Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, boccia kl. 10-11, félagsvist (4 skipta kl. 13.30-15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9-12, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9- 16.30, félagsvist kl. 13.30, mynd- list kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbbur kl. 13.30 – upplestur Sigrún Guð- mundsd. þátttakandi í fé- lagsstarfinu. Almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bútasaumur, kaffi, slökunarnudd. Vorferð farin á morgun kl. 13, á sýningu í Land- námssetrinu í Borgarnesi. Kaffi- hlaðborð. Sími 535-2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-12, leiðbein- andi er Halldóra, leikfimi kl. 10 með Guðnýju, myndlist- arnámskeið kl. 13-16 með Hafdísi, brids kl. 16. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | 22. maí verður ekinn Bláfjallahringur. Hellisheið- arvirkjun skoðuð, Landbún- aðarháskólinn í Hveragerði heim- sóttur, blómasýning o.fl. Kvöldmatur á Hótel Hlíð í Ölfusi. Brottför frá Gullsmára kl. 10.45 og Gjábakka kl. 11. Skráningarlistar eru í félagsmiðstöðvunum og á skrifstofu FEBK, sími 554-1226. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til hádegis, botsía kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13, canasta og lomber kl. 13.15, kaffi til kl. 16. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9.05, létt ganga kl. 10. Hádegisverður, handavinna og brids kl. 13 og fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garða- bæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvenna- leikfimi kl. 9-10.30, karlaleikfimi kl. 9.30, botsía kl. 10.30, gönguhópur kl. 11. Hægt er að panta hádeg- ismat í Jónshúsi með dags fyr- irvara, eða í síma 512-1502 fyrir kl. 9.30, samdægurs. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, lagt af stað í heimsókn til Toyota á Nýbýlavegi kl. 10. Frá há- degi er spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.20. Vinna í vinnustofum fell- ur niður miðvikudag og fimmtu- dag vegna uppsetningar handa- vinnu- og listmunasýningar. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, bænastund kl. 10, hádegismatur, myndlist kl. 13, kaffi. Hraunsel | Ganga kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu- stofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, korta- gerð, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Frjáls spila- mennska kl. 13-16. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Listasmiðjan fer á Salatbarinn 20. maí kl. 11.30. Selma Jónsdóttir og Laufey Jóns- dóttir eru fararstjórar og taka á móti pöntunum í síma 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund og spjall/Sigurrós kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 11.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15. Norðurbrún 1 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-12, leiðbeinandi er Halldóra, leikfimi kl. 10 með Guðnýju, myndlistarnámskeið með Hafdísi kl. 13-16, brids kl. 14. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í handmennt opin kl. 9- 16, enginn leiðbeinandi. Botsía kl. 10, gleðistund/söngur kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fóta- aðgerðir og handavinna kl. 9-16, botsía kl. 9, leikfimi kl. 11, hádeg- isverður, kóræfing kl. 13-15, kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband, handavinnustofan opin, morgunstund, bootsía, fram- haldssaga kl. 12.30, stóladans kl. 13.15, samsöngur með Sigríði kl. 13.30, spilað. Uppl. í síma 411- 9450. Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl. 10 (annan hvern), salurinn op- inn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, bootsía kl. 14, kaffi. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með bænastund / morgunsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30. Kristniboðsfélag karla | Fundur í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðum. Einar Sigurbjörnsson. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8. 90ára afmæli. Ídag, mánudag- inn 19. maí, er Gunnur Runólfsdóttir til heim- ilis á Hjúkrunarheim- ilinu Eir, níræð. Gunn- ur fagnar þessum tímamótum með nán- ustu fjölskyldu í dag. dagbók Í dag er mánudagur 19. maí, 140. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.) Þó Taekwondo sé forn íþrótt fráfjarlægu landi hafa Íslend-ingar átt allmarga afreks-menn í íþróttinni. Ólafur Sig- valdason formaður Taekwondo-deildar Fimleikafélagsins Bjarkar í Hafn- arfirði segir frá íþróttinni: „Taekwondo er upprunnið í Kóreu, og er þar þjóð- aríþrótt,“ segir hann. „Hægt er að stunda Taekwondo sem afreksíþrótt og er keppt í greininni á Ólympíuleikum, en einnig er hægt að iðka Taekwondo sem almenna íþrótt til að halda lík- amanum í formi. Skiptist íþróttin að- allega í tvo meginþætti. Sparring sem er bardagahlutinn og Poomse sem felst í að ná góðri stjórn á fyrirfram ákveðnum hreyfingum.“ Kjarninn í íþróttinni er sterkur agi og strangar hefðir. Iðkendur hækka í beltaflokki eftir því sem þekking þeirra og þjálfun eykst og er ætlast til þess að iðkendur í lægri beltaflokkum sýni sér reyndari virðingu, en um leið tileinka þeir sem lengra eru komnir sér að að- stoða og leiðbeina hinum. „Líkamlega byggist íþróttin mikið á liðleika, snerpu og þoli. Meira er lagt upp úr spörkum frekar en höggum, en hendurnar gegna einkum varnarhlutverki. Samkvæmt reglum íþróttarinnar leitast keppendur við að koma höggi á ákveðna hluta lík- amans, sem varðir eru með hlífum.“ Þó um bardagaíþrótt sé að ræða seg- ir Ólafur Taekwondo með öruggari íþróttum og lítið um slys meðal iðk- enda: „Æfingar, sérstaklega á lægri stigum, felast einkum í því að ná upp þjálfun í tækni og fást við ósýnilegan andstæðing. Það er ekki fyrr en að komið er lengra í þjálfun að meira er stundað af bardagaæfingum í samræmi við hæfni og getu hvers og eins.“ Hægt er að æfa Taekwondo hjá Fim- leikafélaginu Björk frá 6 ára aldri og segir Ólafur ekkert aldurshámark, en elsti iðkandi íþróttarinnar í dag er orð- inn hálfsextugur. Sjálfur kveðst Ólafur ekki hafa byrjað í Taekwondo fyrr en hann var kominn á fullorðinsár: „Hjá Björk reynum við að fá foreldra með í starfið og helst að foreldrar og börn æfi saman. Þetta hefur styrkt deildina geysilega mikið enda smitast foreldr- arnir af áhuga barnanna.“ Í sumar mun Björk halda sum- arnámskeið fyrir börn í Taekwondo. Nánari upplýsingar eru á fbjork.is Tómstundir | Taekwondo er íþrótt sem krefst aga og þjálfar hug og líkama Agi, snerpa, liðleiki og þor  Ólafur Sigvalda- son fæddist í Hafn- arfirði 1968. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá IR 1991, meist- araprófi 1993 og kennslurétt- indanámi frá KHÍ 2005. Ólafur starf- aði sem húsasmiður og við kennslu, en hefur frá 2004 starfað hjá Format Lausnum, nú sem framleiðslustjóri. Hann tók við starfi formanns Taek- wondodeildarinnar nú í vor. Eig- inkona Ólafs er Sigrún Jónsdóttir yf- irþroskaþjálfi og eiga þau tvö börn. Stundar öll fjölskyldan Taekwondo saman hjá Fimleikafélaginu Björk. Kvikmyndir Norræna húsið | Kvikmyndin Veðra- mót eftir Guðnýju Halldórsdóttur verður sýnd í kvöld kl. 21.15. Engin að- gangseyrir. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands, Oddi v/Sturlugötu |Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, Raymond Johansen, heldur fyrirlestur um reynslu Noregs á sviði frið- arumleitana. Fyrirlesturinn sem hefst kl. 16 fer fram á ensku og er opinn öll- um. Aðgangur ókeypis. Sjá einnig á http://www.hi.is/ams Norræna húsið | Ráðstefna á vegum NFBO í samvinnu við Norræna húsið. Í kvöld kl. 19.30 heldur sænski rithöf- undurinn Lisbeth Pipping fyrirlestur og les úr bók sinni Kärlek og stålull sem fjallar um börn sem alast upp með seinfærri móður. Enginn að- gangseyrir. Fyrirlestur og pallborðsumræður í Norræna húsinu í samvinnu með NFBO, Norræna félagið gegn illri með- ferð á börnum, 20. maí kl. 10.40. Mis- notkun innan stofnana: Hvað má læra af fyrri reynslu. Þátttakendur: Anders Nyman, Róbert Ragnar Spanó, Bragi Guðbrandsson og Páll Rúnar Elísson. Morgunblaðið/Sverrir Norræna húsið. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, Raymond Johansen, heldur fyrirlestur um reynslu Noregs á sviði friðarumleitana, í stofu 101 í Odda þriðjudaginn 20. maí klukkan 16-17. Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands, norska sendiráðið á Íslandi og utanríkisráðuneytið standa fyrir fyrirlestrinum. Noregur hefur mikla reynslu af friðarumleitunum, samninga- viðræðum og friðaruppbyggingu, allt frá því að aðstoða önnur ríki við að ná saman í milliríkjasamskiptum, til alþjóðlegrar friðargæslu og mannúðar- og þróunaraðstoðar. Raymond Johansen hefur tekið þátt í fjölda friðarferla í starfi sínu sem Reynsla Nor- egs af friðar- umleitunum TÆPLEGA þrettán milljónir króna söfnuðust við sölu Lionshreyfingarinnar á Rauðu fjöðrinni sem var að þessu sinni seld til styrktar Blindrafélaginu. Að frádregnum kostn- aði koma 12.500.000 í hlut Blindrafélagsins og mun féð fara í leiðsöguhundaverkefni þess, en í haust eru væntanlegir til landsins 4 leiðsöguhundar fyrir blinda sem þjálfaðir eru í Noregi. Þeim til viðbótar koma 2 hundar til landsins á næsta ári en hafa ber í huga að þjálfun leiðsöguhunds tekur um eitt ár. Landsbankinn var aðalstyrktaraðilinn og lagði eina millj- ón í söfnunina. Með þeim fjármunum var mögulegt að greiða allan kostnað við söfnunina þannig að hver einasta króna sem aðrir lögðu fram skilar sér beint til Blindrafélagsins. Á aðalfundi Blindrafélagsins sl. laugardag afhenti Lions- hreyfingin á Íslandi, formanni Blindrafélagsins söfnunarféð. Morgunblaðið/G. Rúnar Hundar keyptir fyrir söfnunarfé FAGHÓPUR um árangursríka vef- stjórnun í samstarfi við SVEF, Sam- tök vefiðnaðarins, mun halda ráð- stefnu um vef í rekstri og nýtingu mannafla á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 20. maí kl. 13-16.15. Meðal fyrirlesara er Þórlaug Ágústsdóttir forstöðumaður netvið- skipta 365miðlar.is, Soffía Kristín Þórðardóttir vefstjóri SVEF, Þór- arinn Stefánsson ráðgjafi hjá Hug- smiðjunni, Pétur Ágústsson hjá TM Software, Hjálmar Gíslason verk- efnastjóri hjá ja.is, Ingvar Hjálm- arsson netstjóri hjá mbl.is og Brian Suda ráðgjafi hjá TM Software. Þar verður velt upp spurningum á borð við: Er hægt að reikna út hversu stórt vefteymið á að vera? Hverjir eru kostir og gallar úthýs- ingar? Á að rækta hæfileika vef- teymis innan fyrirtækis eða kaupa þá utan frá? Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553-2460. Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr., fyrir utanfélags- menn 16.900 kr., fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr. Árangursrík vefstjórnun aðstoðarutanríkisráðherra Noregs undanfarin tvö ár en hann hefur stýrt starfsemi Noregs á sviði frið- ar- og sáttaumleitana. Í fyrirlestrinum ræðir hann um sína reynslu á þessu sviði í Miðaust- urlöndum, Afríku og Kólumbíu, og varpar ljósi á þær áskoranir sem Noregur hefur mætt í verkefnum sínum við að finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum. Aðgangur er ókeypis. Sjá einnig á www.hi.is/ams

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.