Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 33 UMRÆÐAN STAKSTEINAR Morgunblaðs- ins gera mér og Samfylkingunni þann heiður að rifja upp að ég hef kallað eftir aukinni og sýni- legri löggæslu á síð- um blaðsins í fjögur ár. Staksteinum finnst hins vegar ekki stórmannlegt af Sam- fylkingunni að fagna því að orðið hafi verið við því kalli síðast- liðnar þrjár helgar. Fyrir hverju er Morgunblaðið við- kvæmt? Kannski er Morg- unblaðið viðkvæmt fyrir pólitíkinni í mál- inu. Á undanförnum árum hefur almennum lög- reglumönnum verið fækkað stór- lega á götunum en fjölgað á skrif- stofum ríkislögreglustjóra og í sérsveit sama embættis. Finnst Morgunblaðinu ekki að öryggi borgaranna, sýnileg lögregla og þjónusta við fólk eigi að vera for- gangsmál? Kannski er Morgunblaðið við- kvæmt fyrir frumkvæði Samfylk- ingarinnar í umræðunni, ekki að- eins undanfarin ár heldur einnig síðustu vikur. Á meðan Morg- unblaðið skreytti sig í bak og fyr- ir með fréttaflutningi af þeim furðulega leiðangri borgarstjóra að kippa bjórkæli í Austurstræti úr sambandi stóð Samfylkingin næturvaktir með lögreglunni í miðborginni og lagði fram til- lögur um endurmat á löggæslu- þörf í miðborginni í borgarstjórn. Morgunblaðið er líklega eini fjöl- miðillinn sem ekki hefur fjallað um stefnumörkun, starf og til- lögugerð Samfylkingarinnar í lög- gæslumálum í Reykjavík á und- anförnum vikum. Og er nú bara með hundshaus þegar lögreglan er komin á kreik. Kannski er Morgunblaðið við- kvæmt fyrir því að „ástandið“ í miðborginni hafi að stórum hluta verið tilbúið vegna lakra kjara og fækkunar lögreglumanna en ekki „óviðráðanlegt“ „styrjaldar- ástand“ einsog Morgunblaðið hef- ur látið sér sæma að nota um miðborg Reykjavíkur en lengi vel ekki um Bagdad. Til að öllu sé til haga haldið þá skrifaði leið- arahöfundur Morgunblaðsins þó af djúpu viti 18. janúar sl.: „Fall rúmlega 30 þúsund óbreyttra borgara ber því glöggt vitni að í Írak ríkir borgarastyrjöld.“ Samfylkingin hefur kynnt sér viðfangsefnin í miðborginni frá öllum hliðum til að undirbyggja skynsamlega stefnumörkun sem tryggi öryggi og blómlegt borgarlíf í senn. Ég leyfi mér að efast um að Morg- unblaðið geti sýnt fram á hið sama. Blaðið virðist þvert á móti leggja lykkju á leið sína til að rugla ekki þeirri dökku mynd sem það vill draga upp af mið- borginni og gestum hennar. Ný og um- fangsmikil könnun meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim komst að þeirri niðurstöðu að 89% ferða- manna telja sig örugga í Reykja- vík og raunar 94% þeirra sem tóku þátt í skemmtanalífi mið- borgarinnar. Engar fréttir hafa verið fluttar af þessum stað- reyndum í Morgunblaðinu. Þess í stað fullyrða Staksteinar Morg- unblaðsins á laugardaginn sl. að „ferðamenn í Reykjavík þori ekki „af einskærum ótta“ út af hót- elinu sínu á kvöldin. Og hver eru rökin: eitt lesendabréf frá þeim ágæta manni, Heinz Kubitz. Þetta þætti ekki merkileg læknisfræði og er ekki boðleg blaðamennska. Má ekki gera þá kröfu að fag- mennska víki ekki fyrir skoðunum blaðsins? Kannski er þarna komið að kjarna málsins. Er málatilbún- aður, fréttaval og fréttaþögn Morgunblaðsins ef til vill sprottin af þeirri rót að Morgunblaðið er ekki sammála Samfylkingunni. Samfylkingin hefur kynnt sér málið frá öllum hliðum, unnið með áhyggjufullum íbúum, rekstrarað- ilum skemmtistaða að ógleymdri lögreglunni. Samfylkingin telur að Reykja- vík geti verið öruggasta höf- uðborg Evrópu en um leið státað af kraftmiklu skemmtana- og mið- borgarlífi. Samfylkingin telur lyk- ilatriði til að þetta megi takast að sýnileg löggæsla verið aukin en hefur lýst efasemdum um að dreifa skemmtanahaldi í illa upp- lýst iðnaðarhverfi og stytta þann tíma sem skemmtistaðir eru opnir til klukkan eitt eða tvö á nótt- unni. Og það með gildum rökum. Morgunblaðið virðist hins vegar ganga út frá því að allt hafi verið betra í gamla daga (því það er svo auðvelt að gleyma því að þá var meira slegist). Það er hins vegar ánægjulegt fyrir Morgunblaðið að það sást í kælismálinu að blaðið hefur enn sterka stöðu og djúp- stæð áhrif. Kælirinn var tekinn úr sambandi. Hvar drepur stórblaðið næst niður fæti? Hvernig væri að banna dans? Stórmennska Morgunblaðsins Dagur B. Eggertsson gerir at- hugasemdir við leiðara Morg- unblaðsins » Samfylkingin hefurkynnt sér viðfangs- efnin í miðborginni frá öllum hliðum til að und- irbyggja skynsamlega stefnumörkun sem tryggi öryggi og blóm- legt borgarlíf í senn. Dagur B. Eggertsson Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Reykjavík. ÞETTA er sorglegt, því að stutt er síðan að okkur tókst að fækka tannskemmdum um 75% á 15 ára tímabili, aðallega með fræðslu og forvarnaaðgerðum. Margar ástæður eru án efa fyrir því að okkur hefur ekki tek- ist að fækka tann- skemmdum eins mikið og nágrönnum okkar. Tannlæknisþjónusta er ókeypis fyrir börn og unglinga til 17 ára aldurs í Finnlandi og Noregi, til 18 ára ald- urs í Danmörku og til 20 ára aldurs í Svíþjóð. Eru þessir árgangar barna og unglinga kall- aðir inn reglulega til eftirlits og nauðsynlegra meðferða. Hérlendis þurfa aðstandendur aftur á móti að greiða stóran hluta af kostnaði vegna tannlæknisþjón- ustu barna og unglinga og er talið að 17% þeirra komi ekki reglulega til eftirlits. Er því hætta á að skemmdirnar verði stærri og alvar- legri fyrir vikið. Þetta er lítt skilj- anlegt því að tekjur manna eru háar hér- lendis og færri íbúar um hvern tannlækni, en hjá flestum öðrum þjóðum. Ríkið greiðir nú kostnað við skoðun og forvarnir 3ja og 12 ára barna og að hluta til fyrir önnur börn. En gera þarf alla tann- læknisþjónustu barna og unglinga fría ef vel á að fara og sjá til þess að þau komi reglulega til eftirlits. Einnig þarf að auka enn meir fræðslu um áhrif mataræðis á munnsjúkdóma og minnka sælgæt- is- og gosdrykkjaneyslu, sem eru sífellt vaxandi vandamál hérlendis. Mikilvægt er að hafa ekki sæl- gæti á þeim stöðum þar sem það er mest freistandi fyrir börn og ung- linga t.d. við afgreiðslukassa í stór- mörkuðum og hjá gjaldkerum í bönkum eins og algengt er nú orð- ið. Einnig ber að varast að hafa stöðugt gosflöskur á borðum þar sem skólabörn læra. Tannskemmdir Magnús R. Gíslason bendir á leiðir til að minnka tann- skemmdir » Tannskemmdir hafaaukist mikið að und- anförnu hérlendis og voru árið 2005 helmingi fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum, mið- að við 12 ára börn. Magnús R. Gíslason Höfundur er fyrrverandi yfirtannlæknir. Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is CPes 4613 Stærð: h 184 sm/ br 75 sm/d 63 sm Kælir: 337 ltr / Frystir: 95 ltr Orkuflokkur A+ Stálklæddur Verð áður kr. 285.100 stgr. Frábært tilboð 75 sm breiðir Liebherr kæliskápar kr. 199.570*stgr. *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. AFSLÁTTUR 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.