Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1965, Blaðsíða 29
J. Johnsen persónulega fyrr en hann var kominn á þann aldur, sem flestir draga sig í hlé, a3 af- loknu löngu og farsælu ævistarfi. En þótt Gísli J. Johnsen væri þá orðinn sextugur að aldri, átti hann eftir að koma mörgum hugðarefn- um sínum í framkvæmd. — Eftir þetta byggði liann sér heimili, sem er eitt af fegurstu húsum borgar- innar, en áður liafði liann byggt sér íbúðarliús á svipuðum stað, sem þótti tilvalinn sendiráðsstaður fyrir stórveldi, og er það enn. — Fyrstu kynni mín af Gísla voru þau, er hann færði Sjómannadeginuin dýr- mætan verðlaunagrip til að keppa um í kappróðrum, en frá upphafi sýndi liann sjómannasamtökunum sérstakan velvilja, og var liann og frú Anna, kona lians, sérstaklega hlynnt byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og þá ekki síð- ur starfsemi Slysavarnafélags ls- lands. En þannig var háttað, að skrifstofa S. V. F. 1., sem ég veitti forstöðu, var í mörg ár í sama Iiúsi, Hafnarhúsinu, og beint yfir skrif- stofu og varahlutageymslu Gísla J. Johnsen. Við mættumst því oft í stiganum, og við liöfðum það sam- eiginlegt, að þegar sérstök verkefni kölluðu að, sem fljótlega þurfti að Ijúka og sem nokkuð oft vildi verða, þá vorum við ekki bundnir af ákveðnum vinnutíma, oft vorum við einir við vinnu í hinu mikla húsi fyrir utan tollverði og hafnar- verði, er skiptu vöktum. Oft undr- aðist ég þá hinn eldlega áliuga Gísla og starfsþrek. Það hlýtur að liafa verið mikilfenglegt að sjá hann taka til liendi, þegar liann var upp á sitt bezta. Það virtist ekkert það vera, sem færi framhjá honum. Þrátt fyrir langan vinnudag og vafsturs- söm og mikil viðskipti, virtist hann hafa tíma til að fylgjast með öllu, sem var talað og skrifað um og til einhverra heilla horfði. Jafnvel liin- ar lengstu ritgerðir og flóknustu mál liafði hann kynnt sér til hlýt- ar, og sýnir það, hve eldfljótur liann liefur verið að fara yfir lesefni og festa sér það í minni. Þegar urðu hörmuleg slys, fylgdist hann af at- hygli með því, livað hægt var að VÍKINGUR gera til lijálpar, og hann skildi all- ar aðstæður svo vel, því sjálfur hafði hann sem útvegsmaður og eig- andi margra skipa, átt marga and- vökunótt fyrr á árum við að útvega hjálp og gera út hjálparleiðangra á óveðursnóttum. Það var ekki minnst vegna þess, sem hann og kona lians, frú Anna Johnson, tóku þá ákvörðun að gefa Slysavarnafélagi íslands fullkominn vélbjörgunarbát fyrir Reykjavík, þegar þau vissu að slíkan bát vant- aði ennþá liér í höfuðstaðnum, þótt liðin væru rétt 50 ár frá því fyrst kom fram hugmynd um að byggja hann. Mér er næst að lialda, að mesta ánægjustund í lífi þeirra hjóna hafi verið þegar bátnum var gefið nafn og liann afhentur í Sví- þjóð, og svo aftur þegar báturinn kom siglandi frá Svíþjóð inn á Reykjavíkurliöfn og var móttekinn með viðhöfn. Báturinn hlaut að ósk Slysavarna- félags Islands nafn gefandans Gísli J. Jolmsen. Við nafngiftina í Sví- þjóð voru viðstaddir margir kunnir Svíar og björgunarfrömuðir, þar á meðal forseti og framkvæmdastjóri sænska Slysavarnafélagsins og sænski aðmírállinn. Frú Anna Jolinsen skírði bátinn með svofelldum orðum: „Eg bið þér blessunar Guðs. Heill og liamingja fylgi þér í hinu mikilvægasta og kærleiksríka starfi sem þín bíður í þágu íslenzkra slysavarna. Ég skíri þig Gísla J. Johnsen úr vatni, sem Guðmundur biskup góði vígði til guðsblessunar fyrir sjöhundruð ár- um.” Undirritaður, sem ferðaðist út með þeim lijónum og tók við bátn- um fyrir liönd Slysavarnafélags Is- lands, sá og fann við þetta tækifæri, af eigin raun, hve mikils álits Gísli og þau hjón nutu erlendis meðal kunningja sinna þar og viðskipta- vina. Slysavarnafélag Islands stendur í mikilli þakkarskuld við Gísla J. Johnsen og eftirlifandi ekkju hans, frú Önnu. 1 nafni Slysavarnafélags Islands og starfsfólks félagsins, sem og annars slysavarnafólks, leyfi ég hérmeð að senda frú Önnu innileg- ustu samúðarkveðjur. Sömuleiðis börnum Gísla frá fyrra lijónabandi, barnabörnum hans og öðrum nán- ustu aðstandendum. Hjá Slysavarnafélagi Islands, eins og víðar, hefur Gísli J. Johnsen reist sér óhrotgjarnan minnisvarða með verkum sínum, er ei mun gleymast. H <>nry Hálfdánsson. * NýlokiS var viS aS enditrreisa radarmerki á SKORBEINI, skammt jrá Djúpavogi. Á myndinni sjást dug- legir Árvakursmenn viS starfið, en ]ieir unnu vcrkiS. VitaskipiS Ár- vakur liggur fram- undan. 267 ■

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.