Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 17
áli. Inni í íþróttahúsi er Alvés með álverk á veggjum og röð ljósmynda af rafmagnsmöstrum sem teknar voru að næturlagi. Þær eru heillandi og hafa yfir sér dimman blæ grafík- verka, akvatintublekkingu. Greini- legt að Kárahnjúkadeilan er Alvés hugleikin. ,,Ef þú hefðir gert þetta fyrir fimm árum hefði það verið mjög um- deilt,“ segir forsetinn við hann og hlær. Á neðri hæðinni er Hrafnkell með vídeóverk þar sem 49 karlar í appelsínugulum vinnugöllum hreyfa sig í takt í landslagi en í sýningar- salnum er sundlaug og litlu munar að gestir detti út í hana. Það hefði nú verið gott myndefni. Talandi um gott myndefni þá liggur forsetafrúin úti á túni og sleikir sólina. Björn Roth á leið hjá og lítur brosandi nið- ur á hana. Paul Harfleet sýnir á næsta stað sem við heimsækjum, Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Harfleet segir sitt verk ádeiluverk, það snúist um hat- ur í garð samkynhneigðra. Hann hefur komið fyrir stjúpum við inn- ganginn, stjúpur heita ,,pansies“ á ensku og það orð er oft notað til að gera lítið úr hommum. Sumar gesta stíga óvart á stjúpurnar sem gerir verkið enn áhrifameira. Inni í Slát- urhúsinu eru svo myndir af stjúpum sem Harfleet gróðursetti í fjölda borga. Hann talar tæpitungulaust, í einum sal er innrömmuð mynd af 14 ára drengjum sem voru hengdir í Írak fyrir að vera samkynhneigðir. Á sömu hæð eru Matti Saarinen og Charles Ross með undarlegan tón- listargjörning og innsetningu sem undirritaður botnar ekkert í. Niðri í myrkvuðum sal ganga gestir um með vasaljós í verki Söru Björnsdóttur, ,,1001 Heavy Beauty“. Inn í salinn hefur Sara rogast með 1.001 hnullung og skreytt þá með 33.000 kristöllum, verkið er æv- intýralegt og drungalegt í senn. Sara segir pælinguna með vasaljósin þá að fólk skoði sýninguna í eigin heimi og um leið bjóði hún upp á ferðalag. ,,Þetta er æðislegt,“ segir Sara, hugfangin af því að fylgjast með gestum ráfandi um með vasa- ljósin. ,,Sjáðu t.d. þennan,“ segir hún og bendir á mann sem er kom- inn á hnén fyrir framan einn stein- inn. Í Sláturhúsinu er boðið upp á bestu kleinur sem blaðamaður hefur nokkurn tíma smakkað. Þýskur ljós- myndari segir honum að í Þýska- landi sé til góðgæti svipað kleinum nema sykurhúðað. Varla eins gott og Egilsstaðakleina, fjandinn hafið það! Seinasti viðkomustaður er Seyð- isfjörður og má segja að sjóði upp úr stuðpottinum í þeim fagra bæ. Boðið er upp á seyðfirskan bjór og fiski- súpu sem menn svolgra í sig og stynja af ánægju með fiskisúpu- skegg. Fyrir utan er myndlist- armaðurinn Pétur Kristjánsson að undirbúa gjörninginn „Painting by Numbers“, í skítugum vinnugalla með appelsínugulan hjálm á höfði. Inni í Skaftfelli fer fjöllistahópurinn Skyr Lee Bob hamförum, þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Það er engu líkara en Erna sé andsetin eða kven- djöfull, með langar klær og útötuð blóðlitum vökva í bleikum samfest- ingi. Guðni og Dousselaere spyrja hvor annan til vegar, stundum undir lökum eða teppi og allt fer þetta fram inni í reykfylltu glerbúri. Það er heldur betur að færast fjör í leikinn fyrir utan hjá Pétri, hann sest upp í valtara og keyrir yfir röð af fernum með mjólk og grauti í og kálhaus en nær ekki að klessa mel- ónu niður í malbikið, hún rúllar burt. Undir hljómar taktföst og hressandi tónlist sem fólk dillir sér við. ,,Wa- termelon survive!“ hrópar myndlist- armaðurinn Ernesto Neto en það er þó ekki varanlegt ástand því mel- ónan endar sem malbiksklessa, við- stödd- um til ómældrar ánægju en sannarlega ill örlög fyrir melónu. Forseti Íslands hlær manna mest og ljóst að þessi gjörningur hefur slegið í gegn. Þrykkgjörningurinn heldur áfram, Pétur býr til samloku úr trjá- plötum og steypu og að því loknu er skurðgröfu ekið yfir ýmis heim- ilistæki, m.a. ryksugu. Allt er klesst niður í malbikið. Gjörningur Péturs reynist of langur fyrir áætlun Oddaflugs og fólk beðið um að drífa sig í rútur. Margir vilja dvelja lengur en það er því miður ekki hægt. Seyðisfjörður er kvaddur og út um rútuglugga sjást ungir menn í jakkafötum með sjónvarpsvélar úr pappa sem þeir beina að gestum. Gagnrýni á um- fjöllun um listir í fjölmiðlum kannski? Ferðalok Undir lok ferðar góma ég menn- ingarblaðamann hollenska dagblaðs- ins Het financieele dagblad, Karel Ankerman. Hann hefur ákveðnar skoðanir á listahátíðinni í heild sem hann deilir með mér. Hann hafi heldur viljað sjá meira af því sem er að gerast í íslensku myndlistarlífi, heldur það en verk erlendra lista- menn. Hann hafi rætt við seyðfirsk- an trésmið í kortér um menningar- ástandið á Íslandi og það spjall sé mun áhugaverðara og lærdómsrík- ara en spjall við erlendan og virtan sýningarstjóra. Forvitnileg lokaorð það. Valtaðar fernur Pétur Kristjánsson fremur stórskemmtilegan gjörning. Safnstjóratrefill? Safnstjórar Listasafns Íslands og Listasafnsins í Gent, Belgíu, eiga eins trefla. Í búri Erna Ómarsdóttir dansari hristist og skalf og lét illum látum í Skaftfelli með fjöllistahópnum Skyr Lee Bob. Glatt á hjalla Ólafur Ragnar ræðir við arkitektinn David Adjaye (t.v.) og Lennart Alvés. Forsetafrúin virðir fyrir sér álmastur Alvés. Gull-Kínverjar Safngestur virðir fyrir sér gylltar styttur á sýningu á fígúratífri, kínverskri list í Listasafninu á Akureyri. Namminamm Cathryn Drake gæðir sér á rúgbrauði með hangikjöti. helgisnaer@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 17 Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás - Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur - Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Fáskrúðsfjörður - Höfn Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 23 25 0 5. 20 08 HÆTTU Í ALVÖRU Skynsamleg leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. TILBOÐ MÁNAÐARINS 25% afsláttur Verð 2.990 kr. í Lyfju. Verð áður 3.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.