Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Eitthvað hefur Kristján Möller,samgönguráðherra, staðið klaufalega að afsökunarbeiðni sinni til Einars Hermannssonar vegna ummæla, sem ráðherrann lét falla í hans garð í upp- hafi Grímseyjar- ferjumálsins.     Það getur kom-ið fyrir bæði ráðherra og aðra að fara rangt með.     Það getur komið fyrir stjórn-málamenn að láta þung orð falla í garð einstaklinga.     En yfirleitt fyrirgefst mönnumslíkt ef þeir koma hreint fram, leiðrétta ummæli sín og biðjast af- sökunar.     Ef marka má grein eftir Ragnar H.Hall, hæstaréttarlögmann, hér í Morgunblaðinu í gær virðist sam- gönguráðherra ekki hafa tekið frumkvæði um það af sinni hálfu að hreinsa borðið á milli sín og Einars Hermannssonar.     Í þess stað sýnist hann hafa efnt tilfundar með Einari eftir að hæsta- réttarlögmaðurinn hafði skrifað honum bréf fyrir hönd Einars.     Þetta er klaufalegt.    Svona hluti eiga menn að gerameð hreinum, skýrum og af- dráttarlausum hætti. Þá verða engin eftirmál.     Í þessu tilviki hefur borðið ekki ver-ið hreinsað.     Vonandi lærir samgönguráðherraaf þessum mistökum og stendur betur að slíkum málum í framtíðinni ef tilefni gefst til. STAKSTEINAR Kristján Möller Klaufaleg afsökunarbeiðni FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   !     " "##     " "  " "   " " "%     :  *$;< ##                                !          "#$ %  & '( )*  *! $$ ; *! &' (#)  #' #)  % ) * =2 =! =2 =! =2 &%)( "#+ "$ ,#-"  <>$ -         *  + ,  " "   -.    $   / /        /  "       $ 0   =7  %   ,    !     *   "      - )   $  /  1 '( )* ./ ##00 ")##1  #+ "$ 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2 3 43 3 25   2 2  2     525 2 2 2 25 2 2 25 2 3 3 3 3 3 3 3 3 3 35 35 3 3                   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hjörtur Júlíus Hjartarson | 26. sept. Eitt stig... Eitthvað virðist þetta eina stig sem okkur Þróttara vantar til að tryggja sætið í Úrvals- deildinni á næsta ári ætla standa í okkur. Tveir tapleikir í röð gegn Fjölni og ÍBV þýðir að við verðum að fara í lokaleikinn án þess að vera búnir að tryggja okkur. Engin óskastaða en úr því sem kom- ið er fögnum við úrvalsdeildarsætinu bara enn meira en við hefðum ella gert. Meira: hjossi9.blog.is Magga Ö | 26. september 2007 Álfar eru til Einhver rannsókn var birt á dögunum um að Íslendingar tryðu enn á álfa og líf fyrir hand- an. Ég er nú svo rugluð stundum að ég hef fulla trú á þessu, allavega þá er barnslega ævintýraþráin enn til staðar hjá mér... Lífið verður maður að krydda dálítið til að það sé skemmtilegt, það er allavega dáldið spúkí þegar sum lítil börn leika sér við verur sem maður sér ekki. Ekki ljúga börnin, ha? Meira: maggao.blog.is Bjarni Kjartansson | 26. september ...allt er flókið þegar kemur að Reykjavík Allar afsakanir eru fram dregnar til þess eins, að tefja og nánast að koma í veg fyrir framkvæmdir, sem eru mjög svo arðbærar. Ekki þarf að kunna mikið í reikningi, til að finna út, hve mikið daglegar tafir í umferðinni kosta þjóðabúið mikið, hvað þá ótímabær dauðsföll og örkuml... Meira: dullur.blog.is Sveinn Ingi Lýðsson | 25. september Lifandi herðatré... Lengi hef ég horft í forundran og með óhug á tízkusýningar í sjónvarpi þar sem grindhoraðar, van- nærðar stúlkur ganga fram bryggjuna með einkar ankannalegu göngulagi þar sem öðrum fæti er sveiflað fram fyr- ir hinn. Svona gengur eðlilegt heil- brigt fólk alls ekki og því verður þetta, hjákátlegt svo ekki sé meira sagt. Fleira er hjákátlegt eða rétt- ara sagt sorglegt við þessar sýn- ingar. Vöxtur þessar stúlkna er líkastur því sem maður sér fyrir jólin ár hvert af hungruðum börnum Afríku þegar hjálparstofnanir biðla til ríkra feitra Vesturlandabúa um nokkar krónur til hjálpar hungruðum heimi. Þessi vöxtur virðist hafa hentað tízkuhúsunum einkar vel þar sem þær (stúlkurnar) virðast allar af staðlaðri stærð og bera fötin álíka vel eins og herðavír (herðatré). Þar með eru þessi grey orðin að fyr- irmyndum stúlkubarna um allan heim sem reyna eftir mætti að til- einka sér útlit og lífstíl fyrirsæt- anna. Ekki gramm af fitu ofan í kroppinn sem síðan er píndur í tækjasölum vorldklass og annara slíkra stöðva sem gera beinlínis út á ímyndina. Afleiðingin blasir við á þessari áhrifaríku ljósmynd Oliviero Tosc- ani sem hann tók fyrir tízkuhúsið Flash & Partneŕs í Mílanó. Myndin sýnir á átakanlegan hátt mannlega eymd stúlku sem óprúttnir tízku- dólgar hafa skapað henni og fjölda annara ungra stúlkna. Átrösk- unarsjúkdómar leggja þær að velli auk geðrænna vandamála sem fylgja þessum lífsmáta. Hiklaust má bera afleiðingar þessa lífsstíls við afleið- ingar fíkniefnaneyslu. Sem betur fer virðast sum tízku- húsanna vera að snúa við blaðinu og velja fyrirsætur sem hafa eðlilegan líkamsvöxt. Þó verður við ramman reip að draga vegna mótstöðu lífs- stílsiðnaðarins sem sem vill reka alla inn í tækjasali, borða alls kyns „fæðubótar“glundur og þar með móta alla í sama horf. Þessi iðnaður veltir gífurlegum fjármunum í hin- um vestræna heimi í dag og þessir menn munu ógjarnan vilja sjá af spæni úr þeim aski til annara hluta. Meira: sveinni.blog.is BLOG.IS STARFSMENN í brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar létu ekki vonskuveður á sig fá í gær þegar þeir hófust handa við viðhald á Borgarfjarðarbrúnni. „Þetta eru vanir menn og harðir karlar,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerð- arinnar í Borgarnesi. Um er að ræða viðhaldsverkefni þar sem steypa á kápu utan á undirstöður brúarinnar. Sérstakri kví er sökkt niður og sjónum dælt upp þannig að starfsmenn- irnir vinna verkið í þurru umhverfi þótt þeir séu við störf undir sjávarmáli. „Við höfum tekið fyrir einn til tvo stöpla undir brúnni undanfarin ár þar sem steypt er ný kápa utan um undirstöðurnar. Það er nauðsynlegt að viðhalda brúnni,“ segir Magnús. Ekki þarf að takmarka umferð um brúna vegna framkvæmdanna en gert er ráð fyrir að þeim verði lok- ið innan eins til tveggja mánaða. Morgunblaðið/Guðrún Vala Harðir karlar H im in n o g h af /S ÍA Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Rýmum fyrir 2008 línunni AFSL ÁTTU R AL LT AÐ 600. 000 KR. Nú er tækifæri til að kaupa draumahjólhýsið á gjafverði. Við bjóðum 2007 árgerðina með 200–600 þúsund kr. afslætti og geymum hýsið til vors, þér að kostnaðarlausu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.