Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 11 FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „NÓG ER af öðrum leiðum til að komast út og þessi útgangur algjör- lega óþarfur,“ segir Heiðar Reynis- son, framkvæmdastjóri Café Victor, um neyðarútgang á veitingastaðnum, sem fjallað var um í Morgunblaðinu á mánudag og þriðjudag. Heiðar fagnar umræðunni um brunavarnir en segir umfjöllun Morgunblaðsins óvægna og telur að látið hafi verið í veðri vaka að stórhættulegt sé að skemmta sér á staðnum – sem sé alrangt. Café Victor er með leyfi fyrir 330 gesti og bendir Heiðar á að sam- kvæmt reglugerð eigi neyðarútgang- ar á staðnum því að vera sem nemur 3,3 metrum á breiddina. „Í þessu húsi eru neyðarútgangar hins vegar um 5,5 metrar á breidd, eða fyrir 550 manns, og inni í húsinu eru aldrei fleiri en 250 gestir. Þó svo að lokað sé fyrir þennan útgang erum við aðeins að tala um 70 cm í mínus og þannig eru í húsinu samt sem áður neyðarút- gangar fyrir allt að 470 gesti.“ Hann segir mikla áherslu vera lagða á alla öryggisþætti og t.a.m eru sextán myndavélar séu í húsinu, tengdar Ör- yggismiðstöðinni. Betur staðsettir útgangar Neyðarútgangurinn, sem slökkvilið og lögregla gerðu athugasemdir við um liðna helgi sökum þess að hurðinni var læst með lyklalás, er á jarðhæð hússins. Heiðar segir að fyrir utan þá yfirsjón starfsmanna að hafa gleymt að taka þar úr lás, séu á sömu hæð tveir útgangar til viðbótar – og betur staðsettir en sá sem gerð var athuga- semd við. Þá hafi útgangurinn verið notaður í tíu ár án athugasemda. „Það eru stór orð að kalla þetta dauða- gildru, á meðan það eru útgangar úti um allt. Þetta er ekki meiri gildra en svo að næstum beint á móti eru tveir útgangar, m.a. stór glergluggi sem hægt er að opna og vart hægt að fá stærri neyðarútgang en hann.“ Heiðar keypti Café Victor í júlí sl. og tók við rekstrarstjórn í síðustu viku. Hann segist enn vera að komast inn í reksturinn og hafi gert viðeig- andi lagfæringar um leið og tilmæli um það bárust. Hann þvertekur þá fyrir að útganginum hafi verið lokað að yfirlögðu ráði. Vill fá að loka ganginum Neyðarútgangurinn umræddi er á þröngum gangi sem lokaður er af og erfitt er að fylgjast með á nóttunni, þegar mikið erum fólk á staðnum. Meðal annars hefur fólk nýtt útgang- inn til að komast framhjá dyravörðum með áfengi, auk þess sem fólki undir tvítugu hefur verið hleypt inn um hann. Helst vill Heiðar loka ganginum á kvöldin og um helgar. „Það er mjög erfitt að vakta þennan gang og þar hafa ákveðnir atburðir gerst í gegn- um árin, löngu áður en ég tók við,“ segir hann og bætir við að þegar hafi verið rætt við slökkviliðið af þeim sök- um. „Það eru fordæmi fyrir því á stöð- um hér í kring að menn hafi fengið að loka neyðarútgöngum, þar sem þeir Útgangurinn er algjörlega óþarfur  Segir umfjöllun Morgunblaðsins óvægna  Með fleiri neyðarútganga en kveðið er á um í reglugerðum Öruggt Fjöldi neyðarútganga er í húsnæðinu, m.a. tveir á efri hæð, þrír á jarðhæð og einn í kjallara. Morgunblaðið/RAX Beint út Tveir neyðarútgangar eru á neðri hæð Café Victor, til viðbótar við þann sem gerð var athugasemd við. Báðir eru á framhlið húsnæðisins. Stærðir 28-35 verð: 7.650.- SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 www.xena.is Stærðir 36-44 verð: 8.790.- HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 20% afsláttur af peysum í 3 daga Peysudagar Frá Sögufélagi Borgarfjarðar XIII. bindi af Borgfirskum æviskrám er komið út Hafið samband við trúnaðarmenn í héraði eða Þuríði í síma 551 6286 og Snorra í 437 1526, langi ykkur að eignast eintak bókarinnar. Þá er minnt á að enn eiga einhverjir eftir að greiða greiðsluseðil fyrir Borgfirðingabók. Hefur þú áhuga á kyrrð? Kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 29. september, kl. 10-16,30. Íhuganir: Sigurbjörn Einarsson, biskup. Stjórnendur: sr. Halldór Reynisson og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Kyrrðardagur hentar öllum, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun, bæn og trú. Skráning er í Neskirkju við Hagatorg s. 511 1560 www.neskirkja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.