Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 16
Eftir Gunnar Stefánsson Þ röstur Helgason skrifar grein í Lesbók 6. september, þar sem hann rekur dæmi um að sér hafi leiðst lestur nokkkurra klassískra bóka og fær rithöf- unda til að gefa umsagnir af sama toga inni í greininni. Til hliðar eru vitnisburðir þriggja nafn- kunnra bókalesenda. Mest fer fyrir yfirlýs- ingu Kolbrúnar Bergþórsdóttur þess efnis að ekki sé einn hreinn tónn í Brekkukotsannál, ekkert í bókinni sé ekta, hvorki persónur né stíll. Bókin er nánast óbærilega leiðinleg að hennar sögn. Þrátt fyrir öll þessi leiðindi hef- ur Kolbrún lesið hana fjórum eða fimm sinn- um í þeirri von að hún skáni! Það má hafa gaman af sleggjudómum Kolbrúnar; hún hef- ur reyndar verið dugleg að henda lítilsvirð- ingarorðum að höfundum sem gengnir eru, notaði meira að segja aldarafmæli eins sem tilefni til þess um árið. En hver veit nema Kolbrún ætti að gera enn eina tilraun til að átta sig á Brekkukotsannál, kannski líka þeirri „leiðinlegu og kjánalegu“ bók Vef- aranum mikla frá Kasmír. Hún gæti haft gagn af skrifum manna sem ég veit að hún metur mikils um Brekkukotsannál, til dæmis Kristjáns Karlssonar í Nýju Helgafelli eða Sigfúsar Daðasonar, í ritgerðasafni hans. Það hefur líklega verið Kolbrún sem gaf Þresti hugmyndina að þessu tiltæki, með því að safna sleggjudómum um bókmenntir frá ónafngreindu fólki í blöð og tímarit fyrir mörgum árum. En það má alltént virða það við Kolbrúnu að hún er hreinskilin og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það sama verður ekki sagt um Soffíu Auði Birgisdóttur. Gat hún virkilega ekki fundið þungvægari „klassík“ til að hnjóða í en Sögur Rannveigar eftir Einar H. Kvaran, skáldsögu sem er nokkurn veginn alveg gleymd? Einar Kvaran var merkur höfundur á sinni tíð, nokkuð móralskur að vísu, sem er auðvitað galli frá sjónarmiði póstmódernista sem forð- ast skoðanir eins og heitan eldinn, og ágætur smásagnahöfundur var hann eins og Soffía raunar viðurkennir. Jón Ólafsson telur Don Kíkóta leiðinlegan, jafnt á ensku sem í þýðingu Guðbergs og geri ég ekki athugasemdir við það, né heldur orð Braga Ólafssonar rithöfundar inni í grein Þrastar; hann telur Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr á afar gráu svæði, þetta sé rembingur með köflum, engu líkara en Steinn sé að grínast, segir hann. Hér kem ég að hinu eiginlega tilefni þess- ara fáu orða. Það eru dómar ónafngreindra Af huglausum rithöfundum og „leiðinlegri klassík“ Hvað er að vera rithöfundur? Er það ekki í því fólgið að kannast við hugmyndir sínar, lífsskoðanir og álit á mikilvægum hlutum og ganga fram fyrir þjóð sína með greinargerð fyrir öllu þessu? spyr greinarhöfundur sem undrast mjög það hugleysi rithöfunda að segja skoðanir sínar á klassískum bók- menntaverkum í skjóli nafnleysis. Tilefnið er grein sem birt var í Lesbók fyrir skömmu um leiðinlegustu klassíkina. Höfundur er útvarpsmaður. kollega Braga, rithöfunda, sem Þröstur til- færir, annars sem segir um Sjálfstætt fólk að það sé „of stór og yfirþyrmandi snilld“ og hins sem segir, að Bréf til Láru sé hvorki fugl né fiskur, og reyndar fleira um þá bók sem ég hirði ekki að endurtaka. Hvað er að vera rithöfundur? Er það ekki í því fólgið að kannast við hugmyndir sínar, lífsskoðanir og álit á mikilvægum hlutum og ganga fram fyrir þjóð sína með greinargerð fyrir öllu þessu? Er hægt að hugsa sér meira hugleysi og aumingjaskap hjá rithöfundum (og ég geri ráð fyrir að þessir menn séu það raunverulega) en þetta, að birta skoðanir sín- ar á helstu bókmenntaverkum síðustu aldar á Íslandi og þora ekki að gangast við þeim? Ég hef engan grun um hvaða rithöfundar eru hér á ferðinni. Ef ég vissi það með sann- indum myndi ég forðast að lesa bækur þeirra. Andans menn sem gerðu sig bera að slíku eiga ekki skilið sæmdarheiti rithöfund- arins. 16 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jakob Björnsson jakobbj@simnet.is ÍLesbók Morgunblaðsins hinn13. september sl. birtist pistilleftir Kristján B. Jónassonsem ber yfirskriftina „Virkjað úr launsátri“. Þar segir m.a.: „Hin víða ermi orkufyrirtækjanna geymir greinilega fleiri áform um gernýtingu vatnsafls og jarðvarma en æstasta ímyndunarafl almennings rúmar og því er okkur ekki treyst fyrir því að melta það allt í einu“. Ennfremur segir Kristján um virkj- anir í neðri hluta Þjórsár: „Enginn þeirra sem þó hefðu átt að vita að til stæði að byggja vatnsaflsvirkjanir í neðri hluta Þjórsár virtist hafa minnstu hugmynd um málið. Virkj- anirnar einfaldlega skullu til jarðar með brauki og bramli.“ Ekki veit ég við hverja Kristján hefur talað. En hugmyndir um virkj- anir í neðri hluta Þjórsár hafa verið til allt frá fyrri hluta 20. aldar. Árið 1928 veitti Alþingi atvinnu- málaráðherra meira að segja heimild til að leyfa Títan-félaginu norska að reisa 112 MW raforkuver við Urr- iðafoss, leggja þaðan háspennulínu og járnbraut til Reykjavíkur og reisa þar verksmiðju til framleiðslu á köfn- unarefnisáburði. Heimild Alþingis var bundin því skilyrði að fram- kvæmdir væru hafnar 1. júlí 1933. Að öðrum kosti félli hún niður. Fram- kvæmdir voru ekki hafnar þá og féll því heimild Alþingis úr gildi. Ástæð- an til þess að ekkert varð úr fram- kvæmdum var annars vegar heims- kreppan og hins vegar ný tækni í framleiðslu köfnunarefnisáburðar sem ekki byggðist á raforku. Í maí 1994 gaf iðnaðarráðuneytið út skýrslu sem nefndist „Innlendar orkulindir til vinnslu raforku“. Orku- stofnun vann þá skýrslu fyrir ráðu- neytið. Í henni eru nafngreindar alls 85 hugsanlegar vatnsaflsvirkjanir með samanlagða áætlaða vinnslu- getu upp á 37.000 GWh á ári. Afköst þáverandi vatnsaflsvirkjana voru 4.900 GWh/ári, þannig að alls var tal- ið hugsanlegt að vatnsorkan gæti skilað 41.900 GWh/ári af efnahags- lega nýtanlegri raforku. Í skýrslunni eru allar virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár nafngreindar. Sömuleiðis Bjalla- virkjun. Hún er því engin nýlunda eins og Kristján og fleiri hafa gefið í skyn. Í skýrslunni eru einnig nafngreind 22 háhitasvæði með áætlaðri árlegri vinnslugetu um 29.000 GWh/ári. Þar var átt við jarðhita úr efstu 3 km jarðskorpunnar, en á þeim tíma leyfði bortæknin naumast meira vinnsludýpi en 2 km. Það er nú gjör- breytt og þetta gamla mat því úrelt. Nú er hiklaust borað hérlendis niður á 3 km, og talið vel gerlegt að bora 1–2 km til viðbótar. Enda þótt afar erfitt sé að meta hve mikla raforku megi fá úr jarðvarma Íslands á hag- kvæman hátt og þótt slíkt mat sé háð mörgum verulegum óvissuþáttum, er ekki fráleitt að ætla að nýtt mat gæfi a.m.k. 2–2,5 sinnum hærri niðurstöðu en 1994, eða 50.000–60.000 GWh/ári af efnahagslega vinnanlegri raforku úr jarðhita Í formála ofangreindrar skýrslu iðnaðarráðuneytisins segir: „Skýrsla þessi er gerð til að framfylgja starfs- áætlun ríkisstjórnarinnar jafnframt því sem henni er ætlað að stuðla að markvissri umræðu um það hvernig við getum nýtt orkulindir þjóð- arinnar til að bæta lífskjör hennar í framtíðinni.“ Af þessu má sjá hvílík fjarstæða það er hjá Kristjáni að halda því fram að virkjunarkostir hafi tilhneig- ingu til að „detta af himnum ofan öll- um að óvörum“. Fyrir þá sem hafa fyrir því að kynna sér tiltækar upp- lýsingar er auðvelt að sjá að virkj- unarkostir sem nú eru nefndir eru ýmist þeir sömu og nefndir eru í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá 1994 eða afbrigði af þeim. Í ofangreindri skýrslu iðn- aðarráðuneytisins var ekki fjallað um einstaka virkjunarkosti frá umhverf- issjónarmiði. Það var að hluta til gert í fyrsta áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í öðrum áfanga þeirrar áætlunar er ætlunin að halda því verki áfram. Þar verður væntanlega heldur ekki um neitt „launsátur“ að ræða. Því verki þarf að halda áfram þar til öllum virkjunarkostum hefur verið raðað frá umhverfissjónarmiði líka. Það verður verkefni þeirra sem halda áfram vinnu við Rammaáætlunina. Athugasemd Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Þjórsá Hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa verið til allt frá fyrri hluta 20. aldar, segir Jakob Björnsson í grein sinni. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Morgunblaðið/Golli Huldumennirnir Höfundarnir tveir sem töluðu í skjóli nafnleysis fela sig hér á bak við lestur bóka. Spurningin er hvort þetta séu þeirra eigin bæk- ur. Enn neita þeir að koma fram undir nafni. Annar þeirra sagði í samtali við blaðamann að ekki allir rithöfundar þyrðu að koma fram í skjóli nafnleyndar. Í Lesbókinni fyrir tveimur vikum sagði annar þeirra Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson ofmetnustu bók 20. aldar á Íslandi. „Hún er í raun hvorki fugl né fiskur þegar búið er að flysja af henni stíllegu tilþrifin. Áróðursrit sem var smyglað bakdyra- megin inn í bókmenntasöguna þar sem því var breytt í fram- sækna skáldsögu.“ Hinn höfundurinn sagði að Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness væri „of stór og yfirþyrmandi skammtur af snilld“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.