Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 19
Verðbólga og veikt gengikrónunnar er þegar fariðað svíða í buddum margraþeirra sem borga af fast- eignum, bílum og fleiru. Margir þurfa að endurskipuleggja fjármál sín og þótt erfitt geti verið að viðurkenna það dugar eigið brjóstvit oft skammt í glímunni við skuldapúkann. Ráðgjafarstofa um fjármál heim- ilanna veitir ókeypis ráðgjöf fólki sem á í greiðsluerfiðleikum og að sögn Ástu S. Helgadóttur forstöðumanns hafa ráðgjafar stofunnar fundið að undanförnu fyrir aukinni þörf fólks fyrir aðstoð með fjármálin. „Það voru 40 manns á biðlista hjá okkur í síð- asta mánuði og maímánuður er full- bókaður en við bókum ekki langt fram í tímann.“ Hún segir mikinn mun á því hvort fólk vilji einfaldlega taka til í fjármál- unum hjá sér og draga úr útgjöldum eða hvort viðkomandi sé í bullandi mínus sem stöðugt vindur upp á sig. „Fyrstu skrefin eru að hafa yfirsýn yfir fjármálin en oft lendir fólk í erf- iðleikum af því að það missir yfirsýn- ina. Hluti af því er að halda heim- ilisbókhald og sjá hvar hægt er að skera niður. Oft kemur fólki á óvart í hvað peningarnir fara þegar upp er staðið. Það er líka gott að hafa þessa yfirsýn til að geta tekið sveiflum í út- gjöldum og eins til að hafa betri möguleika til að spara.“ Hún bendir á að á heimasíðu stof- unnar sé form fyrir heimilisbókhald sem fólk getur nýtt sér og þar má einnig finna góð ráð sem geta nýst við að koma betra lagi á fjármálin. Bera fyrir sig vankunnáttu Sé fólk beinlínis komið í greiðslu- erfiðleika þarf ítarlegri endurskoðun fjármálanna til. „Þá þarf að athuga lausnir eins og hvort hægt sé að lengja lán eða skuldbreyta þeim. Eitt ráðið er að kanna lánauppbygg- inguna og lánasamsetninguna. Við finnum fyrir því að fólk gerir sér oft enga grein fyrir því hvað vextir eru háir – það veit bara að það er með yf- irdrátt en ekki að hann beri t.d. 25% vexti. Oftast er hagstæðast að breyta þessum óhagstæðum lánum yfir í langtímalán. Í fyrra báru 16% um- sækjenda um ráðgjöf fyrir sig van- kunnáttu í fjármálum.“ Ásta bætir því við að ástæður þess að fólk lendi í greiðsluerfiðleikum séu ákaflega misjafnar og lausnirnar ólík- ar eftir því. „Það skiptir t.d. miklu máli hvort fólk er í tímabundnum erf- iðleikum eða hvort þetta sé eitthvað sem hefur undið upp á sig í mörg ár. Einnig skiptir staða viðkomandi gagnvart kröfuhöfum sínum miklu máli. Við skoðum þessa heildarmynd, hvaða úrræði eru fyrir hendi í þjóð- félaginu og samningsvilja kröfuhafa. Sé viðkomandi með lán frá Íbúða- lánasjóði er t.d. hægt að sækja þar um sveigjanlegri greiðslur vegna greiðsluerfiðleika, frestun á þeim, lengingu lána og fleira en þessi úr- ræði byggjast á reglugerð nr. 584/ 2001. Hafi fólk lent í veikindum er t.d. hægt að sækja um lækkun á tekju- skattsstofni og útsvari. Það skiptir líka máli hvað fólk er sjálft tilbúið að gera. Stundum er staðan sú að það þarf hreint og beint að selja húseign- ina áður en hún fer á nauðungarsölu og fólk er ekki alltaf tilbúið til þess, jafnvel þótt það borgi svo mikið af henni að það væri í raun og veru hag- stæðara að vera á leigumarkaðinum. Því má ekki heldur gleyma að það er dýrara að láta selja ofan af sér heldur en að selja sjálfur á frjálsum mark- aði.“ Fyrstu skrefin oft erfið Hún segir mismunandi hversu mikinn árangur fólk sér af end- urskipulagningu fjármála sinna. „Aft- ur komum við inn á hvað fólk er sjálft tilbúið að leggja mikið á sig, því við veitum einungis ráðgjöf. Eins er mis- jafnt hvað fólkið sem kemur til okkar er með sviðna jörð í kringum sig. Hafi það alltaf staðið í skilum fram til þess hefur það áhrif á hvað kröfuhafarnir eru tilbúnir til að ganga langt til að aðstoða. Eins virkar mjög jákvætt á kröfuhafa að heyra að fólk hafi leitað hingað því þá vita þeir að það ætlar að gera eitthvað í sínum málum.“ Þeir sem búa á höfuðborgarsvæð- inu geta einfaldlega hringt í Ráðgjaf- arstofu og yfirleitt koma þeir í kjöl- farið í tvö viðtöl hjá ráðgjafa. Þá fara ráðgjafar tvisvar í mánuði til Ak- ureyrar og taka þar viðtöl á skrifstofu fjölskyldudeildar bæjarins. Aðrir sem búa á landsbyggðinni geta póst- sent mál til stofunnar en þá hringir ráðgjafi og fær nánari upplýsingar áður en viðkomandi fær tillögur sendar til baka í pósti. „Eins erum við með símaráðgjöf alla daga og net- spjall á heimasíðu okkar og margir panta tíma í gegnum það. Svo má senda tölvupóst svo það á ekki að vera hindrun að ekki sé hægt að ná í okkur.“ Ásta bætir við að það geti verið fólki erfitt að leita til stofunnar. „Auð- vitað finnum við að mörgum finnast það þung skref. Oft þurfa þeir að gera fleiri en eina tilraun – panta tíma en koma svo ekki eða hringja aftur og aftur. Þá kemur símaráð- gjöfin og netspjallið sér vel því þar er hægt er að forvitnast um hvort ráð- gjöf okkar sé eitthvað sem hentar við- komandi. Við finnum hins vegar að því fylgir mikill léttir þegar viðkom- andi kemur loksins og horfist í augu við vandann. Þá er fyrsta skrefið stig- ið til lausnar.“ ben@mbl.is Léttir að horfast í augu við vandann Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Forstöðumaður Ásta S. Helgadóttir segir marga leita eftir aðstoð hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Það harðnar á dalnum hjá Íslendingum, a.m.k ef marka má fjölmiðla- umræðu undanfarnar vikur, og þeim fjölgar sem standa frammi fyrri því að þurfa að taka til í peningamálum sínum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir leitaði leiða til að koma skikki á fjármálaóreiðuna. Það eru fleiri leiðir til að endurskipuleggja fjár-málin en að leita til Ráðgjafarstofu um fjármálheimilanna, ekki síst ef fólk er ekki í þeim mun meiri greiðsluerfiðleikum. Þjónustufulltrúar bankanna hafa reynst hjálplegir við slíkt og undanfarna mánuði hefur Byr sparisjóður t.a.m. auglýst þjónustu undir nafninu „Fjárhagsleg heilsa“. Ein þeirra sem hafa nýtt sér þetta er Sigrún Stein- arsdóttir, einstæð móðir sem glímdi við að ná endum saman um hver mánaðamót. „Ég vildi skipta um banka og leist vel á Byr, ekki síst fyrir smæðina. Þegar ég var að skoða þetta ákvað ég að taka „heilsuprófið“ á heimasíðu Byr og í framhaldinu hafði þjónustufulltrúi þeirra samband við mig. Hann fór svo í gegnum mín fjármál með mér og kom með tillögur að bótum.“ Niðurstaðan varð sú að mánaðarleg greiðslubyrði Sigrúnar minnkaði um 15-20 þúsund krónur. „Það sem skipti mestu var að við sameinuðum lán sem ég var með – lán sem ég hafði tekið vegna náms og yfirdrátt- arheimild – í eitt, lengra lán. Eins fór ég í greiðsluþjón- ustu hjá þeim sem ég hafði ekki verið í áður svo greiðslubyrðin er núna jöfn um hver mánaðamót. Í fyrsta skipti gat ég stofnað sparnaðarreikning og legg nú alltaf aðeins til hliðar. Þar skiptu sköpum þessar 15- 20 þúsund krónur sem ég borgaði áður í vexti.“ Hún segir ekki hafa verið um það að ræða að skafa utan af föstum útgjöldum, t.d. með því að segja upp áskriftum eða öðru. „Ég var búin að öllu slíku áður og var ekki með neinn óþarfa. Mín föstu útgjöld eru ein- faldlega sími, rafmagn, húsaleiga, leikskóli og annað sem allir þurfa að borga.“ Sigrún bætir því við að þetta hafi breytt miklu fyrir fjármál hennar. „Áður gat þetta verið svolítið strembið en núna sé ég miklu betur út úr mánuðinum.“ Sameinaði lán og lækkaði greiðslubyrði Morgunblaðið/Frikki Breyting „Í fyrsta skipti gat ég stofnað sparnaðar- reikning og legg nú alltaf aðeins til hliðar,“ segir Sigrún. www.byr.is  Náðu góðri yfirsýn og skipulagi yfir fjármálin.  Settu þér markmið um sparnað – mundu að margt smátt gerir eitt stórt.  Kannaðu tekjur og útgjöld fjöl- skyldunnar – haltu heimilisbók- hald. Hafðu strax samband við kröfu- hafa ef þú nærð ekki að standa í skilum.  Ekki eyða um efni fram.  Hafðu yfirsýn yfir kortanotkun þína – ekki láta reikningana koma þér á óvart.  Kannaðu lánauppbyggingu hjá þér og hvort einhverju sé hægt að breyta.  Kannaðu kostnaðinn við að taka lán.  Það er dýrt að vera í vanskilum.  Ef þú ætlar að gangast í ábyrgð fyrir skuld annarra – skaltu kanna rétt þinn áður.  Stattu í skilum og haltu þig frá vanskilalistum. Viðskiptasaga þín í bankanum skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Heimild: Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna. www.rad.is |mánudagur|19. 5. 2008| mbl.is Stjórnun og rekstur ríkisstofnana Miðvikudaginn 21. maí nk. stendur fjármálaráðuneytið fyrir ráðstefnu um stjórnun og rekstur ríkisstofnana í tilefni af vali á ríkisstofnun til fyrirmyndar sem fór fram 14. maí sl. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel og stendur frá kl. 13 - 16. Kl. 13.10 Af hverju að velja ríkisstofnun til fyrirmyndar? Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. Kl. 13.20 Að vera til fyrirmyndar - hvað þarf til? Árni Sigfússon, form. valnefndar fjármálaráðherra 2008. Kl. 13.40 Stjórnun og rekstur fyrirmyndastofnunar 2008. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Kl. 14.10 Að takast á við breytingar. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Kl. 14.30 Eiga nútíma stjórnunaraðferðir við í rekstri smárra ríkisstofnana? Guðlaugur Einarsson, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Kl. 14.50 Kaffiveitingar. Kl. 15.20 Mikilvægi kostnaðargreiningar í rekstri. Margrét I Hallgrímsson, sviðstjóri hjúkrunar og Hildur Harðardóttir, sviðstjóri lækninga, Kvennasviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Kl. 15.40 Samræming eftirlits og þjónustu. Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri. Kl. 16.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri er Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Dagskrá: daglegtlíf Nokkur góð ráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.