Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 6
Besta stærð mynda 20x30 Nú er ljósmyndakeppni blaðsins hafin í annað sinn og norræni hluti keppninn- ar er í samstarfi við flugfélagið Iceland Express. Allir sjómenn eru hvattir til þess að munda nú myndavélar sínar í all- ar áttir og koma til leiks með myndir sín- ar. í desember verða síðan fimmtán myndir valdar, þar af þrjár sem hljóta verðlaun, sem fara síðan í norrænu keppnina. Keppnisreglur eru ekki flóknar en myndirnar þurfa að vera teknar af sjó- mönnum. Myndaefnið má vera hvort heldur sem er myndir teknar um borð eða í landi í landlegum. Ekki er skilyrt að myndirnar séu teknar á þessu ári held- ur geta menn farið í myndasafnið sitt í leit að myndum. Senda má inn myndir í hvaða formi sem er, á pappír, sem lit- skyggnu eða á stafrænu formi. Séu tök á er óskað eftir að filmur séu sendar með sem og að stafrænar myndir séu sendar í mestu gæðum. Ákjósanleg stærð mynda er 20x30 en þó ekki skilyrt. Hver ljós- myndari má senda inn 15 myndir. Allar ljósmyndir skulu merktar ljósmyndara og einnig eru ljósmyndarar hvattir til að gefa myndinni nafn og láta fáeinar línur fylgja með sem lýsa myndaefninu. Þessi myná Jóns Páls Ásgeirsson fékk 3. verðlaun. Allar myndir sem berast áskilur Sjó- mannablaðið Víkingur sér rétt til birting- ar án endurgjalds. Sama á við um birt- ingu mynda sem sendar verða i norrænu keppnina en þau norrænu sjómannablöð sem að keppninni standa áskilja sér einnig rétt til að birta myndirnar án end- urgjalds. Myndir skulu sendar blaðinu í umslagi merktu Ljósmyndakeppni Sjómanna- blaðsins Víkings, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Skilafrestur er til 20. nóvem- ber. Þá er hægt að senda myndir á tölvu- tæku formi á iceship@hn.is merkt Ljós- myndakeppni. Aðeins skal senda eina mynd í einu ef sent er á tölvupósti. Með- fylgjandi eru verðlaunamyndir úr keppn- inni frá í fyrra. Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings 2003 Á síðasta ári efndi Sjómannablaðið Víkingur til ljósmyndakeppni meðal sjó- manna og voru undirtektir mjög góðar. Blaðinu bárust nærri 70 ljósmyndir og voru þrenn verðlaun veitt. Sigurvegari slðasta árs var Þorgeir Baldursson frá Ak- ureyri en hann hefur verið háseti á ýms- um fiskiskipum. Fimmtán þeirra mynda sem tóku þátt í keppni Vfkingsins voru síðan sendar í norræna ljósmyndakeppni sjómanna sem Víkingurinn er orðinn að- ili að og fram fór 1 Osló 10. febrúar í ár. ísland hefur ekki tekið þátt í þessari nor- rænu keppni fyrr en nú, en rúm 15 ár eru síðan hún hóf göngu sína. Var keppnin hér heima því jafnframt und- ankeppni fyrir norrænu keppnina. Þor- geir Baldursson, er vann fyrstu verðlaun í íslensku keppninni, eins og áður sagði, hreppti 4 sætið í þeirri norrænu og voru verðlaunin 2.500 norskar krónur. Það er til mikils að vinna að taka þátt í ljós- myndakeppni Víkingsins því þar er möguleiki á enn frekari vinningi á nor- rænum vettvangi. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.