Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 39
Með reglugerð um ferskfiskeftirlit frá 1961 var ákveðið, að fiskiskip, sem stunda síldveiðar, skyldu hafa a. m. k. eina hillu í stíu. Af þessu hefur leitt, að farið var að hafa tómarúm neðst í lest undir hillum og í miðri lest í steisnum. Enginn vafi er á því, að tómarúm neðst í lestinni og í steisnum hefur mjög slæm áhrif á öryggi síldveiðiskip- anna, þar sem það bæði rýrir stöð- ugleika þeirra og eykur hættu á því, að skilrúm fari úr skorðum eða brotni og farmurinn renni til í lest- inni. Með reglum um hleðslu skipa á vetrarsíldveiðum var sem kunnugt er bannað að skilja eftir tómarúm neðarlega í lest. Það er skoðun nefndarinnar, að þetta ætti einnig að banna á öðrum árstímum. íslenzk fiskiskip hafa möguleika til góðrar niðurhólfunar í lest, en reynslan hefur sýnt, að hann er ekki nýttur til fullnustu, þannig að skil- rúmsborðum er ekki stillt á milli allra stoða í lestinni. Þetta eykur að sjálfsögðu hættuna á því, að farmurinn geti raskazt. Nefndin leggur áherzlu á mikilvægi þess, að vel sé stillt upp í lest og helzt þann- ig, að ekkert bil sé á milli efsta skilrúmsborðs og þilfars. Enda þótt ekki hafi verið hægt að sanna það, að röskun lestarfarms á síldarskipi hafi valdið sjóslysi er heldur alls ekki hægt að útiloka þann mögu- leika. Nefndarmenn eru sammála um, að æskilegt væri, að kjölfesta fiski- skipa yrði ákveðin á tæknilegan hátt með útreikningum. Til þess að þetta sé hægt, verða stöðugleika- reikningar fyrir hvert skip að vera fyrir hendi og einnig verður þá að ákveða, hvað teljast skuli hæfileg- ur stöðugleiki. Síðan 1962 hefur Skipaskoðun rík- isins krafizt stöðugleikaútreikninga fyrir nýsmíðuð fiskiskip. Um eldri skip eru slíkar heimildir yfirleitt ekki til. Á vegum siglingamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, IMCO, var á s.l. sumri sett á laggirnar sérfræð- inganefnd til athugunar á stöðug- leika fiskiskípa. Varð skipaskoðun- arstjóri, HjálmarR. Bárðarson, kjör- inn formaður nefndarinnar. Hlut- verk nefndarinnar er m. a. að finna mælikvarða til að dæma stöðug- leiká fiskiskipa eftir. Hér er um geysivíðtækt verkefni að ræða, sem VÍKINGUR búast má við að taki langan tíma að leysa. Af framansögðu er ljóst, að eng- inn almennur viðurkenndur mæli- kvarði er til um stöðugleika fiski- skipa. Eins og sakir standa eru af þessum og fleiri ástæðum ekki skil- yrði til þess að ákveða kjölfestu einstakra fiskiskipa með tæknileg- um útreikningi og enga allsherjar- reglu er hægt að setja um kjölfestu, er gildi fyrir öll skip, vegna þess hve þau eru breytileg að stærð og gerð. Skipaskoðun ríkisins hefur á und- anförnum árum reynt að leiðbeina þeim skipstjórum, sem til hennar hafa leitað, í sambandi við kjölfestu, en af framangreindum ástæðum geta slíkar leiðbeiningar aldrei orð- ið fullkomnar. Skipaskoðunin hef- ur að undanförnu hert á kröfum um kjölfestu í sambandi við stöð- ugleikaútreikninga á nýjum skipum og hafa verið nokkur brögð að því, að skipstjórum þyki skipin verða of „stif“ og óskað eftir að mega minnka kjölfestuna. Á meðan núverandi ástand ríkir í þessum efnum, hlýtur ábyrgðin á því, að skipin hafi nægilega kjöl- festu fyrst og fremst að hvíla á skip- stjórnarmönnum sjálfum, eins og verið hefur frá alda öðli. Það hefur hinsvegar komið fram, að mjög skortir á það, að margir þeirra hafi nægilega þekkingu og reynslu og þekking margra á stöðugleikamálum skipa er lítil. Af þessu hefur leitt, að hleðsluástandi sumra skipanna hefur verið mjög áfátt. Reyndur og góður skipstjóri getur af hreyfing- um skipsins oft dæmt furðu vel um stöðugleikaástand þess og þá gert þær ráðstafanir sem að gagni mega koma, annað hvort með viðbótar- ballest vegna veiðarfæra og annars eða með breyttri hleðslu skips. Hér að framan hefur verið gerð almenn grein fyrir þeim staðreynd- um, sem nefndin telur að hafi rýrt öryggi síldveiðiskipanna og valdið því, að svo mörg þeirra hafa far- izt á síðustu árum. Helztu niðurstöður af athugun- um nefndarinnar eru þær, að yfirþungi skipa, sem hafa nót á bátapalli og eru 150 brúttólestir eða minni, sé orðinn of mikill og skipunum ofviða, að óhófleg þilfarshleðsla og há skjólborð og þilfarsuppstilling- ar séu hættuleg stöðugleika og öryggi skipanna, að sama máli gegni um tómarúm neðarlega í lest, sem einnig valdi hættu á því, að skilrúm gangi úr fölsum eða brotni og farmur raskist, að stærri og öflugri veiðitæki og aukinn vélarorka skapi þá hættu, að skipunum sé ofboðið, að vetrarsíldveiðar og lengri sigl- ingar hafi aukið áhættuna við veiðarnar, að ekki sé unnt að tryggja öryggi skipanna, nema hleðslu þeirra verði einhver skynsamleg tak- mörk sett, að vanmat á aðstæðum og vanþekk- ing á stöðugleikalögmálum skipa sé verulegur þáttur í þessum sjóslysum. Hinn 1. janúar 1964 voru í smíð- um rúmlega 30 stálfiskiskip og um s.l. áramót voru þau 10. Stærð þeirra er frá um 200 brl. og upp í rúmlega 300 brl. Af þessu er greini- legt að þróunin er sú, að í fram- tíðinni verði tiltölulega stór skip notuð við síldveiðarnar og mun það án efa auka öryggið á sjónum. Á s.l. sumri voru 143 skip undir 150 brl. á síldveiðum og var stærð og gerð, sem hér segir: 2 skip undir 100 brl. með bátapalli. 86 — undir 100 — með nót á aðalolfari. 34 — 100—150 — með bátapalli. 21 — 100—150 — með nót á aðalþilfari. Til þess að leysa öryggismál hinna minni skipa gerir nefndin eftirfar- andi tillögur: 1. Að skipum, sem eru 150 brl. eða minni, verði bannað að stunda síldveiðar með þeim hætti að hafa síldarnót á báta- palli. Að skipunum verði breytt þann- ig, að síldarnótin verði höfð á aðalþilfari. 277

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.