Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 15 ERLENT MINNST 12 manns féllu í árásum gegn innflytjendum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær, hér sjást lög- reglumenn reyna að bjarga manni sem einhver hafði kveikt í. Innflytjendur frá grannríkjunum Simbabve, Mósambík og Malaví hafa orðið blórabögglar ýmissa félagslegra vandamála sem hrjá Suður-Afríku. Reuters Innflytjendur myrtir í Suður-Afríku UMDEILT er hve ísbjörnum stafi mikil hætta af hlýnandi loftslagi og hvort þeim sé þegar farið að fækka en stjórnvöld í Bandaríkjunum tóku nýlega af skarið og settu tegundina á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu. Dirk Kempthorne innanríkisráð- herra sagði að stuðst hefði verið við ráð vísindamanna en taldi áhrifin af ákvörðuninni ekki verða mikil. En eftirlit með stofnstærðinni og sam- starf við önnur ríki um verndun yrði aukið. Olíufyrirtæki óttast hins veg- ar að þessi stefnumörkun geti ógnað hagsmunum þeirra á olíusvæðum við Alaska. Kempthorne sagðist einnig myndu gera ráðstafanir til að hindra að þessi ákvörðun yrði „misnotuð“ og notuð sem röksemd fyrir stefnu í loftslagsmálum sem gæti skaðað hagsmuni Bandaríkjamanna. Stjórn George W. Bush forseta hefur sem kunnugt er ekki viljað beita sér fyrir að Bandaríkin stað- festi Kyoto-bókunina um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og seg- ir að aðgerðirnar sem samþykktar hafa verið myndu valda atvinnulífi landsmanna tjóni. Einnig gangi ekki að þróunarríki eins og Kína séu und- anþegin en útblástur frá Kína er nú meiri en frá nokkru öðru ríki jarðar. Vill Bush að beitt sé þrýstingi til að fá fyrirtæki til að draga úr losun um- ræddra lofttegunda af fúsum og frjálsum vilja. „Sitja aðgerðalausir hjá“ Talsmenn náttúruverndarsam- taka sögðu ákvörðunina vera mikil- vægan áfangasigur en meira þyrfti til. „Þeir eru reiðubúnir að sitja að- gerðalausir hjá og sjá ísbirnina deyja út vegna þess að þeir afneita því að bein tengsl séu milli orsaka mengunar sem veldur hlýnandi loftslagi og tjónsins á lífríki bjarn- anna við ísinn, hafna því að birnir verði verndaðir fyrir vinnslu á olíu og gasi,“ sagði John Kostyack, tals- maður bandarískra samtaka um villta náttúru, NWF. Stjórn Bush hefur þegar selt leyfi til olíu- og gas- vinnslu við strendur Alaska en svæð- ið er að hluta til veiðisvæði ísbjarna. Bandaríkin flytja inn meira en 60% af allri olíu sem þau nota og vilja olíufyrirtækin fá að nýta svæði sem þykja vænleg við strendur Alaska. Um 15% af allri olíu sem Bandaríkin framleiða nú kemur þegar frá sam- bandsríkinu stóra við Íshafið en ljóst þykir að lindir séu einnig á hafsbotni lengra frá ströndinni. Þar er hafís megnið af árinu. „Nú er sagt að ógnað sé dýrateg- und sem er við góða heilsu og fjöld- inn eðlilegur,“ sagði Marilyn Crock- ett, framkvæmdastjóri sambands olíu- og gasframleiðenda í Alaska. „Raunverulega hættan er málsókn- irnar sem munu fylgja í kjölfarið. Bandaríkin vilja vernda ísbirni Olíufyrirtæki í Alaska óttast mál- sóknir í kjölfarið                            !      !   "  !       #!$%               !"#$ &'()*+ ,-#./ /01#+# &234)) 0 #5/1+/6,(#+7                            5%                ! 4    "   #           $ )   !  & '   3 (!)(!  *           8                     +,*,-,  ! "# $ ! %&  '( $ &## )  #* ! *./01/23,*- 0    ,3,2+, 9  : ;  <  !   #* ! +,    #* ! *  45 $67(8=><? (98=@<? :7 :7 :6 :6 : : $; $( $$ $ +    < 5         &    =>  $?! $?!? $?!; $?!( $?!$ $?! $;!6 (8=A<B@ $6678=A<AC (98 =A<AB :7 :7 :6 :6 : : @    AB -   @ 5 2!@ )  C!D )5 3    >@@AD >EE? >F@@ =GB@ =BAG =B@@ EFB -. /0 #/1+      *  45         ! @               )  E  $F!' E    (  4     ! / &      3 2 E     E   E5! SJÓMENN í Frakklandi eru æva- reiðir yfir því að þurfa að greiða mun hærra verð en áður fyrir dísil- olíu og í gær lokuðu þeir olíu- birgðastöðvum við þrjár mik- ilvægar hafnir á Atlantshafsströnd landsins. Um 90 bátar lokuðu kaup- skipahöfninni í La Rochelle fyrir fjórum dögum en leyfa þó umferð í nokkrar stundir á dag. Einn af leiðtogum sjómanna, Pascal Guenezan, sagði í gærkvöldi að haldið yrði áfram aðgerðum þar til stjórnvöld leystu vandann og „ekki einn einasti tankbíll mun komast inn í birgðastöðina eða frá henni þangað til á miðvikudag“. Boðaðar hafa verið viðræður milli sjómanna og stjórnvalda á miðviku- dag. Mörg hundruð tankbílar koma í stöðina dag hvern og þaðan er dreift eldsneyti til bensínstöðva um Vestur- og Mið-Frakkland. Ráðherra landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmála, Michel Barnier, sagði í gær að stjórnin skildi vel vanda sjómanna vegna eldsneyt- ishækkana og hét því að fundin yrði lausn. Barnier mun í dag taka þátt í fundi starfssystkina sinna í öðrum ríkjum Evrópusambandsins í Bruss- el og reyna að fá þau til að sam- þykkja aðgerðir til að koma til móts við vanda sjómanna. Dísilolía kostar nú 79 evrusent lítrinn og hefur hækkað um 40 sent síðan í nóvember. Sjómenn lokuðu nokkrum höfnum í nóvember til að að mótmæla hækkunum og hét rík- isstjórnin þá að leggja fram 310 milljónir evra, hátt í fjörutíu millj- arða króna, í aðstoð vegna elds- neytishækkana. En sjómenn segja nú að þetta fé dugi alls ekki vegna hækkananna sem dunið hafa yfir síðan í nóvember. Franskir sjómenn loka höfn- um til að mótmæla olíuverði ÍRAR ætla í sumar að taka á vanda vegna svonefndra „drauganeta“, þ.e. fiskineta sem sjómenn hafa misst en netin rekur síðan um Atlantshafið og stundum halda þau áfram að veiða fisk sem að lokum drepst í þeim. Gerð var tilraunaáætlun, sem nefnd er Deepclean, um að klófesta netin og var hún kostuð af Evrópusambandinu. Þáttur í tilrauninni var að þrjú írsk skip og eitt frá Spáni voru notuð til að veiða umrædd net. „Við vonumst einnig til að geta nú metið hve mikið hefur tapast af netum á hverju svæði,“ sagði Dominic Rihan, talsmaður sjávarútvegsráðs Írlands. Lítið er vitað um það hve mikið er til af drauganetum. En Norðmenn, Bretar og Írar stóðu að rannsókn 2002 og var niðurstaðan að samanlögð lengd drauganeta væri um 1.254 kílómetrar og þá miðað við net sem eru 600 sinnum 50 metrar. Írar leggja til atlögu gegn „drauganetum“ á Atlantshafi LÖGMENN sem gefa sjúkrahúsum í Bandaríkjunum ráð vegna mál- sókna sjúklinga í kjölfar mistaka, eru sumir hættir að segja þeim að neita sekt en gangast þess í stað við mistökum þegar þau hafi verið gerð. Segja þeir að ástæða þess að sjúklingur höfði mál sé oft að hann sé hneykslaður á því að reynt hafi verið að leyna mistökunum og hafi áhyggjur af því að sams konar at- burðir muni endurtaka sig. Þetta nýja viðhorf til læknamis- taka er nú við lýði á sjúkrahúsi Ill- inois-háskóla í Chicago, að sögn The New York Times. Tapas K. Gupta, 76 ára gamall krabbameins- skurðlæknir, segist nýlega hafa við- urkennt slæm mistök. Hann hafi fjarlægt hluta úr öðru rifi í konu en ætlunin hafi verið. „Eftir öll þessi ár get ég samt ekki gefið ykkur neina skýringu,“ sagði hann þegar hann ræddi við konuna og eiginmann hennar. „Þetta er bara nokkuð sem gerist. Ég hef í einhverjum mæli valdið þér skaða.“ Reynslan af þessari hreinskilni á spítölum er að sögn ráðamanna þeirra að minna er um málshöfðan- ir og útgjöld vegna skaðabóta hafa minnkað. Fleira en nýja stefnan getur þó hafa haft áhrif, m.a. að skaðabætur hafa almennt lækkað. Rannsóknir gefa til kynna að einn af hverjum 100 sjúklingum að með- altali fái óviðunandi meðferð. Borgar sig að biðjast afsökunar GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær grein í blaðinu Observer og varði þar af miklum ákafa tillögur stjórnvalda um að heimila tilraunir vís- indamanna með fósturvísa þar sem blandað er saman erfðaefni úr mönnum og dýrum. Markmiðið er að fram- leiða stofnfrumur sem síðan verði hægt að nota til lækn- inga á ýmsum hættulegum sjúkdómum. Allmargir þingmenn Verkamannaflokks ráðherrans eru á móti tillögunum, segja að verið sé að efna til „Frankenstein-vísinda“ og leika sér með sköpunarverk Guðs. Margir prestar hafa lýst andúð á tillögum stjórn- valda. En vinir Browns segja að málið hafi mikla persónulega merkingu fyrir hann vegna þess að yngri sonur hans er með sjaldgæfan, ólæknandi sjúkdóm, slímseigju. Ver stofnfrumurannsóknir Gordon Brown BENEDIKT 16. páfi hvatti í gær ríki heims til að gera alþjóðlegan samning um bann við klasa- sprengjum en alþjóðaráðstefna er að hefjast um vopn af þessu tagi í Dublin á Írlandi. „Við verðum að bæta fyrir mistök fortíðar og forð- ast að þau verði endurtekin í fram- tíðinni,“ sagði páfi. Fulltrúar frá um 100 ríkjum munu taka þátt í ráðstefnunni. Klasasprengjur eru þeirrar gerð- ar að skotið er hylki með aragrúa smásprengna innan í. Hylkið springur í nokkurri hæð yfir jörðu og dreifast litlu sprengjurnar um stórt svæði. Klasasprengjur verði bannaðar EYVIND Vesselbo, menningar- félagsfræðingur og þingmaður Venstre í Danmörku, telur að mikil umræða sem á sér nú stað um höf- uðklúta múslímakvenna geti leitt til þess að mikið bakslag verði varð- andi aðlögun múslíma að samfélag- inu. Umræðan sé við það að gera tíu ára starf að engu. Rekja megi það til framgöngu stjórnmálamanna að sífellt fleiri danskar múslímakonur velji að ganga með klút. Slæm umræða um klúta múslíma STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.