Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT bls. Getur verðbólguþjóðfélag okkar 239 lagt togaraútgerð á hilluna? Örn Steinsson. Brimvísur 245 Jón Rafnsson Stockhólmur 246 Björn Ólafsson þýddi Bretar auglýsa ný leyfi til 251 olíuleitar íslenzkur Sherlock Holmes 252 J. Magnús Bjarnason • íbúðir sjómanna 258 Hgr. Jónsson tók saman Um öryggismál 260 Bátar og formenn í Vestmanna- 264 eyjum Úr fundargjörð öldunnar 265 Álitsgerð Sjóslysanefndar 269 Frívaktinn o.fl. * Forsíðumyndin er af málverki Kjarvals, sem nefnist Fjarðarmynni. Málverk þetta er í eigu Gríms Þorkels- sonar, fyrrverandi skipstjóra. Hlaut hann málverkið að gjöf frá Kjarval fyrir allmörgum árum. — Grímur er sem kunnugt er mikill velunnari Sjó- mannablaðsins. Veitti hann okkur góð- fúslega leyfi til birtingar á myndinni, og þökkum við heiðurinn. VÍKIIMGUR Útgefandl F. F. S. f. Rltstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.), Öm Steinsson. Rltneínd: Guðm. H. Oddsson íorm., Þor- kell Slgurðsson, Henry Hálídansson, Halldór Guðbjartsson, Pétur Slgurðsson, EglU Jóhannsson, Ak., Eyjólfur Glslason, Vestm.. Hallgrímur Jónsson, Slgurjón Elnarsson, Böðvar Stelnþórsson. Blaðið kemur út einu slnnl 1 mánuðl og kostar árgangurlnn 200 kr. Ritstjóm og af- grelðsla er Bámgötu 11, Reykjavik. Ut- anáskrlít: „Vlklngur", Pósthólf 425, Reykjavlk. Síml 156 63. — Prentað f Ísaíoldarprentsmlðju h.f. VÍKINGUR Si ijomanna LLiiS VIKINGUR rarmanna- Iflijtfuníli: ija Uj fliuliniannaSamlnincl .D.ifancli Ritstjói-ar: Guðm. Jensson áb. og Örn Steinsson. XXVII. árgangur. 9.-10. tbl. 1965. {oooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Órn Steinsson: Getur verðbólguþjóðfélag okkar lagt togaraútgerð á hilluna? Að lokinni messugjörð £ guðshúsi og prósessíu forsjármanna þjóðfélags- ins, er ekki laust við kvíða, hverju sinni sem heyrist um nýtt fjárlaga- frumvarp frá okkar virðulega alþingi. Svo geigvænlegar eru tölurnar í hækkunarátt frá ári til árs, að leik- manni að minnsta kosti óar við. Kannske er þetta ekkert annað en svipmynd, sýnd með tölum, af verð- bólguvandræðum okkar í dag. Vand- ræðum, sem enginn virðist geta lagað, en allir þykjast ráð við hafa. Allir stjómmálaflokkar landsins hafa fengið tækifæri til að kljást við drauginn, en endirinn ávallt sá sami — ófreskjan magnaðri og stæltari en nokkru sinni fyrr í lok hverrar ríkis- stjórnar. í launamálunum hefur ríkt og ríkir enn hið mesta öngþveiti og er laun- þegum kennt um. Launþegar hafa þó sýnt hið mesta langlundargeð, en þeg- ar buddan sýnir, að lengur verður ekki lifað af tekjum fyrir 8 stunda vinnudag vandast málið og ekki óeðli- legt að eina vopnið, sem launþegar eiga, sé notað til að reyna að bæta úr, þ. e. uppsögn samninga og kaup- kröfur. í erindi er merkur maður flutti fyr- ir nokkru segir, að launþegasamtökin á Islandi séu það sterk, að þau ráði kaupgjaldinu í landinu, en eru hins vegar ekki fær um að marka stefn- una í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta kann vel að vera rétt, og án þess að ég geri því á fæturna, að hinn merki ræðumaður telji menn í laun- þegastétt öllu meiri heimskingja en aðra þegna þjóðfélagsins, þá held ég að skýringin sé sú, að launþegar hafa ekki borið gæfu til að sameinast £ einn flokk, er væri nokkurs megnugur á stjómmálasviðinu til að hafa áhrif á efnahagsmálin. Nú, hversu sem þetta horfir, þá verður að viðurkenna hina sorglegu staðreynd, að mikið hefur hallast á undirstöðuatvinnuvegina, sem standa þurfa £ harðri samkeppni á heims- markaðnum, og á ég þá fyrst og fremst við sjávarútveginn, sem þó aflar þjóð- félaginu 95% gjaldeyristeknanna. — Bátaútgerð gengur að visu þessa stund- ina allsæmilega. Er síldin þar þyngst á metunum. Útgerðarmenn bátanna eru þó ekki ánægðir með sinn hlut og hafa farið fram á við rikisstjórnina að láta rannsaka á hlutlausan hátt rekstrarafkomu bátaútvegsins. Senni- lega er sú athugun í fullum gangi, en ætlunin var að láta Efnahagsmála- stofnunina, Iðnaðarmálastofnunina og Fiskifélagið annast rannsóknina. Sjómannasamtökunum er ekki ætl- uð aðild að þessari rannsókn, en mun gefið tækifæri á, að gagnrýna, er verkinu lýkur. Rannsóknir af þessu tagi eru sjálfsagðar og geta verið gagnlegar, ef eitthvert tillit er til þeirra tekið. Gallinn er bara sá, að oftast fá niðurstöður slíkra rannsókna að rykfalla og menn fremur hent gam- an að en nytja. Eitt nefndarálit um rekstur togar- anna birtist árið 1958. Ég var nýlega að blaða £ þv£, en þar er geysilegan fróðleik að finna um útgerð togar- anna og vandamál þeirra. Virðist þetta vandamál enn hið sama i dag og útlit helzt á að togaraútgerð legg- ist rviður. Á s.l. ári voru 34 togarar i gangi og' nam aflaverðmæti á skip að meðaltali rúmum 12 milljónum króna. En árið 1955 nam meðalafla- verðmæti á skip aðeins rúmum 5 millj- ónum króna. 239

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.