Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 25 MINNING Látinn er í hárri elli, 95 ára, Jón Ingvarsson bóndi á Skipum í Stokkseyrarhreppi. Vil ég leyfa mér að minn- ast hans hér í blaðinu. Jón var fædd- ur á Skipum og ólst þar upp í fjöl- mennum systkinahópi. Á æskuheimilinu var margt að iðja og stundaður þar jöfnum höndum land- og sjávarbúskapur. Húsráðendur voru í fremstu röð að dugnaði og jafn- an reiðubúnir að taka upp nýjungar í búskap sínum. Æskuheimili sitt studdi Jón með störfum sínum heima og heiman. Ungur að aldri varð hann sjómað- ur á vélbátum, fyrst á Stokkseyri en síðar í Keflavík og Vestmannaeyjum en síðast á björgunarskipinu Sæ- björgu. Næstu árin stundaði Jón akstur, fyrst á eigin bifreiðum en lengst og mest á bifreiðum Kaup- félags Árnesinga. Var á þessum árum ör uppbygging þéttbýlis á Selfossi. Komst Jón til áhrifa í hinu nýja sam- félagi og var meðal annars kosinn í fyrstu sveitarstjórn Selfosshrepps 1947. Árið 1949 urðu þáttaskil í lífi Jóns Ingvarssonar. Þá hóf hann bú- skap á Skipum með eiginkonu sinni, Ingigerði Eiríksdóttur. Bjuggu þau fyrst á þremur fjórðu hlutum jarð- arinnar en síðan á henni allri. Þeirra hjóna beið mikið starf en á fáum ár- um risu af grunni öll hús yfir fólk, búfé og fóður og tún voru stækkuð svo sem hæfði stórbúi. Varð búið á Jón Ingvarsson ✝ Jón Ingvarssonfæddist á Skipum í Stokkseyrarhreppi 28. ágúst 1912. Hann lést á hjúkrunardeild Kumbaravogs 8. maí sl. Útför Jóns var gerð frá Stokkseyr- arkirkju 17. maí sl. Skipum á fáum árum eitt hið stærsta og af- urðamesta á Suður- landi og Jón í tölu bestu ræktunar- manna í öllum grein- um landbúnaðarins, túnrækt, garðrækt og búfjárrækt. Þau hjón voru sam- hent við bústörfin og Ingigerður bjó þeim rausnarheimili þar sem gestrisni var í há- vegum höfð. Jón á Skipum var vel máli farinn og ágætlega ritfær. Skólun sína í þeim efnum fékk hann í ung- mennafélagi sveitar sinnar þar sem hann í æsku var ötull liðsmaður og til forystu valinn. Síðar á ævinni lét hann til sín taka í málefnum bænda, átti lengi sæti í stjórn búnaðarfélags sveitar sinnar og Fulltrúaráði Mjólk- urbús Flóamanna. En fyrst og fremst var Jón á Skipum maður starfsins. Ævistarf hans, búskapurinn, var honum hvortveggja í senn nauðsyn og skemmtun. Honum var það lán léð að hafa sanna starfsgleði í lífi sínu en starfsgleðin er öllum skemmtunum æðri. Jón hélt andlegri heilsu og skörp- um skilningi til æviloka. Hann var í raun lifandi sönnun þess að afkasta- mikið og iðjusamt ævistarf er hollt hverjum hraustum manni. Þó fór svo að ellin sótti fast að. Síðast dvaldi hann að hjúkrunarheimilinu Kumb- aravogi við gott atlæti sem hann kunni að meta. Ástvinum hans er hér vottuð samúð. Ber þá sérstaklega að hugsa til eftirlifandi eiginkonu sem liggur á sjúkrabeði þrotin að kröft- um. Ég vil þakka hinum látna góð kynni og margar góðar stundir heima á Skipum. Nú á kveðjustund bið ég honum fararheilla og guðs blessunar. Helgi Ívarsson. ✝ Ástkær faðir og fósturfaðir, ÞÓRARINN JÓN SIGURMUNDSSON vélstjóri, áður Nýbýlavegi 40, Kópavogi, lést fimmtudaginn 15. maí á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar. Gústaf Örn Þórarinsson, Hannes (Hannu) Ólafsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGRÍMUR JÚLÍUS HALLDÓRSSON, Lækjargötu 26, Hafnarfirði, áður Svöluhrauni 10, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 17. maí. Jarðaförin auglýst síðar. Þuríður Þórarinsdóttir, Ingi Þór Þorgrímsson, Margrét Jóna Jónsdóttir Sigrún Björg Þorgrímsdóttir, Helgi Marteinn, Hlín, Guðlaugur, Jóhann Óli, Elisabet María, Katrín Þórey og Húnbogi Bjartur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR RUNÓLFSSONAR mjólkurfræðings, Hátúni 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Mjólkurfræðingafélagi Íslands. Runólfur Sigurðsson, Þórunn Sóley Skaptadóttir, Þórdís Marie Sigurðardóttir, Halldór Hjaltason, afabörn og langafabörn. Ökumaður Aðstoðarökumaður Bifreið 1 Sigurður Bragi Guðmundsson Ísak Guðjónsson N Mitsubishi Evo 7 2 Pétur S. Pétursson Heimir S. Jónsson N Mitsubishi Evo 6 3 Marian Sigurðsson Jón Þór Jónsson N Mitshubishi Evo 5 4 Jóhannes V. Gunnarsson Björgvin Benedikts N Mitsubishi Evo 7 5 Fylkir A. Jónsson Elvar S. Jónsson N Subaru Impreza STI 6 Sigurður Óli Gunnarsson Hrefna Valgeirsdóttir N Toyota Celica GT4 7 Valdimar Jón Sveinsson Ingi Mar Jónsson N Subaru Impreza WRX 8 Henning Ólafsson Gylfi Guðmundsson M1 Toyota Corolla 9 Guðmundur S. Sigurðsson Ingimar Loftsson J12 Mitshubishi Pajero 10 Kjartan M. Kjartansson Ólafur Þ. Ólafsson M1 Toyota Corolla 11 Ólafur I. Ólafsson Sigurður R. Guðlaugs M1 Toyota Corolla 12 Reynir Þ. Reynisson TBN J12 Toyota Hilux 13 Ásta Sigurðardóttir Steinunn Gustavsd. J12 Jeep Grand Cherokee 14 Gunnar F. Hafsteinsson Jóhann H. Hafsteins 2fl Ford Focus RALL Eftir Jóhann A. Kristjánsson Fyrsta rallkeppni sumarsins fór fram um helgina og voru tíu sérleiðir í rall- inu, samtals 108,1 kílómetri. Rallið hófst á föstudagskvöldið á tveimur sérleiðum sem eknar voru innan- bæjar í Hafnarfirði. Síðan tók Djúpa- vatnsleið og þar fór að skilja á milli keppenda í flestum flokkum. Seinasta sérleiðin á föstudeginum var Kleif- arvatn. Á laugardeginum byrjaði rall- ið á sérleið um Hengilinn en síðan tók Lyngdalsheiði við en hún var ekin fjórum sinnum. Rallinu lauk svo á Henglinum til vesturs. Tuttugu áhafnir hófu keppni á föstu- deginum og hafa aldrei jafn margir, jafn öflugir bílar verið í ralli á Íslandi. Það er því ljóst að keppnin um Ís- landsmeistaratitlana í ár verður jöfn, hörð og skemmtileg og ljóst að allt getur gerst. Stútuðu millikassanum Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson náðu forystunni í opnum flokki og í Grúppu N á Djúpavatns- leiðinni og voru með einnar mínútu og tíu sekundna forystu eftir fyrri daginn. Þeir stóðu því vel að vígi seinni keppnisdaginn og töldu sig mega tapa tíu til fimmtán sekúndum á hverri leið og halda samt foryst- unni. Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson pressuðu vel á Jón Bjarna og Borgar á fyrstu leið- inni yfir Lyngdalsheiðina og tókst þar að taka níu sekúndur af þeim. Þeir ætluðu sér síðan að auka þrýst- inginn á forustubílinn í næstu þremur ferðum yfir heiðina enda má segja að Sigurður Bragi sé þar á heimavelli. Honum hefur yfirleitt gengið vel á Lyngdalsheiðinni á 24 ára keppn- isferli sínum og náð góðum tímum. Lánið lék ekki við Jón Bjarna og Borgar í upphafi sjöundu sérleiðar, vestur yfir Lyngdalsheiðina því þeir brutu millikassann í Mitsubishi Lanc- er Evo 7-bíl sínum strax í startinu. Sigurður Bragi og Ísak tóku þá for- ystuna og tókst að halda henni þrátt fyrir áhlaup Péturs S. Péturssonar og Heimis S. Jónssonar sem gerðu harða hríð að þeim. Þeir Pétur og Heimir voru að keppa á fjór- hjóladrifsbíl í fyrsta sinna en eru ekki óvanir ralli því þeir urðu Íslands- meistarar í einsdrifs flokki í fyrra. Sigruðu á 21 árs bíl Keppnin í öðrum flokkum var einn- ig hörð og spennandi. Í einsdrifs- flokki sigruðu Henning Ólafsson og Gylfi Guðmundsson. Þeir kepptu á Toyota Corolla en þeir tóku foryst- una á Djúpavatni og héldu síðan áfram að bæta við forskot sitt á laug- ardeginum í harðri keppni við Gunn- ar F. Hafsteinsson og Jóhann H. Haf- steinsson á Ford Focus. Pressunni létti nokkuð á Henning og Gylfa þeg- ar Focusmenn sprengdu dekk á Lyngdalsheiðinni. Pajero-sigur í jeppaflokki Í jeppaflokki voru Guðmundur S. Sigurðsson og Ingimar Loftsson nokkuð öruggir sigurvegar. Þeir náðu forystu á Djúpavatni sem þeir héldu út rallið og höfðu efni á að ein- beita sér að þéttum og öruggum akstri seinni daginn en það skilaði þeim sigri í sínum flokki. Sigurður Bragi og Ísak sigra Óheppni Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson á Mitsubishi Lancer Evo 7 tóku forystu í keppninni í upphafi en duttu út á Lyngdalsheiðinni þegar þeir brutu millikassa. Efstir Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitsubishi Lancer Evo 7 innsigla hér sigur sinn í fyrstu umferð Íslandsmeistaramóts- ins á Hengilsleiðinni í vestur. Góðir Henning Ólafsson og Gylfi Guðmundsson lögðu grunn að sigri sínum í eindrifsflokki með fantagóðum akstri á Djúpavatnsleið á föstudagskvöldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.