Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÉG TEL Ísland geta orðið mjög góða fyrirmynd fyrir íbúa Mós- ambík. Ég hef heimsótt Ísland tvisvar og dáist að því hvernig þið hafið tekist á við erfiðar aðstæður, landfræðilega, án þess að vera mjög fjölmenn þjóð. Þið notið auð- lindir ykkar vel og finnið ýmsar lausnir sem gera þjóðinni kleift að þróast. Slíkt getur verið öðrum þjóðum gott fordæmi,“ segir Fernanda Teixeira, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík, sem í gær flutti erindi um samstarf Rauða kross hreyf- ingarinnar á málefnaþingi Rauða kross Íslands. 70% undir fátæktarmörkum Hún segir aðstoð Rauða kross Íslands við landsfélagið í Mós- ambík hafa komið sér mjög vel. „Við vinnum saman að þróun- arverkefnum í tveimur byggð- arlögum þar sem reist hefur verið heilbrigðisaðstaða en við vinnum einnig saman að stuðningi við börn sem hafa orðið fyrir áhrifum af HIV, hafa annað hvort smitast sjálf eða misst foreldra sína vegna sjúkdómsins. Aðstoðin byggist einnig á því að byggja upp þekkingu og getu hjá starfs- mönnum okkar í hverju byggð- arlagi fyrir sig þannig að þegar samvinnuverkefnunum lýkur á hverjum stað geti okkar fólk hald- ið áfram starfinu. Slíkt er mjög mikilvægt og samstarf okkar við RKÍ hefur komið sér mjög vel.“ Teixeira segir Rauða krossinn í Mósambík vera frekar ungt félag, stofnað árið 1981. „Allt frá stofnun höfum við unnið við mjög erfiðar aðstæður, fyrst stríð og síðan hafa margoft riðið alvarlegar nátt- úruhamfarir yfir landið. Þótt vissulega séu þetta slæmar að- stæður hafa þær hins vegar orðið til þess að þróa hratt getu okkar til þess að takast á við erfiðar að- stæður. Hjá okkur starfa um 300 manns og við höfum yfir að ráða meira en 6 þúsund sjálfboðaliðum. Aðalstarfssvið okkar eru hamfarir, svo sem viðbrögð við hamförum og aðgerðastjórnun en jafnframt reynum við að fyrirbyggja afleið- ingar hamfara. HIV og alnæmi eru einnig ofarlega á baugi hjá okkur og í þeirri vinnu notum við heildarkerfisnálgun. Þá vinnum við mikið að öðrum heilbrigð- ismálum, t.d. hvað varðar hrein- lætismál og aðgengi að vatni, og umönnun. Ennfremur eru fátækt og menntun mjög mikilvæg verk- efni,“ segir Teixeira en að hennar sögn lifa um 70% mósambísku þjóðarinnar undir fátækt- armörkum þótt vissulega hafi staðan þó batnað á undanförnum árum þar sem miklar efnahags- framfarir hafa orðið. Marga skortir mat og vatn „Hagvöxtur á ári er um 8% en fátækt er enn mjög mikil og ljóst er að það mun taka mörg ár að leysa þau vandamál. Samkvæmt lífsgæðavísitölu Sameinuðu þjóð- anna er Mósambík eitt fátækasta ríki heims og það þarf að huga að mörgu. Reisa þarf sjúkrahús og heilsugæslustöðvar og mennta- stofnanir auk þess sem meirihluta þjóðarinnar skortir mat og hreint vatn. Árlega verða í landinu nátt- úruhamfarir, svo sem flóð, þurrk- ar og fellibyljir, sem halda aftur af þróun landsins,“ segir Fernanda Teixeira.  Framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík segir stuðning RKÍ við félag- ið hafa komið sér vel  Um 70% íbúa landsins lifa undir fátæktarmörkum Ísland getur orðið góð fyrirmynd Morgunblaðið/G. Rúnar Mósambík Fernanda Teixeira er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Hún segir erfiðar aðstæður í landinu hafa gert félaginu kleift að þróast hratt. Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson Erfiðar aðstæður Þeir sem bjuggu nærri Pngui-fljótinu þurftu að flytj- ast búferlum vegna flóða. Eftir stutta vist í Matua voru þeir komnir til nýrra heimkynna fyrir tilstilli Rauða krossins í Mósambík. KAUPTHING Singer & Friedlander, dótturfélag Kaupþings í London, hafði nýlega umsjón með skráningu og frumútboði á hlutabréfum þýska fyrirtæk- isins TGE Marine á AiM sprotamarkaðnum í kauphöllinni í London. TGE Marine mun aðeins vera annað þýska fyrirtækið sem skráð er á AiM mark- aðnum, sem ekki er ósvipaður First North markaði OMX-kauphallarinnar. Markaðsvirði félagsins er um 158 milljónir punda, jafngildi um 23 milljarða íslenskra króna en lítið hefur verið um nýskráningar í kauphallir heimsins á undanförnum mánuðum enda hlutabréfaverð í lágmarki. Kaupþing hefur umsjón með skráningu TGE Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir, ráð- herra félags- og tryggingamála, segir allrar athygli verða þá hug- mynd Kristínar Sólveigar Bjarna- dóttur og Sigríðar Halldórsdóttur að fólk með ólæknandi og ban- væna sjúkdóma fái sérstakan þjónustufulltrúa sem gætir hags- muna þess og réttinda. Sagt var frá hugmynd Krist- ínar og Sigríðar í Morgunblaðinu í gær en þær höfðu gert rann- sókn sem sýndi að fólk með ólæknandi og banvæna sjúkdóma kvartar undan erfiðri glímu við kerfið, sem síðan hefur mikil nei- kvæð áhrif á lífsgæði þess, sem þegar eru skert. Fólk í erfiðri aðstöðu „Ég ætla að biðja trygginga- og velferðarsvið hjá mér að skoða þetta mál í samráði við Trygginga- stofnun, og fá þeirra hug- myndir um hvernig best megi standa að þessu,“ segir Jó- hanna. „Margir sem eru með ólæknandi og banvæna sjúkdóma geta hrein- lega ekki séð sjálfir um sín mál. Þeir hafa jafnvel ekki krafta til að leita réttar síns í opinberu kerfi sem getur verið svifaseint og þunglamalegt.“ Margir þurfa að taka þátt Jóhanna nefnir að margar stofnanir kunni að þurfa að koma að lausn vandans, og nefnir auk Tryggingastofnunar félagsþjón- ustu sveitarfélaganna og Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna, enda hvíli fjárhagslegir erfið- leikar oft mjög þungt á þessum hópi. Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma Jóhanna Sigurðardóttir Skoðar möguleika á þjónustufulltrúa Eftir Birki Fanndal Haraldsson Í GÆRKVÖLDI gerði mikið flóð í lítilli dragá sem Þverá heitir og rofnaði Kísilvegurinn svokallaði (Hólasandsveg- ur) vegna þessa á tveim stöðum. Fyrst þar sem Þveráin fer undir veg í ræsi og síðan um 500 metrum neðar þar sem hún hefur sameinast annarri stærri á sem Geitafellsá er kölluð en í þeirri á var aðeins venjulegt rennsli. Á hvor- um stað fyrir sig eru vegaskemmdir á um 30–50 metra kafla og vegurinn ekki fær fyrr en viðgerð hefur farið fram. Flóðið sem hefur trúlega orðið við rof á snjóstíflu í ár- farveginum, var tekið að sjatna um klukkan níu í gær- kvöldi. Starfsmenn Vegagerðarinnar á Húsavík og Björg- unarsveitamenn voru á staðnum og höfðu lokað vegi við Grímsstaði í Mývatnssveit og hjá Langavatni. Þeir sem eiga erindi geta farið um Reykjadal og Aðaldal. Í dag mun Vegagerðin skoða betur skemmdirnar á veginum. Kísilvegur rofnaði skammt frá Geitafelli  Flóð í Þverá við Geitafell  Vegur í sundur á tveimur stöðum Morgunblaðið/Birkir Fanndal Flóð Vatnavextir urðu í Þverá með þeim afleiðingum að vegurinn varð undan að láta. Talið er að snjóstífla hafi rofnað með þessum afleiðingum. Veginum var lokað vegna skemmdanna og verður unnið að viðgerðum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.