Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 15
Stefán Máni Hann mælir með Hvítu plötunni með Bítlunum. Hlustarinn É g mæli með Hvítu plötunni með Bítlunum.Back in the U.S.S.R. endar með þotugný og bremsuhljóðum sem bjag- ast og beyglast og verða að einhverskonar kaotískum rokkheimsendi … en síðan kviknar líf í óreiðunni: Dear Prudence fæðist eins og blóm í hvirfilvindi og nær óskiptri athygli án minnstu áreynslu. Þetta lag er byggt upp á svo veiku og einföldu gítarplokki að það er á mörkunum að það geti talist laga- smíð. Það er meira eins og þessir barnslegu tónar kalli fram tónlist úr fjarska til að hlúa að sér, veita sér styrk og næra sig … Ég hoppa yfir á lag númer átta því Happiness Is A Warm Gun er eitt besta rokklag allra tíma: Ljóð- rænn undirtónn, súrrealískur texti og djöfullegir gítarhljómar sameinast í höfði mínu eins og svartur, þríhöfða leðurdreki – með heita byssu í hendi! Annað hopp og Lennon syngur So tired: Stuttur og laggóður rokkslagari um andvöku, fíkn og geðveiki frá manni sem veit hvað hann syngur. Punktur. Stefán Máni, rithöfundur. Sýningin fjallar um landnám í Reykjavík og byggir á fornleifum sem fundist hafa þar. Þungamiðja sýningarinnar er rúst skála frá 10. öld og veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um 871 ± 2 ár og eru það meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is / www.reykjavik871.is SJÓNDEILDARHRINGIR Bjarni Sigurbjörnsson Kristinn Hrafnsson Svava Björnsdóttir 22. ágúst–21. september Ókeypis aðgangur Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN LISTASAFN ÍSLANDS Grunnsýning: Þjóð verður til Yfir hafið og heim - íslenskir munir frá Svíþjóð Örlög guðanna: Myndskreytingar Kristínar R. Gunnarsdóttur Aðföng: Úrval gripa sem bárust Þjóðminjasafninu árið 2007 Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17 www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Kraftur og Mýkt Yfirlitssýning Sigrúnar Ólafsdóttur 1996-2008 til 29. September 2008 í öllum sölum. Opið daglega kl. 11–17, fimmtudaga kl. 11–21. Lokað þriðjudaga. HAFNARBORG MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Hljóðleiðsögn, margmiðlun og gönguleiðir Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Aðgangseyrir 500 kr. www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is s. 586 8066 Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Hvalasafnið á Húsavík miðlar fræðslu um hvali á lifandi og skemmtilegan hátt. Opið á veturna eftir samkomulagi: Sími á virkum dögum frá kl. 10-16: 464 2522. www.whalemuseum.is Listasalur: Fjölleikar, Ilmur Stefánsdóttir. Bátasalur: 100 bátar Poppminjasalur: Rokk Bíósalur: Safneign Opið alla daga frá kl. 11-17. Ókeypis aðgangur LISTASAFN ASÍ Freyjugötu 41 30. ágúst - 28. september SÓLVEIG AÐALSTEINSDÓTTIR teikningar á pappír, ljósmyndir og viðarskúlptúrar Opið 13.00-17.00. Lokað mánudaga. Aðgangur ókeypis. Á ferð með fuglum Höskuldur Björnsson 27. júlí - 28. september Kaffistofa - barnahorn OPIÐ alla daga kl. 12-18 Ókeypis aðgangur listasafn@listasafnarnesinga.is Hveragerði SÝNING Á VERKUM ÚR SAFNEIGN 10.7.–28.9. 2008 Leiðsögn á sunnudag kl. 14 í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10–12.40 Safnbúð Listasafns Íslands - Gjafir listunnandans Opið kl. 10-17 alla daga, lokað mánudaga ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 15 lesbók Lesarinn N úna er ég með nokkrar áhugaverðar barnabækur í takinu því ég er aðkynna mér verk höfunda sem verða gestir á barnabókmenntahátíðinni Draugar úti í Mýri sem hefst í Norræna húsinu 19. september. Á borðinu eru Farmors alla pengar eftir Ulf Nilsson og En søster i skapet eftir Ingunni Aa- modt. Báðar bækurnar taka á óvenjulegum efnum. Sú fyrri er hlýleg mynda- bók um lítinn strák sem upplifir það að amma hans fær elliglöp, verður rugl- uð og hættir að þekkja hann, en hin fjallar um 12 ára stelpu sem kemst að því að 15 ára bróðir hennar er klæðskiptingur sem fær kjóla systurinnar lánaða og málar sig í laumi. Fyrir þá sem eru hrifnir af doðröntum mæli ég með Half of a Yellow Sun eft- ir unga nígeríska skáldkonu, Chimamanda Ngozi Adichie. Þetta er ástarsaga með pólitísku ívafi, sem fjallar um ástir, svik og sættir í Nígeríu á tímum Bí- afra-stríðsins á sjöunda áratug síðustu aldar. Lesandinn dettur inn í líf fjöl- breytts hóps Nígeríubúa úr öllum stéttum á tímum borgarastyrjaldarinnar. Ég er hálfnuð með bókina og alveg kolfallin fyrir henni. Þórdís Gísladóttir, íslenskufræðingur og verkefnisstjóri. Þórdís Mælir með Half of a Yellow Sun eftir Chimamanda Ngozi Adichie.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.