Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 41
Nú þegar eru komnar á markað neyðarsendistöðvar, sem hafa gefið allgóða raun og henta vel til notk- unar í gúmmíbáta. Stöðvarnar eru vatnsþéttar og fljóta og hafa bæði talmótun og viðtöku, þannig að hægt er, auk útsendinga og miðana, að gefa upp staðarákvörðun og aðr- ar upplýsingar, sem geta flýtt fyrir björgun. Enda þótt framfarir séu örar í fjarskiptatækni og búast megi við, að fullkomnari og betri tæki kunni að koma fram síðar, telur nefndin ekki áhorfsmál, að nú þeg- ar sé tímabært að gera kröfu um, að íslenzk skip verði búin neyðarsendi- tækjum, sem nota megi í gúmmí- bátum, auk faststillts neyðarbylgju- móttökutækis. Hefur nefndin þegar mælt með því við Skipaskoðun rík- isins, sem óskaði umsagnar hennar varðandi þetta mál, að framangreind breyting á reglum um fjarskipti verði lögfest. í sambandi við gúmmíbátana hef- ur nefndin rætt nokkur atriði, sem hún telur horfa til bóta og æskilegt væri að komið yrði á. Niðurstöður af athugunum nefnd- arinnar varðandi neyðartalstöðvar og gúmmíbáta eru sem hér segir: 1. Nefndin mælir eindregið með því, að skip, 15 brl. og stærri, séu búin neyðarsenditækjum, er nothæf séu í gúmmíbátum, svo og faststilltum móttakara fyrir neyðartíðni. 2. Nefndin telur að halda verði áfram tilraunum með radar- endurskinsmerki, sem henta til notkunar í gúmmíbjörgunar- bátum, og að fylgjast beri með nýjungum á því sviði. l>á telur nefndin æskilegt: 3. Að hnífar í gúmmíbátum séu allir staðsettir á sama stað, innan við opið á boganum, sem heldur uppi þakinu og í þeim enda bátsins, sem fangalínan er fest í. 4. Að rafhlöðu fyrir ljós á þaki gúmmíbáta sé þannig fyrir komið, að ekki þurfi út úr bátn- um til þess að skipta um raf- hlöðu. 5 Að handblys og svifblys í gúmmíbátum séu af sömu eða svipaðri gerð, svo að síður sé hætta á mistökum við notkun þeirra. 6. Að tveir borðar séu á botni allra VÍKINGUR gúmmíbáta til þess að auðveld- ara sé að rétta þá við. 7. Að á fiskiskipum sé ullarnær- fatnaður fyrir alla skipverja, geymdur í vatnsheldum umbúð- um á stað þar sem handhægt er að grípa til hans, ef slys ber að höndum og áhöfnin þarf að fara í gúmmíbáta. 8. Að í þeim tilfellum, sem gúmmí- bátar eru geymdir í kistum, sé stranglega bannað að binda lokið á kistuna heldur sé því fest þannig, að hægt sé að losa það með einu handtaki með þar til gerðu handfangi eða spennu. V. Rannsókn sjóslysa og réttarfar í sjóslysamálum. Fáar þjóðir eru jafn háðar sjó- sókn og íslendingar. Vegna fámenn- is þjóðarinnar eru slysfarir á sjó viðkvæmari mál en ella og snerta hana djúpt, einkum þegar mann- tjón verður. Engu að síður er nauð- synlegt að taka þessi mál föstum tökum og hefur nefndin hér að framan lagt á það ríka áherzlu að gera verði strangar kröfur til að- gæzlu og kunnáttu skipstjórnar- manna. Einn þátturinn í því að skapa aðhald í þessum efnum er refsivarzlan og þykir rétt að víkja nokkrum orðum að henni og rann- sóknum sjóslysa almennt. Hinir reglulegu sjódómar annast sjópróf og rannsóknir sjóslysa hver í sínu umdæmi. Á I. eftirlitssvæði, þ. e. á svæðinu frá Hjörleifshöfða að Skor, er þó gert ráð fyrir því, aó' siglingadómur fari með rann- sókn sjóslyss, en geti falið hana sjódómi þar sem skip er statt, ef um lítilræði er að ræða eða sér- staklega stendur á, sbr. 47. gr. laga nr. 50/1959 um eftirlit með skipum. Siglingadómur hefur aðsetur í Reykjavík, en getur haldið sjópróf hvar sem er á landinu. Skipa hann 5 dómendur, þegar hann fer með mál, sbr. VIII. kafla laga nr. 50/ 1959. Siglingadómur var stofnaður með lögum nr. 68/1947 um eftirlit með skipum. Með stofnun hans má segja, að öll refsimál, er áður heyrðu und- ir sjódóm, hafi verið lögð undir siglingadóm. Á þeim árum, sem lið- in eru frá stofnun siglingadóms, hefur framkvæmd þessara mála verið þannig, að hinir venjulegu sjó- dómar, einnig á I eftirlitssvæði, hafa annazt öll sjópróf og rannsóknir sjóslysa og búið þau í hendur sigl- ingadóms. Siglingadómur hefur síð- an dæmt í málunum, ef mál hefur verið höfðað, eða lokið þeim með dómssátt, ef um slíkt hefur verið að tefla. Aðalrökin fyrir stofnun siglinga- dóms voru þau, að því væri ekki treystandi, að nauðsynleg sérþekk- ing væri fyrir hendi alls staðar þar, sem venjulegir sjódómar væru. Þá myndi samræmi í meðferð málanna bezt tryggt með þvi, að sami dóm- stóllinn fjallaði um þau. Enda þótt aðalhlutverk siglinga- dóms hafi verið að dæma málin, var dóminum þó ætlað að rannsaka þau mál, sem hann fengi bezt við komið og einnig þegar um stórmæli væri að ræða. Að því er snertir rann- sókn mála hefur siglingadómur ekki náð þeim tilgangi, sem til var ætl- azt, enda er dómurinn það fjöl- mennur, að hann hlýtur að verða nokkuð þungur í vöfum til þeirra hluta. Nefndin hefur eins og áður getur kynnt sér á annað hundrað sjódóms- rannsóknir. Rannsóknirnar eru eins og vænta má nokkuð misjafnar, en hins vegar fær nefndin ekki séð, að sjódómarnir geti ekki fyllilega vald- ið því verkefni að rannsaka málin og skipaskoðunarstjóri og saksókn- ari hafa það jafnan í hendi sér að krefjast framhaldsrannsóknar, ef þeir telja hennar þörf. Enda þótt svo sé kveðið á í lög- um, að öll sjópróf og rannsóknir sjóslysa skuli fara fram að hætti opinberra mála, virðast rannsókn- irnar oft bera meiri keim af með- ferð einkamála. Er það sennilega einkum tvennt, sem því veldur. í fyrsta lagi það, að sjódómarnir eru aðallega einkamáladómstólar og flest þau mál, sem þeir fjalla um, eru þess eðlis, en í öðru lagi kem- ur það einnig til, að sjódómarnir eru einungis rannsóknardómar í op- inberum málum, en hafa ekki dóms- vald í þeim. Nefndinni virðist núverandi skip- an þessara mála óþarflega þung- lamaleg og væri æskilegt, að máls- meðferðin yrði gerð einfaldari og greiðari. í því sambandi telur nefnd- in athugandi, hvort ekki væri heppi- legra að fela sjódómunum að dæma í minni háttar málum og annast afgreiðslu þeirra mála, sem heim- ilað er að ljúka með dómssátt. Einn- ig kæmi til álita, hvort rétt væri, að sjódómum verði á ný falið að rannsaka og dæma í öllum þessum 279

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.