Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 24
Bergenbúi nokkur fór til læknis og leitaði ráða hans. — Ég hefi mikinn áhuga á knatt- spymu og það svo, að á hverri nóttu dreymir mig að ég sé að horfa á knattspyrnu og á morgnana er ég gjörsamlega útkeyrður, — hvað á ég að gera — Skiptið alveg um lífsreglur, sagði læknirinn. Nú gef ég yður sterkt svefnmeðal, sem þér skuluð taka inn snemma í kvöld og svo sof- ið þér eins og steinn svefnlaust í nótt. — Æ, má ég ekki bíða með svefn- meðalið til annarskvölds, læknir góður, vegna þess að í nótt keppir knattspymufélagið ,,Brann“ við Bergensliðið á heimavellinum okk- ar! Frívaktin Norskt blað skýrði nýlega frá því, að stjórnin í Afríkuríkinu Uganda hefði beint þeim tilmælum til norsku friðarsveitarinnar þar í landi, að þeir hyrfu á brott án taf- ar. Að öðrum kosti yrðu þeir étnir. Blaðið bætti því við, að hagkvæm- ara mundi fyrir bæði löndin að þeim yrðu sendar niðursoðnar fisk- bollur eða skreið í staðinn fyrir friðarsveit! * Eiginmaðurinn kom úr vinnunni þreyttur og svangur. Á húsdyrnar var festur miði, sem á stóð: — Kæri Jón, ég er úti að verzla og tók húslykilinn með mér, — garðsláttuvélin stendur úti á blett- inum! * — í hvaða fötum á ég að vera í kvöld, Matthildur, þessum með sósu- blettinum, eða hinum með sultu- blettinum? * Siðferðispostuli nokkur ferðaðist um sveitina og flutti erindi um bar- áttuna við syndina, og beindi orð- um sínum einkum til ungu piltanna: — Þegar þið eruð úti að ganga á laugardagskvöldi og þið mætið ung- um stúlkum, vakna að sjálfsögðu hjá ykkur illar hvatir, en ég kann ráð við því. — Stökkvið yfir næstu girðingu og hlaupið upp brekkuna, og þegar þið eruð komnir upp og lítið niður þá eru allar vondar til- hneygingar horfnar og þið standið þarna sem sigurvegarar! Ræðumaður var að sjálfsögðu ó- giftur, en eftir tvö ár hafði hann fest ráð sitt. Þegar gamall áheyr- andi hans rakst á hann, sagði hann við prédikarann: ■— Já, svo þú þreyttist sjálfur á því að hlaupa upp brekkurnar! * í dagblaði í smábæ einum stóð eftirfarandi leiðrétting: — í blað- inu í gær urðu af vangá skipti á aldri borgarstjórafrúarinnar og okkar kæra bæjar. Blaðið biður þá lesendur, sem urðu undrandi yfir þessum -mistökum, mikillar afsök- unar, — en þeir, sem ekki urðu það, verða sjálfir að bera fram afsökun sína við borgarstjórafrúna! * Maður var kallaður fyrir rétt vegna meintra móðgandi ummæla um nágrannakonu sína. — Það eru ósannindi, að ég hafi nokkurntíma sagt að hún Sigríður sé léleg við matargerð. Ég hefi að- ins sagt að ég skyldi mætavel hversvegna allt fólkið á heimili hennar biður borðbæn á undan hverri máltíð! HlusliS nú á mig herra minn! Fyrst þér elskiS mig ekki, ættuS þér fyrir löngu aS vera búinn aS reka mig héSan. VÍKINGUR 262

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.