Morgunblaðið - 06.06.2007, Page 19

Morgunblaðið - 06.06.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐM VIKUDAGUR- 6. JÚNÍ 2007 19 MENNING TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og eiginkona hans, Cherie Bo- oth, eru nakin fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra í Downingstræti 10 í Lundúnum og hafa verið rekin þaðan með skömm, á kolateikningu sem sjá má á sumarsýningu Royal Academy-listaskólans. Myndin er fyrir miðju í þrískiptu verki í stíl altaristaflna (e. triptych) og er eftir Michael Sandle. Taflan er 4,5 metrar á breidd og 1,5 m á hæð og er því nokkuð áberandi á sýning- unni. Fyrirmynd Sandle er hið sí- gilda myndefni Biblíunnar, þegar Guð vísar Adam og Evu úr Edens- garði. Til hliðanna er annars vegar mynd sem sýnir grimmdarverk breskra hermanna í Írak og hins vegar lík Íraka í hrúgu. Innblástur sinn sótti Sandle í raunverulega at- burði, svo sem játningu breska her- mannsins Donalds Payne á því að hann hefði misþyrmt íröskum borg- urum. Verkið heitir Kór Payne und- irliðþjálfa, Corporal Payne’s Cho- rus. Ekki eru allir sáttir við verkið eins og gefur að skilja. Það hlaut samt sem áður Hugh Casson-teikniverð- launin á sýningunni. Rektor Royal Academy mun því að öllum líkindum minnast á verkið þegar haldið verð- ur árlegt kvöldverðarboð skólans, en það sækja jafnan breskir stjórn- málamenn og ráðherrar. Sumarsýning Royal Academy er sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum, en hver sem er getur sótt um að sýna á henni og er það dómnefnd- ar að velja verk. 150.000 gestir sóttu sýninguna í fyrra. Blair og frú nakin Úthýst Teikning Michael Sandle. EVRÓPSKU arkitektúrtímaritin Design from Scandinavia, Forum AID, Bauwelt, MD International Magazine of Design og Disenart hafa öll fjallað um íslenska sendi- herrabústaðinn í Berlín síðastliðinn vetur. Arkitektarnir Hjördís Sig- urgísladóttir og Dennis David hönnuðu bústaðinn. Í Design from Scandinavia segir að „stórkostlegt landslag Íslands megi sjá í formum og bygging- arefnum bústaðarins“, steypu, eik og svörtum steini (sem er þó ítalsk- ur, þar sem ekki fékkst leyfi til að nota íslenskt basalt í bústaðinn) og forveðruðu sinki. Náttúruform end- urspeglast í hönnuninni og bygg- ingarefni frá Íslandi voru notuð við gerð bústaðarins. Að auki eru öll húsgögn og húsbúnaður íslensk hönnun. Bústaðurinn er því íslensk- ur í gegn, svo að segja. Þau Hjördís og Dennis unnu opna samkeppni um hönnun bústaðarins árið 2003. Í MD International Magazine of Design segir að ólík hlutverk bú- staðarins, sem er í senn heimili og móttökustaður, séu samtvinnuð með snilldarlegum og einföldum hætti. Þótt þessir hlutar bygging- arinnar séu misstórir jafnist þeir út og tengist saman með hárri for- stofu eða sal með glerþaki. Form þessarar skiptingar minni á jökul- sprungu. Skoða má betur ljós- myndir af bústaðnum og fræðast um hönnun hans á www.arkhd.is. Vekur athygli Glæsilegur Bústaðurinn í Berlín. SEXTÁN söngvarar sem lokið hafa eins árs diplómanámi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn halda tón- leika á Domo í kvöld. Fram koma Páll Óskar, Selma Björnsdóttir, Friðrik Ómar, Matti Matt, Nana, Hjördís Geirsdóttir, Ólöf Valsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Heiða, Hulda Björk, Ágústa Ósk, Hildur Guðný, Eiríkur Hrafnsson, Þóra Jónsdóttir, Bjarney Ingibjörg og Helga Möller. Hljóðfæraleikarar eru Agnar Már Magnússon, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Valur Scheving og Róbert Þórhallsson. Tónlist Danskmenntaðir söngvarar á Domo Páll Óskar TVÆR myndlistarkonur opn- uðu sýningar í Listasafni ASÍ um helgina, þær Katrín Elv- arsdóttir og Hye Joung. Katrín sýnir ljósmyndir í Ásmund- arsal og Hye Joung innsetn- ingu í Gryfju. Í Arinstofu stendur yfir sýning á verkum Guðrúnar Gunnarsdóttur. Á sýningunni Af þessum heimi í Listasafni ASÍ sýnir Katrín nýjar ljósmyndir. Joung er suður-kóresk og lauk námi frá Listaháskóla Ís- lands árið 2005. Í innsetningu hennar eru um- merki um gjörning sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Sýningarnar standa til 24. júní. Myndlist Þrjár mynd- listarkonur í ASÍ Brot úr verki eftir Katrínu ÞRÍR KÓRAR, Kór Öldutúns- skóla, Karlakórinn Þrestir og Kammerkór Hafnarfjarðar, syngja í kvöld lög Friðriks Bjarnasonar tónskálds í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Tónleik- arnir bera yfirskriftina „Enn er oft í koti kátt! Lögin hans Friðriks“ og hefjast kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af hafn- firsku menningarhátíðinni Björtum dögum sem lýkur 10. júní. Karlakórinn Þrestir var stofnaður 1912 af Friðriki og er elsti samfellt starfandi kór landsins. Saga Þrasta er samofin sögu Hafnarfjarðar enda notið liðsinnis margra bæjarbúa. Tónleikar Syngja lög Friðriks Bjarnasonar Friðrik Bjarnason tónskáld TÍMI tónlistarhátíðanna er runninn upp, og útlit er fyrir að sumarið í ár verði ekki síður föngulegt hvað tónlistina áhrærir en fyrri sumur. Bjartir dagar eru í Hafnarfirði um þessar mundir, en um næstu helgi verður nútímatónlistarhátíðin frum haldin á Kjarvalsstöðum, Bjartar sumarnætur í Hveragerði, ÍsNord-hátíð í Borgarfirði og Menn- ingarhátíð á Seltjarnarnesi. Þá hefst líka árleg röð í Hallgrímskirkju, Sumarkvöld við orgelið. Frum flytur nýverk og 20. aldar klassík Tónlistarhátíðin frum hóf göngu sína síðastliðið sumar. Hátíðin er vettvangur samtímatónlistar í Reykjavík þar sem bæði eru flutt meistaraverk tuttugustu aldarinnar svo og verk eftir yngri kyn- slóð tónskálda. Í fyrra var hátíðin haldin í Iðnó, og var mjög vel tekið af tónlistarunnendum. Í ár verður frum á Kjarvalsstöðum og verða tónleikar föstudags- og laugardagskvöld kl. 20 og á sunnu- dag frá kl. 12-17. Þá verður flutt verkið For Philip Guston eftir Morton Feldman, en það er samið til flutnings á listasafni og ráð fyrir því gert að áheyrendur geti gengið um og skoðað. Listræn stjórn frums er í höndum kammerhópsins Adap- ters, og á föstudagskvöldinu frumflytur hópurinn hvorki fleiri né færri en sjö verk, þrjú íslensk og fjögur þýsk. Á laugardagskvöldinu verða leikin virtúósísk einleiksverk eftir eitt kunnasta tón- skáld Ítala á 20. öld, Franco Donatoni. frum 2007 verður haldin dagana 8. til 10. júní í Reykjavík. Næturbjart á ný í Hveragerði Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur verður endurvakin í Hveragerðiskirkju um helgina. List- rænir stjórnendur þar eru sem fyrr eru hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari, en þau skipa ásamt Peter Máté píanóleikara Tríó Reykjavíkur. Auk tríósins koma fram mezzósópransöngkonan Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anóleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari, en tvö þau síðastnefndu eru búsett í Hveragerði. Hátíðin verður sett á föstudagskvöld kl. 20 með Beetho- venveislu sem bragð er að, með Für Elise, Appas- sionata-sónötunni og Erkihertogatríóinu. Á laug- ardagskvöldinu verður alþýðleg og alþjóðleg tónlist í öndvegi er yfirskrift annarra tónleikanna, laugardaginn 9. júní kl. 17, þar sem efnisskráin er í senn alþýðleg og alþjóðleg og spannar allt frá ís- lenskum sönglögum til Sígaunans eftir Ravel. Á sunnudagskvöld verður svo sungið og leikið um lífið og ástina, meðal annars katalónska þjóðlagið Söngur fuglanna, spænskar rómönsur, Mef- istóvalsinn og píanókvintettinn – stóra ástarjátn- ingin hans Schumanns til eiginkonunnar, Klöru. Í lokin verða flutt tvö lög eftir tónskáld frá Hvera- gerði í hátíðarbúningi Atla Heimis Sveinssonar, en nöfn tónskáldanna verða ekki gerð opinber fyrr en í hátíðarlok. Norræn leikhústónlist í Borgarfirðinum IsNord-tónlistarhátíðin í Borgarfirði verður haldin í þriðja sinn um helgina, og verður leik- hústónlist í öndvegi í ár. Kl. 20.30 á föstudags- kvöld hefst hátíðin á tónleikum á Indriðastöðum í Skorradal með tónlist eftir Kjartan Ragnarsson. Laugardaginn kl. 16 verða tónleikar í Borgarnes- kirkju, þar sem Bergþór Pálsson, Guðrún Ingi- marsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir auk Trausta Jónssonar flytja íslenska og norska leikhústónlist og leiða áheyrendur um söguþráð leikrita sem ekki hafa verið sýnd lengi eins og t.d. Dansinn í Hruna og Piltur og stúlka. Sunnudaginn 10. júní kl. 16 verða tónleikar í sjálfri Grábrók í Norðurárdal. Þar verða flutt lög og leikatriði úr Skugga-Sveini og Fjalla-Eyvindi og er gestum bent á að gangan upp í gíginn tekur 10-15 mínútur og gott er að hafa með sér þykkt teppi til að tylla sér á. Í Hallgrímskirkju hefst orgelsumarið með leik Bo Grønbech frá Helsingør í Danmörku á stuttum tónleikum á hádegi á laugardag og lengri stón- leikum kl. 20 á sunnudagskvöld. Sex hátíðir um helgina Morgunblaðið/RAX Bjart Víkingur Heiðar, Peter, Guðrún Jóhanna, Guðný, Gunnar, Greta, Kristmundur og Atli Heimir. Morgunblaðið/Kristinn Adapter Kristjana Helgadóttir, Matthías Engler, Gunnhildur Einarsdóttir og Þórarinn Már Bald- ursson. KVARTETT fyrir endalok tímans, eitt áhrifamesta verk tónbók- menntanna, verður leikinn á tón- leikum í Víðistaðakirkju á listahátíð Hafnarfjarðar, Björtum dögum, kl. 22 í kvöld. Árið 1940 var tónskáldið, Olivier Messiaen, tekið til fanga af Þjóðverjum þar sem það gegndi her- þjónustu fyrir Frakka í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var færður til Stalag-fangabúðanna í Görlitz. Meðal þeirra stríðsfanga sem með honum voru í fangabúðunum voru fiðluleikari, klarínettuleikari og sellóleikari en sjálfur var hann org- el- og píanóleikari. Klarínettuleik- arinn og fiðluleikarinn höfðu fengið að halda hljóðfærum sínum en selló- leikaranum tókst að kaupa selló með hjálp samfanga sinna. Þjóðverjarnir útveguðu Messiaen píanógarm. Í fangabúðunum þar sem tíminn hætti næstum að vera til dróst Messiaen að andstæðunum tíma og eilífð og verkið er ein samfelld spurning um hlut þessara eiginda í tilvist manns- ins. Æ síðan hefur Kvartett um endalok tímans þótt eitt magnaðasta og stórbrotnasta verk tónbók- menntanna. Það er Camerarctica-hópurinn sem leikur, að þessu sinni skipaður Sigurði Halldórssyni sellóleikara, Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleik- ara, Erni Magnússyni píanóleikara og Ármanni Helgasyni klarínettu- leikara. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 22. Tíminn og eilífðin í Víðistaðakirkju Messiaen Þau spila Kvartett fyrir endalok tímans: Örn Magnússon, Hildi- gunnur Halldórsdóttir, Ármann Helgason og Sigurður Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.