Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 15
hverntíma hefir verið bókhald- ari," sagði Hallur. „Hvernig veiztu það?“ var spurt. „Ég sá það í augunum á hon- um, að hann var á flótta, en á fingrunum á hægri hönd hans, að hann hefir verið bókhaldari," sagði Hallur. Menn tóku lítið mark á þessu, þá í svipinn, en fáum dögum síð- ar kom það í ljós, að Hallur hafði getið rétt til um manninn. Hallur kom einu sinni til ís- lenzku nýlendunnar á Mooseland- hálsum. Það var haust. Hann dvaldi fáeina daga þar sem ég átti heima, og okkur drengjun- um þótti hann næsta kynlegur. Ég man það, að hann gekk einn morgunn með mér og tveim öðr- um drengjum ofan á veginn, sem lá í gegnum nýlenduna. Við tók- nm þá eftir því, að einhver hafði ekið um veginn þá um morgun- inn, því við sáum nýleg hjólför; og við drengirnir gátum þess til, að maður nokkur, sem við nefnd- um, hefði ekið austur að sjó þenna morgun. „Þessi hjólför eru eftir tví- hjólaðan léttivagn, sem komið hefir að austan," sagði Hallur; „og maður hefir gengið fyrir honum, en ekki ferfætt skepna.“ Við athuguðum nú þetta betur, og þóttumst sjá að Hallur hefði rétt fyrir sér, því hvergi sáust nýleg för eftir hest eða uxa, en það vottaði fyrir mannaförum hér og þar. „Hver skyldi það hafa verið?“ spurðum við drengirnir hver annan. „Að líkindum pedlar (farand- sali),“ sagði Hallur. Hér skjátlaðist þó Halli ofur- lítið. Að vísu hafði maðurinn far- ið brautina um morguninn og gengið sjálfur fyrir mjög léttri tvíhjólaðri kerru — það fréttum við síðar um daginn — en það var ekki farandsali, heldur ung- ur málmnemi, sem kom frá Tangier og ætlaði til Moose Riv- er-námanna. En þó Halli skjátl- aðist í þessu, þóttist ég samt sjá, VÍKINGUR að hann væri framúrskarandi eftirtektarsamur og athugull. En nú er að segja frá því at- riði, sem ég hét að skýra frá; og það er á þessa leið: Veturinn 1882—83 var Hallur í vinnu hjá skozkum bónda í grennd við þorpið Shubenacadie, sem er járnbrautarstöð um f jöru- tíu mílur enskar frá Halifax. — Þenna sama vetur var þar í þorp- inu ungur kaupmaður af Gyð- ingaættum. Hann átti dálitla búð við aðalgötu þorpsins og seldi smávarning, glingur og gamlan fatnað. Hann hafði byrjað verzl- unina með litlum efnum, og lang- aði mjög til að græða. Hann þótti reglusamur og áreiðanlegur í við- skiptum, og var í góðu áliti hjá þorpsbúum. Honum hafði gengið vel verzlunin sumarið 1882, og hafði lagt til hliðar eitt hundrað dali, sem hann ætlaði að leggja í sparisjóð í Halifax, um leið og hann færi þangað í verzlunarer- indum um haustið. En nóttina áður en hann ætlaði að leggja af stað til borgarinnar, hurfu þess- ir hundrað dalir í læstum pen- ingaskáp, sem var í búðinni. Og það, sem þótti kynlegast, var, að ekkert annað hvarf, hvorki úr búðinni né úr peningaskápnum, nema þessir hundrað dalir, sem áttu að fara í sparisjóðinn. 1 búð- inni voru þó margir verðmætir munir, og í skápnum um hundr- að og fimmtíu dalir umfram það, sem tekið var. Svo var annað, sem mjög þótti eftirtektarvert: að engin merki sáust til þess, að brotist hefði verið inn í búðina; hurðir, gluggar og jafnvel pen- ingaskápurinn var eins og Gyð- ingurinn hafði skilið við það kvöldið áður — allt harðlæst — ekkert brotið — ekkert skemmt — ekkert horfið — nema þessir hundrað dalir, sem áttu að fara á sparisjóðinn. Húsið, sem Gyðingurinn bjó í, var fremur lítið og með flötu þaki. Niðri var búðin, og til hlið- ar við hana var eldhús og lítil borðstofa, og var gengið úr borð- stofunni upp á loftið, en þar voru tvö herbergi. 1 öðru þeirra svaf Gyðingurinn sjálfur, en móðir hans og tíu ára gömul stúlka í hinu. Fleira fólk var ekki í hús- inu. Á búðinni sjálfri var stór gluggi, sem vissi að aðalgötu þorpsins, og var svo um hann bú- ið, að ekki var hægt að opna hann nema að innan. Þjófurinn hafði því auðsjáanlega ekki far- ið inn í búðina um gluggann — og ekki heldur reynt til þess. En í búðinni voru tvær dyr: fyrst aðaldyrnar, sem vissu að götunni, og dyr, sem farið var um úr búð- inni og inn í borðstofuna. Fyrir framdyrunum var traust læsing og slagbrandur fyrir að innan; en um hinar dyrnar var ekki eins vel búið, og mátti því opna þær með algengum lykli. Svo voru eldhúsdyrnar: um þær var ekki traustlega búið; og eldhúsglugg- ann og borðstofugluggann mátti auðveldlega opna að utan og komast inn um þá. Mönnum kom því saman um það, að líklegast væri, að þjófur- inn hefði farið inn um eldhús- dyrnar, opnað innri búðardyrn- ar með algengum lykli og kunn- að aðferð til að opna peninga- skápinn og læsa honum (því að honum gekk enginn lykill) . — Þetta þótti sennilegast, en í hinu skildi enginn, hvað þjófnum gat gengið til þess, að taka aðeins þessa sérstöku upphæð, sem átti að fara í sparisjóðinn, en snerta ekki annað hvorki peninga né verðmæta muni. Allt mögulegt var reynt til að hafa upp á þjófnum — en allar tilraunir í þá átt voru alveg ár- angurslausar. Gyðingnum þótti sárt að missa svona mikla pen- inga, eins og vonlegt var, en bar sig þó vel. Hann flutti nú pen- ingaskápinn upp í svefnherberg- ið sitt, bjó vel og vandlega um gluggann á herberginu, setti nýja og trausta skrá á hurðina, og læsti dyrunum vandlega áður en hann fór að hátta á kvöldin; þar að auki hafði hann hlaðna skammbyssu við hendina og gat 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.