Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 5
„Ég er rómantíker, ég hef alltaf verið rómantíker,“ hélt hann fram þarna við eldhúsborðið. Hann var það alla vega 1974 þegar hann samdi tríóið Plutot blanche qu azuree undir áhrifum af fögrum degi í fallegu landslagi á eynni Langalandi við Danmörku. Zenit (punkturinn á himnahvelfingunni beint fyrir ofan mig) verður til þá er G-dúrhljómurinn brýst fram og hinum langa hægfara endi er vel hægt að sjá fyrir sér sól- arlagið. Af hita og linkuleg flýtur tónlistin fram í nýróm- antískt dagsljós. Önnur rómantísk tjáning, af sótthita, eirð- arlaus brýst út í hinni undarlegu senu Xanties fyrir flautuleikara og píanóleikara, með rætur í myrkum frásagn- arhluta úr bókinni A la rechercher d’un temps perdu (Í leit að glötuðum tíma) eftir Marcel Proust þar sem sagt er frá sveimhugum næturinnar. „Þetta er eins og söngur einhyrn- ingsins og jómfrúarinnar, eins og söngur asnans og uxans.“ Asninn og uxinn koma einnig fyrir í hinu sérstæða píanó- verki Gloría frá 1981. Trúarlífið og þá einkum hin kaþólska kirkja hefur heillað Atla allt frá þeim tíma er hann dvaldist sem ungur stúdent í klaustri í Þýskalandi. Í Gloríu sameinast náttúrulýrik og trúarleg málefni, hér er hugleiðing án orða um jólaguðspjallið ,,Gloría in exelsis“ það er lofsöngur engl- anna við fæðingu frelsarans. Ég velti fyrir mér hvernig þessi söngur gæti hafa hljómað söngur englanna, himintunglanna, alheimsins, vögguvísa, nocturen, sálmur; allt í einu. Gloría sveiflast milli tveggja tjáningarforma – ekki síst hinna róm- antísku- og efnisgerir ,,söng asnans og uxans“ í keðjusöng á móti hæstu og lægstu registur píanósins. (í keðjusöng með hæstu og lægst hljómum píanósins). „Ég veit að stór hluti tónlistarhefðar okkar er að finna inn- an trúarbragðanna. Öll trúarstarfsemi hefur eitthvað með tónlist að gera. Kaþólska messan er sjónarspil og helgiathöfn, hún er hluti af hefðum okkar. Palestrina, Josquin. Og Bach sem er miðdepill hefðar okkar og upplifun. En í kaþólsku kirkjunni er mikil hefð fyrir hugleiðslu.“ Í tónlist Atla gefst víða tækifæri til þess að staldra við „Frá hinum þýska heimi“. Dal regno del silenzo er talandi titill á stykki sérstaklega sömdu fyrir Erling Blöndal Bengtsson. Innhverfum segulmögnuðum krafti hljómar hið einstæða „Þér hlið lyftið höfðum yðar“. Sjötíu og fimm mínútuna löng hugleiðsla yfir 24. Davíssálmi samið fyrir klarinettuleikarann Einar Jóhannesson. Hér rísa bogar hugsana og tilfinninga hægt þar til þeir verða að háum hvelfingum og tjáningin verður hrein og tær. Í besta falli getur listin vakið andann til lífs í hjörtum vor- um. Það er frumtilangur þessa verks,“ skrifar Atli. Kórverkið Haustmyndir, fyrir Hamrahlíðarkórinn, við ljóð Snorra Hjart- arsonar um tregafull viðbrögð þess er eldist í landslagi haustsins: í tuttugu mínútur hugleiðir kórinn yfir aðeins ein- um hljómi, meðan ný orð ljóðsins og tónar melódíunnar koma fram á sjónarsviðið sjaldgæf; músíkalskt flæði fylgir tímanum til endalokanna. Í Óði steinsins varpar Atli fram þrjátíu róm- antískum hugleiðingum eins og á talnabandi fyrir píanó, flutn- ingur og þverskurður steina frá norðanverðu Íslandi. Form þetta minnir á píanóverk Schumanns og Chopin. Umfangsmesta rannsókn hans á hlutverki mannsins í til- verunni er líklega óratórían Tíminn og vatnið sem byggist á ljóðaflokki Steins Steinars. Einstakt form og tjáning. Efniviður sá sem Atli notar í sína tuttugu söngva og tutt- ugu millikafla gefur góða mynd af tíðarandanum og sömuleið- is dettur manni í hug að ljóðin og tónlistin hafi upphaflega átt að verða ballettverk: 24-radda kór, þrír einsöngvarar, kamm- erhljómsveit með saxófón, gítarkvartett, harmonikku, raf- magnsorgeli, hörpu og sembaló. Hér er talnabandið aftur nýtt eða skráin – eða öllu heldur hviksjáin – sem mót fyrir myndir af „draumaveröld með ást, haf, Guð og tilganginum með til- gangsleysi lífsins“. Þrátt fyrir að vera ör eins og manía í margbreytileikanum getur Tíminn og vatnið orkað eins og hugleiðsla á íhugul eyru. Eftir að Atli er orðinn þroskaður maður og kominn með al- hliða reynslu sem tónskáld og eftir góða þjálfun í að semja tónlist fyrir leiksviðin í Reykjavík vindur hann sér að sviðs- tónlistinni og skapar japanskan Noh-leik sem gerist í nútím- anum – með einfaldleika og expressjónískri tjáningu. Hér er um átakanlega ástarsögu milli fegurðardísar og ófreskju að ræða. Silkitromman er skrifuð fyrir örfáa söngvara, kamm- erhljómsveit og rafhljóðfæri. Stór mikilvæg atriði eru sungin án leiðsagnar hljóðfæra og með stórfenglegum einfaldleika málar hann í lokaatriðinu upp landamæri ríkja lifandi og dauðra með einum útdregnum hljómi. Silkitromman var sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 1982, feikna vinsæl og síðar upp- færð í Venesúela. Þegar sama ár tók Atli Heimir Sveinsson til við að semja sjónvarpsóperuna Vikivaki sem var norrænt samstarfsverk- efni. Vikivaki byggist á skáldsögu með súrrealísku ívafi og sögu eftir Gunnar Gunnarsson og á rætur sínar í íslensku skaplyndi og hinu dulræna og er því enginn munur gerður á draumi og veruleika. Silkitromman er alger andstæða Viki- vaka sem er verk kórs og hljóðfæraleikara með eina persónu í forgrunni. Víkivaki er margslungið verk með þéttri mús- íkdramatískri formgerð, sniðið með fléttutækni (montage- tækni) sem getur minnt á Stravinsky. Allt aðra nálgun og tjáningu er að finna í kammeróperunni Tunglskinseyjan sem frumflutt var í Peking árið 1996, þetta er leikhús einfaldleikans, ætlað þremur röddum, litlum hljóð- færahóp, strengjakvartett, harmonikku og hljóðgervli. Hér er um að ræða rómantíska sögu sem á að gerast á kelt- nesku eyjunum á tímum víkinga fyrir landnám á Íslandi. Ræt- urnar er að finna í keltneska draumnum um land sólarlagsins þar sem hvorki er sorg né dauða að finna. Þetta er nakin tón- list með skýrri framsögn með sérstaklega vel útfærðri hljóð- færainnkomu sem myndar umhverfi kammertónlistar og no- leikstílsins fyrir tjáningu raddarinnar. Söngurinn spannar svið er nær frá einfaldleika þjóðlagsins til margbreytileika óp- erunnar. Tengsl Atla Heimis Sveinssonar við Ísland og hið íslenska eru margra vídda. Skólun hans á meginlandinu, alþjóðlegt tengslanet og sjónarhorn ver hann þröngsýni þjóðernisstefn- unnar og sveitamannsins. En þegar við fyrir löngu ræddum um það hvar nafla alheimsins væri að finna – Ameríku, Sovj- ét, Evrópu eða Kína – sagði hann: „Nei, nafli alheimsins er Ísland“ og hélt langar og djúpar útleggingar um íslenska menningu. Landslag Íslands, íslensk menning og íslensk vit- und eru ómissandi leiðarstikur í meðvitund hans. Í raun birt- ist Íslendingurinn Atli Heimir Sveinsson í óteljandi tón- smíðum fyrir íslenska kóra, þar má nefna Hamrahlíðarkórinn, og í sönglögum Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benedikts- sonar. Lítið óvenjulegt framlag til karlakórslaga kom árið 1980 þegar Atli Heimir samdi lag fyrir karlakórinn Fóstbræður, lag við kvæði Þorsteins frá Hamri sem hann samdi upp úr hinu forna Grotta-kvæði. Það voru pólitísk mótmæli gegn arð- ráni kapítalismans á verkalýðnum. Hið pólitíska er efniviður- inn, en það var og pólitískur gjörningur að koma með þetta í nútímalegu formi handa karlakórum sem eru jú hluti íhalds- samrar hefðar. Allt aðra leið sýnir hann með því að semja Glenn Miller-tónlist fyrir söngleikinn Land míns föður sem fjallaði um Ísland í síðari heimsstyrjöldinni og um það þegar Íslendingar kynntust lífsstíl og tónlistarvenjum breskra og amerískra hermanna. Atli hefur sagt að hann sé pólitískt virkt tónskáld. Hver tónsmíð er pólitískur gjörningur. Hvort heldur það er fag- urfræðileg kammermúsík eða einföld tónlist til nota fyrir leik- hús, flókin ópera eða sjúklega skemmtileg leikatriði eins og Iceland-Rap. Orð Maos: látið þúsund blóm blómstra, hefur hann augljóslega haft að leiðarljósi um hvernig hann ætti að starfa í íslensku samfélagi. Sjálfur hefur hann plantað miklu meiru. Aðspurður hverja hann mæti mest í íslenskri tónlist svarar Atli heima við eldhúsborðið: Ég ólst upp við lög Sigvalda Kaldalóns. Hann var læknir í Flatey og mamma nam píanóleik hjá honum. Það eru Kalda- lóns og Jón Leifs sem ég hef haft mestan áhuga á. Ég elska hið ljóðræna hjá Kaldalóns. Og Stockhausen! Elísabet Brekkan þýddi. …“ Morgunblaðið/Kristinn Atli Heimir „Tengsl hans við Ísland og hið íslenska eru margra vídda. Skólun hans á meginlandinu, alþjóðlegt tengsl- anet og sjónarhorn ver hann þröngsýni þjóðernisstefnunnar og sveitamannsins.“ » Atli hefur sagt að hann sé pólitískt virkt tónskáld. Hver tónsmíð er póli- tískur gjörningur. Hvort heldur það er fagurfræðileg kammermúsík eða einföld tónlist til nota fyrir leikhús, flókin ópera eða sjúklega skemmtileg leikatriði eins og Iceland-Rap. Orð Maos: látið þúsund blóm blómstra, hefur hann augljóslega haft að leiðarljósi um hvernig hann ætti að starfa í íslensku samfélagi. Sjálfur hefur hann plantað miklu meiru. Göran Bergendal er fæddur 1938, tónlistarfræðingur, aðaláhugamál sænsk og íslensk tónlist. Hann hefur starfað við tónlistardeild sænska ríkisútvarpsins og hjá Rikskonserter. Fyrr á þessu ári kom út ævisaga eftir hann um sænska tónskáldið Ingvar Lindholm. Gör- an hefur frá árinu 1972 fylgst grannt með þróun tónlistar á Íslandi og útbýr nú nýja útgáfu af bókinni New Music in Iceland (1991). MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.