Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Hver er galdurinn á bak við það aðeignast vini? Það er lykilspurn- ingin í næstu mynd Wes Anderson, My Best Friend. Myndin er end- urgerð á frönsku myndinni Mon meil- leur ami, þar sem François nokkur, leikinn af Daniel Auteuil, er tekinn á beinið hjá þeim sem hann hélt að stæðu honum næst. En í mat- arboði einu útlista þau galla hans og segja hann ekki skilja merkingu orðsins vinátta. Hann endar svo á að veðja við sam- starfskonu sína að hann geti komið með sinn besta vin í næsta matarboð, en eftir örvæntingarfulla leit í síma- skrám og adressubókum kynnist hann leigubílstjóra nokkrum sem reynir að kenna honum uppskriftina að því að eignast vini. Hana segir hann snúast um þrennt, að vera fé- lagslyndur, brosandi og einlægur. Ekkert hefur frést enn af hverjir munu leika en vafalítið munu ein- hverjir góðkunningjar okkar úr myndum Andersons á borð við Wil- son–bræðurna Luke og Owen, Jason Schwartzmann, Anjelica Huston og Bill Murray skjóta upp kollinum, en eitthvað segir mér að Gene Hackman og Owen Wilson yrðu fullkomnir í að- alhlutverkin tvö. Myndir Wilson til þessa hafa einmitt oftast snúist um vináttu fólks sem hvorki er sér- staklega félagslynt, brosandi né sér- staklega einlægt, þannig að það er ástæða til þess að setja varnagla við að uppskrift leigubílstjórans reynist skotheld.    Áður en hann varð taugaveikluðhasarhetja og kóngalæknir könnuðumst við flest aðeins við James McAvoy sem skógarpúkann (faun) herra Tum- nus í fyrstu Nar- níu-myndinni. Og nú mun hann leika eða öllu heldur tala fyrir enn smá- vaxnari æv- intýraskepnu, garðdverginn Gnomeo í Gnomeo and Juliet, enda var löngu tímabært að dvergaútgáfan af Rómeó og Júlíu liti dagsins ljós. Það er svo Emily Blunt sem talar fyr- ir vasabrotsútgáfuna af Júlíu. Vanda- málið er hins vegar að hún er inni- dvergur á meðan hann heldur sig utan dyra með hinum garðálfunum og það er ekki síður stirt á milli þess- ara dvergafylkinga en var á milli Capulets og Montague-fjölskyldn- anna.    Ben Affleck virðist nú tilbúinn tilþess að taka næsta skref í end- urhæfingu sinni sem Hollywood– stjarna. Fyrsta skrefið var vitaskuld að setjast í leikstjórastólinn og láta litla bróður, Casey, sjá um að leika aðalhlutverkið. Útkoman var sú magnaða ræma Gone Baby Gone, mynd sem er íslenskum kvikmynda- húsum til ævarandi skammar að hafa ekki sýnt í bíó. Nú er Affleck eldri að fara að leikstýra aftur og í þetta skiptið sjálfum sér og verður spenn- andi að sjá hvort hann nær með því að bjarga leikferlinum líka, en óheppilegur fylgifiskur velgengni Gone Baby Gone var sá að nú eru við- tekin sannindi í Hollywood að Ben eigi að leikstýra og Casey eigi að leika, og virðast allir hafa stein- gleymt Chasing Amy og Dogma. En nýja myndin heitir In Town og þar leikur Ben bankaræningja sem verð- ur ástfanginn af bankastjóra. KVIKMYNDIR Emily Blunt Wes Anderson Ben Affleck Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Eftir því sem ég les meira af verkum rit-höfundarins H.P. Lovecraft öðlast ég sí-fellt dýpri skilning á hryllingsmyndum.Tilvísanir í hugarheim hryllingsmeist- arans skjóta upp kollinum, ekki aðeins í kvikmynd- um sem sækja beint í sagnabrunn hans, heldur gjarnan óbeint í formi þeirrar hugmyndafræði – eða öllu heldur goðafræði – sem Lovecraft skapaði og hefur fyrir löngu síast inn í sameiginlega undir- meðvitund hryllingsáhugamanna. Hugmyndir um kosmískan hrylling, óskilgreinanlega og ólýsanlega djöfla, heimsmynd sem er ávallt við það að bresta í sundur og ævaforna krafta sem munu rífa mann- kynið í sig liggja sem rauður þráður í gegnum heildarverk Lovecraft. Þessi myrka heimssýn hef- ur verið kölluð Cthulhu-goðafræðin og rithöfundar jafnt sem leikstjórar hafa skrifað sig inn í Lovec- raft-hefðina löngu eftir dauða spámannsins. Þannig hefur fjöldi seinni tíma skáldverka tengst goða- fræði Lovecraft á einn eða annan hátt, hvort sem um bein eða óbein áhrif er að ræða. Þegar litið er yfir færslu höfundarins á IMDb sjást aðeins þær kvikmyndir sem byggjast á verk- um hans, en ef óbeinar tilvísanir væru teknar með væri listinn margfalt lengri. Á hann vantar til dæm- is eina bestu Lovecraft-mynd allra tíma, In The Mouth of Madness (1995) eftir John Carpenter, sem er ekki byggð á neinu ákveðnu verki en bland- ar listilega saman öllu því besta úr Cthulhu– kanónunni. Myndin fangar stemningu kosmíska hryllingsins betur en allar hefðbundnar Lovecraft- aðlaganir sem ég hef séð, sem er kannski ekki skrítið í ljósi þess að sögurnar snúast flestar um hrylling sem ekki er hægt að lýsa með orðum og því varla heiglum hent að færa í kvikmyndaform. Lo- vecraft er í eðli sínu ókvikmyndanlegur og því ekki að furða að flestar aðlaganir falli um sjálfar sig þeg- ar að því kemur að sýna gömlu guðina ryðjast inn í mannheima, en þá knýr brelluhallærið gjarnan dyra og myndirnar breytast í aumt skrímslabíó sem á lítið skylt við magnþrungnar lýsingar meist- arans. In The Mouth of Madness er ákveðin und- antekning hvað þetta varðar en Carpenter gengur snyrtilega til verks og sýnir ófreskjurnar aðeins í örstuttum myndbrotum svo áhorfendur ná aldrei að upplifa heildarmynd af hryllingnum. Í ljósi þeirra erfiðleika sem blasa við hverjum þeim sem ætlar sér að kvikmynda háfleyg orð Lo- vecraft er ótrúlegt hversu margar aðlaganir koma út á hverju ári, en það ku vera nægilegur fjöldi til að réttlæta heila kvikmyndahátíð! The H.P. Lovec- raft Film Festival hefur verið haldin árlega síðan 1995 til að upphefja kvikmyndir sem sækja á einn eða annan hátt í mýtur Lovecraft og hvetja til þess að góðar aðlaganir á verkum meistarans líti dags- ins ljós. Það hlýtur að teljast merkilegt að til sé heil kvikmyndahátíð tileinkuð verkum eins rithöf- undar, en vera má að fleiri slíkar leynist víðar. Til eru hátíðir tileinkaðar ákveðnum höfundum, s.s. Agöthu Christie, þar sem sígildar kvikmyndaað- laganir eru teknar til sýninga, en Lovecraft-hátíðin virðist halda ákveðinni sérstöðu hvað varðar grósku í samtímakvikmyndagerð. Meginhluti þeirra mynda sem eru sýndar þar ár hvert eru reyndar stuttmyndir, en það kvikmyndaform hent- ar inntaki hryllingssagna Lovecraft einkar vel, þar sem auðvelt er að komast upp með að segja hvorki né sýna of mikið. Vandamál Lovecraft-aðlagana er því ekki endilega að verkin falli ekki að hvíta tjald- inu, heldur að þau þurfi kannski bara á rétta form- inu að halda. Lovecraft-hátíðin er haldin 3.–5. októ- ber í ár og áhugasamir geta fundið úrval hátíðarmynda síðustu ára í DVD-seríunni The H.P. Lovecraft Collection. Eins manns kvikmyndahátíð SJÓNARHORN » Lovecraft er í eðli sínu ókvikmyndanlegur og því ekki að furða að flestar aðlaganir falli um sjálfar sig þegar að því kemur að sýna gömlu guðina ryðjast inn í mannheima, en þá knýr brelluhallærið gjarnan dyra og myndirnar breytast í aumt skrímslabíó sem á lítið skylt við magnþrungnar lýsingar meistarans. Eftir Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is B oxmyndir geta talist kvikmynda- grein út af fyrir sig, en þessi tegund íþróttamynda á sér marga fræga fulltrúa í kvikmyndasögunni. Þekktust þeirra er vafalaust myndaröðin um Rocky en í gervi hans hefur Sylvester Stallone brugðið sér með reglulegu millibili í um þriggja áratuga skeið. Merkasta framlagið til greinarinnar er þó sennilega meistaraverk Martin Scorsese, Raging Bull, þar sem raunsæislegum bardagaatriðum er fléttað saman við harðneskjulega sögu af lífi boxarans utan hringsins. Auk þeirra má nefna kvikmynd Clint Eastwoods, Million Dollar Baby, sem segir boxsögu frá sjónarhóli konu sem berst fyrir tilverurétti sín- um í hörðum karlaheimi. Þá kannast margir við The Champion (1949) með Kirk Douglas, en auk hennar má nefna The Champ, metnaðarfulla hnefa- leikamynd sem bandaríski leikstjórinn King Vidor gerði árið 1931. Færri vita hins vegar að Alfred Hitchcock gerði dramatíska boxmynd árið 1927, kvikmynd sem er þögul og ber einfaldlega heitið The Ring eða Hring- urinn. Mynd þessi var lengi vel illfáanleg en með nýlegri safnútgáfu á verkum Hitchcocks frá því snemma á ferlinum hefur myndin orðið aðgengileg á ný. Kvikmyndin var sú fjórða sem Hitchcock sendi frá sér sem leikstjóri, en hann hafði þá vakið mikla athygli með myndinni sem hann gerði þar á undan, þ.e. raðmorðingjamyndina The Lodger. Þegar hér var komið sögu höfðu stóru kvikmynda- stúdíóin í Bretlandi fengið augastað á þessum unga og upprennandi leikstjóra og bauð British Int- ernational Pictures Hitchcock feitan samning gegn því að leikstýra aðeins myndum á þeirra vegum. Hann gekk að tilboðinu og varð fyrir vikið hæst launaði kvikmyndaleikstjóri síns tíma. Hjá British International gafst Hitchcock færi á að gera kvik- mynd eftir eigin höfði, og kom hann öllum á óvart með því að skella handriti að hnefaleikamynd á borðið. Eitthvað þótti mönnum vaxtarlag Hitch- cocks gera hann að ólíklegum íþróttaáhugamanni, en leikstjórinn, sem hafði á barnsaldri farið reglu- lega með föður sínum að fylgjast með hnefa- leikakeppnum, sá hins vegar vel dramatíska og myndræna möguleika efniviðarins. Hnefaleikar voru vinsælt kvikmyndaefni þegar í árdaga kvikmyndalistarinnar en þá voru viðureign- ir hnefaleikakappa gjarnan festar á filmu og sýndar í blönduðum kvikmyndadagskrám. Líkt og íþróttin sjálf nutu þessar kvikmyndir mikilla vinsælda, en það sem kom hins vegar á óvart var að konur flykktust á boxmyndirnar og sýndu þeim jafnvel meiri áhuga en hárómantískum „kvennamyndum“. Eins og kvikmyndafræðingurinn Miriam Hansen hefur bent á, veittu hnefaleikamyndir konum sjald- gæft tækifæri til þess að dást að fáklæddum og stæltum karlmönnum, auk þess sem kvikmyndasal- urinn var mun hagstæðara áhorfsumhverfi fyrir konur, þar sem þær gátu fylgst með viðureigninni fjarri áreitinu sem fylgdi því að vera í sal fullum af æstum karlmönnum. Hnefaleikamyndir veittu kon- um með öðrum orðum aðgang að sviði afþreyingar sem fram til þess var þeim forboðið og fyrst og fremst helgað karlmönnum. Hitchcock virðist hafa verið vel meðvitaður um söluvænleika mynda af sveittum íþróttamönnum meðal kvenna, sem voru stór hluti kvikmynda- húsagesta á þessum tíma. Þannig er athygli mynda- vélarlinsunnar skipt á milli kvenpersónu sögunnar, hinnar glaðlegu Mabel, og aðalsöguhetjunnar, box- arans „One Round“ Jack Sander sem er unnusti Mabel. Hinn fjallmyndarlegi danski leikari Carl Brisson fer með hlutverk Jack, og fangar myndavél Hitchcocks vandlega þokka leikarans sem er ber að ofan í öðru hverju atriði. Hitchcock hafði alla tíð gott nef fyrir þeim kynferðisblöndnu kenndum sem krauma undir niðri í sambandi áhorfandans við hvíta tjaldið, líkt og Hringurinn er snemmbúið dæmi um. Hringurinn er að margra mati ein besta kvik- mynd Hitchcocks frá þögla tímanum, en hún er einnig forvitnileg fyrir þær sakir að sýna vel þá skýru sýn sem leikstjórinn hafði á kvikmyndamið- ilinn á mótunarárum sínum. Handritið er hnitmiðað og heildstætt, og sagan einföld. Þar segir af box- aranum ósigrandi Jack sem vinnur við það að slást við hvern þann sem býður sig fram gegn honum á fjölleikaskemmtunum. Dag einn mætir Jack ofjarli sínum, en sá reynist vera þungavigtarmeistarinn Bob Corby. Sá síðarnefni lítur Mabel, kærustu Jack, hýru auga og reynir að vinna ástir hennar. Jack strengir þess þá heit að mæta Corby í hringn- um og sigra þar þennan helsta keppinaut sinn um hylli unnustunnar. Hringurinn í titli myndarinnar vísar þannig til boxhringsins, en einnig til gifting- arhringsins sem sameinar þau Jack og Mabel. Ann- ar hringur er hins vegar mikilvægt tákn um það babb sem kemur í bátinn, þ.e. hringlaga gull- armband sem Corby gefur Mabel er hann gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Þá má segja að sögufrásögnin sé hringlaga, þar sem hún hefst með ósigri Jack fyrir ofjarli sínum en endar með keppni þar sem söguhetjan freistar þess að snúa ósigrinum við. Framsetning á lokabardaganum er jafnframt snilldarvel unnin. Það má ímynda sér að erfitt gæti reynst að byggja upp spennu í kringum hnefa- leikakeppni í kvikmyndaformi þar sem hin hefð- bundnu áhrifahljóð leiksins eru víðs fjarri, s.s. ösk- ur og hróp áhorfenda í kringum boxhringinn, stunur boxaranna meðan þeir eigast við, hljómur bjöllunnar eftir hverja lotu og hið dramatíska nið- urtal dómarans yfir hálfrotuðum keppendum. Hitchcock notar hins vegar sjónræn skilaboð og ólík sjónarhorn á hugvitssamlegan hátt, og byggir meðal annars upp spennuþrungið andrúmsloft með því að sýna undanfara keppninnar, þ.e. prúðbúna áhorfendur streyma í þéttpakkaðan sal Albert Hall, keppendur hlaupa fram á sviðið, undirbúning og hvatningu þjálfara, og síðan andlit áhorfenda sem eru gagnteknir af leiknum. Í formgerð Hringsins má segja að mörg þau ein- kenni sem áttu eftir að leggja mark sitt á síðari tíma boxmyndir komi fram. Hitchcock smíðar per- sónulega sögu í kringum sögupersónur og byggir þannig upp samúð með þeim, sem herðist aðeins þegar hvert áfallið rekur annað hjá söguhetjunni. Þegar lokabardaginn síðan hefst er vandlega búið að tryggja hluttekningu áhorfandans sem deilir með söguhetjunni þrá eftir sigri þótt við ofjarl sé að etja. Hitchcock í boxhringnum The Ring eða Hringurinn nefnist kvikmynd um hnefaleika sem Alfred Hitchcock gerði snemma á ferlinum, en hún getur talist ein af fyrstu dramatísku boxmyndunum í fullri lengd. The Ring Hringurinn er að margra mati ein besta kvikmynd Hitchcocks frá þögla tímanum,“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.