Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók 1. Við Hágöngulón Gangsetning Kárahnjúkavirkjunar: Á drifhvítum hvarmi stirnir á blátár móður Náttúru Elfur þjóðar er harmar hljóðlátt þann „hreina tón“ sem hvarf undir lón. --- huldukona Hulda Guðmundsdóttir. 2. Við Torfajökul Landslagið minnir mig á fyrri tíð, ómunatíð. Býst við að sjá Fjalla-Eyvind og Höllu, en þarna stikar þá bara nútímamaður með derhúfu. Ég gleðst yfir því að enn þá er til svona fagurt, hrikalegt og ósnortið landslag á landi voru. Helga Skúladóttir. 3. Á Rauðasandi Bæjarós og umhverfi Rauðisandur var fæðingarsveit mín og aðsetur til tvítugs, er ég hélt til náms um 1940. Bæjarósinn, kenndur við höfuðbólið Saurbæ, birtist að hluta á ljós- mynd Ragnars Axelssonar í Lesbók 5. jan. sl. sem vekur margar minningar. Ósinn mynda að mestu tvær ár, Gyltubólsá og Suðurfossá, sem renna fram af Skörðunum, fjallgarði sem skilur á milli Rauðasands og Barðastrandar. Auk þess renna í ósinn ýmsar smærri sprænur. Þær sameinast hinum stærri niðri í Bæjarvaðlinum sem við börnin kölluðum oftast „Leirinn“, meðan hann var að mestu þurr um fjöruna. Álar runnu um Leirinn, sumir utan að en nokkrir vatnsmeiri austan megin. Nafn innsta bæjarins á Rauðasandi, Sjöundá, var dregið af öllum þessum vatnsföllum, þar eð hann stóð við hið sjöunda og síðasta í röð þeirra. Tveir ábú- endur þar voru ákærðir og dæmdir fyrir meint morð á mökum sínum 1802 og urðu atburðirnir Gunnari Gunnarssyni efni í skáldsöguna Svartfugl. Sjöundá fór í eyði þegar ég var á barnsaldri en faðir minn fékk jörðina leigða um tíma til notkunar sem upprekstrarland. Úr bæjarhúsunum fékk hann hurð sem okkur þótti falleg og notaði hana fyrir dyrnar á eldhúsinu inn í búrið þegar fæðing- arbær minn Stakkadalur var endurbyggður upp úr 1925. Í álunum sem runnu inn eftir Leirnum á flóðinu komu fyrir sandbleytur eftir veturinn. Fékk dr. Gerlach, sendiherra Þjóðverja á Íslandi á nasistatímanum, að kenna á því þegar hann var í heimsókn hjá vinveittu fólki á Patreksfirði og fór í reiðtúr með fylgdarmönnum á Rauðasand. Hesturinn lenti í einni sandbleytunni, sendiherrann datt af baki og skreiddist upp úr sandvilpunni blautur og útataður. Bændur á Rauðasandi, sem voru lítt hrifnir af nasismanum, glottu við og töldu þetta jafngott á bannsettan nasistann. Upp í bæjarósinn sækir allmikið af sel því að þar má fá ljúffenga laxa og sil- unga til matar og uppi á eyrum á Leirnum finnst selamæðrunum tilvalið að stunda sólböð með kópum sínum. Og áður fyrr nýttu búendur á bæjum sem áttu land að Bæjarvaðlinum, Saurbæ, Kirkjuhvammi og Melanesi, þau tækifæri til að veiða kópana. Á fjöru lagði selveiðifólkið net á eyrarnar og beið meðan sel- irnir skriðu upp á sín hefðbundnu svæði. Á aðfallinu flutu netin upp og kóparnir flæktu sig í þau þegar þeir leituðu út til sjávar aftur. Þá þustu menn að og rot- uðu kópana með bareflum. Síðan voru þeir dregnir og fluttir heim að bæjum eigendanna. Þar voru kóparnir flegnir, skinnin negld upp á hurðir og fleka, en spikið og kjötið hagnýtt til manneldis. Bannað var að skjóta seli í Bæjarvaðl- inum og sagt að það mundi fæla selina burtu og með þeim hyrfi góð tekjulind bæjanna þriggja sem áttu þar veiðirétt. Halldóra systir mín, yngri en ég, var eitt vorið beðin að aðstoða við kópaveiði í Vaðlinum, en hún gafst upp eftir nokkur skipti, fannst þetta vera ógeðslegar aðfarir, að lemja unga kópa til bana með höfuðhöggum meðan mæður þeirra syntu kringum eyrarnar, veinandi meðan börn þeirra voru lamin til bana. Öðlingurinn Gísli Ó. Thorlacius, skólabróðir pabba frá Bændaskólanum á Hvanneyri, var bóndi í Saurbæ meðan ég ólst upp. Ævinlega þegar selveiðin hófst sendi hann fleginn sel á hvert heimili út eftir Rauðasandi og var það vel þegin viðbót við fábreytta fæðu manna þar. Selspikið þótti mér ágætt sem viðbit, t.d. með harðfiski, og kjötið þótti mér líka gott, þótt sumir vildu alls ekki borða það. Það var dálítið þurrt í munni og líktist mold, sögðu þeir sem ekki vildu leggja það sér til munns. Við systkinin gengum oft inn að ósnum, til að horfa á selina sem syntu fram og aftur og virtu okkur forvitnislega fyrir sér en við vorum álíka forvitin og þeir. Elín amma mín, fædd á Rauðasandi 1857, sagði mér frá því að Ísr- aelsmenn hafi gengið þurrum fótum yfir Rauðahafið á flóttanum frá Egypta- landi, undir forystu Móse. Þegar þeir voru komnir yfir og hann rétti hönd sína út yfir hafið svo það féll aftur í farveg sinn, sukku auðvitað allir Egyptarnir en breyttust í seli. Kvað hún það vera auðséð á augnaráðinu og einnig beinunum í hreifum þeirra, sem væru eins og ummyndaðar mannahendur. Og því fannst sumu fólki það nánast vera mannát að borða hreifana, sem öðrum þótti vera lostæti. Lendingarskilyrði fyrir hefðbundna timburbáta voru mjög erfið í sveitinni, enda áttu fáir bændur bát, en uppi í Bæjarósnum var hægt að lenda báti þegar hásjávað var. Ég minnist þess að þegar Halldór Sveinsson bóndi flutti búferlum frá Svínanesi í Austur-Barðastrandarsýslu að Mábergi á Rauðasandi um 1930, lét hann sigla með búslóð sína upp í Bæjarósinn og skipa henni þar á land. En þá urðu menn að vera handfljótir þegar báta. Auk þess er brimasamt þarna og ó arföllunum. Flutningi Halldórs lauk þan undá og ná því síðasta af farangrinum þa Rifið, ríflega fimm km langt, ljósrauðl opið Atlantshafið, frá Bæjarósnum vestu að innan er sjávarlæna sem Fljótið nefni arföllum. Niður á Rifið gengum við systk reka þar að landi en þó man ég eftir dau menn að til að skera hann og hirða spik o Guðrúnar ríku í Saurbæ, um aldamótin 1 að landi þar sem ítök Guðrúnar náðu til, ir að lengd. En fyrrnefndur Gísli bóndi í sínum og taldi bændunum ekki of gott að þeirra. Þegar hvöss og köld norðanátt geisaði fram undan Rifinu og þá minnti ljósadýr þó ekki notið neins af, nema hinnar fögru urinn sem skjól fjallgarðsins veitti okkur fjöllin, næddi á meðan kaldur norðanvin Þrettándi dagur jóla, dagur elds og e Það kyrrir hugann að horfa í eld og log sandana fyrir vestan. Svo opna ég Lesbó Rauðasands, alveg eins og ég horfi inn í ábúandinn í sveitinni? Ég man hvernig é brekkurnar og sólin skein og allt var svo þá? Samt veit ég að hann er til og í eilífði inn í hafið – eða er það hafið sem hverfur 4. Tvær úr Tungunum Augun mín og augu Umluktir fannfergi Maður í návígi – aug Á útlimum harður s í hárum og hófum. Snjóhélan kælir fax í klepra og kekki. Girðingin gagnast v á fölgráa flekki. 2. Við Torfajökul 3. Á Rauðasandi1. Við Hágöngulón Augun mín og augun þín Kallað var eftir athugasemdum og hugrenningum vegna myndaraðar Ragnars Axelssona voru 10 og barst fjöldi athugasemda. Um leið og þakkað er fyrir viðbrögðin er úrval úr sk 7. Vikurbrekkurnar við Heklu 8. Eldey6. Þjórsárósar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.