svitna, fara í sturtu og sund í að minnsta kosti sex tíma eftir meðferð. Best er brúnkan án sólarinnar Morgunblaðið/ Jim Smart Úrval Sólarlaus brúnka fæst t.d. með brúnkukremum, geli eða froðu. DR. Jane Plant, prófessor í um- hverfisverkfræði við Imperial Col- lege í Lundúnum, mun fjalla um áhrif mataræðis á krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstum á námsstefnu sem Krabbameins- félagið Framför stendur fyrir í Há- skólabíói á morgun. Plant er víðfræg fyrir bækur sín- ar um mataræði til varnar brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameini, en með gjörbreyttu mataræði segist hún hafa læknað sjálfa sig af brjóstakrabbameini eftir að læknar voru búnir að gefa það út að frekari læknismeðferðir yrðu ekki reyndar. Á námsstefnunni mun svo Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í um- hverfissjálfbærni við Bristol-há- skóla í Bretlandi, sem einnig hefur reynslu af krabbameini, halda fyr- irlestur þar sem m.a. verða gefnar upplýsingar um mataruppskriftir og dr. Laufey Tryggvadóttir fjallar um tölfræði krabbameinanna og áform um nýjar rannsóknir. Nám- stefnan fer fram í sal 1 í Háskólabíói á morgun og hefst kl. 12.00. Að- gangur er ókeypis. Seinni fyrir- lestur Plant og Kristínar Völu fer svo fram í Odda, í stofu 101, og er ætlaður heilbrigðisstarfsfólki. Áhrif matar á blöðruháls- krabbamein ÞEGAR komið var inn úr rigning- unni í gærmorgun var ljúft að heyra farið með ylhýra vísu. Arn- þór Helgason lærði vísuna af Helga Gunnarssyni frá Grund í Jökuldal, en hver skyldi vera höfundur? Kaffið hitar ekki ögn innri mögn; það er aðeins ást á þér sem yljar mér. Davíð Hjálmar Haraldsson segir langt um liðið frá því hann gortaði af unninni dáð. Þótt í keppni varla vinni, víst má ennþá kallast fær: Upp á nef mér einu sinni átti frábært stökk í gær. Hallmundur Kristinsson svarar að bragði: Stökk á nef sér alveg ær argur sótaraftur. Ertu núna, kappinn kær, kominn niður aftur? Leifur Eiríksson varð hundrað ára á sunnudaginn var og í tilefni af því var gefin út fyrsta ljóðabók hans með kveðskap frá Hrafnistu. Þar er meðal annars þessi hring- henda: Ellin þrátt mig leggur lágt, leikur grátt á ýmsan hátt. Þó ósáttur segi fátt, því ýmsir áttu meira bágt. VÍSNAHORNIÐ Af kaffi, elli og stökki pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.