Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 135. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Skoppa og Skrítla >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu ÖNNUR STAÐA ÞÓRA AFTUR Í FÓT- BOLTALANDSLIÐIÐ? HVÖTT ÁFRAM >> ÍÞRÓTTIR HELGI SNÆR FÓR Í ODDAFLUG LANDSHORNA Á MILLI >> 16-17 LISTRÆNT FERÐALAG VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða- greiningar hafa fundið erfðavísa sem tengjast aukinni hættu á sortuæxl- um. Hafa rannsóknarniðurstöðurnar verið birtar í tímaritinu Nature Genetics. „Fyrir nokkrum árum fannst erfðavísir sem tengist auknum líkum á sortuæxli hjá fólki sem býr í suð- rænum löndum, en við nánari skoðun virtist erfðavísirinn ekki hafa áhrif á tíðni sortuæxla á Íslandi, mögulega vegna minni áhrifa sólar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. „Nú höfum við fundið erfðavísa sem ekki eru jafnháðir áhrifum sólarljóss hvað varðar aukna hættu á sortuæxli. Þeir auka hættuna á æxlismyndun á Ís- landi, en þó enn frekar þegar farið er sunnar.“ Kári segir þá erfðavísa sem um ræðir einnig tengjast ljósum lit húð- ar, hárs og augna. „Einstaklingar sem eru svo óheppnir að hafa verstu samsetningu erfða geta verið í sautjánfaldri hættu á við aðra.“ Kári segir gildi uppgötvunarinnar einkum felast í þeirri forspá og for- vörnum sem greining á erfðamengi getur veitt einstaklingum, en skimað er eftir nýfundna breytileikanum í deCODEme, arfgerðargreiningar- þjónustu ÍE. „Þetta er fyrirbyggj- andi læknisfræði,“ segir Kári og líkir þjónustunni við mælingu kólesteróls í blóði eða brjóstaskoðun. „Erfðapróf virkar á sama hátt, mælir áhættu. Sá sem myndi mælast í áhættuhópi vegna húðkrabba myndi í framhald- inu geta gætt sín betur á sólarljósi.“ Tengja erfðir og sortuæxli Reuters Varasamt Sólin getur verið sér- staklega hættuleg ljósu fólki. Í HNOTSKURN »Íslensk erfðagreining hef-ur fundið erfðavísa sem tengjast auknum líkum á húð- krabbameini. »Viðbót við forspár- og for-varnargildi erfðaprófs. »Óhagstæð samsetningerfðaþátta getur þýtt sautjánfalt meiri líkur á húð- krabbameini. »Vísindamennirnir, semfundu erfðabreytileikann, birtu tvær greinar í netútgáfu vísindaritsins Nature Gene- tics. FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „ÞAÐ var óneitanlega meira gaman að vera til í fyrra – en ég held samt að engin ástæða sé til þess að örvænta yfir ástandinu, eða fara á taugum.“ Svo mælir einn leigutaka ís- lenskra lax- veiðiáa í samtali við Morgun- blaðið. Vegna efna- hagsaðstæðna er búist því að verulega dragi úr veiðiferðum á vegum stórra fyrirtækja eins og banka. Þá vakti athygli á dögunum þegar fyrirtækið Lax-á ákvað að endurnýja ekki samning við Veiðifélag Miðfjarðarár. Lax-á þótti leiguverðið of hátt en fyrirtækið hefur verið leigutaki allra veiðisvæða í Miðfjarðará síðan 2001. Óðinn Sigþórsson, formaður Land- sambands veiðifélaga, segir ekki óeðlilegt þó einstaka leigusamningar, sem renni út, séu ekki endurnýjaðir. Það geti gerst bæði á þenslu- og sam- dráttartímum. Borð fyrir báru „Ég lít ekki á þetta sem neina ógn- un. Veiðileyfamarkaðurinn er mjög frjáls og ræðst af markaðsaðstæðum. Það eru bæði góðir tímar og slæmir í þessu eins og mörgu öðru,“ segir Óð- inn, spurður um mál Lax-ár og Veiði- félags Miðfjarðarár. Fleiri í „bransanum“ segja Mið- fjarðarmálið einangrað og ekki sé hægt að draga ályktanir af því fyrir markaðinn í heild. Menn eru á einu máli um að sam- dráttur sé framundan en enginn treystir sér til að spá um það nú hver þróunin verður til lengri tíma litið. „Menn eru að fóta sig í breyttu um- hverfi. Það hefur verið gríðarleg þensla síðustu ár og slegist um árnar en nú kann að verða breyting á,“ seg- ir Óðinn Sigþórsson. „En ég er samt ekkert geysilega svartsýnn.“ Óðinn og fleiri bentu á að mikil eft- irspurn hefði verið eftir veiðileyfum umfram framboð síðustu ár, þannig að töluvert borð væri fyrir báru. „Það er samdráttur í sölu veiði- leyfa eins og öðru – húsum, bílum … Menn halda að sér höndum. En það er mikill áhugi á veiði og þó bankar og fleiri dragi úr veiðiferðum eru margir sem vilja komast að. Það verður því ekki vandamál að fá fólk til að veiða. En verðið mun eitthvað lækka,“ sagði einn viðmælendanna. Útlendingar veiða mikið hér og einhverjir hafa hafa velt því fyrir sér hvort þeir muni leigja heilu árnar. Lítil trú er á því. „Það er hreyfing á genginu sem gerir veiðileyfin selj- anlegri á erlendum markaði. En ég hef enga trú á að útlendingar fari að leigja heilu árnar. Það eru engar frekari aðstæður til þess nú en áður,“ segir Óðinn Sigþórsson. Óþarfi að örvænta Samdráttur í lax- veiði eins og öðru BJARNI Harðarson býr á Flúðum en það kemur ekki í veg fyrir að hann láti gamlan draum um skútusmíði rætast. Hann hefur undanfarin tvö ár unnið hörðum höndum að skútusmíðinni og ef áætlanir hans ganga eftir mun hann sjósetja 40 feta skútuna næsta vor. Nágrönnum Bjarna á Flúðum þótti það ekkert skrítið tiltæki hjá honum að hefjast handa við þessa smíð inni í miðju landi. „Það bregður engum við þó að ég geri eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Tíkin Líf fylgdist vökulum augum með gestum og gangandi einn fagran dag í nýliðinni viku þegar Bjarni sagði frá smíði skútunnar og fullnustu draums síns. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Draumur að rætast Fjörutíu feta skúta inni í miðju landi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is HÆGT væri að minnka lyfjakostnað þjóðarinnar um tugi og jafnvel hundruð milljóna króna á ári ef læknar ávísuðu lyfjum samkvæmt ráðleggingum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og Landlæknis. Þessir aðilar vinna nú að gerð lyfjalista þar sem talin eru upp þau lyf sem ráð- lögð eru sem fyrsta val í meðferð á al- gengustu sjúkdómum og er þá tekið tillit til virkni, aukaverkana og verðs. Þegar hafa verið gerðir listar fyrir tvo lyfjaflokka og unnið er að þeim þriðja. Listarnir eru ætlaðir læknum og þá má m.a. nálgast á vef TR. Markmið með lyfjalistanum er að veita „önnum köfnum læknum stuðn- ing við val á lyfjum ásamt því að stuðla að hagkvæmri notkun lyfja,“ segir á vefnum. Ekki áhrif á meðferð „Færu læknar eftir lyfjalistum væri hægt að lækka lyfjakostnað um tugi og jafnvel hundruð milljóna króna á ári, án þess að það hefði áhrif á meðferð sjúklinga,“ segir Guðrún I. Gylfadóttir, deildarstjóri lyfjadeildar TR. „Notkun á lyfjum er oft allt önn- ur hér á landi en t.d. í nágrannalönd- unum Danmörku og Svíþjóð. Þar er mun oftar verið að nota ódýrari lyf.“ Hún nefnir sem dæmi tvö blóðfitu- lækkandi lyf sem notuð eru jöfnum höndum hér á landi og hafa sam- kvæmt mati Landlæknis sömu virkni. Verðmunurinn er hins vegar margfaldur. Dýrara lyfið, bæði frum- lyf og samheitalyf af þeirri tegund, er notað af um 40% sjúklinga á Ís- landi en um 8% sjúklinga í Dan- mörku. Þar í landi verður ódýrara lyfið mun oftar fyrir valinu eða í um 80% tilvika. Það lyf er hins vegar ein- göngu notað af um 40% sjúklinga hér á landi. Innan beggja lyfjaflokka fást nú ódýrari samheitalyf og lækkaði kostnaður TR vegna blóðfitulækk- andi lyfja um 40 milljónir milli ár- anna 2006 og 2007 vegna tilkomu þeirra. „En það sem við viljum sjá er að læknar ávísi í meiri mæli á ódýrari tegund lyfjanna til að lækka lyfja- kostnaðinn enn frekar,“ segir Guð- rún. TR miðar þátttöku sína í lyfja- kostnaði sjúklinga við ódýrasta sam- heitalyf á markaðnum. Velji eða þurfi sjúklingur að nota dýrara lyf, greiðir hann sjálfur mismuninn. Heilbrigðisráðuneytið er nú að skoða breytingu á gildandi reglugerð um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði.  Leyst úr flækjum | 8 Læknar ávísi oftar ódýrari tegund lyfs Mögulegt að minnka lyfjakostnað um tugi og jafnvel hundruð milljóna króna  Af rúmlega 17 þúsund Ís- lendingum sem taka blóðfitu- lækkandi lyf nota 40% lyf er inniheldur atorvastatín (dýr- ara) og sama hlutfall lyf er inniheldur simvastatín (ódýr- ara).  Sivacor (simvastatín 40 mg, 98 stk. í pakka) kostar 3.455 kr. en Atacor (atorvastatin 20 mg, 100 stk. í pakka) kostar 11.380 kr. Virknin sú sama – verðmunurinn mikill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.