Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 13
Bretar auglýsa ný leyfi til olíuleitar Þessi turn getur borað á allt að 150 feta dýpi. I okt.—des. hefti Víking's 1964 var vakin at- hygli á því hve mikið kapp er nú lagt á olíuleit í Norðursjó, og kostnaður hvergi sparaður. Virðast olíufélögin hvorki ætla að spara fé né fyrirhöfn Sfoekliólmnr var gerður að höfuðstað Svíþjóðar af Birgi Jarli, og eru enn til tvö skjöl því viðvíkjandi, undirrituð af jarlinum frá árinu 1252. Borgin óx ört, ekki sízt fyrir það hvað hún er vel staðsett á milli Málaren og Eystrasalts, og var um árið 1634 orðin með 16.000 íbúa, en í dag búa þar um 800.000 manns. Það form sem kom á bæinn á 16. öld helst mjög lítið breytt allt þar til um 1800, að borgin stækkar á ný og nýir bæjarhlutar koma til sögunnar. Vegna hinna miklu vatna og sjóa, er umlykja borg- ina á alla vegu, og eyja og hólma, sem gera sitt til að auka fegurð borgarinnar, hefur Stockhólmur oft verið kallaður Venidig Norðurlanda og hann er álitinn ein af fegurstu höfuðborgum veraldar. VÍKINGUR við leitina. Má því ætla að vinningsmöguleikar séu þarna miklir. Nokkur borunarskip munu þegar tekin til starfa á Norðursjó. T.d. liggur eitt þeirra, „Sea Gem,“ um 45 mílur austur af Humru. Reynsla olíufélaganna er orðin mikil á þessu sviði, og borunartækninni fleygir stöðugt fram. Olíu er nú víða dælt upp úr hafsbotninum, svo sem á Kaspíahafi, Persaflóa og Mexícóflóa og eflaust víðar. 1 auglýsingu þeirri sem brezka stjórnin, orku- málaráðherrann, gaf út 3. ágúst s.l. um ný leyfi til þess að leita eftir olíu á landgrunni brezku eyj- anna, segir meðal annars. Svæði þau, sem nú verða til úthlutunar eru þau, sem ekki voru leigð eða af- hent árið 1964. Blokkir á svæðum nýafmældum til leigu, og blokkir á viðbótarsvæðum á landgrunn- inu. Viðbótarsvæðin eru þessi: (1) ræma á milli ný- dreginnar línu um Norðursjó og landgrunnslínu Danmerkur, Þýzkalands og Hollands. (2) svæði 10—20 mílna breitt kringum suðurströnd Eng- lands, frá Dover til Teignmouth, (3) svæði á aust- urhluta írska flóans (Irish Sea), (4) svæði sem nær kringum Orkneyjar og Shetlandseyjar. Ekkert hefir enn síast út um árangur af olíu- leit á Norðursjó, og ágizkanir því ekki tímabærar. En freistandi væri þá að geta sér til um, hvað yrði uppi á teningnum um olíuverð í Vestur-Evrópu, ef mikil olía fyndist á Norðursjávarsvæðinu. Olían sem þar er nú notuð, er að mestum hluta sótt með ærnum kostnaði frá fjarlægum löndum. Þess mætti því vænta að breyting yrði hér á til bóta, ef farið væri að dæla upp olíu svo að segja við bæjarvegginn. H.J. Undirritaðan vantar 1.—2. tbl. II. árgangs VÍKINGS. Ef einhver sem þessar línur les á þetta blað og vill láta það af hendi, er hann vin- samlegast beðinn að hafa samband við Stefán G. Björnsson, í síma 12524. 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.